örugglega fá prósent af þessum hópi fara á skemmtistaði

Þetta bann er náttúrulega bull....allir úti ......prumpu lykt inni.......og allt að verða vitlaust í miðbænum.
Ok ég skal styðja það að það sé ekki reykt ef að þeir staðir sem hafa fl. sali í sínum húsum geta fengið að hafa reysali og þá með góðri loftræstingu......
mbl.is Mikill meirihluti ánægður með reykingabann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Kr.

Nei, þetta er það besta sem hefur gerst í langan tíma. Hreint loft inni... subburnar úti

Gunnar Kr., 1.9.2007 kl. 01:23

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

og allt brjálað út um allt nei ó nei ekki góð hugmynd......það eru aldrei neinir kyrrir inni

Einar Bragi Bragason., 1.9.2007 kl. 01:25

3 Smámynd: Janus

Verandi miðbæjarrotta skil ég ekki þetta með prumpulyktina, ég finn aldrei slíka lykt. Sá staður sem ég sæki oft í mánuði hefur aldrei verið eins vinsæll og nú eftir að reykingabannið kom til og fullt af nýju fólki er farið að sækja þennan pínulitla áður illa loftræstaskemmtistað....! Sorglegt að þetta skuli ekki vera svona hjá þér á Seyðisfirði.

...og come on heldur þú virkilega að allt sé brjálað í miðbænum út af því að fólk þurfi að reykja úti. Ef reykingar kalla á slagsmál af hverju logaði þá ekki allt í slagsmálum inni á þessum stöðum fyrir reykingabann. Veðrið, góður efnahagur og almenn typpakeppni held ég að sé ástæða þessarar slagsmála í miðbænum, þetta líður hjá þegar veðrið fer að versna.

...eitt get ég sagt með 150% vissu og það er það, að þú Einar minn ert reykingamaður :) reyklausir kvarta ekki yfir því að geta andað að sér súrefni,  nú eða prumpulykt, allt er betra en mökkurinn!!!

Janus, 1.9.2007 kl. 02:18

4 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Halló ég er að spila út um allt land(oft í Reykjavík) og held ég viti alveg hvernig ástandið er.Já ég reyki en mér finnst bara að það eigi að vera val.

Einar Bragi Bragason., 1.9.2007 kl. 10:52

5 Smámynd: Janus

Ég er alveg sammála því að reykingur ættu og eru val, en þú veist það jafn vel og ég að ef einn reykingamaður velur að reykja inni í rými velur hann fyrir alla hina. Ef þú velur að reykja verður þú að bara að horfast í augu við það að framvegis verður þú að reykja úti....!

Janus, 1.9.2007 kl. 13:57

6 Smámynd: Gunnar Kr.

Val fyrir hvern? Því um leið og reykingamaðurinn kveikir í sígarettunni er ekki lengur val fyrir þá sem ekki reykja.

Nýtirðu rétt þinn sem reykingamaður og reykir t.d. í tímum í tónlistarskólanum? Er það ekki réttur þinn? Reykirðu innan um börn og yfir kvöldmatnum? Hvar liggja mörkin?

Gunnar Kr., 1.9.2007 kl. 14:00

7 identicon

Einar reykir þú??????? bíddu nú við,,,, hvenær byrjaðir þú á þeim ósóma? Ég er hætt, hætti í fyrra eftir 27 ár og er sú alfegnasta að það gekk hjá mér og mun aldrei byrja aftur á þessu ógeði.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 14:44

8 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Já magga byrjaði seint á þeim ósóma......en hallíó auðvitað reyki ég ekki í skólanum ......þið eru greinilega ekki að fatta ....mér finnst að það eigi að vera val fyrir staðina sjálfa....sumir þeirra eins og Broadway og Players eru með marga sali og þá mætti td reykja í einum þeirra.

En það sem er grátbroslegt við þetta er að vegna þessa banns eru allir úti og þetta á eftir að bitna mikið á veitingahúsunum.......sorry bara satt.......

sit hér og horfi á fótbolta með 6 bjórauglýsingum í hálfleik...........hvar eru mótmælin vegna þess

Einar Bragi Bragason., 1.9.2007 kl. 16:10

9 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Ég er að fara norður en bara til þess að anti mennirnir hafi það á hreinu ...ég reyki ekki inni heima hjá mér ...ekki í skólanum......ekki í bílnum.....osfrv.....

Einar Bragi Bragason., 1.9.2007 kl. 16:13

10 Smámynd: Gunnar Kr.

„Já magga byrjaði seint á þeim ósóma...“

Þarna hittirðu naglann á höfuðið Einar Bragi... þarna hittirðu nákvæmlega á rétta saxófón nótu!
Ósómi!

Gunnar Kr., 1.9.2007 kl. 19:03

11 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

svoooooo mikið sammála þér Einar...

Bjarney Hallgrímsdóttir, 1.9.2007 kl. 21:51

12 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég á enn eftir að finna þessa prumpulykt, sem margir tala um. Svo hefur mér sýnst að ástandið í miðbænum sé alls ekki verra nú en fyrir ári. Þegar reykingamenn tla um hávaða af völdum fólks, sem er úti að reykja, má benda þeim á að það eru jú þeir sjálfir sem eru valdir að hávaðanum.

Þó svo mér sjálfum finnist fínt að fá mér blys af og til, sérstaklega þegar þorstanum er svalað, finnst mér reykingabannið alveg ljómandi. Ég er ekkert of merkilegur til að labba útfyrir þegar ég fýra í. Svo lykta fötin talsvert betur, röddin er skárri (ekki vanþörf á því kannski) og þynnkan er eki að drepa mann daginn eftir spilerí - stundum var maður jafnvel úberþunnur þrátt fyrir að hafa ekki drukkið dropa.

Annars sagði Egill Rafns svolítið fyndið um daginn - "Reykingabannið er frábært - það á bara ekki að ná yfir hljómsveitina!"

Ingvar Valgeirsson, 2.9.2007 kl. 16:50

13 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Jæja komin aftur Austur var tvo tíma og 45 mínútur a leiðinni heim frá Akureyri og bara ekið á löglegum hraða(hmm hmm) en á næturnar er engin umferð.

Það féllu allir í gildruna......ef ég hefði sagt 6 tóbaks auglýsingar í hálfleik hér fyrir ofan hefði allt orðið brjálað.

Ingvar þetta með prumpulyktina er staðreynd (gerðist td í gær á Vélsmiðjunni í gær) og svo var ég að spila með Siggu og Grétari á Players í sumar þegar ástandið var vægast sagt orðið mjög hættulegt....það endaði með því að Sigga tilkynnti yfir alla á staðnum að sá sem væri að senda þennan okkur eiturhernað mætti endilega skella sér út með reykingafólkinu.

Gott hjá Agli he he.

Ég held Ingvar að þú sért alltof mikið inn á pöbbnum he he .

En hvort er meir ósómi tóbak eða ofdrykkja því að mér virðist miðað við það sem ég að ansi ansi ansi há prósenta Íslendinga eiga við það vandamál.

Vissulega er til fólk sem fer vel með áfengi en ég held svei mér þá að það sé í minni hluta.

Einar Bragi Bragason., 2.9.2007 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Bragi Bragason

Höfundur

Einar Bragi Bragason.
Einar Bragi Bragason.

Hef verið atvinnuhljóðfæraleikari í 100 ár(aðeins ýkt) og er skólastjóri Tónlistarskóla Seyðisfjarðar.

Netf.saxi@centrum.is sími 8974265

Tónlistarspilari

- like pantomime EBB master

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Áramót
  • ...927_6924913
  • picture 4 975462.png
  • picture 4 926643.png
  • ...posturrr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 222152

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband