Nýjar Íslenskar plötur verða of fljótt gamlar hjá útvarpsstöðvum landsins.

Það má segja að það er ótrúlegt hversu líftími nýrra Íslenskra hljómplatna er stuttur á útvarpsstöðvum landsinsDevil.Það má segja að hámark sé 2-3 mánuðir..........svo fær hún kannski aftur að heyrast eftir 5 ár.Devil Ég var að spá í þetta í gær og hugsaði til allra þeirra sem gáfu út plötur núna fyrir síðustu jól.........þær heyrast ekkert lengurBlush.

Sjálfur gaf ég út plötu í fyrra sem seldist vel og er von á nýju upplagi bráðlega.......en hún er eins og hinar Íslensku plöturnar...heyrist ekkertGasp.í staðinn eru heilu og hálfu þættirnir á td Rás 2 um einhver underground bönd sem að engin þekkir og teknó þáttur á besta tíma á laugardagsköldum....HALLÓ.......og Bylgjan sem tók sig vel á í fyrra og spilaði mun meira af íslenskri tónlist heldur en þeir gerðu er hægt og rólega að detta aftur inn í fyrra far......

Útvarpsstöðvar Spilið meira af Íslenskri tónlist TAKK.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Hvað ætli að liggi á bakvið þessa skrítnu ákvörðun?

Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.4.2008 kl. 12:02

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Ég veit ekki hef oft spáð í þeta.....á Rás 2 er einn fugl sem ræður öllu......og hann er stundum með furðulegan smekk

Einar Bragi Bragason., 7.4.2008 kl. 12:03

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Sem sagt sorglegur fugl.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.4.2008 kl. 12:11

4 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Ekki get ég neitað að það finnst mér oft.

Einar Bragi Bragason., 7.4.2008 kl. 12:15

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Enn og aftur hefurðu rétt fyrir þér, Saxi karlinn!  

Haraldur Bjarnason, 7.4.2008 kl. 12:55

6 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Það mætti heyrast miklu meira af íslenskri tónlist. Má ekki reyna að nöldra út íslenska spiliviku?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.4.2008 kl. 15:02

7 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Þetta hefur nú skánað helling.  Einu sinni var íslenskt bara hallærislegt.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 7.4.2008 kl. 15:04

8 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Helga Guðrún það á ekki að þurfa einhverja spes viku.......

Sumum útvarpsmönnum finnst það greinilega enn Nanna

Einar Bragi Bragason., 7.4.2008 kl. 15:19

9 Smámynd: Signý

Er þetta ekki bara playlista forminu á útvarpsstöðvunum að kenna? Það koma svona topp 20 lög diskar inná útvarpsstöðvar í upphafi hvers mánaðar sem er skellt í tölvuna og það er nýji playlistinn fyrir þann mánuðinn, svo eru kannski 2 3 lög sem lifa af þennan mánuð og fá spilun með topp20 lista næsta mánaðar...and so forth...

Playlisti er líklega einhver leiðinlegasta uppfinning útvarpsins, og drap alvöru útvarpsmennsku. Í dag eru þeir nefnilega teljanlegir á fingri annarrar handar sem actually hafa eitthvað "vit" á tónlist, sem eru í útvarpi í dag. Enda nenna fáir tónlistaspekúlantar að fara niður á þetta metnaðarlausa plan sem playlistinn er... Að verða að spila ákveðin lög, með ákveðnu millibili, þó manni finnist þau leiðinleg getur ekki verið gott fyrir starfsandan til lengdar

Annars finnst mér rás2 standa sig vel í því að koma inn nýjum íslenskum "underground" böndum. Enda er það, það sem rás2 á að vera gera... ásamt því að vera með aðra vandaða dagskrágerð, sem mér finnst reyndar ekkert vanta neitt svakalega mikið upp á hjá þeim... en það er náttúrulega bara ég... og hvað veit ég?

Signý, 7.4.2008 kl. 15:34

10 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Það rétt hjá Signý með playlistana......og rétt er það að einhversstaðar verða undergránd böndin að heyrast en er það ekki bara að verða Rás 1 efni??????

Mér finnst Rás 2 fara versnandi.............

Einar Bragi Bragason., 7.4.2008 kl. 16:33

11 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Það er ótrúlegur fjöldi útvarpsmanna sem hefur ofurtrú á playlistum, en þeir valda því að menn eru ekki að spila "sína" tónlist. Það sem þá langar að deila með hlustendum. Það veldur því að menn sem hafa ekkert vit á tónlist en geta kynnt næsta lag nokkuð skammlaust fá starf við að dæla playlistanum í hlustendur, og helst á svona 180 km hraða. Nú er útgáfuhraðinn og magnið orðið það mikið að tónlist verður fljótt "gömul" færist neðar á playlistann, og endar svo á því eftir að hafa ekki heyrst í nokkra mánuði að verða "recurrent" og síðan verður það vinsælasta kannski "oldies" eftir eitt tvö ár. Mikil er breytingin orðin. En það eru þó til stöðvar sem spila það sem þáttastjórnendur kjósa, þannig er það til dæmis á Útvarpi Sögu þó ekki sé mikið spilað þar af tónlist.

Markús frá Djúpalæk, 7.4.2008 kl. 18:37

12 Smámynd: Sigríður Guðnadóttir

Heyr heyr !!

Sigríður Guðnadóttir, 7.4.2008 kl. 22:19

13 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Upgrade your email with 1000's of emoticon icons Íslenskt JÁ TAKK !

Þetta er einmitt málið Playlistinn hefur gert það að verkum að útvarpið er ekki eins persónulegt og hér í denn, man eftir því forðum daga þegar Hljóðbylgjan var og hét er raddir heyrðust um að playlisti væri það sem koma skal, mönnum brá og sögðu einmitt að þá væri ekkert gaman af þessu lengur.

Hver er með í Íslenskt útvarp?

Þá væri gaman að heyra ,,FUGLINN'' með Siggu Guðna og fleira sem gjörsamlega heyrist ekkert lengur ja ekki síðan ég var að spila og mátti spila það sem ég var í stuði fyrir hverju sinni.

Gef núlifandi útvarpsstöðvum Upgrade your email with 1000's of emoticon icons  

Kjartan Pálmarsson, 7.4.2008 kl. 23:27

14 identicon

Hmmm Herr Sax  .....  viltu nokkuð segja okkur hver er uppáhalds útvarpsstöðin þín....

Jón Hilmar (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 00:22

15 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

í staðinn eru heilu og hálfu þættirnir á td Rás 2 um einhver underground bönd sem að engin þekkir og teknó þáttur á besta tíma á laugardagsköldum, það er nefnilega fól sem hefur gaman af þessu líka.

Rás 2 er í popplandi alla virka daga og sérþættirnir eru alveg frá heimildarþáttum um Hauk Mortens og Villa Vill yfir í Metal þáttinn, sem sagt reynt að gera e-ð fyrir alla.

Rás 2 er lang skárst í því að leifa dagskrágerðarmönum að hafa skoðun, playlistar eru lög hjá 365 miðlum og getur fólk verið rekið ef ekki er farið eftir þeim (þekki dæmi).

Það er rétt sem Markús segir, flæðið af nýrri tónlist er mikið svo maður spyr sig: hvenær villtu að menn séu að spila plötur frá síðustu jólum og eigum við þá að sleppa því að spila það sem er að koma út.

Það meiga allar stöðvar bæta í Íslensku tónlista hjá sér en Rásin stendur sig þar langbest, t.d. Bylgjan spilar bara þá tónlist sem þeir eru búnir að kaupa höfundarréttinn af: Bubbi, Sálin, Nýdönsk......

ps. ég hef mjög gaman af techno þættinum Rás 2 Party Zone og hann gæti vart verið á öðrum tíma, h´deginu á fimmtudögum?

Þórður Helgi Þórðarson, 8.4.2008 kl. 07:48

16 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Þórður ég geri mér grein fyrir því ......en eins og ég sagði þá finnst mér að svoleiðis þættir eigi ekki að vera á besta tíma....Mér finnst gaman að hlusta á Jazz ekki er slík tónlist á Rás 2 nema eitt og 1 lag.......en ég veit að daskrárgerðarmenn fá ekki að ráða öllu á Rás 2 ...og þar er playlisti í gangi.

Vissulega hefur Rás 2 staðið sig best í þessu en mér finnst hún vera á leiðinni að vera full gamaldags eða kannski......hvar er það sem er að gerast í USA ...eða skandinavíu osfrv..

Jón Hilmar....Ef ég er við tölvu þá hlusta ég helst á útvarp sögu...á morgnanna hlusta ég á Bylgjuna ......seinni partinn Rás 2.

Það þyrfti að vera svona ein útvarpsstöð sem sem væri á milli Bylgunnar og Rás 2

Einar Bragi Bragason., 8.4.2008 kl. 09:18

17 Smámynd: Signý

Það sem vantar á íslandi í dag er útvarpsstöð sem spilar tónlist. Útvarpsstöðvar í dag eru alltof "sérhæfðar" þegar kemur að tónlist, farnar að skilgreina sig alveg einum of mikið. Þú veist... Bylgjan989 spilar ekkert nema píkupopp, FM957 er á fullu í froðupoppinu, X-ið977 er alveg óþolandi léleg wannabe rokkstöð, Léttbylgjan er ekkert nema eitthvað væl sem gæti gert ofvirkan simpansa dapran...and so forth... Svo koemur rás1 með sínar dánarfregnir og jarðarfarir og svo er rás2, sem er svona eina stöðin sem er þó allavega að gera alskonar sérþætti um hitt og þetta... Þetta finnst mér algjörlega óþolandi, enda hef ég ekki getað hlustað á útvarp síðan bara einhverntíman fyrir svo löngu síðan að ég man ekki einu sinni hvenær...

Og hvað meina ég þá með "útvarpsstöð sem spilar tónlist"... bara stöð sem er ekkert að skilgreina sig sem einhverja stöð fyrir einhverja sérstakar týpur þjóðfélagsins... Maður missir alveg af ótrúlega miklu með því að vera alltaf að njörfa allt niður í einhverjar einingar. Mig langar í útvarpsstöð sem ekki hefur playlista, sem ekki er með einhverja eina fastmótaða tónlistarstefnu, er ekki með einhverja Sigvalda Kaldanóns eða Gunna gír...sem gera ekkert nema að frussa í mækinn yfir eigin fyndni en vita síðan ekkert um tónlistina sem þeir eru að spila... Heldur fólk, með alvöru áhuga fyrir tónlist, general áhuga og vita hvað þeir eru að spila, svona fólk eins og Ómar Bonham, Snorra Sturlu, Freyr Eyjólfs etc etc.... Það er til fullt af svoleiðis fólki... Ég mundi hlusta á svoleiðis útvarpsstöð... jafnvel vinna á einni slíkri

Það er ekkert sem heitir vond tónlist, bara mismunandi smekkur...  

 The besserwiss...checks out!

Signý, 8.4.2008 kl. 14:56

18 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

og hana nú.......rétt hjá þér

Einar Bragi Bragason., 8.4.2008 kl. 15:23

19 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Óttalegt anskotans þunglyndi erðetta!?

Þú ert að reyna að vekja upp draugin sem geysaði meðan nafni þinn og Guðmundur Rafnkell voru að rífast sem mest þarna fyrir eða skömmu eftir áramótin! Og ekki detta í þennan leiðindapytt Einar Bragi, vera með dylgjur og uppnefningar, yfirmaður rásar tvö heitir Ólafur Páll Gunnarsson, ekki vera að þessu nagi svona!Þú og aðrir sem haga ma´li sínu svona rýra alltaf gildi gagnrýni sinnar, sem ég jú að hluta get alveg skilið og tekið undir, að það er fúlt hve líftími íslenskra plata er stuttur. Ég kann ekki alveg svarið við því né hvað gæti snúið því dæmi við, en eitt er almennt á hreinu, það eru gefnar út svo margar plötur í þessu litla þjóðfélagi að stór hluti þeirra hlýtur bara að fara fyrir ofan garð og neðan og þá held ég að engu mali myndi skipta þótt kúvending yrði í spilun og/eða að útvarpsstöðvum mundi fjölga sem spiluðu meira af íslenskri músík.SVo held ég bara að meginþorri fólks fylgist hvort sem er ekki það mikið með útgáfunni nema að litlu leiti, athyglin á fáum heppnum og útvöldum yrði því áfram fyrir hendi þótt spilun einstakra stöðva ykist.

Magnús Geir Guðmundsson, 9.4.2008 kl. 00:21

20 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Rólegur gæðingur........Magnús .....ef þú skoðar playlistann á rás 2 þá kannski skilurðu það sem ég meina......ég er ekki með neinar dylgjur ....þetta er bara mín skoðun.....þú sérð líka að ef að eitthvað lag er notað í augl....leikhúsi eða bíómynd......þá er eins og útvarpsmenn vakni allt í einu .......

Einar Bragi Bragason., 9.4.2008 kl. 09:14

21 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

VAr heldur ekkert að gagnrýna þig fyrir efnið sem slíkt minn góði Saxi, bara þetta að vera ekki með svona leiðindauppnefni eins og "fugl"! og frekari orð um hans persónu.ER svo yfirþyrmandi ömurlegt að lesa slíkt og rýrir undantekningarlaust kannski að öðru leiti marktæka gagnrýni.

Með lög í spilun á rásinni (enska orðið sem er notað fer mjög í taugarnar á mér) þá finnst mér þegar ég hlusta þetta í mjög svo jákvæðum skilningi vera opið í báða enda, en þar sem ég hlusta orðið mun minna í dagsins önn á útvarp, skal ég ekkert fullyrða um ástandið nú. Hins vegar liggja staðreyndir á borðinu enn sem fyrr, rás tvö er laaaangfjölbreyttasta útvarpstöðin og ég heyri suma alveg öfugt við þig til dæmis ekki kvarta yfir að ameriska músík vanti. Er það ekki bara eins og venjulega Saxi minn, sú ameriska sem fellur mest að þínum smekk sem þér finnst vanta!?

Magnús Geir Guðmundsson, 9.4.2008 kl. 14:22

22 Smámynd: Signý

Var hann ekki að biðja um meiri íslenska tónlist?

Signý, 9.4.2008 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Bragi Bragason

Höfundur

Einar Bragi Bragason.
Einar Bragi Bragason.

Hef verið atvinnuhljóðfæraleikari í 100 ár(aðeins ýkt) og er skólastjóri Tónlistarskóla Seyðisfjarðar.

Netf.saxi@centrum.is sími 8974265

Tónlistarspilari

- like pantomime EBB master

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Áramót
  • ...927_6924913
  • picture 4 975462.png
  • picture 4 926643.png
  • ...posturrr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband