Hjálp kæru landsmenn

Ég er svo heppinn að búa í fallegasta landi í heiminum og þar að auki í einum af fallegustu bæjum í landinu.

Ég hef fína vinnu sem mér finnst gaman í og á frábæra fjölskyldu.

Ég bý sem sagt í bæ sem margir vildu vilja búa í ef ??????.

Já hvað er þetta ef....jú það vantar fjölbreyttari atvinnu tækifæri..

Hér höfum við allt.Spítala,leikskóla,Tónlistarskóla,Grunnskóli,Sundlaug,Skíðasvæði, nægt rafmagn.ofl.

Samkvæmt mínum uppl. þá munum við líklega lifa af kvótaskerðinguna sem skellt var á bæjarfélög landsins en hvar eru þessar blessuðu mótvægisatgerðir...Við höfum verið að falast eftir svo kallaðri nethýsingu enda allt til staðar hér fyrir slíka stofnun og þar að auki liggur sæstrengurinn hér til Evrópu.

En hvað gerir Iðnaðarráðuneytið ný búið að skella Kárahnjúkavirkjun inn á svæði Fljótsdalshéraðs....jú....nefnir tíu staði sem þeir vilja að fái slíkar stofnanir...og hvaða staður á Austurlandi....auðvitað Fljótsdalshérað......hverslags mótvægisatgerðir eru þetta.

Svo er svolítið skrýtið allir þeir sem börðust sem mest gegn Kárahnjúkavirkjun hafa aldrei getað komið með einhverja góða raunhæfa lausn á atvinnumálum á landsbyggðinni. 

En kæri bloggari endilega komdu með góða hugmynd fyrir okkur Seyðfirðinga til þess að efla hér atvinnulífið.

En eins og ég hef oft sagt við hér í firðinum fagra erum eins og Gallar(Ástríkur og Steinríkur og ko)

Við gefumst aldrei upp og erum glaðir á góðri stund en getum samt verið pínulitlir fýlupokar stundum........og Rómverjar eru klikk. 

 

 Elísa Björt þegar hún var  4 ára á leið í berjamó...rétt fyrir ofan húsið okkar.

PS verð að spila með Von á players á föstud,Picture 1

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Seyðisfjörður er einfaldlega fallegasti smábær á landinu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.11.2007 kl. 01:27

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Stykkishólmur og Seyðisfjörður eru klárlega á topp tíu listanum yfir fallegustu bæi landsins. Svo finnst mér reyndar bæjarstæðið á Djúpavogi mjög sjarmerandi. Væri gaman að setja af stað skoðanakönnun um fallegasta landsbyggðarbæinn. Gefa ca. tíu möguleika að undangenginni könnun.

Atvinnutækifæri...hmmmm. Er ekki typpasafn á Húsavík? Hvað með píkusafn á Seyðisfyrði? Myndi örugglega slá í gegn

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.11.2007 kl. 01:55

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Svo gætu safnstjórar þessara safna hist svona einu sinni á ári og borið saman bækur (kynfæri) sínar 

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.11.2007 kl. 01:57

4 identicon

Ekki segi ég nú fallegasti,en svona NÆRRI. Mér finnst ÍSAFJÖRÐUR(hinu megin á landinu ekki síðri. Máltækið segir. " Hverjum þykir sinn fugl fagur". Ég er með hugmynd. Vegna dýptar fjarðarins, lengdar og legu, legg ég til að það verði komið á SÆDÝRASAFNI í firðinum  NEÐANSJÁVAR .  Og þær mætti hafa líka Öldrunarheimili fyrir Sjávarlíffræðinga.( Tvær flugur í einu höggi).Áhugamál í ellinni eru víst ekki af skornum skammti.Svo getið þið sagt.Heimsækjið SÆDÝRASAFNIÐ Í SEYÐISFIRÐI.Þetta er meira gert til gamans,annars aldrei að vita.Ég hef komið þarna við og þetta er hin ágætasti mannvistarstaður. LIFIÐ HEIL.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 04:16

5 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Er ekki hægt að nýta Sílikonið í eitthvað?

Guðni Már Henningsson, 15.11.2007 kl. 09:57

6 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Jú silikonið er alltaf í notkun he he..........Maður er nefndur á Seyðisfirði Pétur Silikon...he he..Já ísafjörður er líka fallegur bær sammála því.

Einar Bragi Bragason., 15.11.2007 kl. 10:12

7 Smámynd: Steingrímur Helgason

Blásríkur minn ....

Ég bý í þorpi sem að er fjórum sinnum minna en Seyðisfjörður & hefur ekkert af því sem þú nefnir nema reyndar rafmagn.  Sem að er gott.  Hér er ekki einu sinni verslun, hvað þá bensíndæla, vínbúð, millilandasiglíngar eða annar Seyðfersgur lúxus.

Ekki kvarta ég ?

Steingrímur Helgason, 15.11.2007 kl. 10:32

8 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

tja Steinríkur.........við viljum ekki deyja út....í raun ætti að friða okkur he he

Einar Bragi Bragason., 15.11.2007 kl. 10:41

9 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Hvað með olíuhreinsunarstöð...?

Linda Lea Bogadóttir, 15.11.2007 kl. 16:22

10 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Olíuhreinsistöð - ekki spurning...?...?

Held að þetta sé málið. 

Bjóða olíubrjálæðingum að leggja undir sig fjörðinn. 

Þá fer Össurinn iðnaðar í Hveragerði í afslöppun eftir áfallið og einhver nefnd undir honum reynir að henda einverju í ykkur eins og landmælingum, heilsulindum  og hringiveri fyrir þjónustufyrirtæki höfðurborgarsvæðisins.

Þetta er fallegur fjörður sem ég hef ekki sönnun um að sé til, nema af afspurn og svo hef ég augum barið skotfæri úr flakinu þarna á la Kópsson (sem er að Vestan eins og ég) El Grillo.

Láta lyfta helxxxxx flakinu og sýna það túrhestum, setja veeitingastað í það og paintball.  Málið er leyst. 

Spurðu ekki hvað stjórnvöld geta gert fyrir þig heldur hvað þú getur gert fyrir stjórnvöld.

vcd

Bragi Þór Thoroddsen, 15.11.2007 kl. 16:30

11 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Setjum bara upp útvarpsstöð ,, Seyðisfjörður síðdegis'' 15.manns í vinnu.

PS. er Players ekki í Kópavogi ? 

Kjartan Pálmarsson, 15.11.2007 kl. 16:31

12 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Þetta með olíuhreinsunsarstöð var nú einhverntíman skoðað og þá með því hugafari að setja hana utarlega í fjörðinn.......veit ekki hvað varð af þeirri pælingu.

Menn hafa einmitt verið duglegir að gera mikið hér sjálfir.......en erfiðleikarnir eru faldir í þessum bandsettu krónum.......FJármagn.....sem að ríkið setur helst bara í virkjanir.

El Grillo er best geimt í firðinum og laðar marga kafara að á sumrin.

Paintball he he.

Einar Bragi Bragason., 15.11.2007 kl. 16:34

13 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Vá stafsetningin hjá mér úff sorrý.

Einar Bragi Bragason., 15.11.2007 kl. 16:35

14 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Júbb í kópavogi...útvarp Seyðó ekki málið..........kannski ekki vitlaust

Einar Bragi Bragason., 15.11.2007 kl. 16:38

15 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Myndi kíkja á þig á Players ef konan væri ekki að fara að djamma. 

Alveg eins og með manninn sem hætti á sjó og konan sendi hann á síld...

Þú skalt ekki aðra guði...

vcd

Bragi Þór Thoroddsen, 15.11.2007 kl. 16:52

16 Smámynd: Björg Árnadóttir

Ef ég almennt nennti útúr húsi eftir miðnætti myndi ég sko mæta á Players og tékka á þér og þínum. En ég verð pottþétt sofnuð svo ég óska þér bara góðrar ferðar til höfuðstaðarins. 

Björg Árnadóttir, 15.11.2007 kl. 17:14

17 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

he he

Einar Bragi Bragason., 15.11.2007 kl. 17:24

18 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir


Já... Players ! - Þú og Von - ekki slæm blanda ! Ég mæti

Linda Lea Bogadóttir, 15.11.2007 kl. 17:52

19 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Ekki málið

Einar Bragi Bragason., 15.11.2007 kl. 20:04

20 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Ég tel að Player´s verði í besta falli yfir troðinn á Föstudagskvöld eða í versta falli fullur.

Eigum við að ræða það eitthvað ?????  nei ég hélt ekki

Kjartan Pálmarsson, 15.11.2007 kl. 20:27

21 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

he he

Einar Bragi Bragason., 15.11.2007 kl. 20:28

22 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Jú ég hef tekið eftir því Jón.

ég get nú ekki tekið undir þetta með atvinnuleysið og fólksflutninga........líttu á Vestfirði,en skítt með það við erum að sömu bylgjulengd með að vilja efla atvinnutækifærum á landsbyggðinni.

En ég get líka sagt þér að ég er enn ekki búinn að ákveða hvort ég sé með eða á móti Kárahnjúkavirkjun og því ævintýri.

Einar Bragi Bragason., 15.11.2007 kl. 22:58

23 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Jón þetta er svolítið mikil einföldun.......það vantar störf fyrir þá sem hafa dottið það í hug að læra eitthvað........

Þeir hafa td ekkert fengið að gera á Vestfjörðum....þegar að menn eru búnir að stunda langskólanám þá fara menn ekki heim að vinna í fisk.

Sama vandamálið er hér fyrir austan...þrátt fyrir að þú sért ekki hrifinn af álverinu geturðu ekki neitað að þarna eru menn að fá vinnu..Rafvirkjar.tólvumenn, smiðir og svo eru verkamannastörfin mun betur borguð heldur en fiskurinn.

Einar Bragi Bragason., 15.11.2007 kl. 23:27

24 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Jamm og hef oft verið við það að flytja til baka,,,,,,,,,,,,en eins og ég sagði ...Kárahnjúka ævintýrið er búið að vera ágætt á margan hátt alls ekki allan en atvinnulega hefur það rifið upp bæina sem heita í dag Fjarðabyggð og svo hefur mannlífið á Egilsstöðum líka fengið aukna orku...þó ekki eins mikla.

Mínusarnir eru líka margir en þó verð ég meira var við þá á Egillsstöðum þar sem að td menningarlíf hefur dregist saman eftir að þetta batterý fór í gang.

Fullt af landi fór á kaf og við eigum aldrei eftir að sjá þetta landsvæði eins og það var....en ég fór þarna um daginn og vaerð að viðurkenna að þetta er ansi stórfenglegt.

Álverið er annar kafli það er forljótt og allar þessar línur þangað eru hrikalegar, en Alcoa sjálft virðist vera fyritæki sem er annt um að orðspor þeirra sé gott og hugsar vel um sitt fólk.

Einar Bragi Bragason., 15.11.2007 kl. 23:41

25 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er rétt að atvinnuleysi hefur ekki verið vandamál á Austurlandi, en eins og Einar bendir á hefur vantað störf við hæfi þeirra sem hafa farið suður til að mennta sig.

 Það er  reyndar annar flötur á atvinnumálum landssvæða þar sem fólksfækkun hefur verið mikil. Nefnilega falið atvinnuleysi. Á Austurlandi hefur fólki fækkað að meðaltali (fram að þessu) um ca 200 manns á ári. Ungt fólk sem er að koma inn á vinnumarkaðinn í fyrsta sinn er 150-180 manns. Hvar fengi þetta unga fólk vinnu ef ekki væri fólksfækkunin?

En þetta er rugl í þér Jón að nýsköpun og frumkvölastarf gangi verr í dag en fyrir daga Kárahnjúka. Ný fyrirtæki hafa sprottið upp og önnur hafa styrkst og stækkað. Nefndu dæmi um að það sem gekk svona vel áður.

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.11.2007 kl. 00:50

26 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ég er fædd á Seyðisfirði átti heima þar í 10 ár og á fullt af ættingjum þar. Þykir vænt um bæinn. Hvernig væri að breyta Seyðisfirði í háskólabæ?  Eða menntabæ. Fjölbreytilega skólastarfsemi

Margrét St Hafsteinsdóttir, 16.11.2007 kl. 02:16

27 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Þetta er ágætis hugmynd....td lista háskóla bæ.......en þá Þarf blessaða ríkið að fara vakna.

Einar Bragi Bragason., 16.11.2007 kl. 08:57

28 Smámynd: Guðmundur Arnar Guðmundsson

Hvaða bull er þetta, er hátt fasteignaverð í Reykjavík fylgifiskur framkvæmdanna á austurlandi? Er ekki að ná samhenginu. Þegar fjármálagæðingarnir tala um verðbólgu og háa vexti sem Seðlabankinn stjórnar er alltaf talað um svo hátt verð á öll á fasteignamarkaðinum í Reykjavík.

Guðmundur Arnar Guðmundsson, 16.11.2007 kl. 12:06

29 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég er fædd í Dýrafirði og bjó þar bara sem krakki. Nú er verið að veifa framan í fólkið hugmynd að olíhreinsunarstöðvarferlíki sem myndi gjörbreyta um alla framtíð einum fallegasta og gróðursælasta firðinum fyrir vestan. Sjálf hugsa ég til þess með hryllingi að þetta verði að veruleika. Hef verið mikið á móti Kárahnjúkavirkjun, enda hvað nú? Eftir ca 2 ár er því gullgrafaratímabili lokið þarna fyrir austan. Ekki þarf nándar nærri eins margt fólk til að halda orkuverinu gangandi þegar framkvæmdum er lokið. Myndi ekki það sama gerast fyrir vestan? Fórnin er of stór fyrir skammtíma fjármagnsflæði. Vitanlega er það svo með fallega villta náttúruna okkar að fólk lifir ekki á umhverfinu einu saman nema þá helst af ferðamannaþjónustu í skamman tíma yfir sumarið.

Ein hugmynd sem ég veit að t d Íbúðalánasjóður hefur nýtt sér er að hafa hluta starfseminnar á landsbyggðinni en það er bókhaldsþjónusta. Á okkar rafrænu tímum er einfalt í framkvæmd að bókhald fyrirtækja sé staðsett á allt öðrum stað en fyrirtækið sjálft. Tölvubúnaður er ekki dýr í dag miðað við margan annar startkostnað í fyrirtækisrekstri. Bókhald er vissulega ekki það sekmmtilegasta sem hægt er að starfa við en samt, það er atvinna eins og hvað annað.

Svipað mætti gera með rekstur auglýsingastofu fyrir þá sem eru listhneigðir. Þýðingar ýmiskonar sömuleiðis. Vinafólk mittt býr í Danmörku en sér um þýðingar úr frönsku yfir á íslensku fyrir fyrirtæki á Íslandi.  Þeir fiska sem róa. Eru sveitungar þínir í stakk búnir að klóra sig áfram með hugmyndir og frumkvæði eða bíða menn bara eftir að ríkið komi með olíuhreinsunarstöð eða einhvern anna óskapnað?  

Marta B Helgadóttir, 16.11.2007 kl. 12:11

30 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Úbbbs ....  hvað þetta varð langt

Marta B Helgadóttir, 16.11.2007 kl. 12:12

31 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Já það eru nokkrir svona hérna Marta sem geta unnið hvar sem er ..............vantar bara fl.......

En það eru allskonar pælingar í gangi........segi það sama og þú.......ég hefði aldrei viljað fá Álver á Seyðisfjörð....

En nú á næstu dögum verður kynnt ný skýrsla um heilborun.......og ef að það sem ég hef heyrt er satt ...... þá væri hægt að bora á milli Eskifj og Norðfjarðar og halda svo áfram hálfa leið til Seyðisfj,,, fyrir þann pening sem er bara eyrnamerktur Eskif-Norðfj..............Vonandi gerir þessi skýrsla það að verkum að menn haldi bara áfram.

Lausnin á öllu þessu veseni er nenfnilega samgöngur.....

Ef ekki koma göng hér á milli mun nefnilega margt breytast.

Einar Bragi Bragason., 16.11.2007 kl. 12:52

32 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Jón Kristófer: Nefndu dæmi um að nýsköpun og frumkvöðlastarfssemi hafi gengið vel fyrir Kárahnjúka. Þú sleppur ekki svona vel kallinn

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.11.2007 kl. 13:08

33 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Marel var líka að forðast hátt launastig hér, fær ódýrara vinnuafl erlendis, nær mörkuðum osfrv. Mörg fyrirtæki eru með erlend lán og borga ekki íslenska vexti. Og þetta gerist á sama tíma og ekki er hægt að manna þau störf sem í boði er á landinu. Bömmer! Frumkvöðlastarf í rækjuvinnslu og frystihúsum?! Já, verst að þeir náðu ekki að hanna róbotta við rækjupillinguna svo hægt hefði verið að segja starfsfólkinu upp fyrr. Þessar atvinnugreinar hafa átt í erfiðleikum lengur en elstu menn muna. Skinney/Þinganes fór frá Reyðarfirði fyrir 3 árum, en það var ekki vegna ruðningsáhrifa Kárahnjúka eins og Guðfaðir þinn Steingrímur J. benti hróðugur á.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.11.2007 kl. 05:16

34 Smámynd: Benna

Finnst Seyðisfjörður rosalega fallegur bær, ég og kallinn höfum mikið velt fyrir okkur hvort við ættum að flytja þangað en einhvern veginn stoppað af því við vitum að atvinnutækifærin eru fá og frekar einhæf því miður, vildi svo sannarlega vera nær seyðis en ég er í dag:)

Bið að heilsa þangað:)

Benna, 18.11.2007 kl. 01:39

35 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

HR hroki jói skamm skamm ég er að tala um Seyðisfjörð og það kom ekkert álver hingað.....Auðvitað hefur þín gamal sýsla farið illa út úr landbúnaðar sjokkinu ef það er hægt að kalla svo.

En auðvitað vona krakkarnir að það sé hægt að koma til baka ......ef að þau hugsuðu eins og þú gerir núna....gerðist ekkert neitt.

Einar Bragi Bragason., 19.11.2007 kl. 19:21

36 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Benna það væri flott að fá ykkur..........góður staður til að koma saman fjölsk.

Einar Bragi Bragason., 19.11.2007 kl. 19:22

37 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Hver er sinnar gæfu smiður?   Vonandi sem flestir.  Fólk á að fá að búa þar sem það vill. 

Fjármagn hefur nokkuð verið rætt í þessu sambandi.  Einhvern veginn virðist byggðastofnun ekki ná að halda öllu landinu í blómlegri byggð. Eða hvað? 

Jón Halldór Guðmundsson, 21.11.2007 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Bragi Bragason

Höfundur

Einar Bragi Bragason.
Einar Bragi Bragason.

Hef verið atvinnuhljóðfæraleikari í 100 ár(aðeins ýkt) og er skólastjóri Tónlistarskóla Seyðisfjarðar.

Netf.saxi@centrum.is sími 8974265

Tónlistarspilari

- like pantomime EBB master

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Áramót
  • ...927_6924913
  • picture 4 975462.png
  • picture 4 926643.png
  • ...posturrr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband