10.9.2007 | 23:45
Fallegasti Þjóðsöngur í heimi
Var að lesa eitthvað blogg þar sem menn eru að hrauna yfir þjóðsöngin okkar, ég bara skil ekki afhverju ,þetta er einn fallegasti og tignalegasti þjóðsöngur í heiminum og ég hef hitt margan útlendinginn sem er sama sinnis.
Að hann sé erfiður ok, hann er ekkert spice girl lag en í hverri viku kyrja þúsund Liverpool menn lag sem er jafn erfitt.
Margir þjóðsöngvar í heiminum eru gamlir marsar sem mér finnst frekar hallærislegir.
ísland er land þitt er lag sem sumir benda á sem lag sem þeir vilja fá sem þjóðsöng en ég er ekki á þeirri skoðun.
Að vísu eigum við fl. þjóðlög og nægir þar að nefna lög eins og Ísland ögrum skorið og hver á sér fegra föðurland sem eru bæði líka gullfalleg.
Ó blessuð vertu sumarsól er líka mjög svo þjóðlegt lag.
En þarf bara ekki að gera nýja flotta útsetningu af Þjóðsöngnum okkar með smá popp ívafi.....sóló söngvari ,,gospelkór..rafmagnsgítar sem spilar þettan gítarvegg í .....eitt eilífðar smáblóm...
Svo er ekkert að furða að fólk kunni ekki þóðsönginn þegar að hann er aldrei spilaður og lítið sem ekkert kenndur í skólum landsins.
Um bloggið
Einar Bragi Bragason
Tenglar
Flott og gott
ýmsir góðir og gagnlegir tenglar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- heidathord
- lindalea
- totally
- lehamzdr
- meistarinn
- bjorgarna
- gthg
- martasmarta
- erla1001
- nanna
- estro
- braxi
- eythora
- steingerdur
- stebbifr
- ragnhildur
- gummigisla
- sax
- lindabj
- emilssonw
- vilborgo
- baddahall
- smakokur
- kjarvald
- bbking
- haukurn
- ranka
- herdis
- alla
- 730bolungarvik
- vga
- jonkjartan
- garun
- trukona
- ingvarvalgeirs
- biggibraga
- aslaugh
- jax
- benna
- blekpenni
- snorris
- mafia
- start
- hallibjarna
- jonhalldor
- strakamamman
- isdrottningin
- gbo
- stormadis
- nesirokk
- jakobsmagg
- hjaltig
- gummisteingrims
- evathor
- gudrunfanney1
- lara
- laufeywaage
- ringarinn
- markusth
- storibjor
- hallarut
- gammur
- olinathorv
- sirarnar
- manzana
- eysteinn-thor
- gretaulfs
- fanney
- maggaelin
- arnthorhelgason
- 730
- kalli33
- klaralitla
- mymusic
- esv
- gisliblondal
- hemba
- earlyragtime
- gretarorvars
- sigurlauganna
- gudni-is
- joninaros
- jahernamig
- ellasprella
- gydabjork
- valsarinn
- thorasig
- palmig
- gudjonbergmann
- hognihilm64
- lostintime
- plotubudin
- svala-svala
- judas
- kjarrip
- jara
- gudnim
- dianadv
- arnaeinars
- asgeirpall
- saethorhelgi
- lydurarnason
- steinunnolina
- bryn-dis
- listasumar
- gullihelga
- eddabjo
- raggipalli
- addamaria
- pegre
- chinagirl
- sign
- bjork
- gisligislason
- stormsker
- almaogfreyja
- glamor
- annapanna77
- blues
- sverrir
- rannug
- hugs
- bulgaria
- kolgrima
- th
- alit
- krissa1
- gudnyruth
- kafteinninn
- johannavala
- viddy
- fridrikomar
- ketilas08
- skordalsbrynja
- fjolahrafnkels
- birtabeib
- asdisran
- tru
- ausa
- margretsverris
- bergthora
- vefritid
- ragnargeir
- siggasin
- helgadora
- tobbitenor
- ingabesta
- rosabla
- annriki
- audbergur
- lady
- ynnej
- amotisol
- siggagudna
- kisabella
- steinibriem
- himmalingur
- gellarinn
- nkosi
- agny
- berglindnanna
- gattin
- bestfyrir
- brandarar
- daxarinn
- eddaagn
- gudrunkatrin
- topplistinn
- skytta
- gunnarpalsson
- konniiceman
- skessa
- hreinsamviska
- mrsblues
- little-miss-silly
- irisholm
- jea
- lionsklubbur-seydisfjardar
- mal214
- omarragnarsson
- fjardarheidi
- sifjan
- stjornlagathing
- kristjani
- rocco22
- totad
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki er nú starspánglaði bannerinn þeirra kananna léttari í flutníngi reyndar en guðsvorslandið eða fjöldafólkslabbið ykkar púlaranna.
Herra Hendríkur rúlaði honum samt á snaröfugstilltann 7ender.
Ég ber virðíngu fyrir þjóðsöngnum náttúrlega, þetta er þrumufínt vel samið lag, en hann virkar of hátíðlegur fyrir fólk í dag & þekkt dæmi eru um að annars ágætir íþróttamenn hafi farið þvílíkt út af tóninum við að reyna að syngja hann fyrir upphaf kappleiks að það hafi háð þeim í því að hægt væri að ná hagstæðum úrslitum.
Mér þykir líka vænt um lagið hans Magnúsar, & það er nú eiginlega orðin óopinber þjóðsöngur okkar kynslóðar í & með, hvort sem að ríkið slettir hálfri milljón í það að fá það tónréttað fyrir 6 útsetníngar, með eða án undirleiks.
Vantar ekki bara meiri skólaljóð með lagi í skólana í dag ?
Krakkarnir í leikskóla læra þó leikskólalögin ?
S.
Steingrímur Helgason, 11.9.2007 kl. 00:54
Já kanski er það þjóðsöngnum að kenna.........úrslitin he he...
ísland er land þitt er gott lag en æi mér finnst það samt vera full mikill rútubílasöngur(ekki i neikvæðri meiningu).
Jú það vantar meiri söng og gómlu skólaljóðin voru frábær.....enda er að syngja lög á góðri Íslensku ein besta Íslensku kennsla sem til er.
Tónmennt er einnig eitt af því fyrsta sem hent er út í horn þegar þarf að spara í Grunnskólum.
Ég er ekki Púlari hehe.
Einar Bragi Bragason., 11.9.2007 kl. 08:07
Ég hef aldrei fattað þetta með þjóðsönginn. Mér finnst hann fínn og vil hafann eins og hann er! Ég get sko líka alveg sungið hann ef mér sýnist. Maður þarf ekkert að rúlla hindrunarlaust á háa C í eilífðinni - maður bara aðlagar hann að sér og aðstæðunum. Að hann sé of formlegur fyrir kappleiki er ég ekki sammála. Þjóðsöngvar eiga að blása fólki þjóðerniskennd og stolti í brjóst fyrir hönd fósturjarðarinnar og það gerist ekki með einhverju hipp hoppi eða álíka. Ef eitthvað er finnst mér hann ekki nóg notaður. Börnin mín kunna hann t.d. ekki af því þau heyra hann bara aldrei og var ekki kenndur hann í skóla. Hvað á það að þýða???
Björg Árnadóttir, 11.9.2007 kl. 08:37
Auðvitað á ekki að breyta þjóðsöngnum sem heitir réttara sagt; Lofsöngur. lagið er magnað, hið dularfulla, harðbýla en jafnframt dásamlega land Ísland er í laginu. Og ekki er verra að matti Jokk hafði einn Davíðssálminn að leiðarljósi er textinn var ortur.
Guðni Már Henningsson, 11.9.2007 kl. 13:11
Verð að viðurkenna að ég þarf að hugsa mig um til að muna hver var aftur þjóðsöngurinn, þó mér finnist bæði textinn og lagið mjög fallegt. Held það sé kannski endilega laginu sjálfu að kenna, heldur finnst mér maður heyra það alltof sjaldan og alls ekki lagt nóga áheyrslu á að kenna börnum að þekkja það og meta. Ég þurfti að læra þetta í skóla sem barn en man ekki að okkur var sagt eitthvað sérstaklega að þetta væri þjóðsöngurinn eða að við ættum eitthvað að vera stolt af honum. Þetta var bara eitt af mörgum ljóðum sem við þurftum að læra.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 11.9.2007 kl. 13:37
Rosa er ég ánægður með ykkur
Einar Bragi Bragason., 11.9.2007 kl. 13:40
Er alveg sammála ykkur. Og einnig að lagið Ísland er Land þitt er ágætis lag, en eftir að það fór að koma í umræðuna að það ætti að vera þjóðsöngur okkar, þá fór það að fara í taugarnar á mér. Þó lagið sé snoturt þá er það af allt öðru kaliberi en Lofsöngurinn. Það eina sem ég gat sett út á þjóðsönginn okkar í denn, var hve langur hann var þegar hann var spilaður á íþróttakappleikjum en það hefur verið lagað með styttri útsetningu.
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.9.2007 kl. 04:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.