Konur eru konum verstar

Þessi orð komu í huga mér í gær þar sem  ég var staddur á danssýningu Fimleikadeildar hér fyrir austan í gær en dóttir mín hún Elísa Björt var meðal þeirra sem var að sýna.

Þetta var fín sýning að ég held, hef ekki farið áður þannig að ég hef ekki neinn samanburð,en þar sem ég stóð í troðfullu íþróttahúsinu og horfði hvert atriðið á eftir öðru fór ég allt í einu að spá og þá sérstaklega í ljósi allrar umræðurnar um kynhlutverk og allt það .... Þarna eru allt niður í smá stelpur dillandi sér á ögrandi hátt(áttu td að vera hrist efri partinn þannig að hefðu þær haft brjóst þá hefðu þau hreyfst) búnar að mála sig ofl.

Nú vil ég taka fram að ég er ekkert að mótmæla þessu og þetta var fín sýning en þar sem að það eru nú yfirleitt konur sem eru að skammast yfir þessari kynjastefnu á landinu...fannst mér svolítið skrítið að sjá að þarna í fimleikunum ,og að ég held í fimleikum yfirleitt eru yfirgnæfandi meirihluti konur..

Þannig að konur er konum verstar eða kannski bara bestar.......því að mín skoðun er að strákar eru strákar og stelpur eru stelpur.Smile..........stelpum finnst gaman að vera prinsessur og strákum finnst gaman að vera Ronaldinio.

Vonandi skiljið þið þessar pælingar.

46b5b58f0e23d


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Saxi minn!

Sammála um að þetta er vandrataður vegur með kynjahlutverkin og endalaust verður sjálfsagt deilt um þessa hluti fram og til baka!

En eins og þegar málið með kjörið á fótboltakonu ársins kom upp, þá grípur þú í þessu tilfelli til gamallar og úreltrar klisju um að "konur séu konum verstar"! Það er náttúrlega bara bull og ætti fólk að hætta að nota þessa dellu í skrifum sínum!

Magnús Geir Guðmundsson, 6.12.2007 kl. 16:10

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

eða bestar.....ekki gleyma því

Einar Bragi Bragason., 6.12.2007 kl. 16:16

3 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Stelpur mega alveg vera sætar, afhverju ekki? Ég býst við að allar stelpurnar hafi haft rosalega gaman að þessu.  Er það ekki bara það skiptir máli.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 6.12.2007 kl. 16:21

4 identicon

Það er erfitt að finna meðalveginn, við erum alltaf einhvernvegin á skjön við hann.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 16:30

5 Smámynd: Vignir Arnarson

Skil þig 100% félagi er búinn að fara í gegnum þennan pakk 2 sinnum og svo langt var farið að önnur er nú dómari í fimleikum,en ég stið þig 100%.

Ef ég man rétt þá einmitt bloggaði ég einhvertímar um það að stelpur er sjálfum sér vestar o en við bestir eða var það...........................

Vignir Arnarson, 6.12.2007 kl. 17:13

6 identicon

hahaha gaman að þú skildir setja upp kyngjagleraugun. Ætla að eigna mér þann heiður. Auðvitað eru strákar strákar og öfugt en hvað með strákinn sem vill dansa eins og stelpa á fimleikasýningu og lesa bók um Prinessur en ekki Sjóræningja (vísa í ógeðfellda auglýsingu frá JPV útgáfu)... hann fittar ekki í þetta því að við erum svo njörvuð í  boxið eftir alla þessa væðingu á kynhlutverkum okkar, klámvæðing, kynvæðing ojbaraullabjakk

Bylgja (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 17:36

7 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Þetta er ágætis ábending hjá þér Einar Bragi.  Og alveg umhugsunarvert.  En það er bara eitt sem ég vil spyrja þig.  Er þetta ekki bara dæmi um að fálgsmótun og hvernig börn læra kynhlutverk, þetta er alls staðar. Þetta er í fjölmiðlum og á netinu og heimilinu og fimleikafélaginu og skólanum. 

Ég held að þú þurfir að læra hommagöngulag til að þetta sé ekki í tónlistarskólanum líka. 

Jón Halldór Guðmundsson, 6.12.2007 kl. 17:49

8 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Já en Bylgja þeir strákar sem vilja vera í svona ,,Stelpu Íþróttum´´ fá það alveg..... en það sem ég var að meina að það eru konurnar sjálfar sem skpap þessa ímynd .....það er ekki endilega okkur körlunum að kenna eins og mér finnst sumar konur oft vilja benda á.....íþróttafélög..skólar ofl eru kannski staðir sem menn ættu að gera sem minnst í að skapa þessi kynhlutverk.....tek það aftur fram að ég held að þetta sé bara innbyggt í okkur(að vísu eru undantekningar)....td reyndi frúin einu sinni að gefa stráknum okkar dúkku(þegar hann var yngri) og sú tilraun misheppnaðist algjörlega he he hann vildi ekkert sjá þetta.....

Einar Bragi Bragason., 6.12.2007 kl. 20:15

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Saxi ég er svo hjartanlega sammála þér. Góður punktur.

Marta B Helgadóttir, 6.12.2007 kl. 22:15

10 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég hef líka séð dóttlu mína í svona fimleikasýníngum, sjálfum finnst mér þetta ekkert sérlega smekklegt, að 'offullorðinsgera' krakka.  Ætla ekki að kalla þetta öðru verra orði.  Klisjan er fín sem slík.

Steingrímur Helgason, 6.12.2007 kl. 22:17

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Skil þig 100%. Góð ábending. Fyrir nokkrum árum þegar syfjaspellsuræðan náði nýjum hæðum og víddum á Íslandi og víðar og fólk var farið að sjá sjúka perverta í öllum hornum, þá veigruðu afar sér við að taka barnabörn sín á kné sér og hossa þeim, af hræðslu um að það yrði misskilið. Nú meiga kornung stúlkubörn ekki lengur dilla sér öðruvísi en eitthvað ósiðlegt poppi upp í hugan á venjulega fólki.

Hins vegar finnst mér allt málningastúss á stúlkum undir fermingaraldri vera óviðeigandi. Enda til hver eiga þær að maka sig í framan úr litakassa fullorðnu kvennanna?

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.12.2007 kl. 02:06

12 identicon

Þú segir að konur kenni körlum um og svo skellirðu skuldinni á okkur...

"en það sem ég var að meina að það eru konurnar sjálfar sem skapa þessa ímynd"

ég hafna því að sökudólgar séu konur eða karlar og vil alls ekki skipta okkur í stráka vs stelpur. Við, konur og karlar sköpum það samfélag sem við búum í. Við sjáum oft ekki umhverfi okkar alveg eins og fiskurinn sér ekki né skynjar sjóinn sem hann lifir í. Ég vil reyndar leyfa mér að gera meiri kröfur til mín en þorsks og reyni þess vegna að horfa gagnrýnum augum á samfélag mitt en vil alls ekki leita að sökudólgum. 

Auðvitað eru strákar og stelpur ekki eins (enginn haldið því fram) en við erum alltaf að ýkja þennan mun og gleymum því oft að stelpur og strákar eru líka ólík innbyrðis. Hver man eftir stráka LEGO og stelpu LEGO sem er fæddur ca 1960-1965? 

Bylgja (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 13:25

13 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

ok þetta er kannski bara rétt hjá þér Bylgja.....en ekki taka þetta of hátíðlega þetta eru svona vangavelltur

Einar Bragi Bragason., 7.12.2007 kl. 15:33

14 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Ég hélt að heimspekingurinn Britney Spears hefði afgreitt þetta í texta sínum; I´m not a girl...

vcd

Bragi Þór Thoroddsen, 7.12.2007 kl. 22:10

15 identicon

Kæri Einar Bragi.

Þar sem þú ert eldri, vitrari og reyndari en ég tek ég allt mjög hátíðlega sem þú segir

Bylgja (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 16:36

16 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

ha ha ha ha Bylgja

Einar Bragi Bragason., 9.12.2007 kl. 15:31

17 Smámynd: Björg Árnadóttir

hehehehe.... góð Bylgja!  Annars er ég á þeirri línu að mér finnst ógeðfellt þegar börn af hvoru kyninu sem er, eru látin sýna hegðun eða klæða sig á kynferðislegan máta. Börn eiga að syngja, dansa, klæða sig og sýna fimleika og hvað annað, sem börn en ekki kynverur. Hormónarnir fara alveg nógu snemma af stað í þeim til að taka á því þegar það gerist. Þangað til eiga foreldrar og aðrir uppalendur (t.d. þjálfarar) að leyfa þeim að vera börn.

Björg Árnadóttir, 10.12.2007 kl. 11:14

18 Smámynd: halkatla

ég rakst á þetta blogg þitt í austurglugganum og er ekkert á leiðinni að setja útá það en svona í alvöru talað, rosalega fer það í taugarnar á mér þetta tal um að allar litlar stelpur vilji vera prinsessur. Það er svo mikið bull, ég hef aldrei rekist á þannig fyrirbæri, ég veit að þau eru til en ég hef leikið mér við stelpur allt mitt líf og aldrei kynnst þessu. Þær litlu stelpur sem ég þekki í dag eru heldur ekki í neinum hallærislegum prinsessuhugleiðingum. Ég efast líka stórlega um að allir litlir strákar vilji vera Ronaldinio, afhverju að alhæfa svona um alla útfrá kynjum? Við erum ekki öll eins heldur öll misjöfn, það er tími til kominn að fólk fari sem flest að átta sig á því

á meðan ég leitaði að þessari tilteknu færslu komst ég t.d að því að við erum ósammála um mjög margt, sérstaklega sönghæfileika tiltekinna kvenna, en ég styð baráttu ykkar við Átvr, það er hræðilegt sem var gert við innréttingarnar, ég varð líka brjáluð af því að lesa um það í Austuglugganum Seyðisfjörður er flottur!

halkatla, 13.12.2007 kl. 16:11

19 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Er austurglugginn að birta bloggið mitt ekki vissi ég það.........ég er heldur ekkert á því að börn eigi endilega að falla í þessar kynja skúffur en þú getur ekki neitað því að flestir eru þannig ........leyfum þeim að ráða.....þú getur nú ekkki sagt að þetta sé neitt rugl....hvað eru vinsælustu leikföngin????? Bratz ekki satt hjá stúlkum...

Hvað söngkvenna þeirra sem voru á listanum eða Bandarísku drottningunum.....þær eru bara flottastar.....Já við Seyðfirðingar stöndum saman,

Einar Bragi Bragason., 13.12.2007 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Bragi Bragason

Höfundur

Einar Bragi Bragason.
Einar Bragi Bragason.

Hef verið atvinnuhljóðfæraleikari í 100 ár(aðeins ýkt) og er skólastjóri Tónlistarskóla Seyðisfjarðar.

Netf.saxi@centrum.is sími 8974265

Tónlistarspilari

- like pantomime EBB master

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Áramót
  • ...927_6924913
  • picture 4 975462.png
  • picture 4 926643.png
  • ...posturrr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 222378

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband