Á ferð um landið árið 2020.

Á ferð um landi árið 2020.(vonandi verður þetta ekki svona)

 Venjuleg Reykvísk fjölskylda er stödd við Mývatn og er að byrgja sig upp fyrir ferð inn á óbyggð svæði.

Fjölskyldu faðirinn: jæja allir tilbúnir,þið vitið það börnin góð að við erum á leið inn á annað af þeim svæðum Íslands sem aðeins örfáir búa á í dag.

Það eru að vísu ekki mörg ár síðan að byggð lagðist af á Austfjörðum en þó er þetta samt orðið varasamt svæði að ferðast á, hitt svæðið eru svo blessaðir Vestfirðirnir blessuð sé minning þeirra.

En þó er Álver rekið á Reyðarfirði sem er í fullum gangi, en þangað er aðeins flogið með mannskap í þyrlum á vaktaskiptum.

Dóttir 1 í aftursæti: En pabbi af hverju býr fólk ekki þarna lengur?

Fjölskyldufaðirinn: Það er nú flókin sorgar saga sem  snýst meðal annars um fisk og vegagerð eða réttara sagt gangnagerð.

 Dóttir 2 í aftursæti: En það eru fullt af fiskum í sjónum pabbi.

 Fjölskyldufaðirinn: Rétt er það gullið mitt en þetta er svolítið flóknara en það.

Fólkinu sem bjó hérna var bannað að veiða fiskinn af Ríkisstjórn Íslands þannig að það varð að reyna finna sér nýja vinnu.

 Til þess að komast í nýja vinnu og fl.þurfti fólkið líka að fara yfir marga fjallvegi sem eru jafnvel yfir 600 metrahæð yfir sjávarmáli.

 Ríkisstjórnin lofaði að gera sitt besta til þess að gera fólkinu kleyft að finna sér nýja vinnu og líka að laga þessa fjallvegi einnig að gera göng í gegnum fjöllin, en það virðist sem að það hafi eitthvað misfarist hjá þeim því að ekkert af þessu gerðist.

 Í staðinn varð fólkið að flytja búferlum til Reykjavíkur og finna sér nýjan samastað.

 Eins og þú veist gullið mitt þá búa allt of margir í Reykjavík og þess vegna þurfum við að nota þessar gasgrímur þegar við förum út......en þær þurfum við að vísu ekki hér.......hér er frískt og gott loft.

 Kannski að Páll Óskar forseti reyni að bæta þetta ástand...Smile

 Dæturnar tvær....Örugglega eða þá Birgitta Haukdal Forsætisráðherra.Smile

Þess má geta að frúin sat í framsætinu og meðal annars hugsaði ....þetta hefði aldrei gerst ef að við konur hefðum ráðið.Blush

Picture 2

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Hárbeittur & snjall félagi....

Steingrímur Helgason, 2.2.2008 kl. 20:07

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já svei mér, efnilegur rithöfundur á gamals aldri haha!

En hvernig leist þér á lagið?

Magnús Geir Guðmundsson, 2.2.2008 kl. 22:42

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

heyrðu já það var bara snilld....það er í tölvunni niðrí vinnu

Einar Bragi Bragason., 2.2.2008 kl. 23:11

4 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Vel skrifað - líka þetta með konurnar - þarna í lokin...

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 3.2.2008 kl. 01:15

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Getur þú ímyndað þér hvað þetta getur verið?

Vísbendingin er sú, að maðurinn sem blæs svona snilldarlega er miklumiklumiklu þekktari og haltu þér nú fast, sem GÍTARHETJA! og það heldur ekki nein venjuleg slík!

Nú gæti verið að þú sért einhverju nær!?

Magnús Geir Guðmundsson, 3.2.2008 kl. 01:57

6 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Glææææææssilegt !!!!

Kjartan Pálmarsson, 3.2.2008 kl. 02:14

7 Smámynd: Júdas

He he,  góður, en það verður þá líklega fyrir árið 2020 að grafa undir Hellisheiðina,  sexfalda Reykjanesbrautina, fjórföld göng undir sundin, Miklabraut í stokk og líklega mislæg gatnamót við pylsuvagninn sem þarf þá að fara í trailer..........    Spennandi tímar framundan í borginni.

Júdas, 3.2.2008 kl. 09:36

8 Smámynd: Björg Árnadóttir

Flott saga með góðri endalínu (e. punchline!)

Þessi gæti verið skoðanabróðir þinn: http://immug.blog.is/blog/immug/

Björg Árnadóttir, 3.2.2008 kl. 13:14

9 Smámynd: Eyþór Árnason

Ég hugsa að þú hafir rétt fyrir þér með Pál Óskar...

Eyþór Árnason, 3.2.2008 kl. 23:03

10 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Mér líst vel á hugmyndina með Pál Óskar. Og sagan er tær snilld.

Jón Halldór Guðmundsson, 3.2.2008 kl. 23:42

11 Smámynd: Ísdrottningin

  Takk fyrir mig

Ísdrottningin, 4.2.2008 kl. 08:37

12 Smámynd: Kristborg Bóel Steindórsdóttir

Hellúúú

Lufsaði þér inn sem bloggvini- sit hér í borg óttans í sérlegri moggabloggfræðslu...

Krissa

Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 4.2.2008 kl. 10:19

13 identicon

Einar ertu ekki á rangri hillu eða hvað ? Þetta er hrein snild hjá þér, vona að sem flestir lesi þetta blogg.

Ágústa Berg Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 13:09

14 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Ert að meina að ég þurfi að fara í pólítík eða verða rithöfundur he he

Einar Bragi Bragason., 4.2.2008 kl. 13:55

15 identicon

Já því ekki að reyna fyrir sér á nýjum vettvangi hehehe

Ágústa Berg Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 22:16

16 Smámynd: Guðrún Fanney Einarsdóttir

var að sjá þessa bloggfærslu núna ( mikið sein) en ein mesta snilld sem ég hef séð lengi;)

Guðrún Fanney Einarsdóttir, 8.2.2008 kl. 01:46

17 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Takk fyrir það

Einar Bragi Bragason., 8.2.2008 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Bragi Bragason

Höfundur

Einar Bragi Bragason.
Einar Bragi Bragason.

Hef verið atvinnuhljóðfæraleikari í 100 ár(aðeins ýkt) og er skólastjóri Tónlistarskóla Seyðisfjarðar.

Netf.saxi@centrum.is sími 8974265

Tónlistarspilari

- like pantomime EBB master

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Áramót
  • ...927_6924913
  • picture 4 975462.png
  • picture 4 926643.png
  • ...posturrr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 222117

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband