Bestu plötur ársins 2007

Jæja komið nú með hugmyndir og reynum nú að hafa þetta svolítið víðara en úlpupopp.
ég byrja og nefni nokkrar.
Védís Hervör.....var að hlusta á hana á Tónlist.is og þessi plata kemur mér skemmtilega á óvart.
Bermuda...Hörku fín poppplata vel útsett og með Ernu Hrönn söngkonu í essinu sinu.
Gummi Gísla .....Róleg og hugguleg...
Sigga Beinteins....söngdrottningin sjálf.
Ellen K.......úfff svo góð.
Jagúar........oh yea
Sammi og big band .......oh yea aftur.
Björk......alltaf furðuleg og flott
Sigurrós....sá þá live í sumar og er leynifan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hvað með Skuggar með Einari Braga, ætlarðu ekki að hafa hana með líka? Hefur nú lítið verið að hlusta á gæðaplötur í ár ef hún kemst ekki á blað, gerir það örugglega hjá mér!

Magnús Geir Guðmundsson, 2.1.2008 kl. 02:21

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Þakka þér, að sjálfsögðu á hún að vera þarna......var bara hæverskur he he

Einar Bragi Bragason., 2.1.2008 kl. 02:27

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já einmitt, hægverskur, feimin og lítillátur, eins og þú ert alltaf í tali um tónlist haha!

En í fúlustu alvöru, þá getur þú ekki útnefnd einhverja plötu eina af þeim bestu á árinu, bara með´því að skella þér inn á netið, hlusta á lögin í einhverjar mínútur í lágmarksgæðum sísvona, það er ekki marktækt!

En Saxi, hvað ssvo líka með Regínu, Dísellu, Helgu Möller.. hvers eiga þær að gjalda hjá þér að þú nefnir þær ekki?Þér annars til undrunar, þá á ég nú bæði Disellu (sem mér finnst alltaf heita Gísella!) Regínu og.... Siggu nokkra Beinteins þína, já ég, "Gamla hippagerpið"!?

Magnús Geir Guðmundsson, 2.1.2008 kl. 02:43

4 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

he he góður gamli hippi hef ekki hlustað á Regínu diskinn en sungið getur hún og Dísellu gleymdi ég.....og jú jú það er hægt að dæma eftir að hafa hlusta á Tonlist.is....þó að gæðin mættu vera betri.

Var Helga Möller ekki bara með Jóladisk. 

Einar Bragi Bragason., 2.1.2008 kl. 02:48

5 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Vilborg er með fínan smekk.........ég er með stelpu smekk he he.

EInar MC hljómar vel........ Hvað stendur þetta MC fyrir.

Einar Bragi Bragason., 2.1.2008 kl. 02:51

6 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

ó já ég er hm hm mjög forvitinn á alvöru....já Helga Möller er jólakúla

Einar Bragi Bragason., 2.1.2008 kl. 03:04

7 identicon

Diskurinn hennar Siggu B hefur rúllað reglulega í gegnum tækið á mínu heimili um hátíðirnar og hann er virkilega góður. Sigga er orðin söngkona á heimsmælikvarða og verður sífellt betri og betri.

Takk fyrir afbragðs tónlistarblogg Einar

Guðmunda Eiríksdóttir (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 12:13

8 identicon

... á þetta að vera svona "best of the verst" listi, MacIntos baukur þar sem búið er að borða alla best molana og bara karamellurnar eftir...

Bubbi J. (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 12:55

9 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

úlpupopp er ósköp venjulegt popp sem einhverja hluta vegna fellur inn í menntalistasnobbdeildina,,,,,svo er líka til sveitaballaúlpupopp, Sprengihöllin er td í þeim flokki......ef þeir hétu Lopar frá Loðmundarfirði þá væru þeir ekkert spilaðir.........Bubbi engin hippa comment he he.........Annars gleymdi ég Einar Ágúst......það sem ég hef heyrt af hans disk er bara fínt....

Takk fyrir Guðmunda.........þetta tónlistarblogg mitt er nú bara gert fyrir venjulegt fólk sem hefur gaman af venjulegri tónlist.

Einar Bragi Bragason., 2.1.2008 kl. 14:49

10 Smámynd: Ingigerður Friðgeirsdóttir

Ég vil nú sjá Lovísu Elísabetu Sigrúnardóttur á þessum lista.

Ingigerður Friðgeirsdóttir, 2.1.2008 kl. 19:19

11 Smámynd: Hannes Heimir Friðbjörnsson

Langt síðan ég hef séð menn stikla á stóru í poppheiminum á íslandi, heyr þér Einar. Sendi þér Buff skífuna sem kemur út í vor.

Hannes Heimir Friðbjörnsson, 2.1.2008 kl. 23:06

12 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

hvað vantar ekki sax.....Hannes......Það verður örugglega fín plata.

Lovísa Elísabet ??????? þarf að tékka á því

Einar Bragi Bragason., 3.1.2008 kl. 00:06

13 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Svona er að hugsa bara um "venjulega tónlist fyrir venjulegt fólk" hvað sem það nú er Saxi minn!

Þetta er nú fullt nafn stúlkunnar sem kallar sig Lay Low og tók þjóðina með trompi á síðasta ári og mun áreiðanlega gera það gott áfram með nýju plötunni sem kemur út innan skamms og inniheldur tónlistina úr leikverkinu Ökutímar!

ágóðinn mun hún ætla að fari til baraáttusamtakanna AFLSINS, systursamtaka Stígamóta á Akureyri!

Það er sannarlega glæsilegt framtak hjá stúlkunni og mundu nú framvegis hvað hún heitir, þó sannarlega sé hún ekki nein "venjuleg" tónlistarkona!

Magnús Geir Guðmundsson, 3.1.2008 kl. 00:24

14 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Tók þjóðina vitanlega með trompi 2006 að sjálfsögðu.

En vel því að merkja, hún ekki með neina plötu á árinu 2007 svo hún getur ekki verið með í slíku ársuppgjöri.

Magnús Geir Guðmundsson, 3.1.2008 kl. 00:27

15 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

ekki minn milkshake.......gott framtak hjá henni samt...er ekki fyrir svona kassagítarglamur og mér er alveg sama þó að þú verðir brjálaður.....he he.......en ef þig langar að hlusta á eitthvað nítt og ferskt þá skoðaðu beadybelle.com og http://www.youtube.com/watch?v=WIoBh7cHk5g

þetta er alvöru kona...Beady belle Norsk/Pólsk

Einar Bragi Bragason., 3.1.2008 kl. 00:40

16 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Sammála þetta einstaklega einlæg plata hjá honum......í hvaða félagi eruð þið....er hamm MC

Einar Bragi Bragason., 3.1.2008 kl. 09:39

17 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Svonasvona Saxi minn, hættu nú að halda að einhver skapsmunabrestur spili hér með, alls ekki, en þú verður nú að fá smá aðhald þegar þú skutlar fram skensi jafnt sem sjálfhverfu sakleysisbulli!

Ert til dæmis svolítið ber núna af furðulegum þekkingarbrest, hvort sem þér líkar betur eða verr, tók hún landan á löpp og var svo ótvíræður sigurvegari sl. tónlistarverðlauna! Það ættir þú nú að vita hvort sem þér svo líkar við músíkina hennar eða ekki! man bara ekki lengur hve mörg verðlaun hun hrifsaði þarna til sín!

Svo máttu nú ekki tala svona um kassagítarmúsík, né bara aðra, ert nú einu sinni skólastjóri tónlistarskola, þar sem krakkar og aðrir nemendur fá væntanlega að læra á gítar m.a. er það ekki?

Magnús Geir Guðmundsson, 3.1.2008 kl. 09:55

18 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Og einu gleymdi ég!

Þessi færsla var um íslenska tónlist 2007, ekki um erlnda djasssöngkonu sem þú ert skotin í haha! En eyndar ekki heldur um Lay Low.

Um plötur Einars Ágústar, Siggu og fleiri þarna get ég enn ekki dæmt, hef bara lítið eða þá ekkert eyrt eða hlustað, en sem víðsýnn með afbrigðum og ekki eins mikill "gamall hippi" og þú heldur haha, þá útiloka ég ekkert með að mér muni ekki falla þessar plötur og fleiri slíkar í geð!

Magnús Geir Guðmundsson, 3.1.2008 kl. 10:01

19 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Menn geta nú lært á gítar og spilað án þessa að þurfa að raula með...he he....en án gríns þá er hún L.L ekki minn milkshake frekar en aðrir kassagítarglamrar......og 1-2 lög en svo finnst mér þetta vera orðinn frekar þunnur þrettándi,...........ég vil hafa tónlist vel kryddaða.........

Einar Bragi Bragason., 3.1.2008 kl. 15:12

20 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Ljótu hálfvitarnir komu með skemmtilega frumlega plötu á liðnu ári. Tímarnir okkar er líka hörku plata þó hún væri með Lúðunum frá Loðmundarfirði. B. Sig gaf út flotta plötu og tónlistin úr söngleiknum Legi er snilld.

Markús frá Djúpalæk, 9.1.2008 kl. 23:33

21 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

flott alltaf bætist við

Einar Bragi Bragason., 10.1.2008 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Bragi Bragason

Höfundur

Einar Bragi Bragason.
Einar Bragi Bragason.

Hef verið atvinnuhljóðfæraleikari í 100 ár(aðeins ýkt) og er skólastjóri Tónlistarskóla Seyðisfjarðar.

Netf.saxi@centrum.is sími 8974265

Tónlistarspilari

- like pantomime EBB master

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Áramót
  • ...927_6924913
  • picture 4 975462.png
  • picture 4 926643.png
  • ...posturrr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband