Ný frábær diskur á leiðinni.........

Picture 6

Já það er mér heiður að segja ykkur frá því að söngdrottning Íslands er loksins að gefa út nýjan disk.

Þetta er svona hátíðlegur róandi diskur með stórum flottum útsetningum Þorvaldar Bjarna .....og hver er þessi söngkona ..jú engin önnur en Sigga Beinteins......þar sem ég spila pínulítið á disknum hef ég fengið að fylgjast aðeins með og þetta verður þrusu plata...........fróðleiksmolar..tæknin er orðin þannig að ég spila saxófón á Seyðisfirði með Sinfóníuhljómsveit í Búlgaríu og öðrum hljóðfæraleikurum í Reykjavík.

 

Setti lagið þetta er yndisleg jörð (Wonderful world) með Siggu hér í spilarann við hliðina ...njótið......magnaður flutningur..............og svo er ég að reyna plata hana í að gera rokk plötu á næsta ári.....það getur engin rokkað eins og hún.Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg Árnadóttir

Flottur flutningur hjá henni. Heyrði "Til eru fræ" í útvarpinu um daginn. Rosalega flott!

Björg Árnadóttir, 30.10.2007 kl. 22:50

2 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Pottþétt jóladiskurinn í ár... nema þú komir með einn frumsaminn! 

Linda Lea Bogadóttir, 30.10.2007 kl. 23:52

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

En það toppar nú engin Louis Saxi!

En hvað ertu að meina með rokkplötu, Rokkabilly? Heavy Metal? Pönk?

En þú hefur nú löngum komið nálægt dívunni fyrr, varstu ekki með þarna fljótlega, ´91 á "Tveimur lífum"? sem Pétur heitin sá um að gefa út?

Mig rámar einhvern vegin í það, en þú afsakar ef ég er að rugla!

Ég gerist gamall og gleymin!

Magnús Geir Guðmundsson, 31.10.2007 kl. 00:13

4 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Ha ég er víst einn af stofnendum Stjórnarinnar þannig að það eru Eitt lag enn og Tvö Líf(á henni má finna síðustu tóna Kalla Sighvats)(Í lagi sem að Pétur fékk líka að vera með í)

Á programmi Stjórnarinnar hafa verið gamlir slagarar eins og Lucille(L.Richard) og lög í þeim anda(Blús rokk fílingur)...þessi lög tekur Sigga í nefið og syngur með hásri power rokk röddu sem að engin önnur íslensk söngkona nær...........Þeir sem muna eftir Stjórninni á böllum muna kannski líka eftir Paradise by the dashboard light(Meatloaf) en í Þvi lagi var hún betri en orginallin sem að mig minnir að heiti Ellen Foley)......

Louis var náttúrulega snillingur í þessu lagi ........en mér finnst þessi útgáfa mjög flott og einhvern veginn ber maður ekki saman þessar útgáfur þar sem að Louis var karl en Sigga er kona....

Einar Bragi Bragason., 31.10.2007 kl. 00:25

5 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

he he takk Linda nei einn á þessu ári er nóg en kannski á næsta ári.

Einar Bragi Bragason., 31.10.2007 kl. 00:27

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

Yndislegur flutningur. Yndislegur einsog þú. Góða nótt og kveðjur í kotið þitt minn kæri.

Heiða Þórðar, 31.10.2007 kl. 00:35

7 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Danke+roðn

Einar Bragi Bragason., 31.10.2007 kl. 00:49

8 Smámynd: Ester Júlía

Hlakka til að hlusta...pirrandi að geta ekki hlusta hér í vinnunni.  Á auðvitað að vera að gera annað en að hanga í tölvunni sko .  En ég er afsökuð þar sem ég er að vinna í litilli stöð núna þar sem minna en ekkert er að gera

Sigga rokkar - og þú líka!   

Ester Júlía, 31.10.2007 kl. 08:07

9 identicon

Fjandakornið, verð að koma þessum hátölurum í lag !!!!

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 09:26

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Fullyrðingaglaður að vanda Saxi hahaha!

En auðvitað varstu með frá fyrstu hendi, ég bara eins og ég sagði, minnisdapur að verða, samanber að mig rámar ekkert í Paradísina, en Lucille jú kannski ómar hún óljóst þarna í gamla toppstykkinu!

Og var þetta já það síaðsta sem Kalli spilaði inn á plötu? Merkilegt!

EF þú meinar ALVÖRU blúsrokk, ekki niðursuðu í poppútsetningum, þá lýst m´r dável á beinskeytta blúsrokkskífu, já bara aldeilis!

Hvaða gítarista myndir þú vilja nota í verkið? Blúsjarðvegur hefur skapast góður veit ég fyrir austan! Ef ég mætti ráða kæmu nú nokkrir til greina, en svona til að láta kynslóðirnar til dæmis mætast, þá yrðu tveir menn ofarlega, Bjöggi gísla og Matti Stefáns!Nefni þá svona til gamans!Seyðfirðingurinn og nafni minn einars kæmi auðvitað líka sterkur inn!

Ellen Foley var það já, en Sigga betri? Veit ekki, man eins og ég sagði ekki eftir henni að syngja þetta.

Magnús Geir Guðmundsson, 31.10.2007 kl. 16:30

11 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Ég myndi vilja hafa Jónsa sem var með mér í Stjórninni hinir eru líka flottir......já ég er að tala um gítar.bassa,trommur píanó eða Orgel og sax....tekið upp helst live.....Huey Lewis og band gaf út disk fyrir einhverjum árum með svona stuffi.

Einar Bragi Bragason., 31.10.2007 kl. 17:10

12 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jájá, Jón Elvar væri auðvitað fínn, enda ættaður heðan að norðan eins og Matti og svo auðvitað hann Halli Gulli, sömuleiðis sem Grétar auðvitað átti hingað tengingu, Stórnin eiginlega norðlenskt band svona að hluta!

hvaða Orgelleikara (væntanlega Hammond ekki satt?) væru í myndinni?Verð alltaf hálfsorgmæddur þegar ég hugsa um það hljóðfæri, tveir mestu snillingarnir á það fóru allt of snemma, Kalli og Guðmundur INgólfs! VAr sá síðarnefndi ekki ættaður aað austan? Guðmundur alveg stórmerkilegur maður, fáir vita kannski ekki að hann var mikill rokkari, spilaði til dæmis með hörkugrúppu um skeið í Skandinavíu, svona Deep Purple Uriah Heep dæmi held ég!

Magnús Geir Guðmundsson, 2.11.2007 kl. 13:57

13 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

sammála en það eru nokkrir til sem kunna þetta eins og Jón Ólafs....ólafur Schram.....Kobbi Magg....Pétur Hjalt...Grétar er lika miklu betri hljómborðsleikari en menn gera sér grein fyrir.

Einar Bragi Bragason., 2.11.2007 kl. 14:37

14 identicon

Sigga er best

Anna (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 10:54

15 identicon

Þessi fer beint jólapakkann

Olga Katrín (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 15:57

16 identicon

Klárlega besta söngkona okkar Íslendinga. Bíð spenntur eftir nýju plötunni og þætti gaman að fá rokkplötu frá Siggu.

kv. Siggi

Sigurður (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Bragi Bragason

Höfundur

Einar Bragi Bragason.
Einar Bragi Bragason.

Hef verið atvinnuhljóðfæraleikari í 100 ár(aðeins ýkt) og er skólastjóri Tónlistarskóla Seyðisfjarðar.

Netf.saxi@centrum.is sími 8974265

Tónlistarspilari

- like pantomime EBB master

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Áramót
  • ...927_6924913
  • picture 4 975462.png
  • picture 4 926643.png
  • ...posturrr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband