Borg óttans...

Sit hér heima með veikt barn....og hef verið að hugsa um alla þessa miðbæjarumræðu.
Ástandið er náttúrulega hrikalegt....

Þar sem að skemmtistaðir geta verið opnir nær endalaust þá fara Hr Jón og Frú Jóna ekkert heim fyrr en búið er að loka.

Hr Jón og Frú Jóna reykja og eru því stundum fyrir utan veitingastaði með glas eða bjór í hendi þegar að þeim finnst vera meira stuð á næstu krá.

Þá arka þau ásamt fjölda fólks af stað með tilheyrandi skarkali og látum.

Er ekki sniðugt að fara í gamla farið og hafa opið til kl 03.00 og hafa síðan næturklúbba eins og Hótel Ísland þar sem boðið er upp á stóran stað með góðum hljómsveitum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Eitt sinn fór ég með lögreglunni í svokallað unglingarölt. Það var menningarnótt.  Okkar tilgangur var að athuga hvort úti væru ungingar án eftirlits og biðja þá vinsamlegast að fara heim, ef svo væri eða láta lögreglu vita ef ástand þeirra var "óæskilegt"

Við komum að hóp fólks í slagsmálum og okkar fyrstu viðbrögð var að hringja strax í lögregluna sem komu fljótlega, tveir lögreglumenn.

Lögreglan leit yfir hópin og sagði svo; "hér er ekkert sem við getum gert, að reyna eitthvað gæti komið af stað múgæsing, sem borgar sig ekki í mannfjölda sem þessum."

Ég man hvað ég var vonsvikin og hjálparvana þarna.  Meir að segja lögreglan hafði ekkert í þessa menn að segja.  Á þeim tíma varð ég svolítið reið yfir að þeir skildu að minnsta kosti ekki hafa reynt.  Með tímanum, þá skil ég þeirra viðhorf, það var í raun ekkert sem þeir gátu gert, nema kannski gert ástandið verra.

Ástæðan var ekki lélegir liðsmenn lögreglunar, heldur mannekla sem hafði ekkert að segja gegn þessum fjölda.

Þá komum við aftur af virðingu við þá sem gæta að mannslífum og fólki, hún er ekki til staðar hér á landi.  Lögreglumenn hljóta ekki þá virðingu sem þeir ættu að fá og þeir fá ekki greitt í samræmi við það álag og hættu sem þeir leggja á sig.

Ef við viljum betra samfélag, verðum við að hlúa svolítið betur að þessum stéttum.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 16.8.2007 kl. 16:15

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

þar komstu enn og aftur með sannleikann......menn þora ekki að gera neitt........Ef maður horfir á 15 ára krakka brjóta rúðu þá gerir maður líklega eitthvað....ef þú horfir á krakka ganga með vín í hendi þá gerir maður ekkert neitt......en hvor tveggja er lögbrot ekki satt.

Þar sem ég vinn oft í lögreglunni þá verð ég að viðurkenna að oft gerum við lítið sem ekkert ef að ástandið er þannig að meirihluti unglinga er með áfengi undir hendi......við myndum ekki gera neitt annað á þeim tíma og fá svo skammir frá mörgum foreldrum.

En við reynum.

Einar Bragi Bragason., 16.8.2007 kl. 17:47

3 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Þetta er líka oft spurning hvað á að gera og hvernig.  Með unglinga eins og aðra skiptir verulegu máli hvernig farið er að.  Sýna þeim smá velvilja og skilning, maður hefur jú ekki alltaf verið fullorðinn? 

vcd

Bragi Þór Thoroddsen, 17.8.2007 kl. 15:34

4 Smámynd: Garún

Sammála með þetta allt saman.  Þetta land er svo heimskulegt stundum, meðan bankarnir kaupa upp allan heiminn og halda afmælishátíð fyrir tugi milljóna, eru fólk sem starfar í heilbrigðisgeiranum, leikskólunum, lögreglunni og kennarar að fá skítalaun og í raun svo lág að það er ekki nokkur vafi á því að fólk sem velst í þessi störf eru að gera það af hugsjón og engu öðru.  Mér finnst oft eins og það séu til tvö Ísland, eitt banka ísland þar sem peningar eru bara flipp og síðan raunveruleikinn þar sem engin á krónu og safnar bara skuldum.  En takk samt fyrir tónleikana, ég hefði frekar viljað fá tónleika heldur en t.d engin þjónustugjöld í tvo mánuði eða eitthvað......arrrg

Garún, 17.8.2007 kl. 22:17

5 Smámynd: Björg Árnadóttir

Ég hef aldrei fattað þetta af hverju íslendingar geta ekki skemmt sér nema eftir miðnætti. Hef oft viljað fara og sjá hina og þessar hljómsveitir spila á balli en þær byrja oftast ekki fyrr en kl. 1, í fyrsta lagi á miðnætti. Hvað er málið? Eftir að opnunartíminn var gefinn frjáls hefur þetta bara versnað. Það eina sem lagaðist við að breyta opnunartímanum var leigubílamálið. Mér finnst það ekki nógur plús til þess að halda þessu svona.

Löggan þarf svo að auki að fá hellings stuðning í viðbót. Þeir eru hreinlega ekki nærri nógu margir til að geta gert neitt að ráði á erfiðum nóttum í margmenni.

Björg Árnadóttir, 19.8.2007 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Bragi Bragason

Höfundur

Einar Bragi Bragason.
Einar Bragi Bragason.

Hef verið atvinnuhljóðfæraleikari í 100 ár(aðeins ýkt) og er skólastjóri Tónlistarskóla Seyðisfjarðar.

Netf.saxi@centrum.is sími 8974265

Tónlistarspilari

- like pantomime EBB master

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Áramót
  • ...927_6924913
  • picture 4 975462.png
  • picture 4 926643.png
  • ...posturrr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband