4.9.2008 | 13:55
Til hvers er Lögreglan ????
Kannski full dramatísk fyrirsögn en ég hef verið að hugsa,,,,,og já það gerist stundum
Í Hvalfjarðargöngum og Fáskrúðsfjarðargöngum eru komnar Hraðamyndavélar og einnig er a.m.k ein í viðbót á leiðinni frá Reykjavík til Borgarnes.
Á þessum stöðum er maður varaður við þeim með fyrirvara og megin þorri ökumanna hægir á sér.
Ef maður ekur svo um landsbyggðina sér maður lögreglubíla liggja í leyni í von um að krækja í óheppinn ökumann á ferð sinni um landið.
Ekki er varað við þeim hraðmælingum .
Er ekki bara viturlegra að setja upp fl. hraðamyndavélar um landið og nota lögregluna í annað.
Kannski hafa þeir á Blönduósi ekkert annað að gera,ég veit það ekki, en ég veit að lögreglan mætti vera mun sýnilegri á öðrum stöðum við eitthvað annað.
Sekt fyrir að vera gripinn á rúmlega 100 km hraða er komin upp í 30.000 krónur.
Sekt fyrir að vera gripinn með 1 gramm af fíkniefnum er um 20.000 ...er þetta sanngjarnt ?????
Væri líka ekki réttara að beita lögreglunni meira við að laga almenna umgegni um og eftir Dansleiki.....
Þar sem að ekki þarf nema 10 Íslendinga til að láta líta út sem að útihátíð hafi verið á staðnum.
Um bloggið
Einar Bragi Bragason
Tenglar
Flott og gott
ýmsir góðir og gagnlegir tenglar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- heidathord
- lindalea
- totally
- lehamzdr
- meistarinn
- bjorgarna
- gthg
- martasmarta
- erla1001
- nanna
- estro
- braxi
- eythora
- steingerdur
- stebbifr
- ragnhildur
- gummigisla
- sax
- lindabj
- emilssonw
- vilborgo
- baddahall
- smakokur
- kjarvald
- bbking
- haukurn
- ranka
- herdis
- alla
- 730bolungarvik
- vga
- jonkjartan
- garun
- trukona
- ingvarvalgeirs
- biggibraga
- aslaugh
- jax
- benna
- blekpenni
- snorris
- mafia
- start
- hallibjarna
- jonhalldor
- strakamamman
- isdrottningin
- gbo
- stormadis
- nesirokk
- jakobsmagg
- hjaltig
- gummisteingrims
- evathor
- gudrunfanney1
- lara
- laufeywaage
- ringarinn
- markusth
- storibjor
- hallarut
- gammur
- olinathorv
- sirarnar
- manzana
- eysteinn-thor
- gretaulfs
- fanney
- maggaelin
- arnthorhelgason
- 730
- kalli33
- klaralitla
- mymusic
- esv
- gisliblondal
- hemba
- earlyragtime
- gretarorvars
- sigurlauganna
- gudni-is
- joninaros
- jahernamig
- ellasprella
- gydabjork
- valsarinn
- thorasig
- palmig
- gudjonbergmann
- hognihilm64
- lostintime
- plotubudin
- svala-svala
- judas
- kjarrip
- jara
- gudnim
- dianadv
- arnaeinars
- asgeirpall
- saethorhelgi
- lydurarnason
- steinunnolina
- bryn-dis
- listasumar
- gullihelga
- eddabjo
- raggipalli
- addamaria
- pegre
- chinagirl
- sign
- bjork
- gisligislason
- stormsker
- almaogfreyja
- glamor
- annapanna77
- blues
- sverrir
- rannug
- hugs
- bulgaria
- kolgrima
- th
- alit
- krissa1
- gudnyruth
- kafteinninn
- johannavala
- viddy
- fridrikomar
- ketilas08
- skordalsbrynja
- fjolahrafnkels
- birtabeib
- asdisran
- tru
- ausa
- margretsverris
- bergthora
- vefritid
- ragnargeir
- siggasin
- helgadora
- tobbitenor
- ingabesta
- rosabla
- annriki
- audbergur
- lady
- ynnej
- amotisol
- siggagudna
- kisabella
- steinibriem
- himmalingur
- gellarinn
- nkosi
- agny
- berglindnanna
- gattin
- bestfyrir
- brandarar
- daxarinn
- eddaagn
- gudrunkatrin
- topplistinn
- skytta
- gunnarpalsson
- konniiceman
- skessa
- hreinsamviska
- mrsblues
- little-miss-silly
- irisholm
- jea
- lionsklubbur-seydisfjardar
- mal214
- omarragnarsson
- fjardarheidi
- sifjan
- stjornlagathing
- kristjani
- rocco22
- totad
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þar sem 3 framsóknarmenn syngja saman, þar er hestamannamót.
Þar sem 3 unglingar syngja saman, þar er unglingavandamál.
Jón Halldór Guðmundsson, 4.9.2008 kl. 14:27
Góður;) Þörf umræða sem á fyllilega rétt á sér í samfélaginu. málið er líka Einar Bragi að það er hálf furðulegt þegar verið er að negla menn á þjóðvegum landsins, þar sem bílar sjást varla svo tímum skiptir fyrir að aka á 102km/klst sem gerir ágæta sekt, þá kemstu upp með það í Ártúnsbrekkunni í RVk og á Hellisheiðinni að keyra á sama hraða og þá jafnvel á eftir löggubíl en ekkert er gert sökum umferðarþunga. 'eg held að það hætti að skoða sektarkerfið í heild sinni og vona að eh þingmaður taki sig til og geri alvöru úr því að hækka aðrar sektir í samræmi við hraðaksturssektir. Þá er líka að gaman að minnast á það að sektirnar eru lægri innanbæjar en á þjóðvegunum þeas t.d ef menn eru teknir á 70km kafla á 91 km/klst þá borga þeir 15 þús en ef þú værir tekin á 90 km kafla á hringveginum á 111 þá þarftu að borga 30000 ef ég man rétt. Furðulegt alveg.
Sigfús Már (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 19:34
Sammála þér Saxi enda talar þú af þekkingu. Við þetta rifjast upp fyrir mér þegar ágætu vinur minn sem var einu sinni lögregluþjónn á Akranesi mótmælti varðstjóra sínum og neitaði að leggja löggubílnum í leyni rétt hjá hótelinu þar til að fylgjast með þeim sem færu inn í bíla eftir dansleiki. Hann vildi frekar að lögregluþjónar væru á gangi fyrir utan ballstaðinn og byðu þeim sem ætluðu í bíla sína að blása og koma þannig í veg fyrir þeir færu af stað. Svo er annað þetta með hraðamyndavélarnar. Menn mega verulega vara sig þegar þeir fara niður göngin að norðanverðu því ég veit dæmi um sektir fyrir að vera á 79 km hraða og frávik eru aðeins 3 km/klst. Að norðanverðu er brött brekka og krefst fullrar athygli við aksturinn og ég hef sjálfur staðið mig að því að vera kominn í 80 án þess að ætla mér það vegna þess að í mikilli umferð í þröngum göngum niður bratt brekku hefur maður allt annað þarfa að gera en að góna á hraðamælinn. Ég held að það séu einar 5 hraðamyndavélar á leiðinni frá Akranesi til Reykjavíkur, svo er ein rétt við Melahverfi á leið í Borgarnes og önnur við Fiskilæk á leið milli Borgarness og Akraness. Keyrði þarna daga eftir dag í sumar og slapp við sektir enda hógvær ökumaður. En sammála þér að hraðamyndavélum ætti að fjölga og nota lögguna í nýtilegri verkefni.
Haraldur Bjarnason, 4.9.2008 kl. 19:52
Ágætispistill já, en sem afleysingarlöggi ætti þér nú ekki að vera skotaskuld að fá svörin.
En er nú ekki pínu orðum aukið að tala um að vegalöggan liggi í leyni í von um að nappa einhverja? Lög eru jú lög og við megum ekki gleyma öllum þeim harmi og tjóni sem akstur yfir leyfilegum mörkum hefur valdið!Þú minnist svo aðeins á eiturlyfin líka, gleymum því einmitt ekki, að þetta vegaeftirlit hefur þjónað þeim tilgangi líka að stöðva sölumenn á ferðum þeirra víða um land og komið þannig í veg fyrir frekari lögbrot og dreifingu fíkniefna.
Magnús Geir Guðmundsson, 5.9.2008 kl. 00:36
Það á að tekjutengja umferðalagabrot, eftir því sem þú þénar meira ,borgar þú meira, þetta kerfi er í Finnlandi og virkar fínt eftir því sem maður heyrir.
Res (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 21:54
Hvernig er það annars, má lögreglan liggja í leyni við hraðamælingar. Einn kunningi minn var tekinn milli Eskifj. og Reyðarfj. í fyrravetur á rúmlega 100. Skyndilega kvikna há ljós í myrkrinu á bíl í vegakantinum og svo kom blátt blikkljósið. Löggan hafði lagt bíl sínum í útskoti og slokkti öll ljós á bílnum. Kunningja mínum krossbrá við þetta og var næstum lentur útaf. Svona vinnubrögð finnst mér nú einum of.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.9.2008 kl. 01:48
Mér er spurn. Er það leyfilegt að keyra of hratt ef löggan sést ekki ???
Ég taldi leyfðan hámarkshraða gilda hvort sem löggan sést eða ekki!!
Ég er reyndar sammála því að hækka mætti sektir við fíkniefnabrotum og þess háttar en það hinsvegar leyfir mönnum ekki að keyra of hratt þó svo að þeim finnist ósanngjarnt að þeir sem teknir eru með fíkniefni fá svo lágar sektir.
Ökum hægar og þá komast flest allir heilir heim. Þetta virðist hafa skilað þeim árangri allavega enn sem komið er.
Bumbi (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 02:17
Hlutverk lögreglunnar ætti frekar að koma í veg fyrir glæpi en ekki að það sé meginmarkmið að nappa menn. Forvörn er besta vörnin.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.9.2008 kl. 03:40
Gera bara eins og ég geri. Keyra á löglegum hraða og málið er dautt.
Pétur Kristinsson, 6.9.2008 kl. 15:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.