28.3.2008 | 19:16
Hvað kostar að gera ekki Austfjarðagöng.......Vaðlaheiði til hvers????
og hvaða rugl er þetta með Vaðlaheiðargöng...ég meina þetta er bara hóll.
Ég fór að velta þessu fyrir mér á fundi sem að Samfylkingin var með hér á Seyðisfirði í vikunni, ekki það að ég sé í Samfylkingunni en jæja þessi fundur var um samgöngur þannig að mér fannst það algjör skylda að mæta.
En ef að Austfjarðagöng verða ekki sett á fljótlega þá munu staðir hér fyrir Austan eiga í vök að verjast,Fyrst mun það koma niður á okkur Seyðfirðingum og svo koll af kolli,,,,,við erum nefnilega ein fjölskylda.....ein sundurslitin fjölskylda..ekki bara slitin í sundur af vegakerfinu heldur líka af mismunandi loforðum Stjórnvalda.
Norðfirðingar munu missa Fjórðungssjúkrahúsið og ef að menn eru heppnir þá mun það lenda á Egilsstöðum en það gæti þess vegna endað fyrir norðan........
Egilsstaðir er verslunar og þjónustubæli okkar og má jafnvel kalla Egilsstaði Kringlu Austurlands.En það þarf fólk til að reka verslun.
Nú allt fólk sem flytur af landsbyggðinni fer eitthvað annað og þar vantar leiksskóla,barnaskóla,Menntaskóla og Tónlistarskóla og langir biðlistar í margt af þessu.
Félagsleg vandamál aukast á þeim stöðum með tilheyrandi kostnaði sem er ekki lítill því við erum að tala um að sum tilfelli kosta milljónir.(skoðið bara öll vandamálin á suðvestur horninu)
Að gera Vaðlaheiðargöng er kannski gott og blessað en mér finnst að fyrst eigi að rjúfa einangrun byggða.
Við Seyðfirðingar samþykktum á sínum tíma að leyfa Vestfirðingum að njóta þess að fá göng og það með því að setja okkur aftar í goggunarröðina...........
En Kæru landsmenn við getum bara ekki beðið lengur eftir göngum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Bragi Bragason
Tenglar
Flott og gott
ýmsir góðir og gagnlegir tenglar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- heidathord
- lindalea
- totally
- lehamzdr
- meistarinn
- bjorgarna
- gthg
- martasmarta
- erla1001
- nanna
- estro
- braxi
- eythora
- steingerdur
- stebbifr
- ragnhildur
- gummigisla
- sax
- lindabj
- emilssonw
- vilborgo
- baddahall
- smakokur
- kjarvald
- bbking
- haukurn
- ranka
- herdis
- alla
- 730bolungarvik
- vga
- jonkjartan
- garun
- trukona
- ingvarvalgeirs
- biggibraga
- aslaugh
- jax
- benna
- blekpenni
- snorris
- mafia
- start
- hallibjarna
- jonhalldor
- strakamamman
- isdrottningin
- gbo
- stormadis
- nesirokk
- jakobsmagg
- hjaltig
- gummisteingrims
- evathor
- gudrunfanney1
- lara
- laufeywaage
- ringarinn
- markusth
- storibjor
- hallarut
- gammur
- olinathorv
- sirarnar
- manzana
- eysteinn-thor
- gretaulfs
- fanney
- maggaelin
- arnthorhelgason
- 730
- kalli33
- klaralitla
- mymusic
- esv
- gisliblondal
- hemba
- earlyragtime
- gretarorvars
- sigurlauganna
- gudni-is
- joninaros
- jahernamig
- ellasprella
- gydabjork
- valsarinn
- thorasig
- palmig
- gudjonbergmann
- hognihilm64
- lostintime
- plotubudin
- svala-svala
- judas
- kjarrip
- jara
- gudnim
- dianadv
- arnaeinars
- asgeirpall
- saethorhelgi
- lydurarnason
- steinunnolina
- bryn-dis
- listasumar
- gullihelga
- eddabjo
- raggipalli
- addamaria
- pegre
- chinagirl
- sign
- bjork
- gisligislason
- stormsker
- almaogfreyja
- glamor
- annapanna77
- blues
- sverrir
- rannug
- hugs
- bulgaria
- kolgrima
- th
- alit
- krissa1
- gudnyruth
- kafteinninn
- johannavala
- viddy
- fridrikomar
- ketilas08
- skordalsbrynja
- fjolahrafnkels
- birtabeib
- asdisran
- tru
- ausa
- margretsverris
- bergthora
- vefritid
- ragnargeir
- siggasin
- helgadora
- tobbitenor
- ingabesta
- rosabla
- annriki
- audbergur
- lady
- ynnej
- amotisol
- siggagudna
- kisabella
- steinibriem
- himmalingur
- gellarinn
- nkosi
- agny
- berglindnanna
- gattin
- bestfyrir
- brandarar
- daxarinn
- eddaagn
- gudrunkatrin
- topplistinn
- skytta
- gunnarpalsson
- konniiceman
- skessa
- hreinsamviska
- mrsblues
- little-miss-silly
- irisholm
- jea
- lionsklubbur-seydisfjardar
- mal214
- omarragnarsson
- fjardarheidi
- sifjan
- stjornlagathing
- kristjani
- rocco22
- totad
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bravissimo
Byrjum á því að tryggja að Kárahnjúkaborinn verði keyptur og ekki seldur fyrr en Samgöngin eru komin. Við megum ekki vera feimin við hugsanlega fjárfesta. Þeir eru áreiðanlega handan við hornið.
Ólafur Vignir Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 20:18
Þetta er ekki spurning um Vaðlaheiðargöng eða Austfjaðragöng. Það á einfaldlega að fara í gegnum þessi fjöll öll sömul. Tek undir með Ólafi , tryggja tröllaborinn strax og bora frá Héraði í gegnum allt til Reyðarfjarðar. - Jarðgöng eru ódýrasta og arðbærasta framkvæmd sem til er á Íslandi. - ...Og hana nú !!....sagði hænan.
Haraldur Bjarnason, 28.3.2008 kl. 20:38
Bara fyrir þig gef ég frá mér sem norðlendíngur Vaðlaheiðagöngin, & ef ég hefði mátt ráða frekar en Blöndalinn & Möllerinn, hefðir þú fengið gangaféið fyrir sumarhúsabyggðina á Siglufirði líka.
Svona fer fyrir þeim sem að leyfa mér ekki alltaf að ráða...
Steingrímur Helgason, 28.3.2008 kl. 22:43
Takk Steingrímur á þing með þig...minni á könnunina
Einar Bragi Bragason., 28.3.2008 kl. 22:47
Eiga ekki Vaðlaheiðargöngin að vera í einkaframkvæmd? Þannig að það á ekki að trufla "ríkisgöng" hér eystra
Gunnar Th. Gunnarsson, 29.3.2008 kl. 01:02
Ég fatta ekki eitt.... af hverju er sjálfsagt og eðlilegt að rukka fyrir akstur um sum göng en ekki önnur? Einkaframkvæmd dugir ekki sem ástæða. Þá kemur bara upp spurningin í staðin: Af hverju getur ríkið borgað fyrir sum göng en ekki önnur? Hvers vegna er í lagi að mismuna borgurunum á þennan hátt?
Björg Árnadóttir, 29.3.2008 kl. 12:05
Núna skil ég...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.3.2008 kl. 13:34
Björg, Víkurskarð og Fjarðarheiði eru tvær ólíkar framkvæmdir. Þessir fáu dagar sem Víkurskarð er lokað á ári, setur ekki Akureyri í neina hættu, en þegar Fjarðarheiði er lokuð, sem gerist miklu oftar, þá er heilt bæjarfélag í gíslingu, því heiðin er EINA samgönguleiðin á landi frá Seyðisfirði. Umferð yfir heiðina er sennilega ekki nógu mikil til að freista einkalaðila í framkvæmdina, en það á ekki að koma í vega fyrir að farið verði í hana.
Gunnar Th. Gunnarsson, 29.3.2008 kl. 13:48
Mikið er ég sammála Haraldi og Gunnari. Auðvitað á að kaupa borinn og bora í gegnum öll fjöll. Það samræmist ekki nútíma samskiptamáta að þurfa að fara upp í 630 metra hæð til að komast til næsta byggðarlags eins og við Seyðfirðingar þurfum að gera. Þegar við erum komin upp þá þurfum við að aka í þessari hæð í 9-10 km. Þetta er hæsti fjallvegur á landinu ( heiðarnar fyrir vestan eru flestar 200- 300 metrum lægri) og eina leiðin sem við Seyðfirðingar höfum út úr bænum okkar á landi. Fjarðarheiði stenst ekki Evrópustaðla varðandi öryggi og er samkvæmt þeim talinn einn hættulegasti vegur landsins. Á Fjarðarheiði þarf sem sagt að gera gríðalega miklar úrbætur svo hún standist þær kröfur sem gerðar eru varðandi öryggi miðað við evrópustaðla, ef þessi jarðgöng koma ekki. En eins og einn góður maður sagði á fundinum góða á Seyðisfirði ; þá talar vegagerðin einungis um Evrópustaðla þegar það er henni í hag.
Það eru margir kostir við það að kaupa borinn og bora göng:
1. Þetta er mun ódýrari aðferð ( það hefur þegar verið sannað).
2. Heilborun er fljótlegri, menn segja að ef Fáskrúðsfjarðargöngin hefðu verið heilboruð þá hefði það tekið 6 mánuði. Það tók hins vegar rúmlega tvö ár að sprengja þau með hefðbundinni aðferð.
3. Heilborun er náttúruvænni aðferð. Það þarf ekki að nota neitt sprengiefni og því mengar hún ekki umhverfið . Í Héðinsfjarðargöngunum eru notuð 700 kg af sprengiefni til að komast 5 metra áfram. Það þarf sem sagt 1500 tonn af sprengiefni í Héðinsfjarðargöngin ein og sér.
4.Grjótmulninginn sem kemur úr göngunum er hægt að nýta (ómengaðann af sprengiefni ) í uppbyggingu vega. Það er meira að segja hægt að byggja upp góða námu úr því efni svo ekki þurfi að vera að ráðast á ósnortna náttúru þegar verið er að sækja efni í vegi.
5. síðast en ekki síst er hringlag ganganna það sem æskilegast er í dag í veggöngum vegna umferðaröryggis.
Óhöpp á Fjarðarheiði eru miklu fleiri en menn grunar því fæst þeirra rata í fjölmiðla. Það hafa komið tímabil þar sem óhöpp verða daglega en ekkert fréttist af þeim. Síðastliðna tvo daga hefur Vegagerðin þurft að fylgja fólki yfir heiðinna. Þrátt fyrir það hafa menn ekki komist yfir og vegagerðin telur samt sem áður að opið sé yfir heiðina þessa daga (samkvæmt því sem sagt er á vefnum þeirra). Þetta er eitt af því sem er óþolandi fyrir okkur sem búum á Seyðisfirði því það er svo sannarlega ekki opið þegar vegagerðin hættir störfum kl. 21:00 á kvöldin til næsta dags þegar hún hefur störf að nýju. Er þetta það sem við viljum kalla Ísland í dag ? Ég bara spyr.
Guðrún Katrín Árnadóttir (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 23:31
Góð Gulla
Einar Bragi Bragason., 30.3.2008 kl. 01:57
Ég var ekki að meina að það mætti rukka fyrir fleiri göng. Mér finnst það eigi ekki að rukka fyrir nein!
Björg Árnadóttir, 30.3.2008 kl. 16:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.