Tannréttingar ...hlutur Tryggingarstofnunar eins í 6 ár.???????????

ó já fórum með prinsessuna í viðtal hjá Tannréttingarsérfræðingi í dag þar sem farið var með okkur yfir hvað bíður okkar næstu ár.

Faglegi þátturinn á þessu viðtali var mjög góður og gagnlegur en þegar umræðuefnið nálgaðist krónu umræðu efnið fór ég að verða kvíðinn.....Enda kom mikið úfffffff í ljós..... rúmar 810 þúsund krónur....og okkar hlutur um 660 þúsund krónur.Það eru rúm 6 ár síðan að strákurinn okkar var í svona meðferð og þá var hlutur Tryggingarstofnunar sá sami 150 þúsund krónur.

Þegar  allt hefur hækkað á 6 árum ....Hvernig getur Tryggingastofnun verið með sama framlag og þá ?????

Ég næ þessu ekki .......

Tek að mér auka störf við að spila í afmælum ,jarðaförum,giftingum ofl ofl ofl get líka vaskað upp og bónað bíla, vafasöm sem lögleg djobb ,næturvinnu og bara allt.

Einar Bragi 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Þetta er velferðin sem sjallarni hafa skapað okkur ... nú sl. 6 ár m.a.  Annars hafa þeir fríað sig alfarið frá þessu embætti fram að þátttöku hins geðþekka ráðherra núverandi.

Tryggingakerfið er refilstigu sem vandratað er eftir, þess albúið að leiða þig á villigötur.  Það leggur ekkert upp í hendur þínar, ganga þarf eftir öllu þar, hvort sem þú átt rétt til eður ei.

Fyrir þá sem lesið hafa, nú eða horft á Ástrík og þrautirnar 12, stjórnsýslupartinn úr Róm hið forna.  Held svei mér þá að kerfið hafi verið kóperað, enda með reynslu.

Tönnur eru dýrar í dag - eins gott að flagga þeim með brosi á vör þegar þær hafa verið fixaðar, alveg á við að aka um á Reinsa, enda ekki á valdi nema þeirra sem eiga alvöru fjárráð að láta gera við.

vcd

Bragi Þór Thoroddsen, 5.2.2008 kl. 23:43

2 identicon

Sjæs

Það er ekkert smá. Hei, ef þú lufsar mér inn hjá þér sem bloggvini þá skal ég leggja inn tíkall hjá þér...

Krissa (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 00:02

3 identicon

Dóttir mín byrjaði í tannréttingum fyrir rúmu ári og var heildarkostnaðurinn 828 þúsund tekur 2-3 ár ég borga 678 þúsud

Það hlýtur að vera fullt af börnum sem ekki komast í tannréttingar af því að foreldrarnir hafa hreinlega ekki efni á því.

Fyrir 10 árum var ég með önnur tvö börn í tannréttingum og minnist ég ekki að það hafi verið svona helvíti dýrt.

Rósa Þ (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 00:46

4 identicon

Þetta með tryggingastofnun og ástrík, mér datt það sama í hug, hef ekki ósjaldan lent í þessu, þvílíkt bákn.

sigríður (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 06:22

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er fáránlegt Tannheilsa er mikilvægur partur af almennri heilsu og það þarf að fara breyta viðhorfinu á Íslandi gagnvart þessu. Meira að segja í USA er málum betur komið en hér.

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.2.2008 kl. 10:52

6 identicon

FÁRÁNLEGT!

ps. Ertu ekki alltaf veðurtepptur því það eru engin göng. Er nefnilega með veislu um næstu helgi og vantaði uppvakara 

Bylgja (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 11:11

7 Smámynd: Vignir Arnarson

Já Einar minn þú ert sko ekki öfundsverður af þessu en þetta er því miður eitt af því sem ég gjörþekki.

Báðar prinsessurnar á mínum bæ eru í tannréttingum,að vísu er önnur ný búinn og ég geta sagt þér það að þeir greiða einungis 50þús einu sinni á ári og í þrjú ár og þar er rétt ekkert hefur breyst nema ef vera skildi reikningarnir frá tannréttingar sérfræðingnum .

Létt áætlað er þetta búið að kosta mig um 1,500,000- og við erum ekki hætt,þeir eru mjög duglegir að fá mann í "eftirlit" 25,000-35,000- hver heimsókn.

Alveg er þetta drullu fúlt að ekki skuli vera komið meira að þessu því þetta er jú líti á mönnum þegar tennur eru ekki réttar svo ég tali nú ekki um fæðingar galla þá greiðir ríkið allt en þetta telst ekki undir það,hversvegna ekki hvað er þetta ef ekki það? 

Vignir Arnarson, 6.2.2008 kl. 12:21

8 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Bara borga og brosa - það er bezt.

Markús frá Djúpalæk, 6.2.2008 kl. 15:23

9 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Hörmung hvernig þetta tryggingakerfi okkar íslendinga virkar. Til háborinnar skammar. Hér borga allir skatta og ekkert lága - og fá ekkert í staðin. Barbararíkið Ísland.
Við búum ekki í velferðarsamfélagi... það er orðið löngu ljóst. Ég þurfti að leggja út  12. 500 kr. fyrir viðgerð á einni tönn hjá dóttur minni .... sem er nb. 13 ára. Ef ég hefði verið í Danmörku hefði það ekki kostað mig neitt þar sem tannlækningar barna undir 18 ára eru fríar. 
Hefur hinn almenni borgari... láglauna fólk og einstæðir foreldra efni á að lifa hér. Ég bara spyr.  Arg arg arg...

Linda Lea Bogadóttir, 6.2.2008 kl. 15:52

10 identicon

Man ég þá tíð þegar maður var að alast upp, þá voru tannlæknar endurborgaðir til foreldra okkar að mig minnir 75%, en þetta er víst sáralítið í dag. En með spilamennskuna, hvernig  getur þú tekið allt að þe´r þegar þú ert alltaf fastur þarna í firðinum jan-feb?

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 17:03

11 Smámynd: Björg Árnadóttir

Ég hef aldrei fattað hvers vegna munnurinn er ekki partur af líkamanum þegar kemur að Tryggingastofnun.

Björg Árnadóttir, 6.2.2008 kl. 17:57

12 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Verð í bænum Bylgja, mæti og vaska upp en ég vil fá borgað án vasks

Já við getum öll verið sammála um að þetta er ósanngjarnt system....en í hvað fara þá andsk skattarnir okkar, eins og Magga benti á var þetta öðruvísi í den.

og Magga ég kemst alltaf .......eða næstum því.

Einar Bragi Bragason., 6.2.2008 kl. 20:14

13 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Úff... ég er bara strax farin að kvíða. Minn á að fara núna í mars í fyrsta viðtal hjá tannréttingafræðingi.

Vinur minn, er í þriggja mánaða fæðingarorlofsfríi í Tælandi með fjölskyldunni. Hann rakst á Þýska tannlæknastofu í borginni og ákvað að kíkja þar inn því hann er ekki með bestu tennur í heimi.  Þar sem hann þarf krónu utanum nokkrar tennur, hefur hann ekki lagt í þennan kostnað enn hér á landi. Útkoman var sú, að hann lætur taka munninn algjörlega í gegn og eru þessir 3 mánuðir í fríi á Tælandi + tannviðgerðirnar, ódýrari pakki heldur en ef hann hefði látið taka munninn í gegn á Ísalandinu góða. Svo er fjögurra ára ábyrgð á öllu settinu og getur hann þá bara skellt sér í frí til Þýskalands er eitthvað brestur í munninum því þessi tannlæknastofa er víða í evrópu líka.

Svala Erlendsdóttir, 7.2.2008 kl. 09:53

14 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Brjálæði.  Svona setur allt venuilegt fólki á höfuðið.  Hvernig er hægt að bjóða okkur upp á svona lagað?

Jón Halldór Guðmundsson, 7.2.2008 kl. 11:15

15 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

það er spurning.........það á ekki að vera hægt en á sama tíma eru sumir að rífast um bleik og blá mál á Alþingi

Einar Bragi Bragason., 7.2.2008 kl. 11:37

16 identicon

Mín Reynsla:

42 ára sonur sem framin var tannrétting á þegar hann var 14 ára.  Niðurstaðan var fallegt bros, þó ekki eins fallegt og verið hafði. Heilbrgðar og sterkar tennur, T-bone steik í uppáhaldi.  Kostnaður líklega svipaður og nú, og alfarið foreldranna.   Hann kann mér í dag engar þakkir fyrir að hafa látið hann gera þetta, en fyrirgefur mér vegna þess að á þeim tíma var þetta að byrja að komast í tísku. 

35 ára sonur sem neitaði að fara í tannréttingu.  Niðurstaða fallegt bros.  Heilbrigðar og sterkar tennur, T-bone steik í uppáhaldi.  Kostnaður núll.

25 ára sonur sem einnig neitaði að fara í tannréttingu með tilvísan til reynslu bræðra sinna.  Niðurstaða fallegt bros.  Heilbrigðar og sterkar tennur, T-bone steik í uppáhaldi.  Kostnaður núll.

15 ára sonur sem neitar einnig tannréttingu og vísar í bræður sína.  Enn fallegt bros.  Enn heilbrigðar og sterkar tennur, og T-bone steik í uppáhaldi.  Kostnaður núll.

Þessir drengir eru mjög líkir í útliti og einnig tannstæðislega séð, eiga enda flestir sömu foreldra.

Mér finnst alltof mikið  gert af þessu og að það sé í mörgum tilfellum ábyrgðarhluti af foreldrum að ansa þessari "félagsmálastofnun tanréttingamanna"  nema munnholið sé næstum yfirfullt af tönnum. Það er hægt að gera þetta síðar ef þarf, samanber Margréti Sverrisdóttur. 

Lykilorðið  er "TANNHIRÐA". 

Takk fyrir síðast -  á jólaballi barnanna á Seyðis.

Ólafur Vignir Sigurðsson (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 18:26

17 Smámynd: Ísdrottningin

Óboj óboj, minnstu ekki á það ógrátandi maður. Tannréttingarsérfræðingurinn verður víst áskrifandi að peningunum mínum um ókomna framtíð

Er prinsessan þín hjá Schiöth-aranum? 

Ísdrottningin, 7.2.2008 kl. 18:56

18 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Takk sömuleiðis Ólafur og Ísdrottning já

Einar Bragi Bragason., 7.2.2008 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Bragi Bragason

Höfundur

Einar Bragi Bragason.
Einar Bragi Bragason.

Hef verið atvinnuhljóðfæraleikari í 100 ár(aðeins ýkt) og er skólastjóri Tónlistarskóla Seyðisfjarðar.

Netf.saxi@centrum.is sími 8974265

Tónlistarspilari

- like pantomime EBB master

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Áramót
  • ...927_6924913
  • picture 4 975462.png
  • picture 4 926643.png
  • ...posturrr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband