Einn besti Hljóðfæraleikari landsins kvaddi okkur í gær.

Það voru ekki skemmtilegar fréttir sem ég fékk í fær þegar að Grétar Örvarsson vinur minn hringdi í mig...Árni Scheving félagi okkar dáinn.

Árni er einn að þeim tónlistarsnillingum sem að ólu mig músiklega upp.

Ég man alltaf hvað ég var stoltur þegar að hann sagði við mig að það væru 3 hljóðfæraleikarar af minni kynslóð sem að hann gæti treyst  í og fengið í hvaða spilamennsku sem er Kidda Svavars, Grétar Örvars og mig.

Við spiluðum þó nokkuð mikið saman í gegnum árin og meðal annars leikur hann á víbrafón í laginu litið um öxl á disknum mínu en það er einmitt hér í spilaranum á síðunni, neðsta lagið sungið af Aðalheiði Borgþórs.

Ég sendi fjölsk. Árna mínar dýpstu samúðarkveðjur. 

 Hér ert ilkynningin af heimasíðu FÍH

Árni Friðrik Scheving fv.varaformaður Félags íslenskra hljómlistarmanna er látinn 69 ára að aldri.
Góður vinur, félagi og einstaklega fjölhæfur hljómlistarmaður hefur kvatt þessa jarðvist langt fyrir aldur fram. Árni starfaði með öllum helstu hljómsveitum og tónlistarmönnum þessa lands á öllum sviðum tónlistar.
Árni var gerður að heiðursfélaga FÍH á síðasta aðalfundi félagsins í maí sl. fyrir ómetanleg og farsæl störf í þágu okkar hljómlistarmanna.

Orðstír hans gleymist ekki. Blessuð sé minning hans. Picture 3


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingigerður Friðgeirsdóttir

Gleðileg Jól.

Ingigerður Friðgeirsdóttir, 23.12.2007 kl. 15:20

2 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Samhryggist innilega

Sendi mínar bestu óskir um gleði og frið á jólunum til þín og þinna.
Þakka samveruna í bloggheimum á árinu sem er að líða. 

Megi nýtt ár færa þér enn meiri gleði og hamingju.

Jólakveðja

Linda Lea Bogadóttir, 23.12.2007 kl. 17:21

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Einar Bragi minn!

Já, þær eru áhrifaríkar stundirnar þegar vinir og ættingjar falla frá og oftar en ekki erfiðar er viðkomandi deyr fyrir aldur fram, eins og Árni! 69 ár ekki hár aldur.

Þekkti auðvitað nafn hans og Einars Vals sonar hans vel, þeir hafa til dæmis verið mikið saman hygg ég með hljómsveit Hauks Heiðars Ingólfssonar læknis og píanóleikara, sem ég held ég eigi einar þrjár plötur með!

SAmúðarkveðja um leið og ég óska þér og þinni litlu fjölskyldu gleðilegra jóla og þakka kærlega fyrir góð samskipti á árinu sem senn rennur sitt skeið!

Megi nýja árið verða svo gott og farsælt!

Magnús Geir Guðmundsson, 23.12.2007 kl. 18:09

4 Smámynd: Ester Júlía

Samhryggist :'(

Ester Júlía, 23.12.2007 kl. 18:12

5 Smámynd: Guðmundur Arnar Guðmundsson

Samhryggist, þarna var fram úr hófi góður maður á ferð.

Guðmundur Arnar Guðmundsson, 23.12.2007 kl. 18:30

6 identicon

Ég og mín stór fjölskylda eigum eftir að sakna hans.Þar fór góður frændi með stórt faðmlag og hjartahlýju, vildi allt fyrir alla gera. Blessuð sé minning hans.

Billa Árna (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Bragi Bragason

Höfundur

Einar Bragi Bragason.
Einar Bragi Bragason.

Hef verið atvinnuhljóðfæraleikari í 100 ár(aðeins ýkt) og er skólastjóri Tónlistarskóla Seyðisfjarðar.

Netf.saxi@centrum.is sími 8974265

Tónlistarspilari

- like pantomime EBB master

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Áramót
  • ...927_6924913
  • picture 4 975462.png
  • picture 4 926643.png
  • ...posturrr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband