Hvernig væri að fá fólk sem hefur vit á músik

Til að tjá sig um svona mál......ekki einhverja sem kunna plötuumslögin utanað .

Hvernig geta menn sem varla halda lagi dæmt bestu eða verstu plötur sögunnar....Hef að sjálfsögðu ekki lesið þetta.....en það verður fróðlegt....Grin...

Hvernig er ofmetnasta platan metin.........snilld...bara snilld 


mbl.is Bubbi hefur gert betur en á Konu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Heldur þú virkilega að einhver sem hefur "vit" á tónlist sé eitthvað betri gagnrínandi en einhver annar ?

Allaveganna hef ég alltaf farið eftir einum tónlistasmekki frekar en öðrum en Það er minn tónlistarsmekkur. Ef mér finnst eitthvað drasl þá finnst mér það drasl.

Tónlist er ekki heilagur sannleikur heldur smekksatriði.

Ef mér finnst Frans Ferdinand betri en Mezzoforde.. Þá eru FRANS Ferdinand Betri en MEZZOFORDE..

fyrir mér...

Brynjar Jóhannsson, 26.9.2008 kl. 20:32

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Ágætis punktur en svar mitt við því fyrsta er að þegar menn ætla að fara tala um svona hlut eins og í þessu tilfelli...ÞÁ JÁ.....

Þegar plata er dæmd á EKKI AÐ FARA EINGÖNGU EFTIR SMEKK PLÖTUDÓMARANS sem er því miður alltaf gert hér á landi.......heldur einnig gæðum hljóðfæraleiks o.s.fr.v.....

Það eru allt of margir misheppnaðir plötudómarar hér.......

Einar Bragi Bragason., 26.9.2008 kl. 20:41

3 identicon

Þá væru allar pönk plötur t.d. skelfilegar...

Svo er ekki hægt að keppa í tónlist... frekar en list yfir höfuð...

Annars myndu ríkustu böndin bara kaupa bestu hljóðfæraleikarana.... Væri t.d. gaman að sjá band með 17 "lead" gítarleikurum?

Skál

Ólinn (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 20:52

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

sammála þér varðandi plötudóma.

Ég held samt að ég yrði mjög líklega ósammála þeim plötu dómi ef einhver tónlistarspekuland væri fengin til að dæma tónlist því tónlist er svo rosalega "persónutengd". Hvað einum finnst væmið finnst öðrum ekki. Sumir hlusta eftir lögum og textum á meðan aðrir blína bara á melodíur. Allaveganna hef ég rekist á það að tónlistarmen heyra tónlist á misjafnan hátt og þeir sem eru að semja tónlist leitast eftir mjög misjöfnu í sinni lagasköpun. Sumir tónlistarmenn hafa rosalega gott prudsenteyra á meðan sumir eru meira bara góðir hljóðfæraraleikarar. Góðir hljóðfæraleikarar eru ekkert endilega góðir lagasmiðir og Góðir lagasmiðir eru stundum skelfilegir hljóðfæraleikarar.

Tökum dæmi um hvað tónlist er mikið smekksatriði.  

Mér finnst t.d Leonard Choen betri söngvari en Celen Dion og ég er handviss um að þú ert ósammála mér.

ÓLINN..

reyndar hafa flestar plötur í gegnum tíðina unnar af atvinnuhljóðfæraleikurum "ghost" writers... sem koma hvergi fram á plötunni. Meira en þér órar fyrir...

Brynjar Jóhannsson, 26.9.2008 kl. 21:24

5 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Já fl góðit punktar hjá þér...tónlist er persónutengd en þú hlýtur að skilja það að það er hundleiðinlegt fyrir tónlistarmenn að vera 1000 tima í stúdíói og vera síðan rakkaðir niður að manni sem veit ekki muninn á dúr og moll.....

Tökum sem dæmi Mezzoforte ...þeir hafa ekki fengið góða útreið hér heima en td þar sem ég var í síðustu viku í Noregi eru þeir dýrkaðir og dáðir....

Síðasta plata Stevie Wonder var valin ein af plötum ársins á Norðurlöndum........Hér heima vissu menn ekki af henni.....

Einar Bragi Bragason., 26.9.2008 kl. 22:42

6 identicon

Auðvitað er það alveg kol afstætt hversu góð eða ekki góð hljómplata er.  Plötugagnrýni er aldrei annað en álit eins manns á tiltekinni plötu.  T.d. er ekki hægt að fella einhvern ríkisdóm yfir plötu eins og Ísbjarnarblús án þess að skoða hana í samhengi þess tíma og tíðaranda sem var ríkjandi þegar platan kom út. 

Ég man vel eftir þeim hughrifum sem þessi plata olli þegar ég heyrði hana í fyrsta sinn.  Þetta var einhver nýr kraftur sem hreinlega sprakk út og kveikti í mér og minni kynslóð.  Að ætla að fara að lesa sig í gegn um þessa plötu árið 2008 og reyna að fella einhvern dóm um hana er tóm þvæla. Ísbjarnablús er ábyggilega ekki gallalaus plata en miðað við áhrifin sem hún hafði á samfélagið þegar hún kom út er ekki hægt annað en gefa henni góða dóma.

Kristinn J (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 22:48

7 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

ég get verið algjörlega sammála þér með Ísbjarnarblús....það var og er einhver flottur kraftur í henni.....

Brynjar ég gleymdi ....ég þoli ekki L.C og er ekkert hrifinn af C.D en hún má hafa það að hún er góð....

Einar Bragi Bragason., 26.9.2008 kl. 22:59

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Til hamingju með góða ferð til Norge!

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.9.2008 kl. 00:47

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ys og þys út af eiginlega engu Einar minn! Þetta er bara léttur samkvæmisleikur að halfu Moggans og þá væntanlega til að skemmta núverandi lesendum/áskrifendum, en jafnframt með þessari netfrétt sem og mörgum öðrum líka, til að laða nýja að.

Ekki vera svo með svona karlinn, "nýjasta plata Stevie Wonder kosin o.s.frv. á norðurlöndum"! Slíkt val er hvorki betra né verra en öll önnur og hefur ekkert með gæði þessarar plötu til eða frá að gera.

SEgi annars ekkert frekar um fyrirfram álit þitt á þeim sem nefndir eru, orðið dálítið mikið "Endurtekið efni" hjá þér saxafónsnillingnum!

Magnús Geir Guðmundsson, 27.9.2008 kl. 01:42

10 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Já já það er rétt Magnús þetta er bara svo gaman....en það sem ég var að meina er að poppskríbentar hér eru eins og einhverjir Guðir sem geta rakkað niður íslenska tonlistarmenn og geta látið íslenska tónlistarmenn ganga á eftir sér endalaust...

Ef þú snýrð þessu svo yfir á íslenskan Poppskríbent að tala eða fjalla um erlendan tónlistarmann þá er viðmótið oft allt annað,

Einar Bragi Bragason., 27.9.2008 kl. 02:17

11 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Þarna sérðu Einar Bragi...

ef þú værir fengin sem plötugagnrínandi þá væri ég án nokkurs vafa ósammála þér . Mér t.d er skítsama hvort að söngvarar nái Pichum andskotans ef röddin þeirra túlkar textan rétt og ef ég finn í að röddinn þeirra er sönn. Mér finnst flestir idol sönvarar skelfilegir einmitt vegna þess að það vantar í sannleikan í röddina þeirra. Þeir eru að mínu mati aljgörleglega steingeldir og yfirleitt eru allir söngvaranir sem mér fannst eitthvað var í löngu búið að sparka þeim út

En komon .. þú hlítur að vera að grínast

Leonard Choen besti söngvari heimi.....

Hlustaðu bara á hann syngja með U2 the tower of songs

Hann tekur BONO Í RASSGATIÐ.

og svo er hann líka myndarlegri  

Brynjar Jóhannsson, 27.9.2008 kl. 12:50

12 identicon

hvernig dóma fékk stjórnin á sínum tíma?

Hilmar (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 14:16

13 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Heyrðu Einar, síðasta athugasend fær mig til að pæla, því ég skrifaði nú um nokkrar plöturnar ykkar. Man ekkert eftir innihaldinu í smáatriðum og öruglega engin eðalskrif, nema hvað að ég var örugglega jákvæðari í það heila en hitt!

Magnús Geir Guðmundsson, 28.9.2008 kl. 01:23

14 identicon

Takk for síst.... ég tjái mig hiklaust um tónlist þó ég hafi sjálfsagt ekki hundsvit á henni, en ég geri ekki þá kröfu að menn taki nokkurt mark á mér frekar en þeir vilja. En það sem ég segi hefur gildi fyrir mig og það er mér nóg.

bestu kveðjur...BJ.

Bubbi J. (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 15:20

15 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

ég man ekkert eftir dómum um Stjórnina en já Magnús ég held að þetta hafi gerst frekar á síðari árum að þeir sem fjalla um músik setji sig á of háann hest.

Svo er líka annað að fjalla um músik en að hreinlega dæma hana,,,

Mér finnst þessir fuglar sem eru að þessu í dag ansi oft vera dæma eitthvað sem þeir hafa ekki vit á.......fínt að þeir fjalli um hlutina en að þeir reyni meira ,,,,,,Nei takk

Einar Bragi Bragason., 28.9.2008 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Bragi Bragason

Höfundur

Einar Bragi Bragason.
Einar Bragi Bragason.

Hef verið atvinnuhljóðfæraleikari í 100 ár(aðeins ýkt) og er skólastjóri Tónlistarskóla Seyðisfjarðar.

Netf.saxi@centrum.is sími 8974265

Tónlistarspilari

- like pantomime EBB master

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Áramót
  • ...927_6924913
  • picture 4 975462.png
  • picture 4 926643.png
  • ...posturrr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 222117

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband