Forréttinda Menningarnótt

Þetta kalla ég forréttindi og æðislegt.
Fjarðarheiði...Heiðarvatn og Austfjarðaþokan felur Seyðisfjörð í rómantískri þoku.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

ógisslega cool myndir...

er nú samt ekkert rosa sátt núna, hélt hér yrði GOTT veður´i dag, það er alveg gott verður sko en HEL... ÞOKAN liggur niður í miðjar hlíðar og það nenni ég ekki... hún á bara að vera á nóttunum...

Bjarney Hallgrímsdóttir, 19.8.2007 kl. 09:12

2 identicon

Þetta er fallegt, miðbær Reykjavíkur er það ekki.

Ragga (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 22:17

3 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Já maður... er ég ekki alltaf að segja þetta!!!

Aðalheiður Ámundadóttir, 20.8.2007 kl. 00:12

4 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

ó jú Alla ó jú

Einar Bragi Bragason., 20.8.2007 kl. 00:24

5 identicon

Fallegar þokumyndir, man vel eftir svona þoku í sveitinni í Skagafirðinum í gamla daga, en þá var hún kölluð dalalæða. Maður hljóp þá bara upp í fjall til að komast upp fyrir hana og horfa yfir á þetta magnaða dulúðlega fyrirbæri.

Líka falleg tónlist í spilaranum þínum.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 00:34

6 Smámynd: Ester Júlía

Yndislegar dulmagnaðar myndir! 

Ester Júlía, 20.8.2007 kl. 08:54

7 Smámynd: Haukur Nikulásson

Takk fyrir að líta við hjá mér Einar, 

Þetta er áheyrileg tónlist og afslöppuð. Ég þarf ekkert að segja þér að hljóðfæraleikur sé ekki annað en í mjög góðu lagi (þú ert jú tónlistarkennarinn!). Þú ert með alveg þokkalega efnilega söngvara þarna með þér með þeirri undantekningu að Sigga Beinteins er ekki lengur efnileg. Ég veit ekki hvort þarna leynist hittarar, lögin fljóta flest mjög vel og sum þeirra batna við frekari hlustun eins og gengur. Stundum finnst mér að sumir söngvararanna séu svo mikið að vanda sig að þeir missi á móti það að syngja almennilega út tilfinningalega.

Mér finnast þessar upptökur mjög góðar að undanskildu því smekksatriði mínu að 250 riða svæðið má næstum alltaf deyfa svolítið þegar EQ-að er í síðasta mixi. Sumir kalla þessa hljóðtíðni drullusvæði (mud).

Lagið með Siggu klárast ekki, eitthvað hefur klippst aftan af því í yfirfærslu. Ég þykist heyra að það lag sé ekki tekið upp á svipuðum tíma og hin lögin og ekki með sömu hljóðfæraleikurum. Held að sú upptaka sé eldri þar sem hinar eru allar sterkari (erum við ekki allir að nota BBE maximizer núorðið?)

Haukur Nikulásson, 20.8.2007 kl. 10:40

8 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Nei rétt er það að Sigga er ekki lengur efnileg hún er bara með þeim bestu takk fyrir kommentin......næ þssu nú samt ekki með lagið sem Sigga syngur því það er tekið upp á sama tíma og hin.... en er samt kannski stærsta útsetningin sem kannski gerir það öðruvísi.......söngvararnir vanda sig jú það er rétt....en á nokkrum stöðum var farið út í það að nota skrats söngin(prufu söngin ) þar sem að hann var soldið meira persónulegur.

En ég þakka góða dóma. 

Einar Bragi Bragason., 20.8.2007 kl. 11:49

9 Smámynd: Haukur Nikulásson

Af einhverjum ástæðum er lagið með Siggu máttlausara mix en önnur. Hlustaðu sjálfur á píanó- og gítarleikinn í upphafi og berðu hann saman við hin lögin. Þetta reyndar lagast talsvert þegar kemur inn í lagið en svo er það klippt fyrirvaralaust í endann. Eitthvað hefur trúlega misfarist með skrána sem þú ert með þarna fyrir okkur til að hlusta á. Það væri ekki verra að þú settir inn aðra kópíu af laginu á netið.

Til gamans: Hvaða búnað notarðu í upptökurnar? Notarðu Autotune? Maximizer?  Eitthvað annað sem ég ætti að vita um? Á hvaða hljóðfæri spilar þú? (saxófónn virðist vera þetta þitt hljóðfæri eða hvað?)

Ég nota sjálfur gamla útgáfu af Cakewalk Pro Audio 9 (undanfari Sonar), flestar upptökurnar mínar bara beint af mixer, söngur/gítar og hljóðgervill samtímis,  síðan keyrt EQ og Maximizer til að fá upptökuna sterkari. 

Haukur Nikulásson, 20.8.2007 kl. 18:50

10 Smámynd: Haukur Nikulásson

Hlustaði á Siggulagið á Myspace síðunni þinni, þar er það í fínu lagi og þar heyri ég betur að þið hafið volume lágt í upphafi og keyrið það upp þegar bassinn kemur inn. Mér finnst þetta besta lagið í lagalistanum þínum og alveg nógu gott til að heyrast eitthvað í útvarpi. Ég hef a.m.k. ekki heyrt það áður. Róleg lög eiga reyndar alltaf svolítið erfiðara uppdráttar en hin fjörugri í útvarpi.

Haukur Nikulásson, 20.8.2007 kl. 20:55

11 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Miðað við það sem er leikið í útvarpinu eiga þessi lög alveg skilið að heyrast meira þó að ekki væri nema fyrir ljóðin...en ég er að læra það að þessi lög eru ekki nógu hægri sinnuð fyrir Bylgjuna og ekki nógu vinstri sinnuð fyrir Rás 2 þó að Rás 2 standi sig samt mun betur við að leika Íslenska tónlist.......kvennfólkið á Rás 2 hafa þó verið duglegar að leika lög af disknum..

Platan er líkilega mest unnin í Logic en þó einnig í Cubase sx og Pro Tools en mixuð síðan í Logic(sem er frábært forrit)

Auto tune er ég ekki með en annað forrit sem heitir Melodyne en það er notað sparlega enda var lítil þörf á því með þessa söngvara.

Saxinn er mitt no 1 ásamt þverflautu, er lærður blásarakennari.....Hef leikið inn á margar plötur sem þú hefur örugglega heyrt(örugglega hátt í 100) .....Stjórnin...gamla Sálar stöffið Todmobile ofl ofl....flautan td í Líf með Stebba Hilmars.

En þessi plata Skuggar er fyrsta sóló plata sem ég geri en er að vísu byrjaður að gera fl lög við ljóð Hákonar Aðalsteins auk þess sem mig langar að gera góða instrumental plötu.

Þakka þér fyrir góða dóma......Rendu yfir lögin aftur og athugaðu hvort að fl lög fari ekki að virka....Lagið sem Sigga syngur er stærsta útsetningin en það eru einnig önnur lög þarna se ég er mjög sáttur við.

Einar Bragi Bragason., 21.8.2007 kl. 00:38

12 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ein umferð í viðbót á meðan ég las bloggin.

Glymur foss er með lágtíðni saxriff sem kemur út óhreint, þetta irriterar mig. Mér finnst að þú hefðir átt að nota hreinna hljóðfæri til að halda þessu riffi (stefi) sem lágtíðnisaxanum er ætlað. Þú ert með annað flott saxsóló í laginu. Þetta er annars mjög gott lag.

Hin lögin eru ekki með neitt í útsetningu sem truflar mig. Þetta er notaleg tónlist og afslappandi. Lagið Skuggar vinnur nú líka á eftir þessa yfirferð. Svo gæti þetta eflaust breyst við frekari hlustun. Ég skal bregða þessu upp á meðan ég les blogginn. Maður er líka að taka söngvarana þína betur í sátt.

Öll lögin eru vel spilhæf í útvarp, ekki misskilja mig. Samkeppnin um útvarpsspilun er mikil og pólitíkin í kringum þetta er afar sérstök svo mildilega sé tekið til orða.

Haukur Nikulásson, 21.8.2007 kl. 22:13

13 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Er ekki alveg að fatta þetta með lágtíðni saxriffi......hann er frekar sterkur rétt er það en óhreinn(þá meina ég falskur nei) er hann ekki.

Annars er þetta lag svolítið spes á þann hátt að í fyrsta lagi er Alda SIf sem syngur þetta lag(syngur einnig Kvöldljóð Andreu) með svona ekta skandinavíska sópran rödd sem mér fannst passa þessu lagi einstaklega vel og svo er fyrir utan smá píanó og strengi(Miroslav forrit alveg magnað) restin af undispilinu saxófón kvartett,Alt þverflauta og Klarinett.

Upphaflega átti bara að vera sax sóló í laginu en svo prufaði ég klarinettið(spila annars frekar lítið á það) og þá kom svona pínu austantjalds blær á lagið.

Klarinett sólóin er síðan leikin með eins mjúkum tón og hægt er þar sem að hann karl faðir minn sem var klarinettleikari lagði ríka áherslu á það þegar að ég var að læra á það..

Já þetta átti að vera afslöppuð tónlist með frekar grípandi melódíum við þessi fallegu ljóð.

Lögin Skuggar,Glymur Foss og Nú er allt svo hljótt(siggu lag) eru öll með nýjum ljóðum það er Hákon samdi þessi ljóð eftir að ég samdi lögin.

Skuggar er svolítið drungalegt og villt og þess vegna hafði Hákon ljóðið um drauga.

Öll hin ljóðin eru úr ljóðabókum.

Söngavararnir eru valdir eftir því sem mér fannst passa við lögin.....Sigga er náttúrulega reynslubolti og klikkar aldrei....Erna Hrönn(hljómsveitinni Bermuda) er að koma sterk inn í bransann og söng meðal annars eitt lag í síðustu undankeppni Evróvision.Hún syngur Móðir Jörð og Vorkoma

Alda er snót frá Akureyri sem ég vissi ekkert um fyrr en í fyrra er ég heyrði hana syngja fyrst og minnir hún mig svolítið á Sissel Kirkeboj og Ernu Gunnarsdóttur.

Aðalheiður Borgþórs er reynslubolti héðan að austan og hefur verið ein af okkar betri söngkonum í mörg ár án þess að kannski svo margir viti af henni (Var í Lólu í den og gaf sjálf út geisladiskinn Brothætt fyrir nokkrum árum) hörku Jazz söngkona og þess vegna fékk hún Jazzy lag)(Litið um öxl)

Björt sem syngur Skugga er dóttir Aðalheiðar og er að læra söng í Tónlistarskóla FÍH þar sem að lagið er svolítið brjálað fannst mér sniðugt að láta rödd sem flyti ofan á öllum látunum syngja lagið.

Helgi Georgs er þekktur fyrir það að syngja falsettur og hafa frekar hátt tónsvið hér fyrir austan.....lagið sem han syngur Augnablikið er í þver öfuga átt frekar djúpt og var það í raun fyrir slysni að han prufaði að syngja það en hann er magnaður í þessu lagi og minnir mig á Magnús Þór í því.

Svo syngur Steinar Gunnarsson úr Hljómsveitini Sú Ellen lagið Tunglskinsnótt og þar er mikill karakter söngvari á ferð sem mér fannst passa við svona létt popplag.

Vilhjálmur Þróttur er náttúrubarn sem syngur lag sem heitir saknaðarlag Villi minnir mig á Villa Vill heitinn og er einstaklega flottur söngvari.

Hákon Aðalsteins sjálfur fer svo með eitt ljóð við undirleik....kallinn er náttúrulega snillingur.

Margir góðir hljóðfærleikarar leika á disknum eins og Grétar Örvarsson,Jón Hilmar Kárason,Árni Scheving,Jóhann Hjörleifsson;Finn Sletten(Norskur Jazz trommari leikur í litiið um öxl og ÁBE)

Sigurgeir SIgmunds ofl.

Já útvarpsstöðvarnar geta verið erfiðar he he en þó hef ég heyrt Sigguklag á Bylgjunni og hin hafa fengið örlitla spilun á Rás 2.

Þú segir rétt með Pólítíkina þar he he.

Annars er gaman að fá svona komment og ég vona að ég hafi náð að fræða þig á einhverju.

Ef það eru fl. spurningar ...þá skjóttu.

Einar Bragi Bragason., 22.8.2007 kl. 00:55

14 Smámynd: Haukur Nikulásson

Takk fyrir upplýsingarnar Einar.

Mér finnst ég hálf kjánalegur að reyna lýsa því sem ég heyri í laginu Glymur foss. Þegar komið er 30 sek. inn í lagið kemur saxófónstef (C2-G2-C1) sem partur af undirleiknum og hann gerir lagið (fyrir mig) óhreint (þá frekar eins og óþarflega mikið loftfret í saxanum, ég á ekki við neitt í líkingu við falskan tón). Kannski má líkja þessu við strengjastrokuhljóð á gítar sem fer í taugarnar á sumum.

Ég heyri stundum eins og gróft suð í saxanum og þá máttu segja mér að trúlega eigi að hann að hljóma svona sé hann tekinn almennilega upp. Þá fylgi honum allt það líf (growl) sem á að vera í honum. Trúlega er ég orðinn of vanur gervisaxhljóði í hljóðgervlum til að vita lengur hvernig hann á að hljóma í raun og veru. Þar sem þetta er í raun smáatriði bið ég þig lengstra orða að taka þetta ekki of alvarlega þar sem ég telst trauðla sérfræðingur í upptökutækni og enn síðri í blástursdeildinni.

Ég get ímyndað mér að það sé mjög skemmtilegt að fá til sín svona marga ólíka einstaklinga í þetta verkefni, gefur þessu öllu meiri lit.

Ég hefði gaman af því einhvern tíma ef mig vantar sax eða klarinettsóló að athuga hvort þú sért til í svoleiðis verkefni sem hægt er bara að senda í tölvupósti. Gæti verið skemmtileg tilraunastarfsemi.

Haukur Nikulásson, 22.8.2007 kl. 22:54

15 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

ég held að það sé málið þetta fu fu sánd sem kemur er bara loft hljóð og synth saxa sánd eru með þeim verstu sem til eru he he

Já þetta er búið að vera mjög gaman.

Ekkert mál annars er ég töluvert að spila inn á plötur fyrir aðra einmitt svona....með emaili

Annars skora ég á þig að versla þér Skugga plötuna og þá heyrirðu allt og í betra sándi. hún á að fást allstaðar

Einar Bragi Bragason., 23.8.2007 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Bragi Bragason

Höfundur

Einar Bragi Bragason.
Einar Bragi Bragason.

Hef verið atvinnuhljóðfæraleikari í 100 ár(aðeins ýkt) og er skólastjóri Tónlistarskóla Seyðisfjarðar.

Netf.saxi@centrum.is sími 8974265

Tónlistarspilari

- like pantomime EBB master

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Áramót
  • ...927_6924913
  • picture 4 975462.png
  • picture 4 926643.png
  • ...posturrr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 222146

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband