hva ertu vitlaus veistu ekki hvað þetta er búið að kosta mig........

Nú eftir áramótin þegar dynja á okkur allskonar heilsuræktrar auglýsingar og  megrunarfræðslupistlar í fjölmiðlum landsins Angryman ég allt í einu eftir einu fyndnasta svari sem ég hef heyrt frá manni eftir að hann fékk þessa leiðinlegur spurningu.....Ætlar þú ekki að drífa þig í megrun..........svarið kom strax....hva ertu vitlaus veistu ekki hvað þetta er búið að kosta mig í gegnum árinSmile(og litið niður á magann)......

Sá sem átti þetta snilldar svar var Magnús Kjartansson tónlistarmaður með meiru. photo-43

 


Beady Belle...mmmmmmmmmmmmmmm

Beady Belle er mögnuð Norsk/Pólsk söngkona sem að við félagarnir ætlum að reyna fá á Jazzhátíð Egilsstaða Austurlandi....sáum hana live fyrir 2 árum og hún er algjört æði.

Hún er ekki úlpupoppari.

 

/1"6/p/1"

 


Bestu plötur ársins 2007

Jæja komið nú með hugmyndir og reynum nú að hafa þetta svolítið víðara en úlpupopp.
ég byrja og nefni nokkrar.
Védís Hervör.....var að hlusta á hana á Tónlist.is og þessi plata kemur mér skemmtilega á óvart.
Bermuda...Hörku fín poppplata vel útsett og með Ernu Hrönn söngkonu í essinu sinu.
Gummi Gísla .....Róleg og hugguleg...
Sigga Beinteins....söngdrottningin sjálf.
Ellen K.......úfff svo góð.
Jagúar........oh yea
Sammi og big band .......oh yea aftur.
Björk......alltaf furðuleg og flott
Sigurrós....sá þá live í sumar og er leynifan.


Reykjavík(Höfuðborgin) er á röngum stað.

Jé ég er farinn að fallast á þessa kenningu Jóns Kjell vinar míns.

Alltaf rok og rigning...sjávarseltan gengur yfir borgina.....ok ok það hafa komið sumur......en ef að sagan er skoðuð kemur í ljós að það er td mun veðursælla hér fyrir Austan 

Gætum breytt Egilsstöðum í borg......og við hér niðri á Seyðisfirði  gætum verið svona menningar úthverfi........Borgarbúar komið hingað austur.

 

Eitt í viðbót hvers vegna í ósköpunum eru Horfirðingar hafðir með okkur á Austurlandi.. Picture 3


Árið 2008 ætla ég að ????????

A.M.K.  reyna bæta mig.Smile

Halda áfram að semja og gera tónlist,halda áfram að spila,kannski læra bindishnút,Klára dansverkið og barnalögin,helst að gera nýja plötu.Halda áfram að rífast á blogginu.Verða betri kennari og bara betri maður......Gleðilegt ár.Smile

Annars er snilldar veður hér og  ég finn það á mér að skaupið verður frábært og ég vona að Heilbr.ráðherra fái á  baukinn.(V/þeirrar vitleysu að vilja áfengi í matvörubúðir)

Þessi mynd er tekin í dag.Picture 2


Sendum björgunarsveitirnar út að tína rusl.......

he he he he þetta var svo vond hugmynd þarna fyrir jól....eins og eg benti á hér fyrir neðan.
Ég veit að björgunarsveitarmenn eru að standa sig meiriháttar um land allt........Kaupið nú flugelda hjá þeim.......enga helv. KR flugelda......Annars er rafmagnið búið að fara 4 sinnum hér í dag og ansi lengi nú síðast.....
PS
ég er svo ánægður með valið á henni Margréti Láru....over and out áður en rafmagnið fer aftur.
mbl.is Enn bætir í vind á Austurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

óperugaul...............

Opera_singer_2

Horfði á tónleika í sjónvarpinu um daginn með Garðari Cortes og kó......ekki misskilja mig drengurinn syngur eins og engill, er með bjarta en samt fallega tenór rödd.

En það sem fer alveg með mig þegar ég horfi á svona tónleika er þessi sýndarmennska og geiflur.......þetta er eins og menn séu í leiklistarskóla.

Hef aldrei séð Garðar syngja fyrr og vona að hann sé ekki alltaf svona,

Annað sem er mun mun mun verra fyrir mínar skrítnu taugar ....það er þessi óperu ensku framburður.....its begggggginng tú lúkk a lot læk krrrrrrrrrristmas...... þessi hörðu rrrrrrrrr.kkkkkkkk og tttttttt.........fara alveg með mig....sorrý bara varð að koma þessu frá mér.


ha ha ha ha síðasta kvöldmáltíðin að hætti Monty Python.

Þessir menn eru bara snillingar.....

Kirkjupælingar....Kyrrðarstund....hugsunarstund.

Ég og fjölskylda mín fórum í Kirkju á aðfangadag þrátt fyrir að ég hafi nú varla nennt að koma mér af stað.

Þessi klukkustundar seta með smá standa upp og setjast aftur æfingum var bara hin besta afslöppun.

Hún hófst með því að áður en að prestur hóf upp raust sínaað maður kinkaði maður kolli til hinna kirkjugestanna.

Þar sem ég sat og hlýddi á góðan kirkjukórinn þá fóru allskonar skrítnar pælingar í gang eins og af hverju er alltaf kirkjukór...af hverju er kórinn yfirleitt upp  og hvenær skyldu menn hafa byrjað  að setja þessi stóru orgel(sem eru yfirleitt uppi) í allar kirkjur.....svo fór ég að pæla í jólatrjám...af hverju hitt og þetta...........

En þrátt fyrir allar þessar stórskrítnu pælingar var þetta góð kyrrðarstund og öllum holl.....þannig að ég segi í kirkju með ykkur landsmenn góðir þó að það sé bara einu sinni til tvisvar á hverju ári.......Er sjálfur ekki alltaf sáttur við minn Guð en hef lært að lifa án þess að vera svekkja mig yfir hinum ýmsu smáhlutumSmile.....blogga mig þá bara frá þeim he heDSCF6950

 


Ha er ekki nóg á þær lagt.....

Ég meina það er sjálfsagt að vekja athygli á þessu hvimleiða flugeldarusli eftir áramótin en það ætti frekar að hafa umræðuna á þann hátt að þar sé verið að hvetja almenning að taka til í sínu nágrenni.

Við erum óttalegir ruslarar við Íslendingar og nægir þar að nefna ruslið sem myndast fyrir utan skemmtistaði.......á þá ekki ÁTVR að senda flokka um landið eftir hverja helgi???????????


mbl.is Skorað á björgunarsveitirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Bragi Bragason

Höfundur

Einar Bragi Bragason.
Einar Bragi Bragason.

Hef verið atvinnuhljóðfæraleikari í 100 ár(aðeins ýkt) og er skólastjóri Tónlistarskóla Seyðisfjarðar.

Netf.saxi@centrum.is sími 8974265

Tónlistarspilari

- like pantomime EBB master

Bloggvinir

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Áramót
  • ...927_6924913
  • picture 4 975462.png
  • picture 4 926643.png
  • ...posturrr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband