Samtal úr áhaldahúsi Vestmannaeyjabæjar 1/3 2008.

Þetta er alveg satt.Smile(ok ok ok þetta er hauga lygi)

Jón og Sigurður hafa unnið alla sína hunds og kattartíð hjá Vestmannaeyjabæ og eru ýmsu vanir, en þessari helgi munu þeir seint gleyma.

Við skulum læðast inn á Áhaldahúsið þar sem þeir vinna og fylgjast með þeim félögum.

Laugardagskvöldið 1.Mars 2008 (seint um kvöld.).......ath mjög seint....ég sagði seint.

Sigurður: Heyrðu Jón hvað eigum við að gera ef það fer að snjóa eitthvað meira...

Jón; Ekki veit ég það félagi en mig minnir að við séum með gamlar skóflur ofl síðan úr gosinu einhversstaðar sem við gætum notað ef að illa fer.

Sigurður: En gagnast það eitthvað Jón ég meina þetta hvíta drasl fýkur út um allt og það er nú ekki eins og við séum í klæðnaði til að fást við svona dót.

Jón: Förum á netið ,við getum áreiðanlega séð þar, hvernig menn bregðast við svona ófögnuði uppi  á landi....Það eru örugglega til myndir og greinar  sem við getum lært af.

Eftir að hafa googlað með orðunum ófærð...snjór.....ofl í nokkra stund voru þeir jón og Sigurður orðnir margs vísari um það sem myndi bíða þeirra ef að þetta hvíta drasl eins og þeir kölluðu snjóinn sem er þó í ÍBV litunum myndi halda áfram að streyma niður úr háloftunum.

Þeir Jón og Sigurður létu það berast út til Björgunarsveitarinnar og allra sem þeir þekktu að hægt væri að fá uppl um þetta vesen  á veraldarvefnum.

Þannig leið nóttin að hin ýmsu vandamál leystust á undraverðan hátt með hjálp netsins...Snjókeðjur sem lengi höfðu verið notaðar til að binda niður bretti niður á höfn og menn vissu ekki annað en að væru gerðar til slík brúks fengu nú loks að njóta sín við það sem þær voru hannaðar fyrir ofl.Einnig komust sumir  að því  að það væru til hljólbarðar sem væru sérstaklega hannaðir til þess að aka á í snjó.

Meira að segja þóttust menn hafa séð til manns með spýtur á fótunum sem fór víst afar hratt um bæinn þessa nótt, en ekki eru allir sammála um þá sögu og segja þar hafi verið á ferð draugur ofan af landi. (mynd stolið af Njoddi.com(sorrý Njöddi)

3snjoflod

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að lesa færsluna en hef ekkert að segja.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.3.2008 kl. 11:50

2 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Æi er þetta ekki bara yndislegt...
Er hægt að fara á svigskíði í Eyjum í dag?

Linda Lea Bogadóttir, 3.3.2008 kl. 12:47

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

örugglega he he

Einar Bragi Bragason., 3.3.2008 kl. 12:52

4 identicon

Stebbi bróðir minn var með 4. flokk kvenna í handbolta þarna úti í Eyjum og þau voru auðvitað föst í nótt ... hefur verið fróðlegt en ég er feginn að ég var ekki þarna, og vona að minn maður sé á leiðinni norður núna

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 15:52

5 Smámynd: Vignir Arnarson

Já þú getur sem sagt talað um annað en tónlist   hihiihih 

Satt eða logið sagan er góð.

Kveðja úr snjónum í Þorlákshöfn.

Vignir Arnarson, 3.3.2008 kl. 16:13

6 Smámynd: Björg Árnadóttir

Grey karlarnir!   Góð saga.

Björg Árnadóttir, 3.3.2008 kl. 20:38

7 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Svo þetta er algjörlega þín saga eða er eitthvað til í þessu?

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 3.3.2008 kl. 20:42

8 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Já þetta er algjörlega mitt bull.........Mér fannst bara svo fyndið hvernig þetta var allt í fréttum.......fannst fréttamenn gera Vestmannaeyjinga pínu kjánalega.

Einar Bragi Bragason., 3.3.2008 kl. 21:42

9 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Árið 1983 var ég gutti vestur á Patró.  Það var snjór þann vetur...

Skömmu áður en flóðin féllu þar urðum við að moka okkur út úr húsi og eru til myndir af því að frá aðaldyrum var gengið um snjógöng nokkra metra (með þaki). 

Á leið í skólann var það "hvimleiður" leikur okkar 11-12 ára dela að ganga í beinni línu eftir þessari sömu götu og ég bjó við og hlaupa eftir mæninum á húsþökunum (það þurfti ekki að klifra upp á húsin enda snjór umhverfis þau slétt við þak). 

Og svona til að hafa gaman að þá sátum við á kúplunum á ljósastaurunum sem víðast stóðu ekki nema svona meter eða hálfan upp úr snjó...

Nokkrar götur bæjarins voru bara ekki mokaðar einhverjar vikur enda ekki til tæki í það (þó var um að ræða einhvern öflugasta snjómoksturstækjalager fjarðanna þó víðar væri leitað).

Það hlítur að vera stemming í Eyjum.

vcd 

Bragi Þór Thoroddsen, 3.3.2008 kl. 23:03

10 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

jamm menn kannast við svona sögur hér eystra og myndin hér að ofan er tekin 198? á Seyðisfirði.

Einar Bragi Bragason., 3.3.2008 kl. 23:12

11 identicon

hún hlýtur að vera tekin 197? og eitthvað, Njörður er svo lítill þarna.

sigríður (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 09:21

12 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Nema að Njöddi sé eldri en hann segist .......Bachelorinn sjálfur

Einar Bragi Bragason., 4.3.2008 kl. 09:43

13 identicon

Hún er tekin ´77 eða 8.

Blessaðir Eyjamennirnir hefðu átt að vera hér ´74

Einar! þar sem ég er ekki skráður félagi í samtökum mynd og rétthafa (er það ekki smáís?) þá leyfist þér nú að nota myndina.

hihi

ps. ég fæ mér nú yfirleitt stóran ís.

Njöddi (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 00:53

14 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

takk fyrir það

Einar Bragi Bragason., 6.3.2008 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Bragi Bragason

Höfundur

Einar Bragi Bragason.
Einar Bragi Bragason.

Hef verið atvinnuhljóðfæraleikari í 100 ár(aðeins ýkt) og er skólastjóri Tónlistarskóla Seyðisfjarðar.

Netf.saxi@centrum.is sími 8974265

Tónlistarspilari

- like pantomime EBB master

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Áramót
  • ...927_6924913
  • picture 4 975462.png
  • picture 4 926643.png
  • ...posturrr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband