Keisarinn fæddist

Já þann 23. Nóvember fyrir 19 árum kom í heiminn lítill töffari sem siðar fékk nafnið Elmar Bragi og er Einarsson.

Elmar Bragi  kom í heiminn með hjálp keisaraskurðar því að strax mjög snemma í æsku, eða mun fyrr heldur en hann kom í heiminn var hann farinn að sýna þessa svakalegu íþróttatakta með þeim afleiðingum  að naflastrengurinn var tvívafinn utan um hálsinn á honum.

Nú Elmar Bragi var ekkert mikið fyrir það að sofa í æsku og voru ýmis ráð notuð til að svæfa hann.......öll algeng og lögleg eins bíltúrar um miðja nótt osfr.

Hann lærði á klarinett og saxófón lítillega en snéri sér síðan frekar að Píanóinu.

íþróttir hafa alla tíð heillað kappann mikið og var hann í eitt sinn valinn í Unglingalið SKÍ og það þrátt fyrir að hafa brotið báðar lappir á skíðum þegar að hann var 10 ára.

Um 15 ára aldurinn snéri hann sér eingöngu að knattspyrnu og þykir víst einn af þeim betri í því hér fyrir Austan.....Í raun furðulegt að engin stórklúbbur hafi ekki reynt a krækja i hann.

Elmar Bragi er Íþróttamaður bæði utan sem innanvallar og hvorki reykir né drekkur. 

Elmar Bragi er á 4 ári í ME...ekkert að flýta sér og hér er stoltur Pabbi sem segir.......Elmar Bragi til lukku með daginn þú ert einfaldlega æði. SmilePicture 3Picture 4Picture 5


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey B Waage

Til hamingju með drenginn.

Laufey B Waage, 23.11.2007 kl. 07:48

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já, til hamingju með sveininn unga, þú verður bara að koma honum að hjá STjörnunni!

Magnús Geir Guðmundsson, 23.11.2007 kl. 09:03

3 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Flottur strákur sem þið eigið... til hamingju með drenginn.

Linda Lea Bogadóttir, 23.11.2007 kl. 10:53

4 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Til hamingju!  litli bróðir minn á einmitt sama afmælisdag...ekkert svo mikið eldri en strákurinn þinn. Hafðu það sem allra best um helgina

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 23.11.2007 kl. 11:15

5 identicon

Til hamingju með drenginn en svakalega er hann líkur þér þarna á miðju myndinni, ég hélt fyrst að þetta væri þú, en svo mundi ég, bíddu nú við,,,,,,,,,,,,,,, Einar Bragi var ekkert svona íþróttagæji hér í denn. Til lukku með hann.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 12:28

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Bloggleikur um kl. 21.30!

Magnús Geir Guðmundsson, 23.11.2007 kl. 14:06

7 Smámynd: Björg Árnadóttir

Innilega til hamingju með strákinn! Þú hefur ekki byrjað neitt mjög löngu á eftir mér  Annars er ég eiginlega sammála Möggu, hélt að myndin í miðjunni væri af þér!! Mundu að knúsa strák næst þegar þú kemst í tæri við hann - þ.e. ef hann gefur færi á svoleiðis löguðu

Björg Árnadóttir, 23.11.2007 kl. 17:49

8 identicon

Til hamingju með gaurinn.

Ragga (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 20:57

9 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Til hamingju báðir 2

vcd

Bragi Þór Thoroddsen, 23.11.2007 kl. 21:04

10 Smámynd: Ingigerður Friðgeirsdóttir

Til hamingju með drenginn

Ingigerður Friðgeirsdóttir, 23.11.2007 kl. 21:56

11 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Lukka til ykkar - sýnist þú vera komin með fagran kvennahóp sem fylgist spenntur með meira myndefni af ykkur feðgum -   Góða helgi

Gunnlaugur B Ólafsson, 23.11.2007 kl. 23:33

12 Smámynd: Eyþór Árnason

K R-inga vantar alltaf góða menn. Til hamingju með gæann. Kveðja úr Vesturbænum.

Eyþór Árnason, 24.11.2007 kl. 00:09

13 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Takk öll sömul

Einar Bragi Bragason., 24.11.2007 kl. 00:15

14 Smámynd: Gísli Gíslason

Já flottur strákur. Við foreldrar gerum aldrei of mikið af því að hrósa börnunum og þú átt greinilega afburðar flottan og heilbrigðan dreng. Til hamingju

Gísli Gíslason, 24.11.2007 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Bragi Bragason

Höfundur

Einar Bragi Bragason.
Einar Bragi Bragason.

Hef verið atvinnuhljóðfæraleikari í 100 ár(aðeins ýkt) og er skólastjóri Tónlistarskóla Seyðisfjarðar.

Netf.saxi@centrum.is sími 8974265

Tónlistarspilari

- like pantomime EBB master

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Áramót
  • ...927_6924913
  • picture 4 975462.png
  • picture 4 926643.png
  • ...posturrr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband