Íslenskar söngkonur keppa um jólin.

Já það virðist að Íslenskar söngkonur gefi helst út diska fyrir jólin og af því tilefni er komin könnun hér til hliðar um hver er besta Íslenska Dívan.

Endilega Kjósið og setjið hér fyrir neðan..........af hverju þið kusuð ykkar manneskju...

þetta er bara til gamans gert.Smile565471164_d8e0455707_oþetta er samt ekki mynd af söngkonu,,,,


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vel Birgittu Haukdal. Ástæðan er einfaldlega sú að ég fékk diskinn hennar í vikunni og þetta er án efa einn besti diskur sem ég hef hlustað á. Hún syngur eins og engill og svo er hún svo einlæg í lögunum sínum. Textarnir eru æðislegir og þá sérstaklega textinn við lagið ,,Móðir". 

kata (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 18:31

2 Smámynd: Laufey B Waage

Eins gott að þú tóks það fram - að þetta væri ekki mynd af söngkonu - annars hefði ég haldið það.

Ragga Gísla er auðvitað best. Töff og kúl, syngur vel, er með flottan persónulegan stíl - og ekki spillir að hún er jafnaldra mín.

Laufey B Waage, 28.11.2007 kl. 19:32

3 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Ellen, ekki spurning.

Það er bara eitthvað við þessa rödd.  Er algerlega afstæð í tíma... ef maður vissi ekki hvernig söngkonan lítur út myndi ég halda að hún væri á aldrinum 15 til 20???

Talandi um einlægni.  Er bara einlæg. 

Ein af þeim fáu sem hafa fengið mig til að halda út að hlusta á sálma við ótrúlegustu tækifæri.

vcd

Bragi Þór Thoroddsen, 28.11.2007 kl. 20:48

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég kaus Ellen, hún er laaang flottust

Greta Björg Úlfsdóttir, 28.11.2007 kl. 21:46

5 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Get ekki valið... hef ekki enn heyrt lög frá þeim öllum.
Annars finnst mér Regína yfirleitt mjög góð og vönduð. Birgitta er allt of væmin... hélt að það væri verið að spila gamalt lag með Jóhönnu Guðrúnu þegar ég heyrði glænýtt lag með henni um daginn...
Talandi um Birgittu sem er annars bara fínasta söngkona þó hún sé ekki í U-haldi hjá mér... Dóttir mín fór ásamt vinkonum í Smáralind um daginn þar sem Birgitta var að gefa eiginhandaráritanir. Þær dúllurnar 13 og 14 voru voða spenntar að fá plakat með nafninu hennar - en gengu í burtu þegar þær sáu að í röðinni voru bara dömur undir 10 ára.... Unglingaveikin farin að segja til sín á þeim bæ eða aðdáendahópurinn alltaf að færast neðar?

Eigðu gott kvöld... Hvernig var Von annars um helgina? 

Linda Lea Bogadóttir, 28.11.2007 kl. 22:38

6 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

ég segi það sama og íblá að það er erfitt að gera upp á milli þessara drottninga...Ballið með Von um síðustu helgi var frábært Linda

Einar Bragi Bragason., 28.11.2007 kl. 23:30

7 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ellen náttúrlega, sérstæðasta rödd síðan Ellý Vilhjálms, alltaf seiðandi, tónrétt & flott & með Joplin hæsið & víbrann.

Ef þetta hefði verið Rokk frekar en Pop, þá hefði ég spæst á Röggu.

Steingrímur Helgason, 29.11.2007 kl. 01:02

8 identicon

Má maður velja Anthony í Anthony and the Johnsons? Mér finnst hann besta dívan

Bylgja (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 11:01

9 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

ha

Einar Bragi Bragason., 29.11.2007 kl. 11:13

10 identicon

Ertu að segja ha við mig?

Tékkaðu á þessu: 

Anthony and The Johnsons. 

fór á tónleika með honum í Fríkirkjunni fyrir tveimur árum, voru yndislegir  

Bylgja (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 11:45

11 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Vá ekki smá vibrató eiginlega full mikið

Einar Bragi Bragason., 29.11.2007 kl. 12:24

12 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Vinsamlega taka þátt í vísindalegri könnun á síðunni minni ???

Marta B Helgadóttir, 29.11.2007 kl. 12:51

13 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hehehe Saxi, liggja ekki miklar rannsóknir og flókin forkönnun að baki tilnefndra söngkvenna, svona rétt eins og hjá hugsuðinum mikla Jens Guð!?

Og poppsöngkonur?

Þær flestar þarna´hafa nú sungið svo margt annað en það sem við myndum skilgreina þröngt sem popp, að ég veit nú ekki alveg..Kannski Heiða og Védís hafi nær eingöngu verið í því, en skal ekki fullyrða.

svo er þetta bara gamla góða sagan með mismunandi smekkin og hræddur er ég um að tónlistin sem slík og aðrir þættir ráði því nú oft jafnmikið hjá fólki þegar það nefnir uppáhalds söngvara eða söngkonu.margar fleiri raddir sem ekki eru þarna,s em ekkert eru síðri en þær sem þú hefur, nefni til dæmis Karlssysturnar, guðrúnu Árný og Soffíu!

Magnús Geir Guðmundsson, 29.11.2007 kl. 17:45

14 identicon

Það er náttúrulega ástin mín hún Hildur Tryggvadóttir sópransöngkona sem er mesta dívan, en í poppinu... því miður er Eivör ekki íslensk, ætli valið standi þá ekki á milli Andreu Gylfa og Ragnheiðar Gröndal.. þær hafa báðar þennan bláa tón sem ég vil gjarnan heyra, þó ólíkar séu.

Bubbi j. (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 20:35

15 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Auðvitað gleymast nokkrar góðar en ég pikkaði út þær sem hafa hvað mest verið áberandi nema bætti Ernu Hrönn við því að hún á það inni....við eigum bara miklu fl. góðar söngkonur en söngvara....

Held að konur hlusti á flóknari tónlist.

Einar Bragi Bragason., 29.11.2007 kl. 23:39

16 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já, þær hlusta lítið á einfalt léttmeti eins og STjórnina og Von!

Þú ert nú bara ekkert hótinu betri en Jens karlinn í valinu hahaha!

Magnús Geir Guðmundsson, 30.11.2007 kl. 09:11

17 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Ó jú.....miklu betri ....er þó með tóneyra

Einar Bragi Bragason., 30.11.2007 kl. 09:20

18 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ha Saxi, ertu að gefa í skyn að Jens gamli hafi ekki tóneyra!?

Haha, veit sja´lfur ekkert um það, en hann var í hljómsveit á yngri árum með gott ef ekki var vilhjálmi Guðjónssyni, syngur og spilar á gítar og gott ef hann lærði ekki á píanó!En samt, svo er ég kannski að rugla eitthvað.En einn gamall Stjórnarfélagi gæti kannski frætt þig eitthvað, ef hann hefur þá ekki gert það fyrir lönguJónsi!

Magnús Geir Guðmundsson, 30.11.2007 kl. 14:06

19 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Jónsi er flottur.........en sumt læra menn ekki.........það er að vísu hægt að laga ýmislegt.....

Einar Bragi Bragason., 30.11.2007 kl. 14:19

20 identicon

Sigga Beinteins, ekki spurning! Nýji diskurinn er hreint út sagt frábær:) Mæli með honum...

Sigrún (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 23:23

21 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

hmm hmm enda spila ég á honum he he

Einar Bragi Bragason., 1.12.2007 kl. 00:05

22 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Keypti þessa plötu næstum því í dag, en var heldur of dýr miðað við hvað ég vil borga fyrir eintakið, 15-17 hundruð eða svo, kostaði 2000 í Hagkaupum!

Jújú Jónsi er fínn gítaristi, en við vorum nú að tala um Mr. Guð!

Magnús Geir Guðmundsson, 1.12.2007 kl. 00:40

23 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Sko Magnús miðað við tónlistarbullið sem dettur upp úr honum Jens Guð þá veit hann ekkert um tónlist og hefur lítið sem ekkert tóneyra.....en hann hefur vit eða réttar sagt veit margt um tónlistarmenn og sögulegu hliðina í popptónlist.

Einar Bragi Bragason., 1.12.2007 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Bragi Bragason

Höfundur

Einar Bragi Bragason.
Einar Bragi Bragason.

Hef verið atvinnuhljóðfæraleikari í 100 ár(aðeins ýkt) og er skólastjóri Tónlistarskóla Seyðisfjarðar.

Netf.saxi@centrum.is sími 8974265

Tónlistarspilari

- like pantomime EBB master

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Áramót
  • ...927_6924913
  • picture 4 975462.png
  • picture 4 926643.png
  • ...posturrr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband