Ríkisbandið......Nýr raunveruleikaþáttur

Bráðum mun hefjast á einni af sjóvarpsstöðum landsins þátturinn Ríkisbandið.

Keppendur þurfa alls ekkert að kunna á hljóðfæri eða geta sungið þó að vissulega sé það ekki verra.

Frekar verður leitað efir því að menn hafi einhver lýti eða skrítna rödd og/eða séu á einhvern hátt auðveldir fyrir skemmtikrafta að gera grín að.

En sjálft prófið til að komast í bandið er þræl erfitt, kafað verður æsku þeirra og athugað vel hvort að menn séu ekki af góðum ættum.Einnig er mjög gott að vera svolítið raunveruleika fyrtur og hafa bruðlað svolítið með ríkis fé.

Menn mega síðan alls ekki vita hvað mjólkur lítrinn kostar og hversu erfitt er að fá læknis hjálp og þess háttar.

Verðlaunin eru ekki að verri endanum ágætis laun ,bíll með bílstjóra og bólstrað sæti til að sitja í.Einnig skal það tekið fram að þegar að nýju verður valið í bandið fá eldri meðlimir sérstök fríðindardjobb á erlendri grundu.

Þvílíkt BullAngry

En auðvitað ætti prófið að vera einhvern vegin svona.

1.Hvað kostar mjólkur lítrinn2.Hvað kostar að verða veikur á Íslandi3.Hvað kostar bensín lítrinn.4.Lofar þú að bæta lífskjör Íslendinga.5.Lofar þú að lækka skatta og hækka laun saxófónleikara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

1.  Tæpthundrað.

2.  Nei, enda alltaf frítt að verða veikur, kostar að ná heilsu hins vegar.

3.  Rúmann einn & hálfann mjólkurpott.

4.  Jájá, ég tek Villann í það,

5.  Ekki séns að rými sé til þess miðað við verðandi kreppuástand að  'tréblásturshljóðfæraleikarar' fái slík forréttindi enda þarf ég að passa hlutabréfin mín.

Steingrímur Helgason, 13.2.2008 kl. 00:38

2 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Þetta er ansi áhugaverð keppni.

Steingrímur er búinn að svara eins skilmerkilega og ég tel hægt. 

5. liðurinn myndi kalla á launaskrið og í raun brot á jafnræðisreglu sem allir eru að hnjóta um. 

vcd

Bragi Þór Thoroddsen, 13.2.2008 kl. 01:40

3 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Þetta er fín keppni. Hlakka til að sjá þáttinn þegar hann fer af stað. Spurningunum treysti ég mér hins vegar ekki til að svara þótt mjólkurverðið hafi verið ögn stöðugra en bensínverðið undanfarin ár.

Steingerður Steinarsdóttir, 13.2.2008 kl. 13:43

4 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Hvað er pointið, forkræsseik?

Jón Halldór Guðmundsson, 13.2.2008 kl. 14:49

5 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Þú hlýtur að fatta það ekki satt,,,,,,,,,,,

Einar Bragi Bragason., 13.2.2008 kl. 14:53

6 identicon

Þarf maður að hafa Stöð2 til að fatta þetta?

Bylgja (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 17:31

7 Smámynd: Garún

Hvar skrái ég mig ekki? hehehe

Garún, 13.2.2008 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Bragi Bragason

Höfundur

Einar Bragi Bragason.
Einar Bragi Bragason.

Hef verið atvinnuhljóðfæraleikari í 100 ár(aðeins ýkt) og er skólastjóri Tónlistarskóla Seyðisfjarðar.

Netf.saxi@centrum.is sími 8974265

Tónlistarspilari

- like pantomime EBB master

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Áramót
  • ...927_6924913
  • picture 4 975462.png
  • picture 4 926643.png
  • ...posturrr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband