Ég hef aldrei botnað í hvernig þessar vélar geta flogið

Eða bara flugvélar almennt......það er búið að útskýra þetta marg oft fyrir mér en þegar að maður horfir á þessi stykki standandi á flugvöllum þá er eins og þær útskýringar geti ekki staðist..........það er auðveldara að skilja geimskot...þeim er jú skotið af stað.......
mbl.is A380 í fyrsta farþegaflugið á fimmtudaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég skal reyna að útskýra þetta fyrir þér. Ólíkt því sem margir halda þá helst flugvélinn uppi því loftið er "minna" fyrir ofan vænginn, ekki að það sé "meira" undir honum. Lögun vængsins gerir það að verkum en hann er kúptari að ofan. Það má sjá þetta nokkuð vel þegar þú drekkur gos (eða annan vökva) með röri. Þú getur tekið rörið úr glasinu með rörið fullt af gosi svo lengi sem þú heldur tungubroddinum við efri enda rörsins eða stíflar loftflæðið með öðrum hætti á þeim enda. Þannig má segja að flugvélar séu límdar við loftið fyrir ofan. Að vísu þurfa flugvélar hraða, sem oftast fæst með mótor, til þess að límast við loftið fyrir ofan.

Sumarliði Einar Daðason, 23.10.2007 kl. 22:04

2 identicon

Guðmundur Alfreðsson (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 22:56

3 identicon

Ekki alveg fullkomlega rétt. http://dmiessler.com/blogarchive/why-planes-fly-what-they-taught-you-in-school-was-wrong þetta er nú allt frekar nýleg fræði svo aldrei að vita nema að báðar kenningar hafi bara ekkert að gera við flug :P 

Lalli-Oni (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 03:27

4 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Kannski bara áget að vita ekkert hvernig allt virkar, bara njóta þess að það virki. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 24.10.2007 kl. 14:30

5 identicon

skv. Bernoulli's principle þá er það þannig að ef loft (reyndar "fluid" sem loft reyndar er líka) flæðir í gegnum þrenginu þá fellur þrýstingurinn. Vængurinn er hannaður þannig að ofan er hann kúptur og myndar einskonar þrengingu og þar af leiðandi er meiri þrýstingur undir vængnum en að ofan og vélin flýgur :). Það má að sjálfsögðu fara all dýpra í þetta en þetta er svona barnaútgáfa

P.S. Ég er búinn með atvinnuflugmannsnám og verð ég að leyfa mér að segja að Sumarilði hér að ofan er að bulla svolítið mikið með límið :) um vænginn er stöðugt sog, engin stífla og ekkert lím.

Cpt. Gunnar Róbert (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 17:40

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

já þú meinar....pæling alveg sko!

Heiða Þórðar, 24.10.2007 kl. 23:43

7 Smámynd: Sporðdrekinn

Eftir að tengdapabbi útskýrði þetta fyrir mér með mikilli þolinmæði (þetta var sko ekki í fyrsta sinn sem að einhver hafði reynt) þá sagði ég bara: Einmitt ég bara skil ekki hvernig þessi flikki geta verið þarna upp í loftinu og að það sé í þokkabót hægt að stjórna þeim

Sporðdrekinn, 25.10.2007 kl. 02:21

8 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Þrátt fyrir allar þessar útskýringar þá finnst mér þetta samt stórfurðulegt....

Einar Bragi Bragason., 25.10.2007 kl. 20:45

9 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég var að reyna að útskýra þetta með einföldum hætti en mér sýnist margir bara vera að flækja málið. Ef það er rétt sem mér var kennt í flugskóla þá held ég að ég fari með rétt mál. Það er minni þrýstingur fyrir ofan vængninn heldur en undir. Þess vegna notaði ég sogrörs-líkinguna. Ef það væri meiri þrýstingur fyrir ofan þá færi flugvélin niður.

Þetta er auðvita flóknara því það eru aðrir þættir sem spila inn í en ekkert sem skiptir máli við að hjálpa þér að skilja hvernig flugvél flýgur. Ef mótor klikkar þá hefur þú alltaf tíma til að svífa niður út af ofangreindum "sogkrafti". Vænghaf skiptir hér öllu máli miðað við hraða.

Ps. ég segi þetta í gríni Cpt. Gunnar Róbert: Getur þú látið mig vita hvenær þú flýgur þotu svo ég geti breytt ferðaáætlun minni þegar ég þarf að ferðast? Þotuhreyflar nefnilega byggjast á Bernoulli kenningunni sem er nánast undirstaðan í farþegaflugi, sem og í veðurfræði og fleiru sem tengist lofti.

Sumarliði Einar Daðason, 27.10.2007 kl. 06:47

10 identicon

já það er svona! Ég held bara að þín útskyring hafi bara flækt málið og nýútskrifaði flugkennarinn sem sagði þér þetta er örugglega núna búin að átta sig á að hún sé ekki góð. Svo skulum við sýna mannasiði og ekki fara í eitthvað skítkast Sumarliði.

Gunnar Róbert (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Bragi Bragason

Höfundur

Einar Bragi Bragason.
Einar Bragi Bragason.

Hef verið atvinnuhljóðfæraleikari í 100 ár(aðeins ýkt) og er skólastjóri Tónlistarskóla Seyðisfjarðar.

Netf.saxi@centrum.is sími 8974265

Tónlistarspilari

- like pantomime EBB master

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Áramót
  • ...927_6924913
  • picture 4 975462.png
  • picture 4 926643.png
  • ...posturrr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 222148

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband