Ný göng á milli Eskifjarðar og Norðfjarðar koma mér að miklu gagni núna...

Eða hvað.........Fagridalur lokaður......Við þurfum göng....Ekki bara á milli Eskifjarðar og Norðfjarðar heldur Austfjarðagöng.....í þessu tilfelli er leiðin á Fjórðungssjúkrahúsið td lokuð fyrir Seyðfirðinga,Héraðsbúa ofl.
mbl.is Veginum um Fagradal lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

..er ekki flugvöllurinn á Egilsstöðum örugglega opinn? Þá er Seyðfirðingum og Héraðsmönnum borgið...Sveitarfélagið Fjarðabyggð er með sjúkrahús á Norðfirði  og ef þeir komast yfir Hólmaháls og Oddsskarð er þeim borgið.....hvað ertu að kvarta?....auðvitað átti fyrir löngu að vera byrjað að á jarðgangagerð frá Héraði í Seyðisfjörð, þaðan í Mjóafjörð, Norðfjörð, Eskifjörð, Reyðarfjörð...ekki spurning

Haraldur Bjarnason, 11.9.2008 kl. 01:13

2 identicon

Já nú kom sér vel að Fjórðungssjúkrahúsið er í Neskaupstað en ekki á Egilsstöðum því dóttir mín fékk bráða botnlangabólgu í dag og Fagridalur ófær.

Austfirðingur (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 01:34

3 identicon

Hvaða væl er nú þetta var að skríða í hús kát og hress . Smellti mér á fund í héraðið í kvöld, hugsaði nú um að snúa við þegar ég sá byrjun á skriðuföllum á Fagradal en lét það ekki stoppa mig. Eftir fundinn kl 23 kom í ljós að dalurinn var ófær nú þá bara keyrði ég Breiðdalsheiðina og firðina heim á Norðfjörð ekki vandamálið :o)

Lifum lífinu lifandi brosum og verum glöð.

Norðfirðingur (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 02:02

4 identicon

Iss. Hver hefur svosem áhuga á því að fara uppá Egilstaði :D

Eskfirðingur (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 02:25

5 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Ef þið skoðið færsluna mína þá minnist ég hvergi á ranga eða rétta staðsetningu á sjúkrahúsi...var bara að benda á hversu nauðsynlega við þurfum betri samgöngur.

En Norðfirðingar verða að sjálfsögðu samt að fara trúa því að á sama tíma og menn berjast ekki fyrir samgöngum hér eystra mun sjúkrahúsið á Egilsstöðum stækka...., nú síðast var verið að gera ráð fyrir 14 nýjum sjúkrarýmum á Austurlandi,12 á Egilsstöðum og 2 á Eskifirði.

Einar Bragi Bragason., 11.9.2008 kl. 08:22

6 identicon

En Seyðfirðingar verða að sjálfsögðu samt að fara trúa því að á sama tíma og menn berjast ekki fyrir samgöngum hér eystra mun ferjan enda á Reyðarfirði enda alveg út úr kortinu að vera með hana á Seyðisfirði,það sjá allir menn sem eitthvað vilja sjá!!!!!!!! Einar hættu svo með þetta endalausa bull um að Norðfirðingar þurfi að sjá hitt og þetta þú ert fullur af hrepparíg.

Ingibjörg (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 14:13

7 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Elsku besta Ingibjörg ....þetta er ekki mín ósk.......þetta er bara það sem er að gerast...ættir að vita betur.....

Er einmitt ekki í neinum hrepparíg.:)

Einar Bragi Bragason., 11.9.2008 kl. 15:04

8 identicon

Arðbærustu göngin væru á milli Héraðs og Norðfjarðar................

Res (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 17:51

9 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Saxi. Þetta er ákkúrat málið sem hrjáð hefur Austfirðinga alltaf: hrepparígurinn. Við erum að tala um Austfjarðagöng sem fyrir löngu ættu að vera komin. Tengja saman Hérað og firði. Þá getur sjúkrahúsið með góðu mói verið áfram á Norðfirði og sú góða þjónusta sem veitt er við heilabilað á sjúkrahúsinu á Seyðisfirði. Verkmenntaskólinn á Norðfirði og Menntaskólinn á Egilsstöðum og svona mætti lengi telja en úrtölufólk eins og Ingibjörg tefja alvöruframkvæmdir á Austurlandi. Sjálfur bjó ég í fjögur ár á Norðfirði og í 18 ár á Egilsstöðum. Á báðum stöðum er gott að búa og ég þekki Austfirði alla, þar er allsstaðar gott að búa. Þegar Halldór Blöndal vr samgönguráðherra spurði ég hann einu sinni að því hvort nú væri ekki komin röðin að Austfjörðum þegar búið var að gera Vestfjarðagöng. Þá svaraði hann einfaldlega: "Það er ekki tímabært. Austfirðingar geta ekki einu sinni komið sér saman um hvar næstu göng eiga að vera." Þetta hefur tafið framkvæmdir og einu göngin sem gætu leyst þetta eru þessi 30 ára gamla hugmynd um tengingu Héraðs við firði með gangaröð. - Kveðja að norðan, eftir um tvö ár styttist á milli okkar þegar Vaðlaheiðin verður götuð.

Haraldur Bjarnason, 11.9.2008 kl. 20:48

10 Smámynd: Pétur Kristinsson

Kann ekki að senda skilaboð þannig að ég tek mér það bessaleyfi að setja þetta hérna. http://storibjor.blog.is/blog/storibjor/entry/640133/

Pétur Kristinsson, 11.9.2008 kl. 20:53

11 identicon

Úrtölufólk eins og Ingibjörg, góður þessi.Flettu blogginu hans Einars þá skilurðu afverju ég er pirruð. Ef minnst er á framkvæmdir einhversstaðar á austurlandi þá byrjar Einar, Norðfirðingar þetta og Norðfirðingar hitt og sjúkrahús manían er gjörsamlega óþolandi.Flestir orðnir hundleiðir á henni.Einnig er merkilegt það er eins og það standi og falli með Norðfirðingum hvort Seyðfirðingar lifi!! Er það ekki bara gott mál að sjúkrarýmum fjölgar á Egilstöðum ég segi nú bara til hamingju með það .sé ekkert nema jákvætt við það. Svo að lokum vil ég segja það er úrtölufólki eins og Einari að kenna að þessum ömurlega hrepparíg er ekki hægt að uppræta!

Ingibjörg (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 22:02

12 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Halló Ingibjörg mín er ekki allt í lagi hjá þér.....fórstu vitlausu megin framúr.

Þú veist betur en þetta, það eina sem ég hef verið að benda á er að mér finnst Bæjarstjórnin ykkar í Fjarðabyggð búin að vera alveg sofandi og hugsa bara um eigin hag að undansk. Gumma Gísla.

Þú veist að margir af mínum bestu vinum hér eystra eru Norðfirðingar og já þeir eru flestir sammála mér.

Ég hef bara verið að benda á að það þarf að bæta samgöngurnar í Fjórðungnum ekki bara á milli Eskif og Norðfj. 

En ég stend við þá skoðun mína og margra að á meðan að ekki verða samgöngubætur hér eystra muni Sjúkrahúsið á Egilsstöðum stækka á kostnað Fjórðungssjúkrahússins í Nesk.

Það má aftur á móti benda þeim sem sjá allt slæmt við að hafa Spítalann þar sem hann er ,að stærsti vinnustaðurinn á Austurlandi er á Reyðarfirði, sjálft Álverið og er þá ekki heppilegt að hafa spítalann akkúrat þar sem hann er.

Maður má alveg hafa skoðanir án þess að vera sagður vera með einhvern hrepparíg. 

Sjúkrahúsið á Norðf er eitt af betri vopnum um okkar í samgöngubótum þannig að þú skalt bara venjast á að ég noti það hér.........Mér finnst stundum eins og að sumir þori ekki að tala um að það þurfi að bæta samgöngur til Norðfjarðar.

Ein spurning til þín Ingibjörg afhverju er slæmt að ferjan komi á Seyðisfjörð......ég næ þessu ekki alveg..... 

PS þú er samt ágæt og ég kann vel við fólk sem hefur skoðanir

Einar Bragi Bragason., 11.9.2008 kl. 22:35

13 identicon

Einar minn það er sko alls ekki slæmt að ferjan komi á Seyðisfjörð heldur bara frábært enda skipptir það miklu máli fyrir Seyðfirðinga.Það skiptir líka miklu máli fyrir Norðfirðinga og reyndar alla íbúa í Fjarðabyggð að sjúkrahúsið verði áfram þar sem það er.Skrifin mín fyrir ofan voru bara smá sýnishorn af hrepparíg sem nóg er af fyrir austan.Svo segir þú. '' finnst Bæjarstjórnin ykkar í Fjarðabyggð búin að vera alveg sofandi og hugsa bara um eigin hag að undansk. Gumma Gísla.'' Mitt álit á Bæjarstjórn Fjarðabyggðar er að hún er búin að vera sofandi í mörg ár og gott ef ekki er verið að safna fyrir öndunarvélum fyrir þá.Svo er Bæjarstjórninni alveg óhætt að hugsa um eigin hag áður en hún hugsar um önnur bæjarfélaug. hún hlýtur að hafa verið kosin til þess.Svo þetta með hann Gumma Gísla vin þinn, hann hugsaði svo sannarlega ekki um eigin hag frekar en hag Fjarðabyggðar þegar hann var tilbúinn að taka sjens á að fresta göngunum  um nokkur ár og svo hefði jafnvel verið hætt við þau.Þú talaðir um sofandi Bæjarstjórn spurðu þá vin þinn hverjir voru vakandi þegar ákveðið var að henda slippnum í Fjarðabyggð held nefnilega að þá hafi þeir allir hrotið!

 PS skoða bloggið þitt á hverjum degi og hef gaman af því en ég ver Nobbana fram í rauðan dauðann enda ættuð þaðan!

Ingibjörg (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 22:57

14 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Takk fyrir að hreyfa enn og aftur samgöngumálum Austurlands, Einar Bragi.

Þessi tenging sem flestir eru sammála um að við þurfum milli fjarða væri svo frábær lyftistöng fyrir Austurland allt að annað eins framfaraskref á landinu er ekki til held ég. 

Bölvaður hrepparígurinn hér eystra er slæmur og mér sýnist að sumir séu að misskilja punktinn hjá Einari um Fjórðungssjúkrahúsið okkar.  Málið er að það myndi nýtast betur öllum hér eystra með þessari tengingu og þetta ágæta sjúkrahús myndi eflast og blómstra við þessa breytingu.

Þakka einnig Haraldi fyrir hans jákvæðni í þessum málum og hann er einn af þeim mörgu sem er líka óþreytandi að mæla fyrir samgöngubótum.

Og Ingibjörg; Ferjan er ekki á Seyðisfirði. Seyðisfjörður er einungis viðkomustaður hennar og ég tel að Seyðfirðingar og ýmsir aðrir austfirðingar hafi mikinn sóma að; hvernig aðstaðan hefur verið byggð upp, hvernig þjónustan og fleira er vel af hendi leyst.  Það er aðeins eitt sem vantar að gera betur, en það er samgönguöryggi yfir heiðina.

Á þessu sumri (og einnig fyrr) hafa tollverðir og lögreglumenn á Austurlandi (Seyðisfirði, Héraði og Fjarðabyggð) náð miklum árangri í að upplýsa smyglmál í ferjunni.  Þessi árangur er ávöxtur samstarfs og skipulags, en ekki togstreitu og hrepparígs.

Þess vegna held ég að samtaka afl, sé aflið sem þarf fyrir Austurland.

Jón Halldór Guðmundsson, 12.9.2008 kl. 23:06

15 identicon

Auðvitað var ég að tala um viðkomustað ferjunnar  þetta er nú bara útúrsnúningur.

Ingibjörg (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Bragi Bragason

Höfundur

Einar Bragi Bragason.
Einar Bragi Bragason.

Hef verið atvinnuhljóðfæraleikari í 100 ár(aðeins ýkt) og er skólastjóri Tónlistarskóla Seyðisfjarðar.

Netf.saxi@centrum.is sími 8974265

Tónlistarspilari

- like pantomime EBB master

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Áramót
  • ...927_6924913
  • picture 4 975462.png
  • picture 4 926643.png
  • ...posturrr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband