Hákon Aðalsteinsson .....enn einn snillingurinn farinn

Það var ekki fyrr en mig vantaði ljóð(texta) við lög að ég fór að lesa ljóð að einhverju viti og fór þá að lesa ljóð Hákonar þar sem að ég þekkti þennan snilling og vissi að hann hefði gert góð ljóð.

Þá uppgötvaði ég þessi djúpu myndrænu ljóð hans sem í raun virka á mann eins og maður sé að horfa á mynd.

Árið 2007 gerði ég hljómdisk með lögum eftir mig við ljóð Hákonar og verð að segja að þar á meðal eru ljóð sem að allir Íslendingar ættu að þekkja í raun ætti að vera settur meiri tími í það að læra um Íslenskt efni en td trúarbrögð í Kualalumpur....ef þið skiljið meininguna.(samt engir fordómar hér á ferð).

Ljóðið Móðir Jörð eftir Hákon er ljóð sem ég man alltaf og þegar ég sé litla lækjarsprænu í fjallshlíð þegar að ég er á ferð um landið okkar fagra má oft heyra mig fara með ljóðið...Lagið er hér í spilaranum við hliðina sungið af Ernu Hrönn og kom út eins og fyrr segir árið 2007 á hljómdisknum Skuggum.

Móðir Jörð.

Þegar ljómar ljós í skýjum
lyftir brún á degi nýjum.
Mildur andi morgunsvala
mettar loftið fram til dala.
Berst frá lyngi lágur kliður,
Langt í burtu fossaniður.
Þér við sendum þakkargjörð.
Þú ert fögur-Móðir Jörð.

Létt og glettin lindin tæra
Litlu blómin er að næra,
Hoppar niður stall af stalli,
Stystu leið úr bröttu fjalli.
Hún er lítil lækjarspræna,
Læðist hljóð um bala græna,
Vökvar allan veikan svörð.
Verndar landið-Móðir Jörð.

Víðlendur með vötn og hálsa
Vekja kjark og hugsun frjálsa.
Fylla brjóstið ferskum anda,
Færa lausn á mörgum vanda.
Brátt við munum burtu hverfa,
Við biðjum þá sem landið erfa
Að standa um þig sterkan vörð
Í stormi lífsins-Móðir jörð.
Hér er síðan lagið og ljóði Vorkoma eftir okkur félaga af sama hljómdisk,
hakon

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Mikill öðlingur og snillingur fallinn frá. Blessuð sé minning hans.

Haraldur Bjarnason, 8.3.2009 kl. 19:10

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Blessuð sé minning hans.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.3.2009 kl. 19:25

3 Smámynd: Björg Árnadóttir

Þeir tínast frá okkur snillingarnir, einn og einn. Samúðarkveðjur að sunnan.

Björg Árnadóttir, 8.3.2009 kl. 20:41

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það hefur farið fram hjá mér að kallinn sé fallinn frá. Blessuð sé minning hans.

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.3.2009 kl. 23:37

5 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Samhryggist Fallegt ljóðið sem þú birtir hér eftir hann.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 12.3.2009 kl. 08:49

6 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þetta var hreinræktaður snillingur. Blessuð sé minning hans. Falleg Athöfn í valþjófsstaðakirkju í gær. þín var saknað en enginn ræður við veðrið.

Víðir Benediktsson, 15.3.2009 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Bragi Bragason

Höfundur

Einar Bragi Bragason.
Einar Bragi Bragason.

Hef verið atvinnuhljóðfæraleikari í 100 ár(aðeins ýkt) og er skólastjóri Tónlistarskóla Seyðisfjarðar.

Netf.saxi@centrum.is sími 8974265

Tónlistarspilari

- like pantomime EBB master

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Áramót
  • ...927_6924913
  • picture 4 975462.png
  • picture 4 926643.png
  • ...posturrr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband