29.11.2007 | 00:01
Bleikur og blár prestur
Úff stundum verð ég svo pirraður þegar ég hlusta á fréttirnar á kvöldin...ég meina hvað er í gangi.
Kolbrún Halldórsdóttir að eyða tíma á þingi í það að rausa um hvort ekki sé rétt að sleppa því að setja hvítvoðunga í bleik eða blá föt, ok ok ég heyrði það víst líka í fréttum að við hefðum það svo gott á íslandi kannski er það ástæðan fyrir því að Kolbrún eyðir tíma í þetta mál.
Mín skoðun mér finnst bara fínt að hafa þetta eins og það er ...sem sagt bleikt og blátt.
Nokkrir Leikskólar á Reykjavíkursvæðinu afþakka heimsókn presta....þetta er víst gert til að mismuna ekki trúarstefnum....halló er ekki Þjóðkirkja hér og langflestir í henni...
Ég hef ekkert á móti öðrum trúarbrögðum en mér finnst stundum að við séum að gefa eftir á alltof mörgum stöðum.....
Minni svo aftur á færsluna hér fyrir neðan og könnunina.
Um bloggið
Einar Bragi Bragason
Tenglar
Flott og gott
ýmsir góðir og gagnlegir tenglar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- heidathord
- lindalea
- totally
- lehamzdr
- meistarinn
- bjorgarna
- gthg
- martasmarta
- erla1001
- nanna
- estro
- braxi
- eythora
- steingerdur
- stebbifr
- ragnhildur
- gummigisla
- sax
- lindabj
- emilssonw
- vilborgo
- baddahall
- smakokur
- kjarvald
- bbking
- haukurn
- ranka
- herdis
- alla
- 730bolungarvik
- vga
- jonkjartan
- garun
- trukona
- ingvarvalgeirs
- biggibraga
- aslaugh
- jax
- benna
- blekpenni
- snorris
- mafia
- start
- hallibjarna
- jonhalldor
- strakamamman
- isdrottningin
- gbo
- stormadis
- nesirokk
- jakobsmagg
- hjaltig
- gummisteingrims
- evathor
- gudrunfanney1
- lara
- laufeywaage
- ringarinn
- markusth
- storibjor
- hallarut
- gammur
- olinathorv
- sirarnar
- manzana
- eysteinn-thor
- gretaulfs
- fanney
- maggaelin
- arnthorhelgason
- 730
- kalli33
- klaralitla
- mymusic
- esv
- gisliblondal
- hemba
- earlyragtime
- gretarorvars
- sigurlauganna
- gudni-is
- joninaros
- jahernamig
- ellasprella
- gydabjork
- valsarinn
- thorasig
- palmig
- gudjonbergmann
- hognihilm64
- lostintime
- plotubudin
- svala-svala
- judas
- kjarrip
- jara
- gudnim
- dianadv
- arnaeinars
- asgeirpall
- saethorhelgi
- lydurarnason
- steinunnolina
- bryn-dis
- listasumar
- gullihelga
- eddabjo
- raggipalli
- addamaria
- pegre
- chinagirl
- sign
- bjork
- gisligislason
- stormsker
- almaogfreyja
- glamor
- annapanna77
- blues
- sverrir
- rannug
- hugs
- bulgaria
- kolgrima
- th
- alit
- krissa1
- gudnyruth
- kafteinninn
- johannavala
- viddy
- fridrikomar
- ketilas08
- skordalsbrynja
- fjolahrafnkels
- birtabeib
- asdisran
- tru
- ausa
- margretsverris
- bergthora
- vefritid
- ragnargeir
- siggasin
- helgadora
- tobbitenor
- ingabesta
- rosabla
- annriki
- audbergur
- lady
- ynnej
- amotisol
- siggagudna
- kisabella
- steinibriem
- himmalingur
- gellarinn
- nkosi
- agny
- berglindnanna
- gattin
- bestfyrir
- brandarar
- daxarinn
- eddaagn
- gudrunkatrin
- topplistinn
- skytta
- gunnarpalsson
- konniiceman
- skessa
- hreinsamviska
- mrsblues
- little-miss-silly
- irisholm
- jea
- lionsklubbur-seydisfjardar
- mal214
- omarragnarsson
- fjardarheidi
- sifjan
- stjornlagathing
- kristjani
- rocco22
- totad
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já tali ekki um það var einmitt að segja leikskólakennurunum hér frá bloggfærslu vinkonu þinnar.
Einar Bragi Bragason., 29.11.2007 kl. 00:31
Heldurru að ég hafi ekki verið með sömu útbrotin vegna óþols á þvaðri hennar Þungbrýnnar Halldórsdóttur um þetta um leið og ég var að jafna mig á þessu með úthýsingu þessa ágætu þjóna kirkjunar?
Jamm. Svona er þetta barasta. Burtséð frá kirkju og trú, þá vinnur fólk kirkjunar ómetanlegt starf sem öll (eða minnsta kosti flest) hafa barasta ekkert nema gott af.
Ég get þvaðrað mig hásan um trúarofstæki og slíkt en minn pjakkur mætir í "kirkjuprakkara" í Hjallakirkju, enda bara gaman hjá honum.
vcd
Bragi Þór Thoroddsen, 29.11.2007 kl. 00:53
Þarf ég nokkru við að bæta hérna nema 'jamm sammála', dona eins & verri vinstri græníngi á femínyzdabeljubloggi ? Nei, held bara ekki,,,
Steingrímur Helgason, 29.11.2007 kl. 00:59
Nú er ég algerlega ósammála þér í ÖLLU!
Í fyrsta lagi þá fylgir hver þingmaður sinni sannfæringu og sinni samvisku og tekur því þau mál upp sem hann vill ræða og telur að skipti máli. Það er ekki þitt né mitt að ákveða hvað skiptir máli í umræðunni á Alþingi. Viltu gefa út ríkislista með Þóknanlegum umræðuefnum fyrir Alþingismenn.
Í öðru lagi er ég sammála frænku minni og tel að umræðan hafi vakið marga til umhugsunar um þessi mál, kannski var það pointið. Kolbrún veit eins og margir aðrir að hluti af ójafnréttinu í samfélaginu er meðal annars vegna þeirrar kynmótunar sem hefst strax á fæðingardeilidinni. Auðvitað mega allri klæða börnin sín eins og þeir vilja og þetta er bara hluti af skýringunni en líttu í kringum þig og horfðu á leikföngin, Weetosið, skólatöskurnar og allt hitt draslið sem skiptir okkur í tvo hópa, stráka vs stelpur. Þetta hefur breyst gífurlega á síðustu 20 árum þessi kynjaskipting í stákadót og stelpudót og mér finnst það slæm. Þessi kynmótun er óþolandi og hamlandi fyrir bæði kyn.
Sjálf vil ég ekki sjá kirkju né presta í skóla landsins og vil algeran aðskilnað ríkis og kirkju. Held það yrði kirkjunni til góðs! Við erum flest í þjóðkirkjunni af því við enduðum þar sjálfkrafa þegar við fæddumst. Getum ekki stungið höfðinu í sandinn og látið sem hér sé ekki fólk sem hefur aðra trú en þjóðkirkjutrú. Þeir foreldrar borga sína skatta og skyldur til samfélagsins og eiga rétt á því að börnin sín fái sömu kennslu og önnur börn en séu ekki að glápa útí loftið, lita eða gera ekki neitt þegar kristinfræðin eru kennd eða farið í kirkju.
Með vinsemd og virðingu.
Bylgja
Bylgja (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 09:53
Bylgja málið er að mér og öðrum finnst fáránlegt eða vera eyða tíma Alþingis í svona bull......fólk má hafa sína skoðun allt gott og blessað við það........
Prestamálið....það er Þjóðkirkja hér alveg eins og það eru umferðalög hér..........þó að mér finnist ósanngjarnt að sekta íbúa á Borgarfirði eystra fyrir að nota ekki bílbelti þá er það samt í umferðalögunum.......og svo er mín prívat skoðun að það geti varla verið slæmt að fá prest sem talar um vináttu og kærleik við börnin.
Ég held að kynmótun á fæðingadeild hafi ekkert við framtíðina að gera ....sorrý,,,það er bara bull...
Kolbrún er þó að hún sé frænka þín manneskja sem að mínu viti hefur ekkert að gera á þingi....
Einar Bragi Bragason., 29.11.2007 kl. 10:21
Getur ekki lagt að jöfnu Þjóðkirkju /ríkiskirkju við lög um bílbelti. Kirkja er ekki LÖG heldur stofnun sem er ríkið. Það er rangt og þarf að skilja á milli. Málið snýst ekki um það sem presturinn ræðir við börnin enginn haldið því fram. Ef það er umræðuefnið sem bara skiptir máli þá ættum við að fá múslimskan prest (man ekki í augnablikinu hvað þeir heita) til að tala um vináttu og kærleika. Væri þér sama um það ef það væru þín börn??
Sorry... en kynmótun í bernsku skiptir máli og rannsóknir sýna það. Þú getur sagt að þér finnist það bull en þetta hefur áhrif og hefur verið sýnt fram á það. Ítreka sem ég sagði að þetta væri hluti af stærri mynd og bleik eða blá föt sem slík ekki crucial atriði.
Kolbrún eins og allir aðrir sem sitja á Alþingi á heima þar (sama hversu ósammála við erum þeim) því þau voru kosin í lýðræðislegri kosningu! Þó Kolbrún sé frænka mín er ég ekki vinstri græn og ekki alltaf sammála henni en margir mættu hafa hennar ástríðu sem sitja á þingi. Fólk á að hafa skoðanir og þú veist þó hvar þú hefur hana.
Við skulum bara vera sammála um að vera ósammála en settu upp kynjagleraugun og horðu á hvernig markaðsöflin kynskipta okkur miskunnarlaust, lestu Vikuna (hrikalegt steríótípukonublað), skoðaðu auglýsingarnar, megrunarkúrana, bílablöðin, barnafötin, leikföngin. Gaman að velta þessu fyrir sér. Mér finnst skipta öllu að fólk sé ekki niðurnjörvað í klasa síns kynferðis, alger frjálshyggja á að ríkja
Bylgja (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 10:50
Dr Saxi..fullkomlega sammála þér þó að ég kjósi vg. Að sjálfsögðu á að leyfa prestum að tala um Guðsríkið, fegurðina í Kristi, mannkærleika, umburðarlyndi og trú sem byggð er á verkum. Ég skal taka undir það að við ættum að leyfa múslimaprédikurum að tala hérna..ef kristinn prédikari fær að tala í hans heimalandi... þetta var kanski ekki réttlátt en hvar er umburðarlyndi islams?
Guðni Már Henningsson, 29.11.2007 kl. 13:12
ok Bylgja ég er langt í frá sammála þér......Vill bara benda þér á að karlar eru karlar og konur eru konur.............og hafa því mismunandi smekk og áhugamál......enn og aftur það getur ekki verið þó að einhverjir hafi örugglega náð að finna það út að 1-2 sólahringar og það fyrstu sólarhringarnir skipti máli í sambandi við lit á fötumupp á framtíðina.
Þetta með prestana....það er víst hægt að bera þetta saman....vð höfum okkar þjóðkirkju(þó að ég sé nú ekki alltaf sammála henni) og við erum flest öll í henni ekki satt...og þess vegna finnst mér það bara fínt ef að prestarnir fái að kíkja í heimsókn...nóg er verölldin slæm.
ég hef ekki myndað mér skoðun um hvort mér væri sama um að Múslimar færu í svipaðar heimsóknir en er kannski ekki rosalega hrifinn af því.
Fólk sem flytur til íslands og er annarar trúar verður að skylja það að við höfum okkar trú og siði og læra að fikra sig meðfram því kerfi......
Einar Bragi Bragason., 29.11.2007 kl. 13:34
það eru til kirkjur í löndum sem aðhyllast islam eða aðra trú. Í Bethlehem er kirkja er það ekki?
Auðvitað eiga prestar að tala um Guðsríkið, fegurðina og allt hitt. Eiga bara ekki að gera það hvar sem er og ekki sjálfsagt að allir geti litið fram hjá hempunni og hlustað á inntakið. Ekki frekar en prestur getur gefið saman tvær manneskjur og sleppt Guði bara af því að einhver vill sleppa Guði. Mér finnst rangt að fara fram á slíkt við prest.
Öfgasinnaðir trúmenn boða ekki umburðarlyndi hvort sem þeir skilgreina sig sem kristna, gyðinga eða islam. Mér finnst trúfélagið Krossinn ekki boða umburðarlyndi en þó teljast þau kristin! Getum fundið mýmörg dæmi um öfgasinnaða söfnuði sem boða ógeðfellda guðstrú og gera miður fallega hluti en teljast samt vera kristin.
Ég hef ekki orðið vör við annað en einstakt umburðarlyndi þeirra sem búa hér á landi og aðhyllast islam en hins vegar finnst mér óumburðarlyndi Íslendinga sláandi!
Bylgja (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 13:38
Nú get ég verið sammála þér að mörgu leiti....en kannski er pointið í þessu hjá mér að mér finnst við stundum vera allt of dugleg að henda út einhverju sem er okkar siður og jafnvel trú ...bara til að þóknast þeim sem flutti hingað.......auðvitað þarf að vera gagnkvæm virðing.
En með þetta bleika og blá .....halló common þetta getur ekki verið mál til þess að ræða á Alþingi
Einar Bragi Bragason., 29.11.2007 kl. 13:52
var að lesa innslagið þitt Einar Bragi.
Þú hittir naglann á höfuðið karlar eru karlar og konur eru konur og eiga að fá að vera eins og þau vilja án þess að vera bundin af niðurnjörvuðum kynhlutverkum sem eru innprentuð í okkur frá blautu barnsbeini! Það er frjálsyggja að mínu viti og að mínu skapi
En nú þarf ég að vinna svo ég er hætt
Takk fyri mig
Bylgja (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 13:55
Hóhó Saxi, jólin að nálgast og allir bara í hörkustuði, haha!
Verð nú að segja sem frekar hlutlaus maður um trúmál, að já skera mætti alveg á milli kirkjunnar og ríkisins. Man nú ekkei alveg hvernig þetta er, en það er reyndar búið að skera mikið á tengslin svo að á vissan hátt er ekki hægt að kalla hana Þjóðkirkju svona eins og ég skrifa, að ásetningi, emð stórum staf. Og það er rétt hjá Bylgju (sem mér finnst nú setja skoðanir sínar afskaplega málefnanlega fram!) að þú ert svolítið að skjóta yfir markið að bera kirkjuna saman við umferðarlögin. Um kirkjuna gilda jú viss lög, þú greiðir sérstakt gjald til hennar, þ.e.a.s. ef ÞÚ ERT ÞÁ EKKI BÚIN AÐ SEGJA ÞIG ÚR HENNI! Þú hefur nefnilega val með hana þó þú verðir reyndar áfram að greiða skatt sem fer til H.Í eða eitthvað slíkt í staðin!? En eftir umferðarlögunum í orði kveðnu allavega verðum við að fara, eða greiða ella háar sektir og hvaðeina!(fer auðvitað eftir alvarleika brotsins.)
Æ svo þetta með álit á einstökujm ingmönnum, þá er það nú aukaatriði ekki satt? Þú finnur örugglega fólk í öllum flokkum ef þú fylgist nógu vel með alþingi, sem þér finnst ekkert hafa þarna að gera og er með mál "út í bláin"! margir sem ég þekki skilja til dæmis ekki hví FF er yfir höfuð til, hvað þá að flokkurinn skuli eiga menn á þingi, kosningar eftir kosningar!?
Heyrðu, skil samt alveg það sem þú ert að fara og hef oft spurt mig hins sama varðandi hlutverkaskipti kynjanna. En get tekið undir með Bylgju í því, að markaðsöflin með sínum djöfulgangi oft á tíðum ráða allt of miklu.
Við sjáum líka til dæmis í alheimspoppinu, að slagssíða mikil til hins verra er á hvernig kvenn- og karlvonarstjörnur eru markaðssettar. Meira og minna eru þær látnar spila á kynferðisaðdráttaraflið, eiga helst ekki að vera í neinu nema kannski brókinni (og það gildir reyndar um þær líka sem orðið hafa frægar og þarf ekki að tíunda) en hjá karlpeningnum er það helst töffaraskapur sem mestur ef þá ekki sykurframkoma og útlit (en þá í fötunum!)
Haha, endalaust hægt að pæla í þessu fram og aftur!
Magnús Geir Guðmundsson, 29.11.2007 kl. 17:14
Fullkomlega sammála þér um bleikt og blátt - hefði haldið að Kolbrún hefði annað þarfara við tíma sinn að gera en að agnúast út í það hvaða litur er á þeim fötum sem hvítvoðungar eru klæddir í á spítölum landsins. Nær væri að huga að aðbúnaði fyrrnefndra spítala og starfsfólks þeirra, því svo mikið er víst að það svífur ekki um á bleikum skýjum þegar það móttekur launaseðlana sína, miklu heldur að hugskotið litist blátt upp á enskan móð.
Hitt finnst mér meiri spurning með trúmálin og leikskólana. Þurfti reyndar ekki að taka afstöðu til þess meðan mínir drengir voru í leikskóla, því ég minnist þess ekki að hafa haft fregnir af geistlegum heimsóknum í þá skóla sem þeir voru í.Hins vegar var eldri sonur minn á tímabili í bekk hjá þekktum KFUM-manni á Akureyri og er það eini kennari sem hann hefur nokkurn tíma fellt sig fyllilega við í sinni skólagöngu, sem var brösótt - við fluttum reyndar annað eftir aðeins tvo vetur svo þessa naut ekki lengi.
En kannski er hæpið að vera með eitthvert trúmálabrölt inni á leikskólunum, vonandi eru foreldrar ekki alveg svo önnum kafnir að þeir megi alls ekki vera að því að sinna því trúarlega/eða ekki uppeldi sem það kærir sig um/eða ekki að börn þeirra fái, í frítíma frá vinnu.
Greta Björg Úlfsdóttir, 29.11.2007 kl. 21:24
Þetta endar með að jólahaldi verður ekki bara frestað eins og hjá Fidel C, heldur bannað og lagt niður með þá byrði og vísan til þess sem önnur trúarbrögð gætu þurft að þola sem áreiti (sér í lagi á leikskóla).
Og næst verður sett í stjórnarskrá ákvæði um jafngildi trúarabragða með vísan til jólahalds og jólasveinninn settur út í kuldann og veðrur brúkaður í laumi eins og blót að heiðnum í den.
Þvílík sneypa fyrir þann eina flokk sem ég hyggst greiða heimsendan gíróseðil.
vcd
Bragi Þór Thoroddsen, 30.11.2007 kl. 02:09
Núna er ég bara hjartanlega sammála Saxa. GLEÐILEG JÓL.
Búbbi (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 10:57
Nú er ég sammála mörgum ofanrituðum. Ég heyrði líka í einum í útvarpinu sem sagði að námsskrá grunnskóla væri í fínu lagi það væri námsefnið sem væri slappt. Það á s.s. að kenna TRÚARBRAGÐAFRÆÐI í skólum en kennsluefnið er í raun kristinfræði. Mér finnst líka fínt að börnin fari í kirkju með bekknum sínum fyrir jól. Mér finnst á móti ekkert að því að þau kynnist helgisiðum annara trúarbragða. Ég man að ég var í bekk með kathólskum strák. Ég var mjög forvitin um hans helgisiði en það var ekki séns að fá neina þekkingu um það í skólanum.
Ég er alltaf að segja það í mínu umhverfi og best ég geri það hérna líka: Það er ekkert til sem heitir óþörf þekking. Þess vegna á fólk að læra um sem allra flest trúarbrögð. Það getur ekki verið nema til bóta.
Björg Árnadóttir, 1.12.2007 kl. 12:34
Einar minn innilega er ég sammála þér
Bestu kveðjur Ingigerður.
Ingigerður Friðgeirsdóttir, 4.12.2007 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.