Engin skoðunarstöð

Ég er með fornbíl sem kemst ekkert yfir veturinn í skoðun þar sem að það er eitt stk Fjarðarheiði á leiðinni ......Hvernig væri nú að koma með einhverjar undantekningar.....

DSC00280

 


mbl.is Alvarleg umferðarslys vegna lélegs ástands ökutækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Undantekningu frá hverju?

Að þú megir keyra óskoðaðan bíl eða að formbíla þurfi ekki að skoða?

Bylgja (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 09:21

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Nei lengri frest.....hann lenti nú í einelti í fyrravetur....og var falinn inn í bílskúr fram á vor þegar heiðin var orðin fær............þá varð brunað í skoðun og ekkert mál......

Einar Bragi Bragason., 4.11.2008 kl. 09:25

3 identicon

Sæll Einar Bragi,
Þetta er ekkert mál - ef þú ert ekki að nota bílinn, þá leggur þú bara inn plöturnar.  Þá legst gjaldið ekki á þig.  Svo lætur þú skoða bílinn þegar þú setur plöturnar aftur á bílinn og ætlar þér að nota hann.

Einar Solheim (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 09:42

4 Smámynd: Vignir Arnarson

Ég er hjartanlega sammála Einari og það sem verra er að það eru hjólhýsin og vagnarnir sem eru settir inn á haustinu,ætla þeir að koma í geymslurnar og skoða nei sennilega ekki.!!!!!!!!!!!!!!!

Vignir Arnarson, 4.11.2008 kl. 09:47

5 Smámynd: Vignir Arnarson

E:S: Einar veistu um einhvern góðan fornbíl sem vantar gæða eiganda?

Vignir Arnarson, 4.11.2008 kl. 09:47

6 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Nafni ja veit um þetta....en maður en nú ekki að taka gamlar plötur af í tíma og ótíma .......auk þess að hann verður að fá að fara í gang öðruhvoru.....Viggi nei veit ekki um neinn

Einar Bragi Bragason., 4.11.2008 kl. 11:23

7 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Blessaður.  Mín skoðun er sú að þetta er rétt hjá þér.  Af hverju ekki að gera reglur sveigjanlegri?  Ég er búinn að skoða bílinn og það eru margir búnir að skoða myndina af honum hér á síðunni.  Bíllinn er búinn að fara í skoðun.

Jón Halldór Guðmundsson, 4.11.2008 kl. 12:20

8 identicon

Vignir,
ef eigandi hefur lagt inn plötur og ætlar að setja ökutækið (t.d. hjólhýsið) aftur á skrá, þá getur viðkomandi leyst út plöturnar og hefur hann þá viku (að mig minnir) til að fara með ökutækið í skoðun.  Það er þó ætlast til þess að menn fari beina leið við fyrsta tækifæri.  Það er því ekki um það að ræða að þurfa að fá skoðunarmann inn í bílskúr hjá sér.
Einar, þeir einu sem hafa samúð mína í þessu eru eigendur fornbíla, enda held ég að fornbílaklúbburinn hafi nú áhuga á að senda inn athugasemdir við reglugerðardrögin (sem eru jú enn í umsagnarferli).  Þér er líka velkomið að senda inn slíka athugasemd og leggja til einhverjar vel útfærðar undanþágur fyrir fornbíla.  Sjá nánar reglugerð og leiðbeiningar varðandi umsagnir á vef Samgönguráðuneytisins.

Einar Solheim (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 14:15

9 Smámynd: Björg Árnadóttir

Bestu þakkir fyrir að skrifa um eitthvað annað en ástandið í landinu. Maður þakkar sínum sæla fyrir stöku línu um eitthvað annað!

Björg Árnadóttir, 4.11.2008 kl. 17:19

10 Smámynd: Haraldur Bjarnason

En Saxi þú getur látið skoða bjölluna hvenær sem er. Af hverju ekki í júlí ár hvert? Svo eru nú engir eindrifsbílar betri í snjó en bjöllurnar, enda panna undir þeim.

Haraldur Bjarnason, 4.11.2008 kl. 19:41

11 Smámynd:     Lárus Bjarnason

Hum. Slökkviliðsbíllinn á Seyðisfirði óskoðaður? Þetta þarfnast gagngerrar endurskoðunar.

Lárus Bjarnason, 4.11.2008 kl. 21:06

12 identicon

Ég var að heyra Einar um að það ætti að fara sekta þá sem ekki færu með bíla sína í skoðun á réttum tíma, það væri frumvarp á borðinu sem væri með þessu ákvæði. Sel það ekki dýrara en ég keypti það .

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 21:43

13 Smámynd: Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir

Hvernig væri að við fengjum svona eins og eitt stk göng undir Fjarðarheiði þá væri málinu reddað  

Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 4.11.2008 kl. 21:55

14 identicon

Frumherji er með hreyfanlegan skoðunarbíl sem getur skoðað gamlar druslur. Hringdu í 570-9090 og fáðu að vita hvenær hann verður á Seyðisfirði. Það er þá hægt að láta skoða þessa bíla þar svo þeir verði ekki lagðir í einelti af vondu fólki.

Jóhannes (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 03:09

15 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

ma ma ma ma ma ma ma Gamlar druslur ma ma ma ma þú ert ekki smekkmaður Jóhannes

Einar Bragi Bragason., 5.11.2008 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Bragi Bragason

Höfundur

Einar Bragi Bragason.
Einar Bragi Bragason.

Hef verið atvinnuhljóðfæraleikari í 100 ár(aðeins ýkt) og er skólastjóri Tónlistarskóla Seyðisfjarðar.

Netf.saxi@centrum.is sími 8974265

Tónlistarspilari

- like pantomime EBB master

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Áramót
  • ...927_6924913
  • picture 4 975462.png
  • picture 4 926643.png
  • ...posturrr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband