logn, logn og aftur logn Jólaveðrið hér og jólunum er bannað að breyta

IMG_2670Já jólatónleikar Tónlistarskólans voru í kvöld,Smile (módelin í Ameríku náðu ekki að stöðva okkur he he)og gengu þeir bara ótrúlega vel og stóðu börnin sig frábærlega.Smellti þessari mynd af í kvöld rétt áður en Tónleikarnir hófust......þetta er jólatréð í hólmanum..Í ár átti að sleppa því að setja tré í hólmann þar sem að það fylgir því alltaf svolítið vesen að komast þangað, í stað var sett nýtt tré við barnaskólann auk þess sem að það er alltaf eitt stórt við spítalann......ÞÁ SÖGÐU SEYÐFIRÐINGAR NEI......ÞAÐ HEFUR ALLTAF VERIÐ JÓLATRÉ Í HÓLMANUM og þannig skal það vera.

 Var þessu lýst á heimasíðu Seyðfirðinga á svipaðan hátt og ef að menn myndu hætta að hafa jólatré við Austurvöll.

Nokkrum dögum seinna sást til bæjarstarfsmanna fara út í hólmann með þetta fallega tré sem sómir sér vel þar.......Annars er búin að vera rjómablíða hérna allt upp í 14 stiga hita...það er eitthvað bilað þarna uppi.Smile

Hér eru nokkrar myndir einnig teknar í kvöld..þarna sést Daníel syngja Adam átti syni sjö, Elísa Björt (mín) að spila á klarinettið og loks lúðrasveitin(Tónleikarnir voru að venju í  Seyðisfjarðarkirkju sem er oft kölluð Bláa Kirkjan.IMG_2722IMG_2737IMG_2780


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júdas

Virkilega falleg mynd af bænum

Júdas, 20.12.2007 kl. 08:32

2 identicon

Sæll Einar, ég rakst á þessa síðu þína á flakki mínu um netið. Verð að hrósa þér fyrir lagið "Nú er allt svo hljótt" sem er í spilaranum hér til hliðar... virkilega fallegt lag.

Marteinn Gissurarson (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 11:28

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Óttalegt væl í þessum krökkum, eiga að kunna að hægt er að taka þetta módeldrasl upp!

Bláa kirkjan, það var og!?

Magnús Geir Guðmundsson, 20.12.2007 kl. 17:16

4 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Takk fyrir það Marteinn ................og Magnús kirkja sem er einsaklega fögur er blá...þessi plata mætti alveg heyrast meira en hún er einum og hægrisinnuð fyrir úlpupopparana hjá RÚV og einum of vinstrisinnuð fyrir Bylgjuna:)

Einar Bragi Bragason., 20.12.2007 kl. 18:18

5 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Vá hvað Seyðisfjörður er fallegur með jólatréð í hólmanum!
Flottir krakkar sem þú átt "súpermann"...

Linda Lea Bogadóttir, 20.12.2007 kl. 22:35

6 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Sko ég á bara Elísu Björt......Daníel er nemandi,og það flottur nemandi

Einar Bragi Bragason., 20.12.2007 kl. 22:39

7 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Úps - en rétt samt flottur strákur...

Linda Lea Bogadóttir, 20.12.2007 kl. 23:01

8 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

You got mail...

Linda Lea Bogadóttir, 20.12.2007 kl. 23:54

9 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

danke

Einar Bragi Bragason., 21.12.2007 kl. 00:21

10 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Langar til að óska þér gleðilegra jóla Saxi. Takk fyrir góða "viðkynningu" á blogginu.

Marta B Helgadóttir, 21.12.2007 kl. 18:06

11 identicon

Flott mynd. Jólatré í hólmanum er náttúrulega bara möst. Sá myndina í einhverju dagblaðianna og svo er hún komin á hin ýmsu blogg hjá Seyðfirðingum. Spurning um að hætta í löggunni og gerast ljósmyndari??

Syrrý (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 18:14

12 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Löggan er nú bara auka auka auka sumardjobb....en takk fyrir

Einar Bragi Bragason., 22.12.2007 kl. 18:22

13 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

en hvaða Syrrý ertu??????

Einar Bragi Bragason., 22.12.2007 kl. 18:23

14 identicon

Frábær mynd Saxi.Seyðisfjörður er virkilega fallegur bær og þarna er gömlum húsum vel viðhaldið,annað en á sumum stöðum.Svo er alltaf gaman að koma á Seyðisfjörð,skemmtilegt fólk og gaman að skemmta sér með fólkinu þarna.''Status Quo''blær yfir þessu öllu saman og þannig á það að vera finnst mér.Þið eru náttlega höfðingjar heim að sækja.Bið að heilsa Tomma Tomm gítarhetju ef hann verður þarna yfir hátíðarnar.Gleðileg jól Saxi og takk fyrir skemmtileg blogg á árinu.

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 13:11

15 identicon

Ég sem hélt að allir vissu að ég er eina Syrrýin á landinum með tveimur y.

Syrrý Lárusdóttir, hringir það bjöllum

Syrrý (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 17:23

16 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Það hringir bjöllum.....he he he

Einar Bragi Bragason., 23.12.2007 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Bragi Bragason

Höfundur

Einar Bragi Bragason.
Einar Bragi Bragason.

Hef verið atvinnuhljóðfæraleikari í 100 ár(aðeins ýkt) og er skólastjóri Tónlistarskóla Seyðisfjarðar.

Netf.saxi@centrum.is sími 8974265

Tónlistarspilari

- like pantomime EBB master

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Áramót
  • ...927_6924913
  • picture 4 975462.png
  • picture 4 926643.png
  • ...posturrr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband