18.11.2007 | 18:57
úfff ég varð smeykur
Jæja kæru vinir þá er ég loks komin heim í heiðardalinn.
Hér kemur smá ferðasaga og haldið ykkur fast. Jæja ég lenti í Reykjavík á Föstudaginn nákvæmlega kl 16.45 og átti þá eftir að fara í Apple búðina,Tónastöðina,Gleraugnaverslun og Karen Millen fyrir kl 19.00.
Á einhvern stórkostlegan hátt tókst mér nú það þrátt fyrir föstudags umferð í borg óttans, eftir þessa stuttu verslunarferð varið farið á Players og gert klárt fyrir kvöldið og fengið sér bita með strákunum í Von, að sjálfsögðu Hamborgara, annað er ekki rokk á svona stundu.
Dansleikurinn gekk vel og var bandið helv gott þó að ég segi sjálfur frá.
Laugardagurinn hinn svakalegi.
Ég fór á fætur um kl 10.00 og ákvað að koma aðeins aftur við í félagsmiðstöðinni(Tónastöðin).....en þar þurfti ég að vera svo mikill snillingur að hella kaffi yfir mig allan þannig að skipta þurfti um buxur strax enda ekki hægt að fara rennandi blautur í flug heim.(var með auka)
Mætti á Reykjavíkurflugvöll um kl 12.00 frekar snemma í því og en vélin átti að fara 12.45.
Yfirleitt er kallað inn í vélar svona 15 mínútur fyrir brottför en svo er ekki í þetta skipti en kl 12.55 var loks kallað út í vél og þakkaði mínu sæla að vera komin á leið heim.......
Eftir smá töf á flugbrautinni fór vélin loks í loftið og ég lagði mig aftur þægilega með Ipodinn í botni......
Þannig leið flugið mjög þægilega þangað til..............Við fljótsdalsheiðarbrún hreinlega hrapaði vélin niður tugi ef ekki 100 metra og ég glað vaknaði.....en þetta var rétt að byrja , aðflugið að Egilsstöðum var allt svona, mér telst að vélin hafi tekið þrjár svona dýfur í viðbót og svo eina beint upp og hristist og skalf......rússíbanar í útlöndum höfðu ekkert í hana.....En þegar ég sjá lagarfljótið fyrir neðan hugsaði ég úff það er örugglega svakalega kalt....Skömmu seinna tilkynnti Flugstjórinn að réttast væri ekki að reyna lenda á Egilsstöðum núna og ferðinni skildi haldið aftur til Reykjavíkur.........úffff og ég sem átti að spila á Egilsstöðum um kvöldið.
Þess má geta að sumir hreinlega grétu af hræðslu.
Reykjavik city aftur og hvað átti ég að gera......jú hringdi í Grétar Örvars vin minn og smyglaði mér með honum á George Michael sýninguna á Broadway en Grétar er að spila í henni.....skemmti mér vel þar bæði við að hlusta og kjafta baksviðs ....hlustaði síðan aðeins á Eurobandið......sem er líka helv. gott.
Fékk líka eintak af disknum hennar Siggu sem er brilljant.
En Sunnudagur og loks komin heim og er að spila saxa og fl. inn á jólaplötu....fyrir Vestamannaeyinga......
PS
Flugstjórinn,Flugfreyjan og allt fólkið á Reykjavíkurflugvelli stóðu sig æðislega vel.
Um bloggið
Einar Bragi Bragason
Tenglar
Flott og gott
ýmsir góðir og gagnlegir tenglar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- heidathord
- lindalea
- totally
- lehamzdr
- meistarinn
- bjorgarna
- gthg
- martasmarta
- erla1001
- nanna
- estro
- braxi
- eythora
- steingerdur
- stebbifr
- ragnhildur
- gummigisla
- sax
- lindabj
- emilssonw
- vilborgo
- baddahall
- smakokur
- kjarvald
- bbking
- haukurn
- ranka
- herdis
- alla
- 730bolungarvik
- vga
- jonkjartan
- garun
- trukona
- ingvarvalgeirs
- biggibraga
- aslaugh
- jax
- benna
- blekpenni
- snorris
- mafia
- start
- hallibjarna
- jonhalldor
- strakamamman
- isdrottningin
- gbo
- stormadis
- nesirokk
- jakobsmagg
- hjaltig
- gummisteingrims
- evathor
- gudrunfanney1
- lara
- laufeywaage
- ringarinn
- markusth
- storibjor
- hallarut
- gammur
- olinathorv
- sirarnar
- manzana
- eysteinn-thor
- gretaulfs
- fanney
- maggaelin
- arnthorhelgason
- 730
- kalli33
- klaralitla
- mymusic
- esv
- gisliblondal
- hemba
- earlyragtime
- gretarorvars
- sigurlauganna
- gudni-is
- joninaros
- jahernamig
- ellasprella
- gydabjork
- valsarinn
- thorasig
- palmig
- gudjonbergmann
- hognihilm64
- lostintime
- plotubudin
- svala-svala
- judas
- kjarrip
- jara
- gudnim
- dianadv
- arnaeinars
- asgeirpall
- saethorhelgi
- lydurarnason
- steinunnolina
- bryn-dis
- listasumar
- gullihelga
- eddabjo
- raggipalli
- addamaria
- pegre
- chinagirl
- sign
- bjork
- gisligislason
- stormsker
- almaogfreyja
- glamor
- annapanna77
- blues
- sverrir
- rannug
- hugs
- bulgaria
- kolgrima
- th
- alit
- krissa1
- gudnyruth
- kafteinninn
- johannavala
- viddy
- fridrikomar
- ketilas08
- skordalsbrynja
- fjolahrafnkels
- birtabeib
- asdisran
- tru
- ausa
- margretsverris
- bergthora
- vefritid
- ragnargeir
- siggasin
- helgadora
- tobbitenor
- ingabesta
- rosabla
- annriki
- audbergur
- lady
- ynnej
- amotisol
- siggagudna
- kisabella
- steinibriem
- himmalingur
- gellarinn
- nkosi
- agny
- berglindnanna
- gattin
- bestfyrir
- brandarar
- daxarinn
- eddaagn
- gudrunkatrin
- topplistinn
- skytta
- gunnarpalsson
- konniiceman
- skessa
- hreinsamviska
- mrsblues
- little-miss-silly
- irisholm
- jea
- lionsklubbur-seydisfjardar
- mal214
- omarragnarsson
- fjardarheidi
- sifjan
- stjornlagathing
- kristjani
- rocco22
- totad
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 222379
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Áts.
Minnir mig á flugferð sem ég fór fyrir ... einhverju síðan Vestur á firði. Vont veður, mjög vont. Lítið setið í sætum, en beltin björguðu. Drasl úr vélinni um allt, mappa úr flugstjórnarklefa, töskur og pakkar á ferð og flugi um vél.
Á endanum var verið að lenda á Bíldó. Maður sá haf, fjall, haf, fjall, upp í himinn, fjall, haf, haf,flugvöll og voila. Lentir með látum.
Eftir að vélin var stopp var setið all nokkuð án þess að nokkur segði orð. Svo eftir einhverja stund snýr flugmaðurin sér við með perlað enni, fölur og segir: Þetta var fjör, strákar?
Við vorum ungir og vit"grannir" og héldum að þetta ætti að vera svona í litlum piperum...
vcd
Bragi Þór Thoroddsen, 18.11.2007 kl. 21:40
Fenguð þið ekki áfallahjálp? -
Linda Lea Bogadóttir, 18.11.2007 kl. 22:50
Ha nei bara áfall...........hjálpin kemur seinna.........tja ég veit ekki hvort það fólk sem var grátandi hafi fengið áfallhjálp.kannski . ég var svo upptekin í að reyna finna leið austur...sem mistókst......En starfsfólk Flugfélagsins var alveg yndislegt....Jón ég ætla kíkja á lögin......Bryndís engin ís gleymdi því líka uss uss......Já Bragi ég hef lent í tveimur öðrum vafasömum flugum ....eitt sinn á Vestjjörðum með póstvél he he en hitt skiptið var í Fokker 1990-91 þá var lent á gamalli her flugbraut við Loftleiði he he.........En án gríns þetta var svipað.....alveg 1883 úff í röð.
Einar Bragi Bragason., 19.11.2007 kl. 00:32
Djö .... ekki að fíla svona flugsögur!
Heppinn að vera hólpinn.
Eva Þorsteinsdóttir, 19.11.2007 kl. 04:46
Jæks... var einmitt að hugsa til þín á laugardaginn og hvernig heimferðin gengi. Nú veit ég það. Líklega verði jafnvel enn betra en venjulega að koma heim!
Björg Árnadóttir, 19.11.2007 kl. 10:37
Ég lenti einu sinni í svona hroðalegu flugi vestur á Ísafjörð. Það sem hjálpaði mér var að ég hafði verið beðin fyrir barn á leiðinni og bara varð að halda andlitinu. En skildi á eftir vel þá sem búa á svona litlum stöðum og eru haldnir flughræðslu.
Gyða Björk Jónsdóttir, 19.11.2007 kl. 11:46
Það hefur greinilega hvesst fyrr og meir eystra en búist var við, fyrst þið voruð eiginlega komin alla leið er lætin byrjuðu!
En ætla nú ekkert að vera með neina stæla og reyna að "toppa" þetta, hef alla tíð haft mjög gaman af að flúga og þeim mun meiri læti, því betra! En hundleiðinlegt auðvitað að þurfa að bíða lon og don, að ég tali nú ekki um að þurfa að fara aftur inn ef bilun hefur komið upp í flugtaki eða annað. Lenti í slíku einu sinni og endurteknu, var nær því þá að líða útaf af leiðindum, en nokkurn tíman á flugi!
Magnús Geir Guðmundsson, 19.11.2007 kl. 14:58
uhhhh,,,, öfunda þig ekki af fluginu.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 15:26
Hvaða nafn var það aftur ég er alveg týndur ......kannski bara þreyttur.
Einar Bragi Bragason., 19.11.2007 kl. 18:57
nei nei nei segðu.það er einhversstaðar í kollinum....ekki pína mig
Einar Bragi Bragason., 19.11.2007 kl. 19:46
Good he he
Einar Bragi Bragason., 19.11.2007 kl. 20:28
Gogga sýningin var bara flott sérstaklega músiklega............ef ég get sett út á eitthvað þá fannst mér dansararnir full ungir.....hmmmm kannski er þessi sýning samt á mörkunum að ná til allra ....sérstaklega þar sem að salurinn var orðin vel kenndur.
Einar Bragi Bragason., 19.11.2007 kl. 23:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.