Kisi Bróðir. Jón Bragason

Hefði orðið 55 ára í dag en því miður lést hann þann 8 janúar 2002.
Kisi var algjör snillingur og hef ég hugsað nokkuð oft til hans í dag.

Ónýt dönskukennsla

Þar sem að ég er nýkominn úr ferð til Noregs og varð enn og aftur vitni að íslendingum tala ensku við Norðmenn þá hef ég verið að spá í hvort að það é ekki komin tími til að breyta eitthvað fyrirkomulaginu á dönskukennslu hér á landi.
Við Íslendingar sem eigum að heita hafa lært dönsku gerum ekkert annað en að tala ensku við Norðulandabúa.

PS....Ekki ég he he


Það er veður

Mér finst það vont veður, en sumum ekki......en það er líka bara hægt að kúra og horfa á sjónvarp já eða lesa:-)

ég er reiður út í ríkisstjórnina

Eftir að hafa séð í Stöð 2 í kvöld viðtöl við foreldra langveikra barna.....
Maður spyr út í loftið.......AFHVERJU ER EKKERT GERT TIL AÐ HJÁLPA ÞESSU FÓLKI MEIRA:

íslenska Þjóðin er í mikilli afneitun.

Er þetta ekki eins hér, það mætti líma á allir flöskur hér, en ég er ekki viss að það virki nokkuð.
Annars er íslenska þjóðin í svo mikilli afneitun á áfengisvanda þjóðarinnar að það hálfa væri nóg.

Foreldrar kaupa vín handa börnum sínum með þeirri yfirskrift að þau séu að kenna þeim að drekka eða að það sé skárra en að þau séu að kaupa vín eða landa úti á götu....yea right.

EInar þú reykir of mikið er í lagi að segja en Einar þú drekkur of mikið það má ekki segja ......það er hin mesta móðgun.


mbl.is Finnar setja viðvaranir á áfengisflöskur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Okkur í Huginn vantar þjálfara

er ekki KB...Landsbankinn eða Glitnir til á að hjálpa..ég er viss um að sá Portúgalski er til:-)
mbl.is Mourinho: Bíð við símann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

saxi er glaður....BRAVÓ

Þetta virðist hafa verið vel skipulagt hjá lögreglunni og landhelgisgæslunni......og þeim til sóma.....
BRAVÓ.
mbl.is Umfangsmikið fíkniefnamál á Fáskrúðsfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér er skítsama

um þessi bresku lið........en gleðst yfir sigri minna manna í Meistaradeildinni .....Barcelona.
Auk þess er Leeds ekki með aldrei þessu vant he he

mbl.is Gott hjá bresku liðunum í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jazzferðin til Sortland

Jazzhátíðin í Sortland 2007.

Ég fór á Sortland Jazzhátíðina ásamt Jóni Hilmari Kárasyni gítartrölli og þremur ungum söngkonum þeim Tinnu, Sigurveigu og Björt.
Flogið var snemma morguns frá Keflavík til Osló þar sem að við lentum greinilega á háanna tíma og voru biðraðir við öll afgreiðsluborð.

Eftir að fhafa verið send fram og til baka eftir að hafa beðið mislengi í nokkrum biðröðum, endaði það með því að við misstum af fluginu sem við áttum til Evenes en sem betur fer var annað flug þangað seinna um daginn sem við náðum og lentum í Evenes um kl 20.00 það kvöld.

Frá Evenes var tekin rúta til Sortland og tók sú ferð um einn og hálfan tíma.

Er komið var til Sortland var tekið vel á móti okkur af þeim Tim(góður saxófónleikari og einn af aðalgaurunum í skipulagningu Sorlandjazz) og vini mínum Finn Sletten sem var að leika á Jazzhátíðinni sem sessionhljóðfæraleikari með kammer Jazzkór(kammerpikerne).

Var okkur réttir bíllyklar af þessum fína SAAB sem við höfðum til umráða allan tímann í Sortland.

Ekki var farið beint að sofa þetta kvöld heldur haldið á tónleika sem við náðum síðustu lögunum á.

Var þar á ferðinni norskur snillingur sem heitir Gisle Börge Styve en hann er mjög þekktur í Noregi sem annar píanistinn í norsku útgáfunni af ÞAÐ VAR LAGIÐ.

Gisle og hans band léku magnaðar húmorískar útgáfur af þekktum popp og Jazz standördum má þar nefna lög eins og I was made for loving her (Kiss) og Kiss(Prince)

Að sjálfsögðu var spjallað mikið við Finn þar sem að hann er magnaður trommari og vinur en meðal annars leikur hann í 2 lögum á Skuggum ,Litið um öxl og Á.B.E.

Að lokum fórum við að skoða staðinn sem við áttum að gista ,en það var í Sigerfjord sem er rétt fyrir utan Sortland.

Þar höfðum við gamalt timburhús til umráða stutt frá sjónum og veitingastaðnum Nausted en þar höfðum við Jón leikið fyrir 2 árum.

Morguninn eftir vorum við Jón fyrstir á fætur og sömdum fyrsta lag dagsins (sömdum eitt bull laga á dag)(þetta var straulagið) en það er ekki hægt að lýsa hvernig veðrið og umhverfið var þennann morgun.

Stilla, sólin nýkomin upp og skógivaxnar hlíðar alveg niður í sjávarmál.

Þessi dagur fór rólega af stað bærinn var skoðaður og stelpunum sýndir þeir staðir sem eru okkur í fersku minni(þær sögðu að við værum eins og gömul hjón að rifja upp brúðkaupsferðina).

Kl 17.00 var síðan okkar fyrsta æfing með trommaranum Hákoni og bassaleikurunum Rassmus.
Sú æfing gekk fínt og vorum við glaðir að hafa fengið svona góða spilara.
Æfingin fór fram í tónlistardeild framhaldsskólans í Sortland.

Eftir matinn um kvöldið var síðan farið á tónleika með
Gabriele Mirabassi íÍtölskum klarinettleikara og sænska Píanistanum Lars Jansson en Lars var einmitt hér á Íslandi í sumar og heillaðist af landi og þjóð .
Með þeim lék hljómsveit Norska hersins í Harstad ásamt nokkrum öðrum vel þekktum Norskum spilurum.

Kvöldið endaði með spjalli við Lars um tónlist ofl.

Föstudagur….
Jón og ég fyrstir að venju á fætur og lag dagsins var um að vakna(ekki frumlegt).
Ég og Jón forum aðeins yfir það sem þyrfti að laga einnig spiluðum við 6 lög í verslunarmiðstöð í bænum svona til kynningar.

Um kvöldið var farið á Tónleika með Etienne Mbappe bassaleikara og hljómsveit , tónlist hans má líkja við Afríku plötu Paul Simon en með Etienne var alveg magnað band og átti ég fínst spjall við saxistann hans eftir giggið.
Björt sem kom ekki með okkur til Noregs kom síðan þetta kvöld og þá vorum við kk allt í einu orðnir í minnihluta úffff.(he he)….Klezmer band lokaði gigginu þetta kvöldið en ég verð að viðurkenna að það heillaði mig ekki.

Laugardagur…
Lag dagsins gleymdist
Æfing með öllum(Björt var komin) var það fyrsta sem við gerðum og svo var farið á tónleika með Norskum kvensaxista að nafni Fröy sem þekkir Óskar Guðjóns saxista.
Lék hún svona ekta þungan skandinavískan Jazz ekki alveg mín tegund en alveg ágætt.

Malene Mortensen var næst og var ákveðið að mæta snemma og ná góðum sætum…..sú danska stóð fyrir sínu og vel það ….flott söngkona með flott band.

Á eftir Malene var bekktur Norskur Blúshundur sem lokaði í kvöldinu og með honum söng einnig kona þarna af svæðinu sem heitir Marith og er alveg með magnaða rokk og blús rödd.
Þess má geta að Marith og Ketill Stokkan sem ég þekki líka eru vinir.

Jammsession var loka atriði kvöldsins og lékum við Jón Þar 2 lög með einhverjum flottum spilurum þar á meðal Hákon og Oddmund bassatrölli norður Noregs.

Sunnudagur
Fyrst lékum við nokkur lög fyrir erlenda ferðamenn við Ferjuhúsið í Sortland og síðan voru það tónleikar okkar í Nausted.

Tónleikarnir gengu mjög vel og var gaman að sjá hvernig lögin virkuðu á gestina, stelpurnar slógu í gegn og eftir tónleikana fengum flott comment frá mikið af Norsku tónlistarfólki sem var á tónleikunum.

Borðað var á Stedet um kvöldið með einlægustu aðdáendunum okkar Johansen systrum(þær eru allt í öllu í þessum Jazzklúbbi)

Það sem stendur upp úr þessari ferð er hvað fólkið þarn er yndislegt og þakklátt.

Að fá að leika mín lög og önnur á tónleikum og sjá hve vel þau virka.
Sambönd við aðra tónlistarmenn sem maður nær vonandi að nýta sér tónlistarlega í framtíðinni.

Að lokum vil ég þakka gítartröllinu Jóni Hilmari, Björt ,Tinnu og Sigurveigu fyrir ferðalagið…..
Tim,Steinar,Hákon,Harald Johansen systrum,Finn ofl í Jazzklúbbinum þarna úti…….. det var jytte bra.

Gullkorn úr ferðinni.
Stjarnfræðisetur…………. orð sem 14 ára Norskur gutti kunni, Sagðist kunna eitt orð á Íslensku og þetta var orðið….alveg satt.

Helvítis hasskaka…….orð sem drukkinn eldri maður frá Lofoten kunni.

Jag vil ha en ber…….Jón Hilmar að biðja um öl á Norsku.(Norsk ber eru örugglega fín he he)

EBB



Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Bragi Bragason

Höfundur

Einar Bragi Bragason.
Einar Bragi Bragason.

Hef verið atvinnuhljóðfæraleikari í 100 ár(aðeins ýkt) og er skólastjóri Tónlistarskóla Seyðisfjarðar.

Netf.saxi@centrum.is sími 8974265

Tónlistarspilari

- like pantomime EBB master

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Áramót
  • ...927_6924913
  • picture 4 975462.png
  • picture 4 926643.png
  • ...posturrr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband