Noregsferð dagur 3 og 4

Go' dag Tinna hérna aftur. Í gær vöknuðum við eldhress að vanda og fórum og spiluðum í Skipsgarden sem er verslunarmiðstöð hérna og að sjálfsögðu versluðum við eilítið handa okkur í leiðinni :) Dunduðum okkur aðeins og fórum svo út að borða á Naboen, held að allir hafi verið bara frekar hamingjusamir með það, góður matur. Eftir matinn röltum við yfir á Stedet og fórum á tónleika með alveg mögnuðu bandi sem er Franskt/afrískt, það er Etienne Mbappe bassaleikari og bandið hans. það var alveg svakalegt, hann er rosalegur bassaleikari og svo voru þarna með honum saxafón leikari (sem var svolítið perralegur en mjög góður samt sem áður) tveir gítarleikarar, annar þeirra töluvert myndarlegri og við stelpurnar alveg slefandi, en Björt kom semsagt þegar þessir tónleikar voru svona rúmlega hálfnaðir. Trommuleikarinn var svo líka bróðir sæta gítarleikarans og ekki skemmdi það nú fyrir, og svo var stelpa sem söng með Mbappe og dansaði líka aðeins fyrir okkur. Hef ekki séð svona dans áður í persónu, undir afrískum áhrifum, semsagt aðallega með neðri helming líkamans (rassinum, vildi ekki vera dónaleg sko) en hún var rosa flott. Eftir þessa tónleika fórum við yfir í minni salinn á Stedet og þar var Klezmerband að spila og það var alveg fínt líka. Ekki alveg sama stemningin en mjög fínt. Við stelpurnar fengum allt í einu þörf fyrir að dansa og fórum á Diskótek sem er hérna nálægt þrátt fyrir hneykslisraddir sem sögðu okkur að þetta væri fyrir 18 ára eins og það væri eitthvað verra, við erum nú ungar stúlkur. En þegar við komum þangað þá vorum við bara einar á dansgólfinu, og reyndar bara í húsinu öllu eiginlega, þannig að við stoppuðum bara stutt. Svo fórum við bara tiltölulega snemma heim eftir að spjalla við frakkana.
Í dag erum við semsagt komin á æfingu hérna í skólanum aftur og erum svo að fara á held ég 3 tónleika í dag. Fyrst er það en kvinnelige jazzsaksofonist sem Einar er svolítið spenntur að sjá. Næst er svo hún Malene Mortensen sem er dönsk söngkona og allir eru að missa sig yfir, ég hlakka til að fara á þá tónleika til að sjá um hvað þessi þráhyggja snýst hehe.. eftir það er svo blús tónleikar og svo jammsessjón. Verður örugglega rosalega skemmtilegt.
Á morgun eru svo aðaltónleikarnir en við erum þau einu sem spilum allan morgundaginn :) byrjum á stuttum tónleikum, er ekki alveg viss hvar en það er víst þar sem ferjan er.. kemur í ljós. En svo erum við í Naustet sem er bara næsta hús við þar sem við gistum.
En segjum þetta gott. Einar segir örugglega eitthvað skemmtilegt um þessa tónleika sem eftir eru þegar hann kemur heim.
Ha' det bra

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Bragi Bragason

Höfundur

Einar Bragi Bragason.
Einar Bragi Bragason.

Hef verið atvinnuhljóðfæraleikari í 100 ár(aðeins ýkt) og er skólastjóri Tónlistarskóla Seyðisfjarðar.

Netf.saxi@centrum.is sími 8974265

Tónlistarspilari

- like pantomime EBB master

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Áramót
  • ...927_6924913
  • picture 4 975462.png
  • picture 4 926643.png
  • ...posturrr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 222156

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband