Cintamani föt eru æðisleg

Ég á föt frá Cintamani og verð að segja að ég dáist að hversu þessi Íslensku fyrirtæki 66 og Cintamani hafa náð að koma sér á framfæri, en kannski er ekki að furða .....þetta eru gæða flíkur.

Hvort að skinnin séu frá Kína,,,Grænlandi eða Kúalalúmpúr veit ég ekki og hef bara ekki spurt um það.....eða hvar fötin eru saumuð.....

ég veit að þessi föt endast og eru klæðileg og umfram allt hlý....Sem sagt æðisleg föt....


mbl.is Harma umfjöllun um Cintamani
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já og viðbjóðslega dýr! Og spurningin er hvernig flokkum við vöru sem Íslenska? Ég sé ekkert Íslenskt í Cintamani og 66°! Sonur minn keypti sé flíspeysu eins þunna og bómullarbol á 14 þús kall......made in INDONESIA! Akkúrat ekkert sem réttlætir þetta okur verð!! Hvað er þá svona Íslenskt við þessar vörur ef framleiðslan er ekki hér á landi og ekki einu sinni hráefnið!!!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 17:44

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

spurning...... en samt góð föt.....

Einar Bragi Bragason., 3.1.2009 kl. 17:46

3 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég gaf Cintamani úlpur í jólagjöf, eða réttara sagt Ríkisskattstjóri gaf nokkarar fyrir mig. Ég er stoltur af því.

Jón Halldór Guðmundsson, 3.1.2009 kl. 17:53

4 identicon

ekkert má nú tala um orðið það þarf alltaf að afsaka eða harma umfjöllun ef menn segja eikkað eiga þeir að standa á þeirri meiningu og standa á henni ekkert að harma neitt hlusta ekki á svoleiðis bull

georg bjarnfreðason (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 17:55

5 Smámynd: Björg Árnadóttir

Cintamani er fínn fatnaður.

En Einar, ertu farinn að taka myndir fyrir mbl.is?

Björg Árnadóttir, 3.1.2009 kl. 18:01

6 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Hef stundum gert það Björg......en bara jákvæðar myndir.......

Einar Bragi Bragason., 3.1.2009 kl. 18:05

7 Smámynd: Björg Árnadóttir

Gott hjá þér. Sá eina merkta Einari Braga tekna á Fagradal í dag. Ákvað að þið gætuð tæpast verið margir á þessu svæði. Fín þessi af snjónum í trénu. Vona að þeir borgi eitthvað af viti fyrir efnið.

Björg Árnadóttir, 3.1.2009 kl. 18:13

8 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

gera það Björg he he þessar í dag voru nú teknar á símann,,,,,en þessar á Cannon http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/12/31/blidvidri_a_seydisfirdi/

Sigrún er það..... er þetta Siðblinda...veit ekki...veist þú hvar og hvernig leðrið í skónum þínum var unnið eða í töskunum þínum ...held ekki.....

Það sem ég er að meina er að menn verða bara að treysta því að þau lönd sem selja og eða framleiða þessar vörur (leður og ofl) séu að gera það almennilega.

Hvaladráp Færeyinga hefur löngum talið vera blóðugt en ég hef verið viðstaddur slík dráp og sé ekkert að þessum sið þeirra....

Kettir pína oft bráð sína áður en þeir drepa hana.......þetta er bara Náttúran í hnotskurn.

Eigum við ekki fyrst að byrja á því að hætta að drepa hvort annað.

Einar Bragi Bragason., 3.1.2009 kl. 18:52

9 identicon

Kettir og önnur dýr þekkja ekki muninn á réttu og röngu. Það sem greinir okkur mennina frá dýrunum er til dæmis að við höfum siðferðiskennd, eða allavega sumir. Við höfum allavega nógu mikla greind til þess að þekkja muninn á góðu og illu eða réttu og röngu.

Matthías (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 20:39

10 identicon

Ja hérna Einar Bragi. Það kemur mér stöðugt á óvart hvernig fólk getur lokað augunum fyrir hugsanlegri illri meðferð á dýrum. Og að þér sé nákvæmlega sama hvar fötin séu saumuð eða úr hvernig efni þau séu, sýnir bara að þú ert meðal þessa fólks. Ég er alveg sammála að föt frá Cintamani og 66 gr norður eru gæðaflíkur sem henta mjög vel til útivistar, og ekki spillir að þau eru einnig mjög fallega hönnuð. En ég dreg mörkin þegar notaður er loðfeldur sem gæti verið frá dýri sem var drepið á jafn hrottalegan hátt og sýnt er í einu eða fleiri myndböndum á You Tube. (sjá ofar í mbl.blogglistanum). Ég persónulega gat ekki horft á meira en nokkrar sekúndur, en ég hvet þig Einar Bragi til að horfa á þetta myndband til enda og segja svo að þér sé nákvæmlega sama hvaðan loðfeldir séu sem notaðir eru í þessar gæðaflíkur frá Cintamani.

kveðja

Freyja dýralæknir (fyrrverandi nemi í Tónlistarskóla Seltjarnarness)

Freyja Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 21:04

11 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Freyja gaman að rekast á þig...man sko alveg eftir þér...

Þú segir einmitt hugsanlegri illri meðferð...sá þetta myndband og já það er hrottalegt en það er ekkert þar sem setur þetta í samband við CIntamani er það ?????...

Og er að sjálfsögðu á móti illri meðferð á dýrum.......en við megum nú samt ekki gleyma því að fatnaður af ýmsum gerðum er búinn til úr leðri eða skinni af dýrum......eskimóar...Indíanar ofl....hafa notað þetta í alda raðir....

Ég er sem sagt dýravinur en get alveg gengið í fötum sem búin eru til úr feldi dýra.....ég veit ekki hundrað prósent hvernig þau dýr eru drepin sem notuð eru í fötin enda myndi það taka mikinn tíma ef ég væri að spá í það.....svo er annað....oft er líklega verið að kaupa skinn frá löndum sem búa við allt aðrar hefðir en við Vesturlandabúar erum vanir.....og þó að það sé oft erfitt verðum við að virða þeirra lög og hefðir.......Reynt var að gera Grænlendinga vestræna og þeim bannað hitt og þetta ...og allir vita hvernig það fór,,,,

Einar Bragi Bragason., 3.1.2009 kl. 21:36

12 Smámynd: Sverrir Einarsson

Made in Cina eða Indonsia eða Vietnam!!!!! Allt þetta skýrir hvers vegna þessar flíkur eru með því dýrara sem þú getur keypt hér á landi. Þetta eru allt þekktustu hálaunasvæði heims..........eða er ég að fara með staðlausa stafi?

Besta auglýsingin sem Cintamani hefði getað fengið út úr þessu var að taka við flíkinni þegjandi og hljóðalaust.

Þessar "staðfestu sannanir" sem koma fram í yfirlýsingu frá Cintamani um að þeir hafi skoðað hitt og þetta og fengið framleiðsluferlið staðfest og slíkt kjaftæði, hver trúir þessu ekki vitnað í neitt.

Alllir vita hvernig Kínverjar reyndu að plata tugi ef ekki hundruði miljóna manna á opnunarhátíð Ólimpiuleikanna er á allra vörum. Létu stelpu standa á sviðinu og mæma, hví skyldu þeir ekki svidla þar sem "enginn sér"

Trúi ekki orði af þessum fullyrðingum frá Cintamani um allt sé heiðarlega unnið af fólki eldra en 18 ára!!!!!!

Held að Cintamani fólk ætti að lesa þessa yfirlýsingu sjálft, efast um að þeir trúi þessu sjálfir.

Svona í restina þá spyr ég eins og aðrir HVAÐ ER ÍSLENSKT VIÐ CINTAMANI er það  húsnæðið eða afgreiðslufólkið, en samkvæmt mínum kokkabókum flokka ég þetta ekki undir undir vörumerkið Cintamani

Góðar stundir

Sverrir Einarsson, 3.1.2009 kl. 21:37

13 Smámynd: Steingrímur Helgason

Einar, góði Einar, nú stökkst þú útí djúpu, enda von, sem Seyðferíðngur er það náttla lítið mál í þeirri sundhöll.

Steingrímur Helgason, 3.1.2009 kl. 22:06

14 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Steingrímur nei nei alls ekki......he he...er bara örugglega klaufi við að skrifa það sem ég hugsa....eða þá viljandi að reyna koma einhverju af stað.....þú ræður hvort þú vilt hafa það....

Einar Bragi Bragason., 3.1.2009 kl. 22:18

15 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

voru menn ekki til forna farnir að stunda Iðnað með þessu voru Grænlendingar ekki að selja skinnin osfrv jú jú...

Enn og aftur spyr ég eruð þið svo viss um að þetta sé svona einfalt......ekki ég...

Engin spáir td að venjulegur Kjúklingur eyðir lífi sínu í pínulitlum búrum og er svo bara étinn skemmtilegt líf það.........en þeir bragðast vel ekki satt....

Mér finnst að við megum ekki skella fram fullyrðingum án þess að það se að fullu sannað að þær seu sannar.......

Einar Bragi Bragason., 3.1.2009 kl. 23:05

16 identicon

Ég borða dýr og þau ansi mörg ... ég klæðist flíkum sem eru gerðar úr dýrum ... einnig gerviflíkum ... ég skammast mín ekkert fyrir það.

Kærar kveðjur til þín, Einar.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 23:13

17 identicon

Er alveg sammála þér með kjúklingana, það er oft hræðileg meðferð á þeim líka, og það er að gerast á vesturlöndum. Reyndar eru þeir aflífaðir mjög snögglega og líklega sársaukalaust, en hafa fram að þeim tíma lifað í stöðugum sársauka vegna vaxtarefna sem þeim er gefið til að þeir vaxi mun hraðar en liðir þeirra þola. Það endar með því að þeir geta ekki gengið og liggja bara hjálparlausir síðustu ævidagana. Ég hef séð illa farna liði í þessum kjúklingum með eigin augum þegar við krufðum þá í dýralæknanáminu. Sem betur fer vaknaði einhvern tímann umræða um þessa illu meðferð á kjúklingum í Danmörku, og í framhaldi af því fór að aukast framboð af kjúklingum sem komu frá búum þar sem aðstæður voru bættar og notkun vaxtaraukandi efna hætt.

Auðvitað viðgengst ýmis viðbjóður út um allan heim, mannréttindi brotin og dýrum misþyrmt. Og erfitt getur verið að vera ekki hræsnari þegar maður hefur skoðanir á þessum hlutum en á sama tíma kaupir maður fatnað framleiddan út um allar trissur og ekkert veit maður um hvernig sú framleiðsla fór fram. Og ég er nú ekki saklaus því hvorki er ég grænmetisæta né sniðgeng leðurvörur. En mér finnst bara erfitt að heyra fólk segja að því sé alveg nákvæmlega sama. Maður getur ekki alltaf verið 100% samkvæmur sjálfum sér og rannsakað nákvæmlega hvaðan allt er fengið og hvernig það var framleitt. En þá þýðir heldur ekki bara að gefast upp og segja "æi skiptir ekki máli, mér er alveg sama". Fyrsta skrefið er að það vekji mann til umhugsunar þegar einhver bendir manni á illa meðferð dýra eins og hún Hanna María dýralæknir einmitt gerði. Og mér finnst hún eiga hrós skilið fyrir það. Og við hin getum þá hugsað okkur tvisvar um næst þegar við sjáum loðdýrafeld frá Kína.  

Freyja Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 23:41

18 identicon

Getur ekki verið að í Kína fyrirfinnist líka verksmiðjur sem fari eftir öllum settum reglum og séu ekki með þessa illu meðferð á dýrum?

Er ekki ansi ódýrt að alhæfa svona um "allt kínverskt" ??? Það finnst mér líka jafnslæmt eins og að segjast vera sama.

Og jú ... maður getur alltaf verið samkvæmur sjálfum sér - ef maður vill það! Að lenda í mótsögn við sjálfan sig hefur lítið með samkvæmni sjálfs sín að gera.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 00:09

19 Smámynd: Björg Árnadóttir

Vissulega vill maður að dýrum sé ekki misboðið meðan þau eru á lífi og að þau séu aflífuð fljótt og örugglega. Hins vegar sé ég ekki hvað kýrin eða ég græði á því að hún hafi verið án fúkkalyfja eða gengið úti meðan hún beið slátrunar til þess að hægt væri að nýta af henni leðrið og ketið? Sumt er nú bara tekið einum of langt nú til dags!

Ef það er mjög líklegt, MJÖG líklegt, að fyrirtæki íslensk eða erlend, nýti sér þrælavinnu eða ómannúðlega meðferð dýra þá er sjálfsagt að forðast þau fyrirtæki og vörur þeirra. Annars ekki.

Björg Árnadóttir, 4.1.2009 kl. 00:33

20 identicon

Mér finnst grundvallarmunur á því að veiða dýr sér til matar og nýta skinn og feld í fatnað, eins og eskimóar og indíánar sem voru nefndir hér að ofan gera; eða hreinlega standa í dýrarækt til þess eins að drepa þau fyrir feldinn.  Kanadamenn stunda selkópadrápin sín á hverju ári, húðfletta dýrin jafnvel lifandi og fleygja svo skrokknum. Kettir, hundar og fleiri dýr eru hamflett lifandi í Kína á svo hrottalegan hátt að það er ekki hægt að horfa á upptökur af þessum ósköpum.  En það er ekkert verið að setja einhvern stimpil á alla loðdýraræktendur í Kína af því einhverjir slæmir eru til.  Það er ástæða fyrir því að Kínverjar hafa ekkert sem heita dýraverndunarlög; dýr eru ekki talin vera tilfinningaverur, hafa sál eða hvað maður vill kalla það.  Hér er ekki um að ræða að virða trúarskoðanir eða hefðir annarra menningarhópa; þetta er spurning um siðferði einstaklingsins. Alveg eins og ég get ekki virt þá hefð sem sumar þjóðir hafa að grýta konur til dauða fyrir að fara út úr húsi án fylgdar eiginmanns.

Mannskepnan er gráðug, eigingjörn og að springa úr mikilmennskubrjálæði.  Við verðum að staldra við og hugsa um hvað við erum að gera og hvert við stefnum.  Lesum okkur til og neyðum okkur til að horfa á sannanir fyrir grimmdinni sem er viðhöfð á hverjum degi, þó það sé óþægilegt.  Spáum í það, þegar við klöppum kettinum okkar eða hundinum, að nákvæmlega eins dýr eru hamflett lifandi í milljónatali til þess eins að fólk geti puntað sig með einhverju "ekta" á íslensku Cintamani-úlpunum sínum, sem eru ekki einu sinni framleidd á Íslandi.  Það er ekkert mál að velja egg og kjúklinga sem framleidd eru á búum sem viðhafa mannúðlegar aðferðir, við þurfum bara að kynna okkur málin. 

Leggjum okkar svo af mörkum til samtaka sem berjast gegn misnotkun dýra með því að skrá okkur í PETA, WSPA og fleiri samtök.  

http://www.peta.org/

http://www.wspa-international.org/

Lilja (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 00:42

21 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Vissulega er þettta allt gott og blessað og margt rétt skrifað hér ......enda veit ég að Freyja er skynsöm kona og Doddi og Björg líka...Lilju þekki ég ekki en þar er líka góður penni og Ernir

Einar Bragi Bragason., 4.1.2009 kl. 01:33

22 identicon

66 Norður og Cintamani eru EKKI gæðavörur.

Ég ætla að leyfa mér að mótmæla því sem menn eru að segja hér að 66 Norður og Cintamani séu einhver sérstakleg gæða föt. Og allra síst æðisleg.

Ég mun aldrei kaupa Cintamani og ég mun aldrei ganga í Cintamani vörum. Mér finnst lógóið þeirra svo ljótt og alveg út úr korti að ganga með þessa ljótu sól á öxlinni. Allt of stórt lógó og ekki viðeigandi. En það er nú svona smekksatriði og persónulegt. Ég er ekki eins á móti 66 North, en er ekkert sérstaklega hrifinn af þeim framleiðanda heldur.

Hvorugir þessara framleiðenda gefa mér einhverja sérstaka ástæðu til þess að versla við þá. Þetta er ekki hágæða útivistar fatnaður heldur meira svona tískuvara. þeir eru báðir svona "followers" og lélegir sem slíkir.

Merkin sem ég vel sjálfur eru Arc'teryx og Patagonia. Af ákveðnum ástæðum.

Vöruþróun og research and development er ákkurat engin hjá 66N og Cintamani. Ég kalla snið og "útlitshönnun" ekki vöruþróun. Þessi fyrirtæki eru ekki leiðandi á sínu sviði, eru ekki að koma með neinar nýjungar á markað, nota ekki bestu efnin, heldur velja eitthvað ódýrt drasl sem er svona lala. Arc'teryx er hins vegar leiðandi merki í dag og leggur gríðarlegar upphæðir í þróun og rannsóknir. þetta er dýrt merki, en mér finnst maður amk vera að borga fyrir eitthvað annað en bara tískuna. Allt í lagi að borga topp verð ef maður fær topp vöru og líka veit að hluti af þessu fer beint í framtíðarþróun og innovation. Þeir fundu t.d. upp vatnshelda rennilásinn og þeir fundu upp "tapered seams". Það sem kemur fram í flíkum hjá þeim dúkkar upp í vörum frá öðrum framleiðendum síðar meir. Þeir eru svona eins og North Face var fyrir 10-15 árum, en North Face hefur farið mikið aftur og eru hættir að nota topp efni lengur og eru ekki leiðandi með nýjungar eins og áður. Eru farnir að elta tískuna ekki viðskiptavini sem krefjast top of the line vöru. Nánast allir jakkar frá Arc'teryx nota Gore Tex á meðan bara nokkrir frá North Face nota það. Cinta og 66N nota ekki Gore Tex. Það er bara ekki fáanlegt. Það segir allt sem segja þarf um metnaðinn hjá þessum fyrirtækjum og gæði vörunnar. Jú, jú, þeir segjast vera nota eitthvað annað sem "er alveg sambærilegt," en ég veit af reynslu að það er ekkert efni sambærilegt við Gore Tex.

Patagonia versla ég við vegna þess að þeir eru eitt mesta socially responsible fyrirtæki sem ég hef rekist á og leggja mikla áherslu á vöruþróun. Gríðarleg áhersla hjá þeim að valda eins litlum umhverfisspjöllum og kostur er og versla aðeins við birgja sem eru socially responsible líka. Það er ótrúlegt hvað þeir ganga langt í að reikna út þessi áhrif og bæta sig í litlu sem stóru og bögga birgja to death þangað til þeir fullnægja ströngum skilyrðum um umhverfisvernd, ábyrgð og gæði. Eitthvað annað en Cintamani sem hefur ábyggilega bara hringt til Kína og spurt "hvort þetta með marðarfeldina sé ekki alveg í gúddí bara, ha, er nokkuð verið að drepa þessi dýr ómannúðlega??"

Svo er fullt af öðrum framleiðendum á útivistarfatnaði sem eru líka góðir eins og Mountain Hardware og Outdoor Research.

66N og Cintamani komast bara ekki á listann yfir fyrirtækin sem ég vil versla við. Ég veit ekki hvað þessi merki standa fyrir. Hvað eru þau að reyna að gera fyrir mig? Hvar liggur metnaður þeirra? Ég veit að þau leggja ekki metnað sinn í að búa til bestu vöruna sem kostur er. Þau leggja ekki metnað sinn í að starfsemi þeirra sé eins umhverfisvæn og mögulegt er.

Metnaður þeirra liggur líklega í því að græða peninga með því að framleiða ódýra kópíuvöru í Kína og selja hana landanum sem "íslenska framleiðslu."

Kiddi (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 08:49

23 identicon

Aðeins til að bæta við.

Ég held að með því að spyrja sig hver sé metnaður fyrirtækja geti maður komist að ýmsu. Það eru eigendur og stjórnendur á bak við öll fyrirtæki. Það er eitthvað sem drífur þá áfram á hverjum degi. Undanfarið hafa íslensk fyrirtæki lagt metnað sinn í að græða peninga og stækka.

Ég vil frekar eiga viðskipti við fyrirtæki sem leggja metnað sinn í að þjónusta mig eða búa til topp vörur fyrir mig eða leggja eitthvað gott til samfélagsins sem ég bý í.

Svo er rétt að hafa í huga að "businesses that pursue money first, fail"

Kiddi (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 09:08

24 identicon

Þetta er allveg 100% rétt hjá Kidda, bæði Cinta og 66 eru tískufatnaður, hefur lítið með alvöru útivist að gera, er ágjætt í innanbæjar útivist, svona show útivist.

Arc'teryx stendur báðum þessum merkjafötum langt framar.

Bjössi (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 13:17

25 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Veit ekki einu sinni hvaða merki þið eruð að tala um félagar.........en þar sem að ég tel mig stunda útivist....rjúpna og gæsaveiði og fer mikið á skíði þá er ég að meina mikið þá ætla ég mér nú samt að kalla þetta gæða vöru.....Ég hef verið á Fjarðarheiði í yfir 20 m/s og 12 stiga frosti í 3 laga jakka og undirfatnaði frá Cintamani....og þessi föt hafa alveg staðist það próf.....Jú 66 og CIntamani hugsa líka um lúkkið en umfram allt þægindi.....66 hufan mín er sú eina ....sú eina sem nær að halda vindi og kulda frá lítt hærðum kolli mínum

Einar Bragi Bragason., 4.1.2009 kl. 13:59

26 identicon

Ég er hæstánægdur med Cintamani fatnadinn. Hef notad minn mikid, vid allar adstædur og hann hefur ekki enn brugdist mér. Svo lengi sem jakkinn hrindir frá sér vatni og andar thá er mér slétt sama hvort thad heitir Gore-Tex eda Pinotex.

Hvernig er thad annars med "íslenska" fiskinn sem er fluttur til Kína til vinnslu og sídan aftur til Evrópu og seldur sem íslenskur?

Jóhann (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 15:00

27 identicon

heil og sæl. ég hef kynnt mér undanfarin ár dýraverndun og réttindi dýra og hafa Kínverjar vinninginn þegar kemur að slæmri meðferð dýra og skorti á reglugerðum varðandi meðferð dýra, slátrun og eftirvinnslu, t.d. er mjög algengt þar í landi að flá dýr án þess að slátra þeim fyrst og versla með lifandi dýr/búfénað á mörkuðum eins og margir íslendingar hafa án efa verið vitni af í heimsóknum sínum til Kína. Kínverjar eru einn stærsti framleiðandi loðskinna og leðurs í heiminum, Indland er þar í hópi líka, og framleiða Kínverjar fyrir margra fræga tískuhönnuði s.s. Burberry svo dæmi sé nefnt. Margir frægir hönnuðir hafa snúið baki við alvöru skinnum og loðskinnum og nota nú gervifeldi í sinni framleiðslu, sala þessara hönnuða hefur ALLS EKKI hrunið eða minnkað að nokkru viti. Dæmi um þessa "dýravænu" hönnuði eru: Donna Karan, Ralph Lauren, Tommy Hilfiger og Calvin Klein.

Nú segi ég: Ef þessi frægu og moldríku hönnunarfyrirtæki geta sleppt alvöru skinnum hvers vegna ætti Cintamani ekki að geta það líka? Það er til skammar að reyna að halda því fram að farið sé eftir kínverskum lögum og reglum varðandi þessi mál og reyna að hvítþvo ímynd sína þannig þegar ENGAR reglugerðir eru í Kína varðandi réttindi dýra og almennilega meðferð dýra.

Sem íslendingur og manneskja í þessum heimi skora ég hér með á Cintamani, ZoOn, 66 Norður og fleiri sem versla við Kínverja að skipta yfir í gerfiskinn og sýna þar með að þeir séu fyrirmyndar-fyrirtæki sem setur gróðamarkmið ekki í 1. 2. og 3. sæti.

Með vinsemd og virðingu, Ingunn Þráinsdóttir, ingvar.ingunn@simnet.is

Ingunn Anna Þráinsdóttir (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 19:03

28 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Ok Ingunn en enn hefur enginn sannað að skinnin sem notuð eru hjá þessum fyrirtækjum séu frá framleiðendum sem fara illa með sín dýr......Það hafa bara verið settar fram tilgátur og þá landið Kína nefnt eitt og sér......Þeir eru ansi margir þarna í Kína....

Reglugerðir segja ekki allt...langt frá því.....

En góður pistill....

En ein spurning ......afhverju má ekki nota dýraskinn ?????

Einar Bragi Bragason., 4.1.2009 kl. 19:40

29 identicon

Lestu þennan pistil til enda og horfðu svo á videoið. Þá sérðu að það skiptir ekki máli þó einhverjir loðskinnsbændur í Kína gætu mögulega verið í lagi; þetta er iðnaður sem enginn ætti að styðja:

http://www.peta.org/feat/ChineseFurFarms/index.asp

Lilja (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 13:58

30 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Alveg sammála þetta er ógeðlsegt......algjör viðbjóður...en þetta setur ekki samasem merki á milli þessa og Cintamani....

Einar Bragi Bragason., 6.1.2009 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Bragi Bragason

Höfundur

Einar Bragi Bragason.
Einar Bragi Bragason.

Hef verið atvinnuhljóðfæraleikari í 100 ár(aðeins ýkt) og er skólastjóri Tónlistarskóla Seyðisfjarðar.

Netf.saxi@centrum.is sími 8974265

Tónlistarspilari

- like pantomime EBB master

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Áramót
  • ...927_6924913
  • picture 4 975462.png
  • picture 4 926643.png
  • ...posturrr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 222116

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband