Fiskurinn góði

Oliola (8)Í hverju sjávarþorpi á landinu eru til menn sem að hafa þrátt fyrir að vera  ekki í bæjarstjórn haft meira áhrif en heilu bæjarstjórnirnar.

Ég var að hugsa þetta í gær á leiðinni heim að  hér á Seyðisfirði höfum við mann eins og Óla Óla(gamall útgerðar kóngur) eins og hann er kallaður, en hann ásamt Jóni Pálssyni sem lést því miður í fyrra hafa haldið uppi bænum hér á margan hátt.

Þetta eru duglegir útgerðarmenn sem hafa styrkt íþróttafélagið hér í áraraðir ,menningarstarfssemi og svona mætti lengi telja.....

Þrátt fyrir að þessir menn séu ekki lengur við stjórnvölinn erum við heppnir að fyrirtækin hér Gullberg og Brimberg eru vel rekin og hafa haldið þessu starfi áfram og eru bænum til sóma.

Þess má geta að Óli Óla hefur ítrekað verið tilnefndur til Fálkaorðu en ekki fundist það þess virði að vera sækja svona járnhlunk.

það hefði verið auðvellt fyrir Óla að selja bara kvótann og verða ríkur......en hann hugsar um bæinn sinn. 

Ástæðan fyrir þessu rausi er að nú þegar hart er í ári hjá útgerð á landinu verða eflaust hörð ár hjá ýmsum Íþróttafélögum á landsbyggðinni.

Það eru ekki allir jafn heppnir og við  að hafa útgerð sem virðist ætla að þola þetta ástand.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég tek undir þetta með Einari Braga. Óli Óla og Jón Pálsson eiga svo margfalt fremur skilið að fá orðu, en sumir ónefndir orðuþegar, án þess að ég sé að tala illa um einn né neinn.  Mér finnst að fólk sem hefur gert svo mikið fyrir bæði íþróttir, félagslíf og menningarstarf, og einnig verið góður atvinnuveitandi áratugum saman, eigi skilið æðstu heiðurslaun.

-  Óli nýtur mikillar virðingar í okkar litla bæ og sama má segja um minningu Jóns Pálssonar.  Rétt er að geta þess að Óli var útnefndur heiðursborgari kaupstaðarins árið 2005 og er sá fyrsti sem hlotið hefur þá nafnbót.

Ég tel að við getum alveg hugleitt það hvort við ættum ekki að vera duglegri við það að þakka fólki sem sýnir sérstakt framlag til samfélgsins, hvort sem það er á sviði atvinnumála eða félagsmála. 

Jón Halldór Guðmundsson, 15.10.2007 kl. 08:25

2 Smámynd: Björg Árnadóttir

Ég held það sé augljóst af síðustu misserum að atvinnurekendur eru almennt ekkert sérlega mikið að hugsa um samfélagið. Allavega ekki nema svo lengi sem þeir hafa hag af því. Því ber að meta þá sem láta gróðann í annað sæti á eftir samfélaginu. Vona sannarlega að þessi mæti maður í ykkar samfélagi þurfi ekki að sjá eftir því að reyna að þrauka.

Björg Árnadóttir, 15.10.2007 kl. 09:12

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Óli Óla er topp karl og Jón Páls var það einnig.

En Óli hefur víst oft komið til greina í sambandi við þessar orðuveitingar forsetans....en aldrei viljað taka á móti slíkri orðu.

ég held að honum þyki vænna um heiðursborgaranafnbótina hér heima.

Einar Bragi Bragason., 15.10.2007 kl. 09:12

4 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Nei hann mun ekki gera það Björg...Nú er tengdasonurinn Adolf Guðmundsson með fyrirtækið á sínum herðum og notar sömu uppskrift og óli.

Einar Bragi Bragason., 15.10.2007 kl. 09:15

5 Smámynd: Björg Árnadóttir

Gott að heyra.

Björg Árnadóttir, 15.10.2007 kl. 11:43

6 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Það sem ég var líka að meina með þessari færslu er ......það er svo margt í kringum þessi fiskverkunarfyrirtæki sem skiptir máli........það er verið að slökkva á svo mörgu um leið og verksmiðjunni er lokað.

Einar Bragi Bragason., 15.10.2007 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Bragi Bragason

Höfundur

Einar Bragi Bragason.
Einar Bragi Bragason.

Hef verið atvinnuhljóðfæraleikari í 100 ár(aðeins ýkt) og er skólastjóri Tónlistarskóla Seyðisfjarðar.

Netf.saxi@centrum.is sími 8974265

Tónlistarspilari

- like pantomime EBB master

Bloggvinir

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Áramót
  • ...927_6924913
  • picture 4 975462.png
  • picture 4 926643.png
  • ...posturrr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband