óperugaul...............

Opera_singer_2

Horfði á tónleika í sjónvarpinu um daginn með Garðari Cortes og kó......ekki misskilja mig drengurinn syngur eins og engill, er með bjarta en samt fallega tenór rödd.

En það sem fer alveg með mig þegar ég horfi á svona tónleika er þessi sýndarmennska og geiflur.......þetta er eins og menn séu í leiklistarskóla.

Hef aldrei séð Garðar syngja fyrr og vona að hann sé ekki alltaf svona,

Annað sem er mun mun mun verra fyrir mínar skrítnu taugar ....það er þessi óperu ensku framburður.....its begggggginng tú lúkk a lot læk krrrrrrrrrristmas...... þessi hörðu rrrrrrrrr.kkkkkkkk og tttttttt.........fara alveg með mig....sorrý bara varð að koma þessu frá mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Við Óðríkari lærum það að það er ekki nóg að blása, blása, blása sig hása, hása, hása, eins & þið Blásríkari gerið.

Það þarf líka að bera fram öll hörðu sératkvæðin í orðunum með réttri áherslu til að virki á skrílinn hlustandi.  Bó hefði líklega sagt, flottur frakki, næs trýni, meðalrödd.

(Til öryggis skal það tekið fram að ekki var notað /MSG í þessari athugasemd & Kenneth Gorelick var heldur ekki nafngreindur, þó að enn séu jólin).

Steingrímur Helgason, 29.12.2007 kl. 02:34

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Raddbeitingin er allt öðruvísi í klassískum söng og þess vegna er þetta nauðsynlegt. Þeir sem leggja fyrir sig klassíkina eiga oft erfitt með að syngja í dægurlagastíl og flestir vilja ekki reyna það vegna þess hve ólík raddbeitingin er. Mig minnir að Diddú hafi einhverntíma haft á orði þegar hún söng gömul Spilverkslög eftir margra ára hlé að það hefði verið henni kúnst að vinda af sér klassísku tæknina. Ég held að geiflurnar séu nú ekki sýndarmennska. Óperutónlist er að stórum hluta leiklist líka og ungir söngvarar festast kannski í svona tjáningu. Ef það fer í taugarnar á þér,þá er bara að loka augunum og njóta!  Annars hef ég líka séð marga hljóðfæraleikara geifla sig ógurlega þegar þeir spila, t.d. píanóleikara og gítarleikara. Erfitt fyrir blásarana  en Armstrong gamli varð reyndar eins og blöðruselur þegar hann blés, sem var reyndar af sérstökum ástæðum sem þú eflaust veist.

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.12.2007 kl. 08:29

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Díddú getur þetta og Bergþór getur þetta án þess að tungan á þeim stífni........ég veit allt um mun á raddb. en þetta var framburðurinn sem var bara fyndinn....auk þess að leikrænir tilburðir....þetta fannst mér vera eins og vondur ofleikur....þú ert að rugla Gillispie og Armstrong saman.

Einar Bragi Bragason., 29.12.2007 kl. 13:34

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já Diddú og Bergþór eru líka að stórum hluta farin að lifa á svona söng í dag svo þau eru eflaust komin í æfingu með þetta. Sumir klassískir söngvarar hafa sagt að gælur við popp-stílinn geti skemmt klassísku raddtæknina eða a.m.k. trufli hana og að vont sé að blanda þessu saman. Framburðurinn er einfaldlega það sem óperusöngvarar læra, gæti kannski haft eitthvað með það að gera að oftast er sungið án míkrófóns í stórum sölum. Tenórarnir þrír minnkuðu þessar framburðaráherslur enda þaulreyndir og sungu að mestu í hljóðkerfi. Þó leyndi sér ekki sterkari framburður hjá þeim en hjá dægurlagasöngvurum. Ég held að ungt tónlistarfólk sem vill vera í fremstu röð á sínu sviði, sé ekkert að hringla mikið með tækni sína, þeim er ráðlagt það a.m.k.

Ó, var það Gillespie, mér finnst ég endilega sjá Armstrong fyrir mér eins og þrískipta frumu í framan, en takk fyrir leiðréttinguna

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.12.2007 kl. 14:22

5 Smámynd: Laufey B Waage

Við erum kannski með svipaðan tónlistarsmekk. Þeir tónleikar sem ég fer langoftast á eru jazztónleikar, en aftast á uppáhaldstónlistarlistanum mínum er óperutónlist.

Ég verð að segja þér, að ég hef sjaldan hlegið eins brjálæðislega, eins og um verslunarmannahelgina, þegar ég horfði á Björgvin Franz herma eftir Garðari Thor með allar sínar ýktu geiflur. Það var unaðslegt.

Svo er maður kannski bara fordómafullur í sínum persónulega smekk. Ég get t.d. alveg tekið undir það, að mér finnast áherslur og geiflur (er nokkuð y í geyflur?) óperusöngvara oft dáldið fáránlegar, á meðan geiflur jazzista (t.d. Ómars vinar míns Guðjónssonar) eru yfirleitt bara yndislegar og krúttlegar. 

Laufey B Waage, 29.12.2007 kl. 14:27

6 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Já ég held það Laufey.......er þetta ekki líka spurning um að gera þetta á trúverðugan hátt......mér fannst það vanta hjá Garðari......Gunnar það eru notaðir míkrófónar í öllum helstu óperuhúsum í dag þannig að þetta er að verða pínu gömul tugga.........Annars held ég að það séu oft gerðar meiri kröfur til dægurlagasöngvara(og nú verður allt vitlaust) en þeirra klassísku.

Einar Bragi Bragason., 29.12.2007 kl. 16:51

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég er nú ekki sjálfur lærður söngvari en nánir ættingjar mínir og kunningjahópur í kringum þá eru það og ég fékk klassískan söng með móðurmjólkinni. Það er ekki rétt hjá þér Einar að notaðir séu míkrófónar í helstu óperuhúsum í dag þó undantekningar séu frá því í stærstu húsunum. Þá eru gjarnan míkrófónar í gólfinu og hátalarar staðsettir fyrir þá gesti sem fjærst sitja en þeir sem framar eru verða ekkert varir við það. Varðandi geiflur söngvara þá sjáum við slíkt í öllum tegundum tónlistar. Flestir söngkennarar og kórstjórar leggja mikla áherslu á skýran texta og ef T-inu er ekki skyrpt út þá hreinlega heyrist það ekki. En svo eru auðvitað sumir söngvarar full ýktir í þessu eins og gengur.

 Bróðir minn sem er tenór, sagði mér frá því að hann hefði haft einhverja kæki með varir og augu þegar hann þurfti að ná sérstaklega háum tónum en hann hefði náð að venja sig af því. Næst þegar þið sjáið óperusöngvara geifla sig óeðlilega mikið, spáið þá aðeins í það hvaða tóna hann er að framkalla. Svo rjátlast þetta oft af mönnum með aukinni reynslu. Ekki láta svona smáatriði eyðileggja fyrir ykkur undraheim óperusönglistarinnar .

Þetta síðasta hjá þér Einar, er bara grín...ha...er það ekki?

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.12.2007 kl. 19:12

8 identicon

Saxi, af hverju heldurðu að það verði allt vitlaust þó þú bullir um tónlist, veit ekki um neinn sem tekur mark á þér í þeim efnum...  nema mig stundum, en það er ekkert að marka

Björn Jónsson (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 19:43

9 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Nei alls ekki grín....og júbb það eru míkrófunar og hljóðkerfi í flestum stóru óperuhúsunum....Gunnar það má fara milliveginn ...sjálfur hef ég spilað með mörgum af okkar bestu söngvurum í fl. geirum tónlistar........þannig að það er til millivegur......Þakka þér Bubbi:)

Einar Bragi Bragason., 29.12.2007 kl. 21:31

10 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Gunnar ástæðan fyrir því að ég segi að það séu gerðar meiri kröfur til dægurlagasöngvara er einföld.....í 1. lagi veit ég um allt of marga klassíska söngvara sem hafa labbað í gegnum þessi klassísku söngpróf og komist í gegn þrátt fyrir að halda varla lagi.

Í 2 lagiÞessir sömu söngvarar hafa síðan tækifæri ef þeir eru duglegir að sækja um alls slags styrki, til þess að ferðast um landi og halda tónleika.

Popp söngvarinn þarf að sanna sig strax fyrir almenning til þess að komast áfram.....þar er sían strax,,,,ekki löngu seinna.

Auðvitað eru til slappir poppsöngvarar líka en þeir eru í flestum tilfellum mun músikkalskari en þeir klassísku.....ég er útskrifaður sem tónlistarkennari úr Tónlistarskóla Reykjavíkur og þar hafði td tónheyrnarkennarinn (Siggi Mark) oft á orði að við sem værum að poppast þyrftum varla að vera í því fagi......við værum svo mun betri í tónheyrn en hinir.

Einar Bragi Bragason., 29.12.2007 kl. 23:07

11 Smámynd: Steingrímur Helgason

Sem dæmi að nefna er einn ágætur bloggvinur okkar menntaður úr Söngskólanum.  Nafngreini náttúrlega ekki Jensinn þann ......

Steingrímur Helgason, 29.12.2007 kl. 23:18

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ok, þú ert semsagt að meina að ekki séu gerðar kröfur til einhverra meðaljóna í klassíkinni, en það hefur ekkert með óperuheiminn að gera, heldur frekar með sukkað styrkjakerfi. Söngvarar sem labba svona í gegn eins og þú segir eiga enga framtíð fyrir sér, frekar en aðrir slappir listamenn.

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.12.2007 kl. 23:32

13 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Þeir komast samt furðu langt,,,,,,,,á prófskírteininu einu saman......ekki mistúlka þetta við eigum fullt af góðum klassískum söngvurum en líka ansi marga sem hafa farið frekar létt í gegnum þetta.

Ég hef heyrt í allt og mörgum söngvurum í gegnum tíðina sem eru með 7. eða 8. stig úr einhverjum skóla syngja þannig að þeir eru lafandi í tóninum..........þeim vantar grunninn og þá komum við kannski að því sem ég var að tala um hér fyrr.......tóneyranu,,,,,,ef að það er ekki í lagi þá er ekkert í lagi.

GUnnar ég veit að þú ert í kirkjukór og þar má einmitt stundum finna fólk sem hefur sungið alla sína ævi og er með alveg magnaða tónheyrn og eru oft betri söngvarar en sólósöngvararnir sjálfir.......

Einar Bragi Bragason., 30.12.2007 kl. 00:16

14 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Steingrímur he he he góður

Einar Bragi Bragason., 30.12.2007 kl. 00:16

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Alveg rétt Saxi, og þar má líka finna fólk á hinum kantinum. Annars er þetta merkilegt fyrirbrigði, tóneyrað. Sumir hafa ágætt tóneyra, en bara á einhverju ákveðnu tíðnissviði, stundum mjög þröngu. Ef þeir þurfa að syngja út fyrir það, þá eru þeir komnir kyrfilega út í móa og geta þess vegna dregið aðra með sér þangað. Þeim er kennt að "syngja" lágt á því tíðnissviði, eða réttara sagt að "mæma" nánast . Verst finnst mér ef ég heyri í viðkomandi og hann er mjög nálægt því að vera réttur. Skárra ef viðkomandi er bara alveg í móanum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.12.2007 kl. 00:50

16 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Þarna komstu með góðan punkt,............ ég hef verið að kenna börnum að syngja og þá jafnvel börnum sem að foreldrar hafa sagt vera alveg laglaus en þegar að maður finnur þeirra tónsvið þó að það sé jafnvel aðeins fimmund þá fer allt að ganga......smá saman nær maður að stækka tónsvið þeirra.....hef verið að dunda mér við að gera lítil lög fyrir leikskólabörn(sem hafa yfirleitt ekki stórt tónsvið) við ljóð Hákonar Aðalsteinssonar um Íslensku húsdýrin og þar er einmitt laglínan innan fimmundar og það þrælvirkar.

Einar Bragi Bragason., 30.12.2007 kl. 02:06

17 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Alveg skínandi skemmtileg og athygliverð umræða!

En alveg óþarfi hjá ykkur Steingrími að rembast við að gera gys af Jens, ýkkur gæti orði hált á vþí svellinu!

En minn ágæti Einar Bragi, þú ert eiginlega að segja það hérna um "kollega" þína í öðrum tónlistarskólum, að þar sé stundað, tja, hvað skal segja, "gegnumfingraumburðarlyndi" við nemendur í söng allavega, þeir útskrifist og flaggi prófpappírum, þótt varla haldi lagi!? Get varla skilið þig öðruvísi og er ekkert að draga þetta í efa, hef ekki forsendur til þess, en þykir samt merkilegt að heyra þetta frá menntuðum tónlistarkennara, sem jafnframt er líka nafntogaður tónlistarmaður til margra ára og skólastjóri tónlistarskóla í ofanálag!

En hví nefnir þú ekki einherja af þessum söngvurum? Hefur nú ekki hingað til vílað fyrir þér að vera hreinskilin eða bersögull!

Og þetta með tóneyrað, hvernig skilgreinir þú nánar fyrirbærið, þ.e. að hafa gott slíkt?

Magnús Geir Guðmundsson, 30.12.2007 kl. 02:17

18 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Magnús það eru margar stefnur í gangi í sönkennslu hér á landi og já það má segja að ég sé að saka menn um að vera of vægir í söngprófum en nei ég ætla nú ekki að fara út í einhverjar nafntoganir hér.

En nú er komin svo kölluð prófanefnd sem fer eftir vissum reglum og er að reyna koma upp íslensku kerfi...þar þurfa prófdómarar að sækja námskeið ofl til að öðlast slík réttindi(ég er með þau).

En fyrir nokkrum árum voru einnig brögð á misnotkun á prófum í td blæstri ég veit um erlendan kennar sem féll á Íslensku stigsprófi í saxófónleik en tók í þess stað enskt próf nokkru síðar og náði léttilega,sú mannsekja getur og mun aldrei geta spilað á sax en var einungis að þessu til að fífla launanefnd Íslenskra sveitafélaga og það tókst.

Sem vel á minnst hefur stundum gert of mikið úr erlendum prófskírteinum að mínu mati.

Tek það fram að ég sjálfur hef og er með erlenda kennara sem eru algjörir snillingar,

Einar Bragi Bragason., 30.12.2007 kl. 02:49

19 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já, enda þrífst nú ekki tónlistarkennsla á Íslandi og hefur ekki lengi gert, frekar en mörg önnur atvinnustarfsemi, án krafta að utan! Þeir eru og hafa í mörg ár verið hér til dæmis, Michael Clark og Roar Kvam auk Sigfried Demens heitins, þess fræga söngkennara sem tók sér síðar nafnið Sigurður, en byrjaði örugglega hér nyrðra sinn fræga kennsluferil. (með fyrirvara þó sagt!)

En þetta á þá semsagt alls ekkert endilega við um söngkennslu eða söngvara, sem mér fannst þó fyrst á þér að skilja að væri raunin!?(og vel að merkja nema í sígildum söng eins og það kallast!)

Magnús Geir Guðmundsson, 30.12.2007 kl. 04:40

20 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég man eftir einum sem hafði varla yfir að ráða nema kannski þríund þegar hann byrjaði í kórnum. Man ekki eftir öðru eins, en með fádæma eljusemi áhuga og þolinmæði hefur hann verið að bæta við sig og er sennilega farin að nálgast fimmundina í dag, þökk sé m.a. Muff heitinni sem hann lærði hjá. En það sem er svo merkilegt við tilvik sem þetta, er að þó viðkomandi heyri ekki vitleysuna í sjálfum sér og syngi rammfalskt án þess að vita það, þá þarf það ekki að þýða að viðkomandi sé ekki músikalskur. Dæmi eru um bæði afbragðs hljóðfæraleikara og jafnvel stjórnendur sinfóníuhljómsveita sem eru vita laglausir. Einhverntíma heyrði ég að skýringin á þessu væri sú að tengingin milli raddbandanna, eyrans og heilans væri eitthvað broguð.

Varðandi mismunandi stefnur í söngkennslu get ég nefnt að bróðir minn hafði það eftir Guðmundi heitnum Jónssyni óperusöngvara, sem hann lærði hjá í nokkur ár, að það væri óþarfi að "kringja" sérhljóðin eins mikið og margir söngkennarar leggðu áherslu á, því þegar þú hefur náð þeirri grunntækni að opna raddböndin, á kæmi hæfileg kringing af sjálfu sér með hækkandi raddstyrk. Leikararnir í grínþættinum "Stelpurnar" hafa gert drepfindið grín að ýktum söng með "of-kringingu".

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.12.2007 kl. 06:11

21 identicon

Þetta er rétt hjá þér Einar Bragi, þetta errrrrrrrrrr,,,, fór mikið í taugarnar á mér á þessum tónleikum, fannst þetta fáranlegur framburður og þarf hann að taka sig á þarna sýnist mér, að öðru leyti er hann frábær söngvari.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 11:33

22 identicon

Af því að ég tek stundum mark á þér Einar Bragi þá er ég að mörgu leiti sammála þér um að það er hellingur af óhæfu fólki sem útskrifast úr söngskólum hérlendis, hef farið á nokkuð marga áttunda stigs tónleika með spúsu minni sem "bæ the way" er í þessum söngbransa, og þar hefur maður ekki alltaf heyrt eitthvað sem flokkast undir sönglist, og það er bara af þeirri einföldu ástæðu að maður kann sig, að ég hef ekki stungið puttunum uppí eyrun, því oft hefði það nú bjargað miklu. Ég veit ekki hvort það stafar af skorti á hreinskilni hjá tónlistarkennurum við nemendur sína eða bara almennri vanhæfni kennarans, að nemendur eru útskrifaðir nánast óhæfir sem söngvarar, og þetta eru því miður ekki einhver fá undantekningar tilfelli. Stundum þarf maður nefnilega að vera vondur til að vera góður. Svo er ég sammála þér með geiflurnar hjá Garðari Hól..Cortes

Björn Jónsson (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 12:06

23 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Óttalegt samsæri er hérna að myndast gegn Garðari greyinu haha, bara bleik brugðið að lesa þetta, æstir kvennaðdáendur þínir + Bubbinn að öllum mönnum farin að syngja með þér í kór!

Og allt sömuleiðis í klessu víða í tónlistarkennslunni, sveisvei!

Eina spurningin sem ég set við þetta, er hvort þetta sé endilega verra með söngvara er menntað hafa sig í sígildum söng, þannig að kröfurnar séu minni til þeirra en t.d. poppsöngvara. Hinir síðarnefndu eru nú oftar en ekki ómenntaðir eða lítt skólaðir nema af reynslunni og hlustun á aðra.

Magnús Geir Guðmundsson, 30.12.2007 kl. 13:39

24 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Afbragðs hljóðfæraleikari sem er laglaus......NEI það gengur ekki upp Gunnar....Músikkalskur og laglaus nei......

Magnús það eru til hræðilegir poppsöngvarar en gatan dæmir þá yfirleitt fljótlega úr leik......og bransinn sjálfur sem er oft ansi harður.

Iða jú jú þú veist örugglega meira en þú heldur..............

Einar Bragi Bragason., 30.12.2007 kl. 14:20

25 Smámynd: Björg Árnadóttir

Ég hef lent á svona tónleikum þar sem manni verður hálf illt við að horfa á flytjandann. Þrælvirkar að loka augunum!

Annars er þetta tóneyra stórundarlegt fyrirbrigði. Ég stæri mig af að vera mjög lagviss og geta sungið lagstúf eftir fyrslu hlustun. En ég á dóttur sem þrátt fyrir 18 ára tilraunir móður sinnar getur enn ekki fyrir sitt litla líf haldið nokkru einasta lagi. Ég botna ekkert í þessu. Ef þú værir ekki svona langt í burtu, Einar, þá myndi ég kannski senda hana í tíma til þín!

Björg Árnadóttir, 30.12.2007 kl. 17:09

26 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

komdu bara austur með hana:)

Einar Bragi Bragason., 30.12.2007 kl. 19:09

27 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þessi "Gata" já!

Hún er nú annars skrýtið fyrirbæri og ég held nú að "hún" hafi nú hafnað fleirum en poppsöngvurum enndilega!

Annars finnst mér enn merkilegra fyrst þú minnist á almenningsálitið, hverja það hefur hafið upp til skýjanna á öðrum forsendum en fegurðarskjónarmiðum hvort heldur sem í söng eða hljóðfæraslætti!

Megas hér heima, Dylan og Tom Waits nægir örugglega að nefna, menn sem "Gatan" hefur þvert á móti dýrkað og dáð, en ekki tekið mark á gagnrýnendum eða öðrum "spekingum" sem fundið hafa og finna þeim enn, flest til foráttu! (Frank Zappa mætti líka bæta við í þessu sambandi!)

Magnús Geir Guðmundsson, 30.12.2007 kl. 21:16

28 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Megas og Dylan(T.Waits hef ég aldrei nennt að hlusta á) eru nú ekki þekktir fyrir að vera góðir dægurlaga söngvarar.....Persónulega hef ég mest gaman af þeirra verkum þegar að aðrir listamenn flytja þeirra verk.FRank Zappa er náttúrulega heil sinfonía af músik.....þar hefur öll flóran verið tekin...En hafa ekki einmitt úlpupopparaskríbentarnir dýrkað Waits,Dylan og Megas...það held ég.

Einar Bragi Bragason., 30.12.2007 kl. 21:28

29 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Vá þetta hefur verið upptakan af Lexus tónleikum Óperukós Reykjavíkur - mínum kór... eða hvað?
Ég söng reyndar ekki með en hef séð stórtenórinn okkar syngja og er sammála þér - En fallegur er hann og syngur eins og engill....

En ég verð eiginlega að senda þér upptöku sem ég fann af Ceciliu Bartoli - Hún er reyndar ein af mínum uppáhalds óperusöngkonum - En þegar ég sá hana á sviði - Alla malla minn... hef síðan forðast það - hlusta bara. Sendi slóðina - þú verður að skoða þetta.... Agitata da due venti... Væri dásamlegt að geta sungið svona - án myndavéla...

Óska þér og þínu gleði og friðar yfir áramót sem og á öllu næsta ári. Vonandi eigum við eftir að rekast hvort á annað sem fyrst.

Góða skemmtum með Cecilu Bartoli.... horfðu á munninn 

http://www.youtube.com/watch?v=J7P-INo21qU&feature=related 

Linda Lea Bogadóttir, 30.12.2007 kl. 21:38

30 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Verð eiginlega að bæta því við að það er dásamlegt að sjá og heyra hvernig hún leikur sér að tónunum og þvílík raddbeiting.

Linda Lea Bogadóttir, 30.12.2007 kl. 21:41

31 identicon

Mér þykir leiðinlegt hvað ég er mikið sammála þér Saxi, en það er einmitt rétt hjá þér að skríbentar hafa í gegnum tíðina, hafið þessa sómamenn sem Magnús nefnir upp til skýjanna, en ekkert frekar einhverjir úlpupoppsskríbentar. Annars finnst mér þetta orð úlpupopp ágætt, og eins og ég skil það finnst mér það passa vel yfir það sem kallað er indie popp og rokk, og virðist tröllríða öllum uppgjörslistum um þessar mundir.. og á þessum jákvæðu nótum ætla ég að óska þér gleði og gæfu á komandi ári og þakka fyrir líflegt og skemmtilegt blogg.

Björn Jónsson (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 21:45

32 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hahaha Saxi, svona getur nú hann bubbi verið yndislegur og friðelskandi þegar sá gállinn er á honum!

En punkturinn með þessa herramenn sem ég nefndi var, að öfugt við það sem þú sagðir um vondu klassísku söngvarana, suma að minnsta kosti, hefur alemenningssjónarmiðið snúist á sveif með þeim og verða þeir þó seint í sinni raddtúlkun taldir til hinna fegurstu!Á seinni tímum hafa þeir líka jú verið viðurkenndir af ýmsum "fræðingum" og öðrum slíkum, en sér í lagi er þeir voru að hasla sér völl eða á vissum skeiðum á ferlinum er þeir tóku ákvarðanir um stefnubreytingu, urðu þeir fyrir mikilli ganrýni!

Það skiptir nú litlu Saxi hvað þér finnst persónulega um þá, verkin sýna merkin, eins og þar stendur og Dylan til að mynda einn allrastærsti og áhrifamesti tónsmiður/textasmiður rokksögunnar!

Ekki með neinu viti hægt að andmæla því og skiptir þá engu máli að karlinn hljómi eins og "geit" en ekki söngvari að margra dómi!

Magnús Geir Guðmundsson, 30.12.2007 kl. 23:23

33 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Linda fór og hlustaði ...hún er flott.......Magnús ég hlusta ekkert á Dylan og jú ég veit að margir hippar tóku hann sér til fyrirmyndar.....og þá frekat í textum ...sem lagasmiður telst hann varla til þeirra stærri að ég held.....Gleðilegt ár Bubbi og sömuleiðis

Einar Bragi Bragason., 30.12.2007 kl. 23:59

34 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þú heldur að Dylan sé ekki einn af þeim stóru, nema kannski helst vegna textanna og sömuleiðis helst bara einhverjir hippar hafi orðið fyrir áhrifum frá honum!?

Nú segi ég bara minn kæri Saxi:

Alltaf heyrir maður nú eitthvað nýtt!

En varst búin aðs egja að þú hlustaðir ekki á karlinn, mikil ósköp ekki ástæða til að endurtaka það haha!

Magnús Geir Guðmundsson, 31.12.2007 kl. 00:36

35 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Tja ekki seturðu Dylan sem lagasmið(þá er ég ekki að meina textasmið) við hliðina á meisturum eins og Lennon og Mcartney eða ABBA mönnum eða Jafnvel Queen,,,,,,..lög Dylan eru flott blanda af textum og músik sem myndar góða heild fyrir þá sem fíla hann,......sagði aldrei að hann væri nú eitthvað slæmur en ekki minn milkshake

Einar Bragi Bragason., 31.12.2007 kl. 01:17

36 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ég sagði heldur ekki nokkurn skapaðan hlut um hvað þú sagðir Saxi minn, hahaha, nema bara að alltaf heyrði maður eitthvað nýtt!

En Elsku besti Saxi, farðu nú að skilja að það skiptir engu hvaða álit þú eða ég höfum á viðkomandi, ég set Dylan ekki neins staðar niður nema fyrir minn eigin smekk. Hann er hins vegar á alla kanta lagasmiður jafnt sem skáld, SVO SANNARLEGA á sama stalli og Bítlarnir og hvað áhrifamáttin varðar skýjum ofar Queen og Björn og Benny til samans!

Magnús Geir Guðmundsson, 31.12.2007 kl. 02:06

37 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Ekki vanmeta sænsku snillingana og Queen......í mínum augum og held ég flestra tónlistarmanna eru þessir menn dýrilngar:)

Einar Bragi Bragason., 31.12.2007 kl. 02:21

38 identicon

Hahahahahahahaha...Saxi, þú ert heppinn að ég er enn í jákvæða gírnum.. segi ekki meira....

Bubbi J. (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 13:24

39 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jamm, við erum sem óðast að komast í áramótaskapið svo best að vera ekki með nein skammarlæti, en þú ert nú meiri karlinn elsku Saxi minn haha, sérð þetta nú í þröngu ljósi blessaður!

Magnús Geir Guðmundsson, 31.12.2007 kl. 15:25

40 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

he he he he

Einar Bragi Bragason., 31.12.2007 kl. 16:18

41 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Um smekk verður ekki deilt... en Saxi hefur rétt fyrir sér með ABBA og Queen!

Gleðilegt ár öll ... kveðja frá Reyðarfirði

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.12.2007 kl. 18:07

42 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Björn og Benny eru með bestu(og nú verður Magnús brjálaður) tónskáldum síðustu aldar og ætli Queen séu það bara ekki líka og ekki má gleyma Jeff Lynne ELO manni.

Einar Bragi Bragason., 31.12.2007 kl. 18:58

43 identicon

...svoddan brandara karlar þarna fyrir austan...

Bubbi J. (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 02:01

44 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já, þið eruð miklir grínistar þarna fyrir austan varlega sagt!

Dylan er einfaldlega annað og miklu stærra nafn og það langt út fyrir raðir tónlistar heldur en queen og Abbalabbalábræður eru eða verða nokkurn tíman!

Engri rýrð er þó kastað á þá sveina alla saman né ELO heldur, sem ég hafði sjálfur dálæti á fyrrum og nokkuð svo enn líkt og um hina líka, en það jafnast fáir ef nokkrir við Robert Zimmerman karlinn og hans ótrúlega feril sem nú spannar heil 46 ár!

Hvar eru hins vegar ABBA, Queen og ELO núna?

Magnús Geir Guðmundsson, 1.1.2008 kl. 22:31

45 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

lög ABBA Queen og ELo lifa góðu lífi......Abba er í sama flokki og bítlarninr........þið eruð greinilega bara gamlir hippar he he

Einar Bragi Bragason., 2.1.2008 kl. 01:37

46 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þú segir ekki, en ég spurði hvar sveitirnar væru í dag?

Og eru gerðar kvikmyndir um þær sem verða þær vinsælustu í Ameríku og víðar og það ár eftir ár eins og gerst hefur bæði með heimildarmyndina um hann og svo nýstárlegu myndina frá sl. ári sem sló í gegn!Yngri listamenn í dag dreymir um að fá karlinn til að SEMJA lög fyrir sig,e m hann hefur verið ómögulegur til lengst af hin seinni ár, en leyfði svo dívunni gullfallegu Sheryl Crow óvænt að hljóðrita óútgefið lag eftir sig, sem þótti stórfrétt!

Dylan og Lennon eru alltaf á toppnum yfir tvær mestu goðsagnir rokksins þegar blásið er til slíkra útnefninga (sem ég gef reyndar ekki sjálfur mikið fyrir, frekar en aðrar slíkar.)

Svona er þetta Saxi minn, þó þú reynir að malda í móinn!

Magnús Geir Guðmundsson, 3.1.2008 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Bragi Bragason

Höfundur

Einar Bragi Bragason.
Einar Bragi Bragason.

Hef verið atvinnuhljóðfæraleikari í 100 ár(aðeins ýkt) og er skólastjóri Tónlistarskóla Seyðisfjarðar.

Netf.saxi@centrum.is sími 8974265

Tónlistarspilari

- like pantomime EBB master

Bloggvinir

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Áramót
  • ...927_6924913
  • picture 4 975462.png
  • picture 4 926643.png
  • ...posturrr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband