Hvar eru plötudómarnir mínir

Albúmið á SkuggumÞannig er mál með vexti að ég fór með diskinn okkar Hákonar Aðalsteins á MBL og Fréttablaðið í byrjun júlí þegar að diskurinn kom út og afhenti einhverjum mönnum sem sögðust ætla að sjá um þetta, en síðan hefur ekki sést eitt orð á prenti.

Ég hef sem sagt beðið eftir því að einhver aðili myndi rakka diskinn niður í tæpa þrjá mánuði , var fyrst mjög stressaður þar sem að ég og þeir sem dæma plötur í fjölmiðlum erum ekki mjög oft sammála.

En hugsaði svo....það skiptir engu máli hvað þeim finnst ef ég er sáttur.

Annars má hlusta á einhvern slatta af lögunum hér til hliðar og þið getið bara dæmt sjálf. og svo fæst hann í flestum plötuverslunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg Árnadóttir

Búin að sjá diskinn í plötubúð. Ætla að kaupann fljótlega. Rétt hjá þér að taka þessu létt. Samt alltaf fúlt þegar fólk gerir ekki það sem það segist ætla að gera. Hefurðu prófað að hringja á blöðin og spyrjast fyrir?

Björg Árnadóttir, 1.10.2007 kl. 10:46

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

jamm en engin svör

Einar Bragi Bragason., 1.10.2007 kl. 10:53

3 identicon

Blessaður Einar Bragi ! Ég sá eitt sinn plötudóm í Mogganum um disk einn sem ég man ekki hver var, rúmu ári eftir að hann kom út. Ég varð forvitinn og hringdi í Moggann og spurði hverju þetta sætti og var þá sagt að hann hefði bara gleymst á sínum tíma en þeir ákveðið að koma með síðbúinn dóm. Vonandi veða það ekki örlög disksins þíns. Ég er einmitt að hlusta á lögin í tónspilaranum hjá þér, er á þriðja rennsli, ég verð nú bara að segja það að mér fellur þessi tónlist einkar vel í geð, falleg og vel spiluð og textarnir ekkert slor eins og við er að búast frá Hákoni. Þetta er tónlist sem rímar vel við fallandi haustlaufin fyrir utan gluggann minn, og kallar á kertaljós og kúr hjá konunni, hlý og einlæg tónlist sem vekur upp notalegar kenndir. Það væri synd ef þessi diskur týnist í komandi plötuflóði, en ég ætla að skella mér á gripinn við fyrsta tækifæri þar sem ég reikna með að restin sé í samagæðaflokki og ég mun að sjálfsögðu benda vinum og kunningjum á diskinn. Kær kveðja B.J. AK

Björn Jónsson (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 21:09

4 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Takk fyrir Björn... gaman að fá svona dóma:)

Einar Bragi Bragason., 1.10.2007 kl. 21:12

5 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Annars hefur hann selst ágætlega þrátt fyrir fálæti sumra fjölmiðla.

Einar Bragi Bragason., 1.10.2007 kl. 21:13

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég hef ekki einu sinni séð þennann disk á www.freejunkmp3.com hvað þá í búð

Steingrímur Helgason, 2.10.2007 kl. 01:05

7 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mar verður líklega að nota klíkuna við þig & fá eintak sent í póstkröfu

Steingrímur Helgason, 2.10.2007 kl. 01:06

8 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

he he það er ekki vandamálið Steingrímur komdu bara með adressu ...en hún fæst í Skífu búðunum....BT....Eymundsson...og í Iðuhúsinu....Hagkaup ofl.....meira að segja í Fríhöfninni.

Einar Bragi Bragason., 2.10.2007 kl. 08:36

9 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

já svo á tonlist.is

Einar Bragi Bragason., 2.10.2007 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Bragi Bragason

Höfundur

Einar Bragi Bragason.
Einar Bragi Bragason.

Hef verið atvinnuhljóðfæraleikari í 100 ár(aðeins ýkt) og er skólastjóri Tónlistarskóla Seyðisfjarðar.

Netf.saxi@centrum.is sími 8974265

Tónlistarspilari

- like pantomime EBB master

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Áramót
  • ...927_6924913
  • picture 4 975462.png
  • picture 4 926643.png
  • ...posturrr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband