23.12.2007 | 20:19
Jæja ætla aftur í jólastuð........Bjallan komin í jólabúning
Lúðrasveitin mín búin að spila í dag......snjórinn kominn ....tréð komið inn í stofu...sem sagt allt að koma.
og Já S100 í jólabúning.Gleðileg jól Bloggarar.................
Bloggar | Breytt 24.12.2007 kl. 17:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
23.12.2007 | 14:43
Einn besti Hljóðfæraleikari landsins kvaddi okkur í gær.
Það voru ekki skemmtilegar fréttir sem ég fékk í fær þegar að Grétar Örvarsson vinur minn hringdi í mig...Árni Scheving félagi okkar dáinn.
Árni er einn að þeim tónlistarsnillingum sem að ólu mig músiklega upp.
Ég man alltaf hvað ég var stoltur þegar að hann sagði við mig að það væru 3 hljóðfæraleikarar af minni kynslóð sem að hann gæti treyst í og fengið í hvaða spilamennsku sem er Kidda Svavars, Grétar Örvars og mig.
Við spiluðum þó nokkuð mikið saman í gegnum árin og meðal annars leikur hann á víbrafón í laginu litið um öxl á disknum mínu en það er einmitt hér í spilaranum á síðunni, neðsta lagið sungið af Aðalheiði Borgþórs.
Ég sendi fjölsk. Árna mínar dýpstu samúðarkveðjur.
Hér ert ilkynningin af heimasíðu FÍH
Árni Friðrik Scheving fv.varaformaður Félags íslenskra hljómlistarmanna er látinn 69 ára að aldri.
Góður vinur, félagi og einstaklega fjölhæfur hljómlistarmaður hefur kvatt þessa jarðvist langt fyrir aldur fram. Árni starfaði með öllum helstu hljómsveitum og tónlistarmönnum þessa lands á öllum sviðum tónlistar.
Árni var gerður að heiðursfélaga FÍH á síðasta aðalfundi félagsins í maí sl. fyrir ómetanleg og farsæl störf í þágu okkar hljómlistarmanna.
Orðstír hans gleymist ekki. Blessuð sé minning hans.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
21.12.2007 | 00:36
hmm stelpur erum við svona

Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
20.12.2007 | 00:46
logn, logn og aftur logn Jólaveðrið hér og jólunum er bannað að breyta
Já jólatónleikar Tónlistarskólans voru í kvöld,
(módelin í Ameríku náðu ekki að stöðva okkur he he)og gengu þeir bara ótrúlega vel og stóðu börnin sig frábærlega.Smellti þessari mynd af í kvöld rétt áður en Tónleikarnir hófust......þetta er jólatréð í hólmanum..Í ár átti að sleppa því að setja tré í hólmann þar sem að það fylgir því alltaf svolítið vesen að komast þangað, í stað var sett nýtt tré við barnaskólann auk þess sem að það er alltaf eitt stórt við spítalann......ÞÁ SÖGÐU SEYÐFIRÐINGAR NEI......ÞAÐ HEFUR ALLTAF VERIÐ JÓLATRÉ Í HÓLMANUM og þannig skal það vera.
Var þessu lýst á heimasíðu Seyðfirðinga á svipaðan hátt og ef að menn myndu hætta að hafa jólatré við Austurvöll.
Nokkrum dögum seinna sást til bæjarstarfsmanna fara út í hólmann með þetta fallega tré sem sómir sér vel þar.......Annars er búin að vera rjómablíða hérna allt upp í 14 stiga hita...það er eitthvað bilað þarna uppi.
Hér eru nokkrar myndir einnig teknar í kvöld..þarna sést Daníel syngja Adam átti syni sjö, Elísa Björt (mín) að spila á klarinettið og loks lúðrasveitin(Tónleikarnir voru að venju í Seyðisfjarðarkirkju sem er oft kölluð Bláa Kirkjan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
19.12.2007 | 13:35
Jólatónleikar í kvöld..........verð kannski að fresta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
17.12.2007 | 15:39
EITT VÆMIÐ Í VIÐBÓT(eitt af fallegri lögum sem ég hef heyrt)
Nar löven faller ....er alveg einstaklega fallegt lag og er meðal annars hægt að finna íslenska útgáfu af þessu lagi á nýja disknum hennar Siggu....Þetta er upptaka af 25 ára söngafmælis tónleikum Carolu og þrátt fyrir að hafa verið búin að hoppa eins og kengúra í lagin á undan á tónleikunum......þá syngur dívan þetta óviðjafnanlega......þessa má geta að lagið er eftir hana.
Hey þið rokkarar sem kíkið... það er Desember og þá hefur maður extra leyfi til að vera væminn.....bíðið bara ég er líka búin að finna eitt með Frank Zappa sem er frekar hentugt í þorrann.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
14.12.2007 | 19:29
Bjart er yfir Betlehem bli eða lit nei bli........Einar Bragi hvort
Já var að kenna 2 litlum hnátum í dag á blokkflautur, er tíminn var búinn og ég eitthvað að grúska í tölvunni heyrði ég að þær voru eitthvað að ríifast fram á gangi....Táta 1 það er blikar jólastjarnan Táta 2 neits það er litar jólastjarnan...Táta 1 nei ég er viss um að það er blikar...Táta 2 nei litar jólastjarnan.....Báðar....Einar Bragi ..........hvort er það litar eða blikar í laginu þú veist Bjart er yfir Betlehem........það er stundum tær snilld að vera tónlistarkennari.
Stelpurnar í Heimilistónum eru eitthvað svo Jólalegar í þessum kjólum að mér fannst bara í lagi að skell þessari mynd hér(tekin á Grundarfirði í sumar,,,,klárlega myndarlegasta hljómsveit sem ég hef spilað með)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
13.12.2007 | 12:20
Árásir Hr Jens á Birgittu
Þetta er nú ekki í fyrsta sinn sem að hann Jens ræðst gegn Birgittu og nægir þar að nefna að í þessari sömu bloggfærslu hans nefnir hann að Birgitta hafi verið að raula í þessum þætti....hingað til hef ég notað raul um frekar slappann söng og Birgitta er ekki slappur söngvari.
Að vísu finnst mér Jens oft skjóta full fast á nokkra félaga mína í poppinu, eitt besta lag popplag Íslands Nína hefur verið dæmt eitt versta .....Hreimur....Land og synir ofl hafa fengið sinn skammt hjá honum.
En ef að hljómsveitin heitir æla eða spýja þá fá þær fína og fallega umfjöllun hjá honum....
Birgitta var bara flott að venju.
Ég hef nú líka stundum verið full grimmur inn á hans síðu við að verja mína menn og konur.
En annars hef ég nú nett gaman af honum........það þurfa ekki allir að hafa sama smekk......og svo er líka nauðsynlegt að takast aðeins á um suma hluti .......ekki satt.
En öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir.
![]() |
Fannst Birgitta Haukdal of gul |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (37)
12.12.2007 | 12:22
Rúmsöngur
Hún hefur ekki séð mig í jólasveinabúning he he........
Jólasveinn með svipu er það að virka..........
![]() |
Sarah elskar svipur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
12.12.2007 | 10:07
Jólalög og jóla-á-lög
Eitt sem hefur verið að trufla mig að undanförnu og það er að börn nútímans virðast ekki fá að kynnast nema litlum hluta jólalaga.
Lög eins og þá nýfæddur Jesú,Nóttin var svo ágæt ein, ofl virðast vera hægt og rólega að týnast....kannski er það vegna þess að poppjólalögin tröllríða öllu í útvörpum landsmanna Jólahjól...nei nei nei nei og allt það......??
Þetta fellur inn í þá kenningu mína með Íslensku þjóðlögin sem eru líka að týnast.
Tónmennt er fag sem á að kenna í öllum Grunnskólum en virðist stundum enda sem einskonar aukafag og lítil áhersla lögð á það.
Í tónmennt finnst mér að ætti að leggja áherslu á Íslenska tónlist og okkar hefðir fyrst og fremst.
íslensk tónlist og þjóðlög sem Íslenskukennsla eru nefnilega eitt besta kennslutæki sem til er ....
Nú er frost á frónni........hvað er þetta frón
Elsku barnið þekka...í góða mamma......það vita öll börn hvað það er að vera óþekkur en ekki hvað þekkur er......
Ég held að það megi alveg fara að taka til Í Tónmenntakennslu landsmanna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Um bloggið
Einar Bragi Bragason
Tenglar
Flott og gott
ýmsir góðir og gagnlegir tenglar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
heidathord
-
lindalea
-
totally
-
lehamzdr
-
meistarinn
-
bjorgarna
-
gthg
-
martasmarta
-
erla1001
-
nanna
-
estro
-
braxi
-
eythora
-
steingerdur
-
stebbifr
-
ragnhildur
-
gummigisla
-
sax
-
lindabj
-
emilssonw
-
vilborgo
-
baddahall
-
smakokur
-
kjarvald
-
bbking
-
haukurn
-
ranka
-
herdis
-
alla
-
730bolungarvik
-
vga
-
jonkjartan
-
garun
-
trukona
-
ingvarvalgeirs
-
biggibraga
-
aslaugh
-
jax
-
benna
-
blekpenni
-
snorris
-
mafia
-
start
-
hallibjarna
-
jonhalldor
-
strakamamman
-
isdrottningin
-
gbo
-
stormadis
-
nesirokk
-
jakobsmagg
-
hjaltig
-
gummisteingrims
-
evathor
-
gudrunfanney1
-
lara
-
laufeywaage
-
ringarinn
-
markusth
-
storibjor
-
hallarut
-
gammur
-
olinathorv
-
sirarnar
-
manzana
-
eysteinn-thor
-
gretaulfs
-
fanney
-
maggaelin
-
arnthorhelgason
-
730
-
kalli33
-
klaralitla
-
mymusic
-
esv
-
gisliblondal
-
hemba
-
earlyragtime
-
gretarorvars
-
sigurlauganna
-
gudni-is
-
joninaros
-
jahernamig
-
ellasprella
-
gydabjork
-
valsarinn
-
thorasig
-
palmig
-
gudjonbergmann
-
hognihilm64
-
lostintime
-
plotubudin
-
svala-svala
-
judas
-
kjarrip
-
jara
-
gudnim
-
dianadv
-
arnaeinars
-
asgeirpall
-
saethorhelgi
-
lydurarnason
-
steinunnolina
-
bryn-dis
-
listasumar
-
gullihelga
-
eddabjo
-
raggipalli
-
addamaria
-
pegre
-
chinagirl
-
sign
-
bjork
-
gisligislason
-
stormsker
-
almaogfreyja
-
glamor
-
annapanna77
-
blues
-
sverrir
-
rannug
-
hugs
-
bulgaria
-
kolgrima
-
th
-
alit
-
krissa1
-
gudnyruth
-
kafteinninn
-
johannavala
-
viddy
-
fridrikomar
-
ketilas08
-
skordalsbrynja
-
fjolahrafnkels
-
birtabeib
-
asdisran
-
tru
-
ausa
-
margretsverris
-
bergthora
-
vefritid
-
ragnargeir
-
siggasin
-
helgadora
-
tobbitenor
-
ingabesta
-
rosabla
-
annriki
-
audbergur
-
lady
-
ynnej
-
amotisol
-
siggagudna
-
kisabella
-
steinibriem
-
himmalingur
-
gellarinn
-
nkosi
-
agny
-
berglindnanna
-
gattin
-
bestfyrir
-
brandarar
-
daxarinn
-
eddaagn
-
gudrunkatrin
-
topplistinn
-
skytta
-
gunnarpalsson
-
konniiceman
-
skessa
-
hreinsamviska
-
mrsblues
-
little-miss-silly
-
irisholm
-
jea
-
lionsklubbur-seydisfjardar
-
mal214
-
omarragnarsson
-
fjardarheidi
-
sifjan
-
stjornlagathing
-
kristjani
-
rocco22
-
totad
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar