íslendingar svona erum við !!!!!!!

Íslendingar....

+15°C
Fólkið á Spáni notar kuldaúlpur og þykka vettlinga.
Íslendingar liggja í sólbaði.

+10°C
Frakkar reyna af vanmætti að fá kyndinguna í gang.
Íslendingar planta blómum í garðana sína.

+5°C
Bílar á Ítalíu neita að fara í gang.
Íslendingar fara að gamni sínu í bíltúr á Saab druslunni.

0°C
Eimað vatn frýs.
Vatnið í Hvítá verður aðeins þykkara.

-5°C
Fólkið í Kaliforníu frýs næstum til dauða.
Íslendingarnir grilla í síðasta sinn áður en veturinn skellur á.

-10°C
Bretar byrja að kynda húsin sín.
Íslendingar byrja að nota langerma boli.

-20°C
Götusalar byrja að flýja frá Mallorca .
Íslendingar enda miðsumarshátíðina. Haustið er gengið í garð!


-30°C
Grikkir deyja úr kulda og hverfa af yfirborði jarðar.
Íslendingar hætta að þurrka þvott úti.


-40°C
Eiffelturninn byrjar að gefa eftir í kuldanum.
Íslendingar standa í biðröð við pylsuvagnana.


-50°C
Ísbirnirnir byrja að flykkjast burt frá Norðurpólnum.
Íslenska landhelgisgæslan frestar björgunaræfingum, í von eftir alvöru vetrarveðri.


-60°C
Mývatn frýs.
Íslendingar leigja sér spólu og halda sig inni við.


-70°C
Jólasveinninn heldur í suðurátt.
Íslendingarnir verða pirraðir því þeir geta ekki geymt brennivínið sitt úti.
Íslenska landhelgisgæslan setur í gang björgunaræfingar.


-183°C
Örverur í mat lifa ekki af.
Íslenskar kýr kvarta yfir handköldum bændum.


-273°C
Öll atóm staðnæmast vegna kulda!
Íslendingar byrja að tala um að það sé kalt úti.


-300°C
Helvíti frýs!
Ísland vinnur Eurovision!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.2.2008 kl. 12:39

2 identicon

Vildi bara hryggja þig gamli með því að hún Carola komst ekki beint í úrslit í sænsku laugardagslögunum :)

Hún fór áfram í aukakeppni þar sem keppt verður um sæti í úrslitum, en lítill séns er talinn á að hún komist áfram. 

Ásgeir (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 13:23

3 Smámynd: Garún

Snillingur ertu...sérstaklega síðasta færsla.....Helvíti frýs og við vinnum

Garún, 26.2.2008 kl. 14:45

4 Smámynd: Signý

En...en...en... þetta var sagt um Finna þegar þeir unnu en þetta var samt soldið fyndið...

Signý, 26.2.2008 kl. 15:55

5 Smámynd: Ásgeir Páll Ágústsson

Hahahhahahaha.... snillingur ertu, en þetta með hvernig menn upplifa hitann ólíkt hefur einmitt vakið athygli mína undanfarið.  Hér í Salzburg hefur hitinn farið upp í 22°C í sólinni undanfarna daga skv. mælinum á svölunum hjá mér.  Menn sitja úti á kaffihúsum og gróður er aðeins byrjaður að taka við sér, svo maður dregur þá ályktun að vorið sé á næsta leiti.  Íslendingarnir hér ráða sér ekki fyrir kæti og nota hvert tækifæri til að skarta stuttbuxum og strigaskóm.  Sjálfur sat ég ber að ofan úti á svölum í dag við textalærdóm.  Austurríkismenn hér eru hinsvegar margir enn með húfur utandyra og klæðast þykkum jökkum þó einhverjir leyfi sér að vera doldið villtir og fara út á flíspeysunni. 

kv. frá Salzburg.

Ásgeir Páll

Ásgeir Páll Ágústsson, 26.2.2008 kl. 16:08

6 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Salsburg....Mozart...alveg ótrúlega falleg borg

Einar Bragi Bragason., 26.2.2008 kl. 16:32

7 identicon

Æðislegt alveg!!!!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 16:41

8 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Hahaha:)

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 26.2.2008 kl. 16:53

9 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 26.2.2008 kl. 17:42

10 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ok, ok. Þú ert fyndnari en ég, Einar . Þú ert fyndnari en ég!

... Í dag. Bara í dag.

- Þetta skrifar Jóni sem var í heita pottinum á laugardaginn. He, he.

Jón Halldór Guðmundsson, 26.2.2008 kl. 17:57

11 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Marta B Helgadóttir, 26.2.2008 kl. 20:41

12 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Já Jón sem á heiðurinn á því að blaðra í heira pottinum á Hvammstanga með þeim afl. að stóra Alpa málið fóri í fjölmiðla....he he he góður.

Einar Bragi Bragason., 26.2.2008 kl. 21:16

13 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Skrýtið að menn séu að flissa yfir þessu enn, man ekki lengur hvenær ég sá þetta fyrst!

Magnús Geir Guðmundsson, 26.2.2008 kl. 22:49

14 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

       og svo las ég ath-semdina frá Magnúsi Geir    

Kjartan Pálmarsson, 26.2.2008 kl. 23:47

15 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Já Magnús hefur verið súr

Einar Bragi Bragason., 26.2.2008 kl. 23:59

16 identicon

Ég sá að þú minntist á íslenskar kýr. Ég verð alltaf ánægð þegar ég sé minnst á okkur. Annars finnst mér aldrei kalt úti.

Fjósakveðjur 

Brúnkolla (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 00:08

17 Smámynd: Pétur Kristinsson

Snilld

Pétur Kristinsson, 27.2.2008 kl. 01:35

18 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Við getum kannski líka haft,

-301°C - helvíti frýs og Ísland vinnur Dani í fótbolta

Bjarney Hallgrímsdóttir, 27.2.2008 kl. 07:43

19 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Allir að prófa að upplifa Stafdal.  - Skíðaparadís íslensku Alpanna.

Jón Halldór Guðmundsson, 27.2.2008 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Bragi Bragason

Höfundur

Einar Bragi Bragason.
Einar Bragi Bragason.

Hef verið atvinnuhljóðfæraleikari í 100 ár(aðeins ýkt) og er skólastjóri Tónlistarskóla Seyðisfjarðar.

Netf.saxi@centrum.is sími 8974265

Tónlistarspilari

- like pantomime EBB master

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Áramót
  • ...927_6924913
  • picture 4 975462.png
  • picture 4 926643.png
  • ...posturrr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband