Forstjóri barnarverndarstofu óttast....er það ekki nóg ????

picture_4_975462.pngForstjóri barnaverndarstofu óttast um afdrif barna sem hafa hlotið lífshættulega áverka á heimili sínu eftir að fordæmisgefandi dómur féll í Hæstarétti nú fyrir helgi.

Dómurinn kveður á um að forsjármenn drengs á fyrsta ári fái að hafa hann á heimili sínu en þeir eru grunaðir um að hafa nær hrist drenginn til ólífis.

Barnavernd er ætlað að tryggja öryggi barnsins.Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjaness um að móðir og sambýlismaður hennar fái að hafa lítinn dreng á heimili sínu þótt grunur leiki á að barnið hafi orðið fyrir lífshættulegu ofbeldi.

Í ungbarnaeftirliti vöknuðu upp grunsemdir um að ekki væri allt með feldu. Læknisskoðun leiddi í ljós að umtalsverðar líkur eru á því að litli drengurinn hafi verið hristur eða fengið höfuðhögg og hlotið við það lífshættulega áverka.

Ekki er útséð með að hann muni nokkur tímann ná sér að fullu aftur.Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir það frumskyldu barnaverndar að sjá til þess að börn séu örugg.

Afar erfitt sé að hafa eftirlit með því að ómálga barn sé hrist."Ég hef af þessum dómi verulegar áhyggjur, satt best að segja.

Miðað við það sem kemur fram í dóminum virðist það nokkuð ljóst að mati sérfræðinga sem rannsökuðu þetta barn að áverkarnir sem það hlaut hafi verið af mannavöldum.

Þar af leiðandi er þetta barn í hættu," segir Bragi.Barnið var fjarlægt af heimilinu, barnaverndaryfirvöld kröfðust þess að barnið yrði vistað í hálft ár til viðbótar hjá fósturfjölskyldu.Dómstólar telja hins vegar að í ljósi þess að barnavernd sé með öflugt eftirlit með heimilinu sé hægt að tryggja barninu öryggi.Bragi segist ætla kalla eftir öllum gögnum um þetta mál og fara yfir það vandlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Getur ekki þessi ríkisstjórn BANNAÐ svona foreldra? Það ætti að kalla saman þing útaf svona rugli.....

vilma (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 22:51

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

En hvað getur Forstjóri Barnaverndarstofu gert......það eru fullt af rangfærslum í dómnum......er hægt að skjóta þessu til forseta eða ????

Veit að í Lögregluskýrslum þarf allt að vera 100% þá ætti það að vera 1000% í dómum ekki satt.......En ef að dómarinn veit ekki af rangfærslunum ????? hann þarf þá að fá að vita þær.......þetta mál er ekki búið....

Einar Bragi Bragason., 28.3.2010 kl. 23:13

3 identicon

Hvar er réttlætið í þessum heimi okkar?  lítið saklaust barn, sem getur ekki tjáð sig.  Þetta er svo hræðilegt mál og ég á ekki eitt einasta orð.

bloggari (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 23:53

4 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

sammála.....

Einar Bragi Bragason., 29.3.2010 kl. 00:13

5 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

vona bara að fólk láti þetta berast.........

Einar Bragi Bragason., 29.3.2010 kl. 01:21

6 identicon

Já þetta þarf að berast áfram, fók þarf að sjá þetta og opna augun. Nú er gosið svo mikið í fréttum, en þetta mál er enn brýnna en pínulítið gos. Mannslíf..

bloggari (IP-tala skráð) 29.3.2010 kl. 12:34

7 Smámynd: Seyðfirðingar

Munum gönguna á laugardaginn 3. apríl. Lagt af stað frá Herðubreið kl.10. Gengið verður upp að Skíðaskála, vagna þess að stórhættulegt er að vera gangandi í kófinu og skafrenningnum á Fjarðarheiðinni þessa dagana.  

Seyðfirðingar, 29.3.2010 kl. 15:08

8 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Skoðið http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4472159/2010/03/31/0/

Einar Bragi Bragason., 1.4.2010 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Bragi Bragason

Höfundur

Einar Bragi Bragason.
Einar Bragi Bragason.

Hef verið atvinnuhljóðfæraleikari í 100 ár(aðeins ýkt) og er skólastjóri Tónlistarskóla Seyðisfjarðar.

Netf.saxi@centrum.is sími 8974265

Tónlistarspilari

- like pantomime EBB master

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Áramót
  • ...927_6924913
  • picture 4 975462.png
  • picture 4 926643.png
  • ...posturrr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband