17.1.2008 | 16:42
Göng eða á að flytja FJórðungssjúkrahúsið????????????
Ríkisútvarpið segir frá því að helmingur barnshafandi kvenna á Austurlandi nýti sér ekki þjónustu fæðingardeildar Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupsstað, heldur ferðast í aðra landshluta til að ala börn sín.
Í frétt RÚV segir að Fæðingadeild FSN flokkast sem deild af millistærð C1 samkvæmt leiðbeiningum landlæknisembættisins, þar er bráðaaðgangur að skurðstofu með svæfingarlækni allan sólarhringinn og því unnt að grípa til keisaraskurðar og mænurótardeyfingar ef á þarf að halda.
Fæðingar á deildinni voru 61 í fyrra, en þeim hefur fjölgað á síðustu árum, einkum eftir að fæðingadeild á Egilsstöðum var lokað árið 2002. Engu að síður heldur helmingur kvenna út fyrir fjórðunginn til að fæða.
Af samtölum fréttamanns við fjölda kvenna á barneignaraldri á Austurlandi virðist helsta ástæða þess virðist vera staðsetningu sjúkrahússins, en kona á Seyðisfirði þarf til að mynda að ferðast um 95 kílómetra leið yfir þrjá fjallvegi milli heimilis og fæðingardeildar.
Það er ekki ný saga að staðsetning Fjórðungssjúkrahússins sé gagnrýnd. Einar Rafn Haraldsson framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands segir þó ekki koma til álita að færa Fjórðungssjúkrahúsið.
Einar Rafn segir fæðingardeildina dýra rekstrareiningu og því ákjósanlegt að sem flestir nýti sér þjónustu hennar. Hann segir engin áform um að loka deildinni.
Er það nokkur furða að við viljum göng???? .....Sundabraut og mislæg gatnamót á Reykjavíkursvæðinu mega alveg bíða mín vegna..........tryggjum öryggi fyrst áður en við tölum um að flýta för manna á Reykjarvíkursvæðinu um 10-20 mínútur á dag.
Um bloggið
Einar Bragi Bragason
Tenglar
Flott og gott
ýmsir góðir og gagnlegir tenglar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- heidathord
- lindalea
- totally
- lehamzdr
- meistarinn
- bjorgarna
- gthg
- martasmarta
- erla1001
- nanna
- estro
- braxi
- eythora
- steingerdur
- stebbifr
- ragnhildur
- gummigisla
- sax
- lindabj
- emilssonw
- vilborgo
- baddahall
- smakokur
- kjarvald
- bbking
- haukurn
- ranka
- herdis
- alla
- 730bolungarvik
- vga
- jonkjartan
- garun
- trukona
- ingvarvalgeirs
- biggibraga
- aslaugh
- jax
- benna
- blekpenni
- snorris
- mafia
- start
- hallibjarna
- jonhalldor
- strakamamman
- isdrottningin
- gbo
- stormadis
- nesirokk
- jakobsmagg
- hjaltig
- gummisteingrims
- evathor
- gudrunfanney1
- lara
- laufeywaage
- ringarinn
- markusth
- storibjor
- hallarut
- gammur
- olinathorv
- sirarnar
- manzana
- eysteinn-thor
- gretaulfs
- fanney
- maggaelin
- arnthorhelgason
- 730
- kalli33
- klaralitla
- mymusic
- esv
- gisliblondal
- hemba
- earlyragtime
- gretarorvars
- sigurlauganna
- gudni-is
- joninaros
- jahernamig
- ellasprella
- gydabjork
- valsarinn
- thorasig
- palmig
- gudjonbergmann
- hognihilm64
- lostintime
- plotubudin
- svala-svala
- judas
- kjarrip
- jara
- gudnim
- dianadv
- arnaeinars
- asgeirpall
- saethorhelgi
- lydurarnason
- steinunnolina
- bryn-dis
- listasumar
- gullihelga
- eddabjo
- raggipalli
- addamaria
- pegre
- chinagirl
- sign
- bjork
- gisligislason
- stormsker
- almaogfreyja
- glamor
- annapanna77
- blues
- sverrir
- rannug
- hugs
- bulgaria
- kolgrima
- th
- alit
- krissa1
- gudnyruth
- kafteinninn
- johannavala
- viddy
- fridrikomar
- ketilas08
- skordalsbrynja
- fjolahrafnkels
- birtabeib
- asdisran
- tru
- ausa
- margretsverris
- bergthora
- vefritid
- ragnargeir
- siggasin
- helgadora
- tobbitenor
- ingabesta
- rosabla
- annriki
- audbergur
- lady
- ynnej
- amotisol
- siggagudna
- kisabella
- steinibriem
- himmalingur
- gellarinn
- nkosi
- agny
- berglindnanna
- gattin
- bestfyrir
- brandarar
- daxarinn
- eddaagn
- gudrunkatrin
- topplistinn
- skytta
- gunnarpalsson
- konniiceman
- skessa
- hreinsamviska
- mrsblues
- little-miss-silly
- irisholm
- jea
- lionsklubbur-seydisfjardar
- mal214
- omarragnarsson
- fjardarheidi
- sifjan
- stjornlagathing
- kristjani
- rocco22
- totad
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála (aldrei þessu vant) öllu ofanrituðu...
Bjarney Hallgrímsdóttir, 17.1.2008 kl. 20:24
Þann tíma sem ég bjó á Breiðdaslvík þá fæddust 5 börn og ekkert af þeim fæddist á Neskaupsstað, ég held að allar konurnar hafi farið til Akureyrar. Það er orðið löngu tímabært að gera göng á fleirum en einum stað á austfjörðum.
Huld S. Ringsted, 17.1.2008 kl. 21:19
Ef að þetta þótti bjánaháttur fyrir þeim aldarfjórðúngi síðan þegar ég bjó mínu bóli eysdra, þá er þetta enn vitlausa í dag. Hef líka vin minn héraðslækninn Eskfirska fyrir því að þetta sé nú ekki val þeirra sem að við heilbrigiðstörf starfa þarna í fjórðúngum, heldur frekar úreltar leifar af gamalli kommapólitík.
Steingrímur Helgason, 17.1.2008 kl. 21:21
Það hlýtur að vera best að hafa þjónustuna miðsvæðis við þungamiðju byggðarinnar en ekki út á endanum. Það breytir því ekki að bæta þurfi samgöngur frá Norðfirði, þ. e. þá leið sem Norðfirðingar færu til fjórðungssjúkrahúss á Egilsstöðum eða á Reyðarfirði ef loftgæði þar teljast fullnægjandi fyrir sjúkrahús.
Ómar Ragnarsson, 17.1.2008 kl. 21:35
Haahaahaaa
"...færu til fjórðungssjúkrahúss á Egilsstöðum eða á Reyðarfirði ef loftgæði þar teljast fullnægjandi fyrir sjúkrahús."
Gamli brandarakarlinn hann Ómar er ekki af baki dottinn.
Er ekki tvö sjúkrahús í Reykjavíkurhreppi mitt á milli Alcan, Jórnblendis á Grundartanga og Norðuráls í Hvalfirði?? Áburðarverksmiðja til margra ára í hreppnum og sementverksmiðja rétt handan við sundið og mengun af bílaumferð í sögulegu hámarki.
Hefur svo áhyggjur af mengun í Reyðarfirði.
Toppið þetta hjá Ómari!! Hehehe.
Benedikt V. Warén, 18.1.2008 kl. 01:23
Þetta er rétt hjá Ómari. Það er allt of mikil mengun á Reyðarfirði:) En i almáttugsbænum byrið þið nú ekki að rífast um þetta. Er þetta virkilega þannig að það sé bara hægt að rífa svona stóra stofnun upp með rótum og færa á annan stað? Eru engar fjölskyldur á Nesk sem eiga heimili þar og starfa á Fjórðungssjúkrahúsinu? Ef þessi fjórðungur á að geta nýtt það sem hann efur uppá að bjóða verðum við nú að fara að hætta svona þrasi og reyna að einbeita okkur að öðru. Sjálfur hef ég verið við fæðingar barnana minna og eru þau þrjú og það er hvergi betra að vera en á sjúkrahúsinu í Nesk! (ekki snúa útúr þessu) EN göngin verða að koma, verum sammála um það. Það er nú ekki fallegt af Steingrími að hafa vin sinn fyrir svona heimskulegum orðum...nema að læknirinn á Esk sé svona heimskur...neiiii það er hann ekki og sonur hans er meira að segja efnilegur gítarleikari. Svona til að loka þessu þá er ég orðin alveg hundleiður á þessum hrepparíg sem mun bara vaxa með ykkur nöldurhænsnunum(taki það til sín sem eiga það).
Jón Hilmar Kárason (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 10:43
Mín skoðun er að sjálfsögðu sú að hafa sjúkrahúsið áfram á Norðfirði....en notum það þá líka sem vopn til þess að fá göng þangað......ástæðan fyrir því að ég setti þetta hér er einmitt til að róta aðeins meiri umræðu af stað.......Það virðist nefnilega þurfa láta vel í sér heyra á þessu landi til þess að Stjórnvöld geri sér grein fyrir alvöru mála
.Norðfirðingar eða réttara sagt Bæjarstjórn FJarðabyggðar hefur verið ansi léleg í þeim efnum og finnst mér stundum eins og þeir séu eitthvað hræddir á að minnast á einangrun Sjúkrahússins....Fyrir utan Gumma Gísla.
Einar Bragi Bragason., 18.1.2008 kl. 11:32
Vildi bara koma því á framfæri að það er bara eitt "S" í kaupstaður saman ber Neskaupstaður.
Margrét Þórðar (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 12:49
Sammála þessu með soninn hjá Jóni, alla veganna....
Steingrímur Helgason, 18.1.2008 kl. 16:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.