Kostir netsins

Ég bý á Seyðisfirði og er vel net tengdur bæði í vinnu og heima...kannski betur heima þar sem ég er með hraðari tengingu þar, en það sem ég var að velta fyrir mér er hversu frábært það er að geta verið hér og samt leikið inn á hljómdiska sem er verið að vinna í Reykjavík.

Ég er td þessa daga að leika inn á 2 fyrir utan minn disk.

En svona ykkur til fróðleiks þá fer þetta þannig fram að ég fæ td sent lag í mp3 formati....yfirleitt er nú megnið af öðrum hljóðfærum komið í lagið.

Ég opna þennan mp3 í Logic.Cubase eða Protools sem eru vinsælustu tónlistarforritin .....og spila inn það sem var beðið um. Einfalt....síðan set ég þetta sem ég spilaði inn , inn á idisk sem ég er með (harður diskur einhversstaðar úti í heimi), ekki set ég þetta þar samt sem mp3 heldur frekar sem aiff eða wave skjal þar sem að gæðin eru betri þannig en í mp3.

Sama geri ég þegar að ég er að fá menn til að spila fyrir mig......sniðugt...en kannski ópersónulegt.

Dóttur minni fannst td voða skrýtið fyrir nokkrum árum að ég þekkti ekki Heiðu Idol(þekki hana vel í dag) þar sem að ég spilaði á plötunni hennar....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Verulega sniðugt og alls ekki eins ópersónulegt og ætla mætti.

Sé samt fyrir mér að upp gætu komið hálf skrítin senaríó: myndi td sennilega svífa á þig og reka þér rembing ef ég mætti þér á Laugaveginum, þú spyrja hver í þremlinum ég væri eiginlega og ég svara: Hvað, þekkirðu mig ekki? Helgu Guðrúnu vinkonu þína í Englandi... 

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 8.4.2008 kl. 16:18

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Ég myndi nú samt vilja kossinn he he he

Einar Bragi Bragason., 8.4.2008 kl. 16:26

3 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Já, það er  nú ótrúlega mikið til í tækninni

Svala Erlendsdóttir, 8.4.2008 kl. 17:54

4 Smámynd: Signý

Þetta er ótrúlega sniðugt! Ég nota þetta sjálf... ekki mikið þó, en það hefur alveg komið fyrir. Það er alveg algjör snilld að geta búið til tónlist með þeim sem manni sýnist óháð því hvar fólk er niðurkomið í heiminum...

En þó er nú alltaf skemmtilegast að vera með fagfólkinu inni í hljóðveri... ekki að ég hafi einhverja gríðarlega reynslu af því... en kannski einn daginn

Signý, 8.4.2008 kl. 18:53

5 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Þetta er mjög ólíkt Signý,,,,,,maður vinnur öðruvísi.......kannski betur.....

Einar Bragi Bragason., 8.4.2008 kl. 19:21

6 Smámynd: Björg Árnadóttir

Örugglega eins og öll önnur fjarvinna. Verður aðeins geldari svona yfir netið og meira flæði í vinnunni og þróun þegar allir eru á sama stað. Engu að síður tær snilld þegar þetta hentar.

Björg Árnadóttir, 8.4.2008 kl. 20:29

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Heyrðu Saxi, ég er nú að berjast við að reyna að muna hvernig þetta var, en ekkert er nýtt undir sólinni, rámar nefnilega óljóst í sögu, kannski einmitt af hinum austfirskættuðu bræðrum Jóni Múla og Jónasi ÁRnasonum, að þeir hafi í einhverjum tilvikum unnið og samið saman sínar mörgu revíur eða hluta af þeim m.a. með hjálp símalínanna, er Jónas var kennari held ég á Norðfirði en Múlinn vann á útvarpinu í Reykjavík!En þetta er nokkuð loðið í minninu, þó viss sé ég um þetta að hluta. Rifja þetta upp til gamans, kannski man einhver þetta betur.

Hvað segirðu svo, er rokkplatan með Siggu komin í gang?

Veistu svo hvað, ég á þessa plötu með heiðu, geturðu trúað því haha!?

Magnús Geir Guðmundsson, 8.4.2008 kl. 23:55

8 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Held að það hafi verið eitthað svoleiðis hjá þeim og svo hringdi Raggi Bjarna líka stundum í Valgeir sigurðsson hér á Seyðisf. og spilaði lag sem var á þeirri stund í kana útvarpinu fyrir hann og Valgeir notaði ..-..- til að merkja hendingar.........Litla sæta ljúfan góða er td eftir hann.

Einar Bragi Bragason., 9.4.2008 kl. 01:24

9 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Skemmtilegt að fá að vita hvernig þetta er gert.

Já, þetta með Valgeir Sigurðsson.  Hann var að vinna fyrir tónlistarmenn og útgefendur fyrir sunnan, þannig að þú Einar Bragi ert að feta í fótspor Valgeirs heitins, þó að það sé netið og Logic.Cubase núna en ekki ein stutt og tvær langar, penni og pósthúsið eins og áður.

Annars held ég að það hafi verið Svavar Gests sem hringdi oftast í Valgeir og pantaði texta við þetta og hitt lagið. 

Hins vegar söng Raggi Bjarna mööööörg þessara laga.

Jón Halldór Guðmundsson, 9.4.2008 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Bragi Bragason

Höfundur

Einar Bragi Bragason.
Einar Bragi Bragason.

Hef verið atvinnuhljóðfæraleikari í 100 ár(aðeins ýkt) og er skólastjóri Tónlistarskóla Seyðisfjarðar.

Netf.saxi@centrum.is sími 8974265

Tónlistarspilari

- like pantomime EBB master

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Áramót
  • ...927_6924913
  • picture 4 975462.png
  • picture 4 926643.png
  • ...posturrr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband