Tónleikar eða Karókí

Sá nú ekki alla tónleikana í kvöld en var að spá......Ég sá að Páll Ósakar notaði bara undirleik af cd og líklega hafa Garðar þ. Cortes,Nylon og Luxor notað svipað apparat.........finnst fólki það bara allt í lagi....
Palli syngur ávallt vel en mér sem tónlistarmanni finnst þetta alveg hrikalega leiðinlegt að horfa á.....SSsól voru live sá þá líka og ég veit að Todmobile hafa verið magnaðir.....og Mugison,Bubbi,Bó og Stuðmenn þó að mér virðist sem bloggarar séu ekki alltof ánægðir með Stuðmenn í kvöld.
Æi mér finnst alltaf að svona Playback dæmi sé hálf glatað.
Ég meina Nylon td er að verða það fullorðið dæmi að þær verða miklu flottari með bandi.

Annars fannst mér sándið úr sjónvarpinu ekki gott....söngurinn var alltof framarlega miðað við undirleik sem gerði tónlistina kraftlausa.

En eins og ég sagði þá sá ég aðeins Palla og SSsól.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Það er virðingaleysi og dónaskapur við áhorfendur þegar músíkin er bara spiluð af disk eða úr tölvu.   Ég heyrði ekki í Todmobile en ég sá á einhverjum bloggum í nótt að hljómsveitin hafi verið rammfölsk.  Það var ekki frekar útskýrt þannig að ég veit ekki hver eða hverjir voru falskir. 

Jens Guð, 18.8.2007 kl. 14:45

2 identicon

Verð að viðurkenna að ég er sammála þér, það er í raun hálf upplifun þegar tónlistin er spiluð af teipi eða úr tölvu.  Færð ekki nærri eins mikið út úr tónleikunum.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 16:20

3 identicon

  Sæll Einar er þér sammmála, þetta playback er steingelt,en Jens Todmobile þeir vöru ekki falskir

Res (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 11:57

4 Smámynd: Björg Árnadóttir

Todmó voru ekki falskir - Andrea var það! Hún náði sér bara aldrei á flug. Eyþór byrjar alltaf hálf ryðgaður en kemst svo í gírinn en sorrý... veit ekki hvað gekk að Andreu. Eyðilagði alveg fyrir mér stemminguna hjá þeim.

Mugison var hins vegar alveg ÆÐI! Ég sat ein heima í stofu og var alveg komin fram á sófabrún með andateppu af innlifun yfir þeim. Svona á að gera þetta!

Þetta með pleibakkið er smá halló. Skil það vel með nýjar grúbbur eins og Lúxor en mér finnst að það hljóti að vera hægt að redda þessu öðruvísi. Ekki endilega heila symfóníu eins og Garðar hefði þurft, en það mátti splæsa í nokkra hljóðfæraleikara. Ef þeir áttu ekki fyrir því þá var hægt að spara með því að fækka atriðum.

Stuðmenn ættu hins vegar að fara að leggja sig í rúmin sem bíða eftir þeim á Grund. Amma fattaði ekki einu sinni hvað þeir voru að meina með þessu!

Björg Árnadóttir, 19.8.2007 kl. 18:02

5 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

ææ  voru Stuðmenn svona slappir

Einar Bragi Bragason., 19.8.2007 kl. 21:22

6 Smámynd: Björg Árnadóttir

Slappir er kurteislega sagt! Hvernig þeim datt í hug að spila lágstemmda Týrólamúsík lag eftir lag á svona hljómleikum er mér hulin ráðgáta. Enda sá ég að þeir voru búnir að tæma stúkuna rétt um það bil sem þeirra gigg var hálfnað. Þetta var bara sorglegt.

Björg Árnadóttir, 19.8.2007 kl. 22:11

7 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Góður títill hjá þér. Þegar ég sé karaókí "hljómleika" dettur mér alltaf Milli Vanilli í hug. Þeir voru krossfestir fyrir að syngja ekki sitt eigið efni og mæma, en sennilega voru þeir bara misskildir frumherjar.

Wilhelm Emilsson, 20.8.2007 kl. 02:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Bragi Bragason

Höfundur

Einar Bragi Bragason.
Einar Bragi Bragason.

Hef verið atvinnuhljóðfæraleikari í 100 ár(aðeins ýkt) og er skólastjóri Tónlistarskóla Seyðisfjarðar.

Netf.saxi@centrum.is sími 8974265

Tónlistarspilari

- like pantomime EBB master

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Áramót
  • ...927_6924913
  • picture 4 975462.png
  • picture 4 926643.png
  • ...posturrr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband