Íslensk ástarvísa af bestu gerð..Augnablikið,

Augnablikið

lagið er hér til hliðar. 

Er eitt af síðust lögunum sem fór í upptökur en Hákon sendi ljóðið til mín og vildi endilega fá fallegt lag við það.
Söngur og Píanó Helgi Georgsson.
Gítar Jón Hilmar Kárason.Fiðla Lóa Oddný Sævarsdóttir


Þú gekkst eitt kvöld um götuna mína
glettin með rjóða kinn,
Fáguð og stolt,hin frjálslynda kona
fangaðir huga minn.
Eftir þá litlu ögurstundu
ylinn í hjartanu finn.
Gangan um þennan götuslóða
gleymist ei fyrst um sinn.

Í augum þínum lá ástin falin
ilmandi fersk og ný.
Í návist þinni var nóttin fögur
og norðangolan svo hlý.
Stundin geymist í mínu minni
merlar sem gullið ský.
Kannske sjáumst við aldrei aftur
örlögin ráða því.

Þú dvelur síðan í draumum mínum
er dimmir um lönd og svið.
og deginum lýkur með djúpum svefni
þá dreymir mig sólskinið.
Eftir viðsjálar vökunætur
í veraldar þungum klið.
Glaðlegt brosið og glettið auga
gefa mér sálarfrið.

Helgi syngur þetta lag og minnir mig helst á Magnús Þór Sigmundsson....og fer einstaklega fallega með lagið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Bara alveg sérdeilis ágætt.

vcd

Bragi Þór Thoroddsen, 15.7.2007 kl. 02:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Bragi Bragason

Höfundur

Einar Bragi Bragason.
Einar Bragi Bragason.

Hef verið atvinnuhljóðfæraleikari í 100 ár(aðeins ýkt) og er skólastjóri Tónlistarskóla Seyðisfjarðar.

Netf.saxi@centrum.is sími 8974265

Tónlistarspilari

- like pantomime EBB master

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Áramót
  • ...927_6924913
  • picture 4 975462.png
  • picture 4 926643.png
  • ...posturrr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 222378

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband