Kemur ekki á óvart

Enda er ég einn af þeim mörgu sem vilja ekki fá áfengið í matvöruverslanir.

Sterkar tegundir eru aftur farnar að seljast og er það í samræmi við það sem maður sér á veitingastöðunum fólk fær greinilega ekki nógu mikið kikk út úr bjórnum og er að skjóta á sig sterkum skotum í staupum.

Svo er það steinhissa á því að verða ölvaðSick......það sem drakk aðeins bjór og jú nokkur skot kvöldið áður.Sleeping

 Könnunin nær frá 15 ára aldri sem er svolítið fyndið þar sem allir vita að neysla áfengis miðast við árin 20.

Ég segi bara enn og aftur höldum áfenginu í áfengisverslunum þar sem að það á heima...

Ætli Hr heilbrigðisráðherra lesi þessa könnun, eða þykist hann ekki taka eftir henni.....Pinch


mbl.is Áfengissala jókst um 7% á síðasta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Mín reynsla á ferðamönnum hingað til er að þeir gera nú minnst af því að drekka áfengi hér og þá oftast léttvín.

Ég var heldur kannski ekki að tala um að vera með einhverjar aðgerðir en bendi þó á þetta rugl með áfengi í matvöruverslanir væri slæmt skref.

Einnig finnst mér alltaf jafn fáranlegt að horfa á bjórauglysingar í sjónvarpi og bendi á í því sambandi að ég held að menn myndu hrökkva illilega í kút ef að tóbaksauglýsingar væru þar.

En kannski var ég nett að benda mönnum á að ástandið er ekkert gott........þó að það gæti nú samt sem áður verið mun verrra.

Einar Bragi Bragason., 27.3.2008 kl. 10:43

2 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Ég er einn af þeim sem vil allt áfengi í búðir og áfengisaldur niðri í 18 á allt áfengi(er samt 20 ára) ásamt því að búðir mættu selja áfengi 24/7

Alexander Kristófer Gústafsson, 27.3.2008 kl. 11:17

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Alexander........Afhverju

Einar Bragi Bragason., 27.3.2008 kl. 11:31

4 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Annað er forsjáarhyggja og kommunismi Einar

Alexander Kristófer Gústafsson, 27.3.2008 kl. 13:49

5 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Alexander ég næ þessu rökum ekki sorrý....eigum við þá ekki líka að sleppa umferðalögum og fl.....

Páll einmitt ÁTVR er alltaf að bæta sig og ekkert annað en jákvætt um það segja....

En þegar að börn eiga að fara afgreiða börn þá segi ég stopp...en þannig myndi það verða í Matvörubúðunum.

Einar Bragi Bragason., 27.3.2008 kl. 14:11

6 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég skil einhvern veginn ekki þörfina fyrir áfengi í matvörubúðum. Ríkjandi fyrirkomulag veldur fæstum óþægindum og hvers vegna þá að vasast í því? Gildir ekki hér eins og annars staðar að óþarfi er að breyta því sem er í lagi.

Steingerður Steinarsdóttir, 27.3.2008 kl. 14:18

7 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Kannski er Alexander bara mjög ungur ennþá og þreyttur á að biðja aðra um að fara í ríkið fyrir sig.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 27.3.2008 kl. 14:22

8 identicon

Hvar kemur kommúnismi inní þetta? 

"Ég er einn af þeim sem vil allt áfengi í búðir og áfengisaldur niðri í 18 á allt áfengi(er samt 20 ára) ásamt því að búðir mættu selja áfengi 24/7"

Hins vegar eru allir -ismar í öfgasinnaðri eða róttækri mynd (hægri-vinstri-kven-fas-nas) forsjárhyggja í sjálfu sér en ég næ ekki beinni tengingu kommúnisma við áfengisaldur í 18 ár né heldur sólarhringssölu á áfengi. 

Bylgja Valtýsdóttir (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 15:27

9 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Ma´lið er td að þar sem þetta er leyft 24/7 eru þessi áfengismál í miklum ólestri......

Einar Bragi Bragason., 27.3.2008 kl. 15:45

10 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Ég hef nú aldur til að kaupa áfengi Steingerður

Alexander Kristófer Gústafsson, 27.3.2008 kl. 18:35

11 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Ég var ein þeirra sem vildu fá þetta í matvörubúðirnar, bara svona til þæginda fyrir sjálfa mig. En svo var mér bent á, og ég held að það sé mjög góður punktur, að úrvalið yrði aldrei mjög merkilegt í matvörubúðunum. Kannski 2-3 tegundir af bjór og annað eins af léttvíni. Ég er nefnilega ekki viss um að fólk geri sér grein fyrir því hve vínbúðirnar eru góðar, úrvalið yfirleitt frábært og svo er hægt að spyrja starfsfólkið ef mann vantar upplýsingar. Ég sé það ekki alveg fyrir mér í Nóatúni eða Bónus. Það gæti orðið erfitt fyrir vínbúðirnar að standa undir sér ef þunginn af bjór- og léttvínssölu fer þaðan og það gæti bitnað illilega á okkur þegar við viljum fá okkur eitthvað almennilegt.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 27.3.2008 kl. 19:33

12 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég vil miklu heldur fá matvörurnar í ÁTVR & er tilbúinn á móti að fórna opnunartímanum þá niður í þá tvo tíma á dag sem að eitthvað er að gera í ríkinu.

Alltof mikið vesen fyrir mig önnun kafinn náúngann að þurfa að skondra sér ferð eftir ostinum & vínberjunum með rauðvíninu & hákarlinum með brennivínsstaupinu í eitthvert okurkaupfélagið hans Bónhannesar.

Steingrímur Helgason, 27.3.2008 kl. 21:02

13 identicon

Er fyllilega sammála þér Einar Bragi, ef þetta færist yfir í matvöruverslanir mun SÁÁ hafa mikið meir að gera en það hefur í dag, lítum á Danmörk sem dæmi, þeir selja í matvöruverslunum ein af norðulandaþjóðunum og eiga líka við mikið meiri vandamál að stríða en hinar norðulandaþjóðirnar. SAmkvæmt rannsóknum er það v/sölu áfengra drykkja í verslunum.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 21:03

14 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þessi tillaga Steingríms er auðvitað tær snilld í allri þessari brennivínskaupaumræðu

Haraldur Bjarnason, 27.3.2008 kl. 21:07

15 Smámynd: Heiða  Þórðar

Sammála þér Einar minn... í dag og í þetta eina skipti (lofa).

Heiða Þórðar, 27.3.2008 kl. 21:49

16 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

flottar umræður

Einar Bragi Bragason., 27.3.2008 kl. 22:01

17 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Mér sýnist þetta erfiða mál, sem við erum búin að velta fyrir okkur án afláts vera að leysast.

Steingrímur. Ég þakka þér fyrir þessa brilliant hugmynd. Það er alger óþarfi að selja áfengi í matvöruverslunum.

Einar Bragi er líka svona rosalega klár oft á tíðum.  Núna eitt kvöldið vorum við á fundi um nauðsyn þess að bæta samgöngur á miðausturlandi og alls konar umræður og rannsóknir snúast um hvað kostar að gera göng og hagkvæmni ganganna. Svona er rætt fram og aftur án þess að botn fásit í málið. Þá varpaði EBB fram spurningu sem gerbreytti umræðunni: Hvað haldið þið að það kosti að gera ekki þessi göng? Spurði hann og benti á að þá þarf að byggja íbúðarhúsnæði, skóla og þjónustfyrirtæki fyrir fólk upp annars staðar. Þetta er bara nýr vinkill sem fær mann til að sjá að það er dýrt að leysa ekki vandamálin.

Jón Halldór Guðmundsson, 27.3.2008 kl. 23:38

18 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Margrét Birna Auðunsdóttir, enda ert þú að borga fyrir átvr búðinar svo það er engin furða að úravalið er fínt þegar ríkið fær að eyða að vild í kommunisk apparöt eins og átvr.

Alexander Kristófer Gústafsson, 27.3.2008 kl. 23:50

19 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Þá er ég bara kommúnisti og forræðishyggjumaður og skammast mín ekkert fyrir. EKKERT ÁFENGI Í MATVÖRUVERSLANIR.

Eysteinn Þór Kristinsson, 30.3.2008 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Bragi Bragason

Höfundur

Einar Bragi Bragason.
Einar Bragi Bragason.

Hef verið atvinnuhljóðfæraleikari í 100 ár(aðeins ýkt) og er skólastjóri Tónlistarskóla Seyðisfjarðar.

Netf.saxi@centrum.is sími 8974265

Tónlistarspilari

- like pantomime EBB master

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Áramót
  • ...927_6924913
  • picture 4 975462.png
  • picture 4 926643.png
  • ...posturrr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 222117

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband