Ónýt dönskukennsla

Þar sem að ég er nýkominn úr ferð til Noregs og varð enn og aftur vitni að íslendingum tala ensku við Norðmenn þá hef ég verið að spá í hvort að það é ekki komin tími til að breyta eitthvað fyrirkomulaginu á dönskukennslu hér á landi.
Við Íslendingar sem eigum að heita hafa lært dönsku gerum ekkert annað en að tala ensku við Norðulandabúa.

PS....Ekki ég he he


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehehhe,,, ekki ég, ég tala sænsku við norðmenn, finna og svía, en dönsku við dani, þeir eru bara ekki skiljanlegir.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 17:30

2 Smámynd: Heidi Strand

Mér hefur alltaf fundist að það ætti að kenna norsku hér. Hún er nær íslenskunni, framburðurinn einfaldari og hún skilst best á Norðurlöndum. Bæði Svíar og Finnar eiga mjög erfitt með að skilja dönsku. Ég þekki þetta úr norrænu samstarfi.

Ég hef t.d. aldrei heyrt íslenska flugfreyju tala hreina dönsku. Það hefur verið norska, sænska eða eitthver hrærigrautur af þessu öllu.

Ef Íslendingar tala dönsku með íslenskum framburði hljómar það líkt norsku. Það fer allt of mikil orka í að kenna danskan framburð sem hvort sem er enginn útlendingur nær völdum á nema að búa lengi í Danmörku og helst þá sem barn.

Ég bjó þar í tvö ár og náði aldrei dönskum framburði þrátt fyrir að reyna allt til þess. Dóttir okkar sem þá var fjögurra ára var enga stund að ná dönskunni. Hún býr í Danmörku og talar dönsku eins og Dani.

Heidi Strand, 23.9.2007 kl. 18:10

3 Smámynd: Björg Árnadóttir

Einu sinni fékk ég starf útá að tala svo góða norsku. Það var nú samt bara skólabókardanska sem ég notaði og hermdi svo hreiminn eftir mínum norska viðmælanda. Ég hef svosem enga skoðun á því hvort eigi að kenna dönsku eða norsku en ég er alveg hörð á því að það á að kenna eitthvert norðurlandamálanna. Ég hef grætt helling í gegnum tíðina á minni skólabókardönsku.

Björg Árnadóttir, 23.9.2007 kl. 18:13

4 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Jamm mæli með sænsku eða Norsku........ég var með 10 alla tíð í dönsku og tala alveg ágætis dönsku en það er hr Anders And að þakka og hm hm Rapport.

Átti sænska Ömmu sem gerir það að verkum að ég er ansi fljótur að bjarga mér í sænsku og Norsku.......auk þess get ég ekki beðið eftir þýðingum á Henning Mankel bókunum á íslensku og hef því keypt þær á Dönsku, Norsku og Sænsku.

EN í alvöru það er eitthvað að dönsku kennsku þegar að fáir íslendingar nóta hana......hvað með að henda út öllu bóklegu og hafa hana bara verklega????????

Einar Bragi Bragason., 23.9.2007 kl. 18:30

5 Smámynd: Björg Árnadóttir

Góður punktur að hafa hana aðallega verklega (munnlega). Það er ekki fyrr löngu síðar sem maður þarf að hafa skriflega dönsku á sínu færi. Svo er fólk líka mjög misjafnlega duglegt að henda sér í djúpu laugina og bara prófa að tala dönskuna. Ég geri það þegar ég fer til Danmerkur. Svo þegar ég er orðin úrkula vonar um að nokkur skilji mig þá gríp ég til enskunnar. Mesta furða hvað maður kemst langt ef maður bara reynir!

Björg Árnadóttir, 23.9.2007 kl. 19:37

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég náði þokkalega tökum á skandínavískunni líka á því að lesa um & skoða myndir af fólki í öngvun undirfötum bæði í Kalle Anka & skýrslublaðinu danska.

Þegar ég í miklu hallæri þurfti að kenna dönsku & prubbaði að brúka Kim Larsen þá náði ég óumdeilanlegra lægð míns stutta kennaraferils.  Held að endurskipuleggja námsefnið á þann hátt sem að við  þykjumst hafa lært eitthvað af, væri máske vísara.

Lifi nakin kennsla !

S.

Steingrímur Helgason, 23.9.2007 kl. 23:03

7 identicon

heyrðu góurinn.. við vorum nú alveg líka að reyna að tala norsku.. gekk bara misjafnlega hehehe

og ég er ekki frá því að ég hafi heyrt þig bregða fyrir þig enskunni einstaka sinnum ;)

en samt er ég alveg sammála.. ég man ekkert voða mikið eftir minni dönsku og þó hafði ég alveg fína kennara! held að það ætti frekar að kenna norsku!

Tinna (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 23:47

8 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Jamm notaði einstaka sinnum ensku þegar allir voru saman ......svo að þið mynduð skilja he he ,,,,,en rétt er það TInna....

Eigum við ekki bara að fara aftur út.......

Hér færðu Norsku:http://www.youtube.com/watch?v=L0Hl1PKThys&mode=related&search=

Hér færðu ensku :http://www.youtube.com/watch?v=kwmTASFio_I&mode=related&search=

sama lagið með vini mínum Ketil Stokkan sem býr stutt frá þeim stað sem við vorum á.

og annað...

http://www.youtube.com/watch?v=G5UqezIwTvs&mode=related&search=

Ketill er samt sem áður alveg magnaður blússöngvari

Einar Bragi Bragason., 24.9.2007 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Bragi Bragason

Höfundur

Einar Bragi Bragason.
Einar Bragi Bragason.

Hef verið atvinnuhljóðfæraleikari í 100 ár(aðeins ýkt) og er skólastjóri Tónlistarskóla Seyðisfjarðar.

Netf.saxi@centrum.is sími 8974265

Tónlistarspilari

- like pantomime EBB master

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Áramót
  • ...927_6924913
  • picture 4 975462.png
  • picture 4 926643.png
  • ...posturrr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 222152

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband