Heim eftir Andrés

Andrésar Andarleikarnir á Akureyri eru alltaf skemmtilegir,stemningin í fjallinu frábær og allir eru glaðir.....Að vísu eru alltaf einhverjir foreldrar sem taka þessu full alvarlega en þeir eru sem betur fer í minni hluta.Okkar lið stóð sig ágætlega og gerðu allir sitt besta.....sem er það sem máli skiptir að gera sitt besta og vera með.

Ein stelpa á þessu móti sýndi einmitt hinn sanna íþróttaanda þar sem hún var að renna sér niður brautina.Í miðri brautinni dettur hún og missti annað skíðið svolítið langt frá sér.....hún ákveður að renna sér þá bara á öðru skíðinu restina af brautinni.

Rétt áður en hún kemst í markið dettur hún aftur og missir hitt skíðið af sér......hún dó ekki ráðalaus og hljóp í mark....Smile

Annars mega Andrésarmenn aðeins fara að hrista upp í dagskránni sem er á hverju kvöldi í íþróttahúsinu......En annars bara gaman.

hér er mynd af SKÍS liðinu. skis


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Greinilega ótrúlega skemmtilegir krakkar, og stelpan, bara hljóp í mark, mér finnst þetta alveg frábært

Svala Erlendsdóttir, 27.4.2008 kl. 09:48

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Mikill kraftur í þessum hópi. 

Eigðu góðan sunnudag minn kæri bloggvinur  

Marta B Helgadóttir, 27.4.2008 kl. 10:58

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þær eru magnaðar þessar litlu stelpur.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 27.4.2008 kl. 16:44

4 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

ég tók myndina Konni he he

Einar Bragi Bragason., 27.4.2008 kl. 18:47

5 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Þrautseigjan lengi lifi.

Steingerður Steinarsdóttir, 27.4.2008 kl. 18:49

6 identicon

Hey hey ... ætluðu ekki sumir að koma að ná í suma diska og fá sumt...kaffi ...?

Kærar kveðjur, diskarnir eru hér í góðu yfirlæti - ég get sent ef þú vilt.

áfram Andrés! 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 10:32

7 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Verð aftur á ferð Norður um næstu helgi......

Einar Bragi Bragason., 28.4.2008 kl. 13:26

8 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Var svo bara annar hver skíðakappi með bikar?  Flott mál.

Jón Halldór Guðmundsson, 28.4.2008 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Bragi Bragason

Höfundur

Einar Bragi Bragason.
Einar Bragi Bragason.

Hef verið atvinnuhljóðfæraleikari í 100 ár(aðeins ýkt) og er skólastjóri Tónlistarskóla Seyðisfjarðar.

Netf.saxi@centrum.is sími 8974265

Tónlistarspilari

- like pantomime EBB master

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Áramót
  • ...927_6924913
  • picture 4 975462.png
  • picture 4 926643.png
  • ...posturrr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 222509

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband