13.12.2007 | 12:20
Árásir Hr Jens á Birgittu
Þetta er nú ekki í fyrsta sinn sem að hann Jens ræðst gegn Birgittu og nægir þar að nefna að í þessari sömu bloggfærslu hans nefnir hann að Birgitta hafi verið að raula í þessum þætti....hingað til hef ég notað raul um frekar slappann söng og Birgitta er ekki slappur söngvari.
Að vísu finnst mér Jens oft skjóta full fast á nokkra félaga mína í poppinu, eitt besta lag popplag Íslands Nína hefur verið dæmt eitt versta .....Hreimur....Land og synir ofl hafa fengið sinn skammt hjá honum.
En ef að hljómsveitin heitir æla eða spýja þá fá þær fína og fallega umfjöllun hjá honum....
Birgitta var bara flott að venju.
Ég hef nú líka stundum verið full grimmur inn á hans síðu við að verja mína menn og konur.
En annars hef ég nú nett gaman af honum........það þurfa ekki allir að hafa sama smekk......og svo er líka nauðsynlegt að takast aðeins á um suma hluti .......ekki satt.
En öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir.
Fannst Birgitta Haukdal of gul | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Bragi Bragason
Tenglar
Flott og gott
ýmsir góðir og gagnlegir tenglar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- heidathord
- lindalea
- totally
- lehamzdr
- meistarinn
- bjorgarna
- gthg
- martasmarta
- erla1001
- nanna
- estro
- braxi
- eythora
- steingerdur
- stebbifr
- ragnhildur
- gummigisla
- sax
- lindabj
- emilssonw
- vilborgo
- baddahall
- smakokur
- kjarvald
- bbking
- haukurn
- ranka
- herdis
- alla
- 730bolungarvik
- vga
- jonkjartan
- garun
- trukona
- ingvarvalgeirs
- biggibraga
- aslaugh
- jax
- benna
- blekpenni
- snorris
- mafia
- start
- hallibjarna
- jonhalldor
- strakamamman
- isdrottningin
- gbo
- stormadis
- nesirokk
- jakobsmagg
- hjaltig
- gummisteingrims
- evathor
- gudrunfanney1
- lara
- laufeywaage
- ringarinn
- markusth
- storibjor
- hallarut
- gammur
- olinathorv
- sirarnar
- manzana
- eysteinn-thor
- gretaulfs
- fanney
- maggaelin
- arnthorhelgason
- 730
- kalli33
- klaralitla
- mymusic
- esv
- gisliblondal
- hemba
- earlyragtime
- gretarorvars
- sigurlauganna
- gudni-is
- joninaros
- jahernamig
- ellasprella
- gydabjork
- valsarinn
- thorasig
- palmig
- gudjonbergmann
- hognihilm64
- lostintime
- plotubudin
- svala-svala
- judas
- kjarrip
- jara
- gudnim
- dianadv
- arnaeinars
- asgeirpall
- saethorhelgi
- lydurarnason
- steinunnolina
- bryn-dis
- listasumar
- gullihelga
- eddabjo
- raggipalli
- addamaria
- pegre
- chinagirl
- sign
- bjork
- gisligislason
- stormsker
- almaogfreyja
- glamor
- annapanna77
- blues
- sverrir
- rannug
- hugs
- bulgaria
- kolgrima
- th
- alit
- krissa1
- gudnyruth
- kafteinninn
- johannavala
- viddy
- fridrikomar
- ketilas08
- skordalsbrynja
- fjolahrafnkels
- birtabeib
- asdisran
- tru
- ausa
- margretsverris
- bergthora
- vefritid
- ragnargeir
- siggasin
- helgadora
- tobbitenor
- ingabesta
- rosabla
- annriki
- audbergur
- lady
- ynnej
- amotisol
- siggagudna
- kisabella
- steinibriem
- himmalingur
- gellarinn
- nkosi
- agny
- berglindnanna
- gattin
- bestfyrir
- brandarar
- daxarinn
- eddaagn
- gudrunkatrin
- topplistinn
- skytta
- gunnarpalsson
- konniiceman
- skessa
- hreinsamviska
- mrsblues
- little-miss-silly
- irisholm
- jea
- lionsklubbur-seydisfjardar
- mal214
- omarragnarsson
- fjardarheidi
- sifjan
- stjornlagathing
- kristjani
- rocco22
- totad
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er bara ekki í fyrsta skipti sem hann ræðst gegn einstaklingum. Ég er ekki hrifin af bloggurum sem fara djúpt í saumana í einstaklings mál og myndbirta, í stað þess að tala um málin almennt og hlutlaust.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 13.12.2007 kl. 15:09
Nína var samt ekki beint dæmt af honum heldur lesendum síðunnar, það fékk meir að segja mitt atkvæði ef mig minnir rétt ;)
En mér finnst Birgitta heví töff að senda honum svona sæta kveðju.
Ragga (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 15:23
Já mér fannst það flott hjá henni.........það er rétt hjá þér Ragga en hann gaf tónin ekki satt......En Nína er gott lag...........það er eitt að finnast lag leiðinlegt og annað að fullhæfa að lag sé vont..........
Mér finnst td fullt af lögum leiðinleg en verð að viðukenna að þau séu ekki slæm
Einar Bragi Bragason., 13.12.2007 kl. 15:43
Ég skil.
skilningur, 13.12.2007 kl. 15:53
Já, ótrúlega gott hjá Birgittu. Blogg Jens er fullt af fyrirlitningu út í fólk sem er ekki honum þóknanlegt. Sjálfur er ég einmitt hættur að heimsækja blogg hans sökum þess.
Borat (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 16:15
Hahahahahahaha!
Nú er bæði skrattanum og mér skemmt, en engum verður þó meir skemmt en "vonda kallinum" sjálfum honum Jens þegar og ef hann les þetta! Alltaf tekst honum að æsa fólk á móti sér og láta eins og Nóbelsskáldið skrifaði um árið í einni sögu sinni eitthvað á þessa þessa leið "Að láta moldina fjúka í logninu"!
og minn elskulegi Saxi, að raula þýðir alls ekkert að viðkomandi sé slappur að syngja, bara nett grín að þinni hálfu og glæný orðskýring sem hvergi finnst!
Magnús Geir Guðmundsson, 13.12.2007 kl. 18:42
Hr Magnús ég held nú að seint fari fólk að tengja raul sem lýsingu á góðum söng......samanber syngurðu eitthvað .....ha ég nei ég raula bara aðeins......
æi góði hættu þessu rauli......og bla bla ........ ég held að Jens viti alveg hvað hann var að skrifa he he he..........
PS ég er raulari...ekki söngvari.
Annars fær Birgitta líka hrós fyrir það hversu vel hún hefur haldið haus á undanförnum árum....flott fyrirmynd...jákvæð og skemmtileg.
Einar Bragi Bragason., 13.12.2007 kl. 19:04
Að mínum dómi hlítur lag sem manni finnst skemmtilegt að vera gott lag og lag sem manni finnst leiðinlegt að vera vont lag, því sennilega er bara til tvenns konnar tónlist, skemmtileg og leiðinleg, að vísu er til einhver hlutlaus miðja eitthvað sem maður hefur enga sérstaka skoðun á. Ef manni finnst Nína vera leiðinlegt lag þá finnst manni það ekki vera gott lag svo einfalt er það nú að mínum dómi, á sama hátt, þeim sem finnst það skemmtilegt getur varla fundist það vont lag, má kanski segja að lagið sé hvorki gott né slæmt fyrr en einhverjum finnst eitthvað um það. Svo er það líka heildar hljóðmyndin sem hefur mikið að segja alltaf, því oft heyrir maður lag sem manni fannst flott en heyrir það svo í nýrri útsetningu og finnst þá ekkert varið í það, og svo virkar þetta líka á hinn veginn. Varðandi Birgittu þá finnst mér tími til kominn að hún fari að syngja fullorðins.. vilji hún að hún sé tekinn alvarlega.
Bubbi j. (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 20:32
Góður pistill hjá Bubbanum hér að ofan og margt sannleikskornið í honum!
En Saxi minn, það er einmitt bara undir hælin lagt hvort raul er gott eða slæmt, alls ekki rétt ítreka ég, að orðið sem slíkt sé neikvætt, svo er ekki!Gætir alveg eins haldið því fram að söngl eða rímnakveðskapur sé neikvæður sem slíkur, en hvortveggja þó partur af söngstíl hjá ólíkum þjóðum!(eða þjóðflokkum ætti ég kannski að segja, Íslendingum og Indjánum eða Inúítum)
Magnús Geir Guðmundsson, 13.12.2007 kl. 21:54
Sorrý pals mér finnst þetta ekki ganga upp hjá ykkur....Leiðinlegt og vont getur bara ekki verið það sama......en skil hvað þið eru að að pæla....kannski er ég of mikið að hugsa út í tónlistarlegar pælingar og fræði til þess að allir fatti hvað ég er að meina......
Prufa samt aftur það eru til lög sem geta varla talist til afreka en maður fær samt á heilan í vissa stund og jafnvel flautar með bvað er það.........dæmi Lollipopp Mika.....Traustur Vinur,,,,,,
Lag sem mér finnst td meiriháttar gott lag en þoli ekki að heyra er Angie með Stones.........(Jaggerinn er svo falskur þar) stairway to heaven frábært lag en mér finnst það ekkert rosalega skemmtilegt....
Einar Bragi Bragason., 13.12.2007 kl. 23:04
Mér líkar Jensinn & mislíkar á víxl, það er að segja hans bloggerí.
Held að það sé nú frekar kostur en ostur.
Mér líkar líka Nína, enda var hún rauðhærð...
Bloggerí er náttúrlega bara um skoðanir, fram & til baka, Jensa skoðun er bara hans, en samt má alveg slá á hans putta þegar hann yfirstrikar..
Verra er, að með þessari færslu um Gittu, þá fékk hann alveg nokkrar moggaheilsíðuvirði af frírri auglýsíngu.
Enda guttinn markaðsmaður skárri en við, Blásríkur...
Steingrímur Helgason, 13.12.2007 kl. 23:37
Ég á mjög stórt plötusafn með frábærri tónlist, hún er bara svo djöfulli leiðinleg...
Bubbi j. (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 23:38
Hehe, Bubbi skæður!
Eigum við þá ekki í þágu málamiðlunar að segja, að þú berir umburðarlyndi og jafnframt nokkra viðurkenningu í brjósti til tónlistar sem þú þó sjaldan eða aldrei færð löngun til að hlusta á!? Og það þrátt fyrir allan "orðablásturinn" á stundum haha!
Síðan til að gleðja hinn "hógværa bloggíerista" Steingrím þegar hann kíkir næst hingað inn, þá (og taktu nú eftir Saxi!) SÖNGLA Ég HÁSTÖFUM...
..Núna ertu hjá mér... (og allir saman nú!) Níííínaaaaa!!!
Magnús Geir Guðmundsson, 13.12.2007 kl. 23:50
ha ha jú jú
Einar Bragi Bragason., 13.12.2007 kl. 23:52
Magnús minn, ég er alveg viss um að Einar Bragi myndi nú alveg fyrirgefa þér það framhjáhald á hann bloggeríi að þú bara athugasemdist um mig á þínu eða mínu.
Hann á nú betra skilið en að vera eitthvað álegg í þessari andlegu samloku þinni.
Steingrímur Helgason, 14.12.2007 kl. 00:05
he he .. Dino var kallaður yfirraulari, hann raulaði inn nokkrum milljörðum og var elskaður og dáður fyrir raulið .. ég er týpískur raulari og finnst það hið ánægjulegasta hlutskipti, losna að mestu við stórsöngvarastimpilinn fyrir vikið og fæ bara að vera raulari, - sumir söngvarar jarma og gera það gott ... aðrir jóðla og er mér t.d. eftirminnilegur frægur jóðlari ættaður frá Japan. s.s. raulerekkisamaogbaul
Pálmi Gunnarsson, 14.12.2007 kl. 00:09
He he var nú einmitt hugsað um Sinatra(óttaðist að einhver kæmi með svona athugasemd) þegar að ég skrifaði þetta,,,,,en eins og Quincy Jones sagði eitt sinn þessi karlar hafa the beat in their pockets ....þræl swinga og eru ekki alveg á beatinu...aðeins fyrir framan og þó aðalega fyrir aftan bítið......en Pálmi minn þú ert nú enginn raulari samkvæmt mínum skilning á raulurum.....Þú ert stórsöngvari hvort sem þer líkar betur eða verr........sönnunargagnið er meðal annar ó þú ...Reyndu aftur.....Þitt fyrsta bros osfrv......
Einar Bragi Bragason., 14.12.2007 kl. 00:21
Óveður fær hárin á mér til að rísa eins og á kettinum. Svipað gerist yfirleitt þegar/ef/þá sjaldan ég les skrifin hans Jens.
Marta B Helgadóttir, 14.12.2007 kl. 00:22
Hvað sem öllum köllum líður er Birgitta góð, gul eða rjóð í kinnum.
Benedikt Halldórsson, 14.12.2007 kl. 01:33
Árásir? Nei nú ertu farinn fram úr allri skynsemi.
Má manni ekki finnast hitt og þetta misjafnt án þess að e-r kalli orð manns "árásir" , gott ef ég reyni ekki bara að fylgjast m. þessu blogg og ef þú svo sem segir e-ð neikvætt um e-n íslending, söngvara, pólítíkus, etc. þá mun ég kommenta hér og fordæma þær árásir þínar ;)
ari (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 02:38
Mér finnst Birgitta alltaf soldið flott. Hefur alltaf verið svolítið öðruvísi.
Jens Guð er ég steinhætt að lesa. Var farin að efast um ágæti hans bloggsíðu en þegar ég greip hann í að nafngreina ranglega þekktan einstakling í mjög alvarlegu sakamáli ákvað ég að það yrði mín síðasta heimsókn á hans síðu. Sleggjudómar og persónulegir harmleikir og æsifréttir virðast vera hans ær og kýr og ég þoli ekki svoleiðis. Enda les ég aldrei DV eða Séð og heyrt!
Blogg finnst mér eigi að nota eins og hver önnur skrif á opinberum vettvandi t.d. í dagblöðum. Þar væri ýmislegt sem hann hefur látið frá sér fara aldrei vera liðið.
Pálmi og Einar: Ég er nú meira inná skoðun Pálma... hann er svona borderline raulari! En raul er líka kúnst og Pálmi er alger snilli í því. Langt síðan hefur heyrst frá honum og hann má alveg bæta úr því fljótlega!!
Björg Árnadóttir, 14.12.2007 kl. 11:49
Nína finnst mér sökka, Hreimur.. samt thing, Birgitta er svona typical íslensk söngkona sem fittar kannski ágætlega á sveitaballi eða barnaskemmtun eitthvað.
Ok ég sagði álit mitt á nokkrum hlutum, er ég vondur ef ég er ekki að fíla þetta?
DoctorE (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 11:50
Nei nei þú mátt alveg hafa þessa skoðun Læknir E........Jæja Björg en mér finnst hann samt stórsöngvari
Einar Bragi Bragason., 14.12.2007 kl. 12:40
Þessi færsla ber keim af vænisýki. Það er að segja langsóttrar tilraun til að lesa neikvæða merkingu út úr orði sem innifelur í sér enga lýsingu á góðum eða vondum söng heldur vísar til þess að viðkomandi hafi ekki beitt öskursöngstíl né þanið sig að hætti óperusöngvara, hvað þá "yoikað" eða dúllað.
Þegar söngvari er sagður raula þá eiga flestir að skilja það sem mildan ballöðusöng. Raul (crooning) er hugtak úr óperuhefð. Þegar dægurlagasöngvarar fóru að syngja í hljóðnema á síðustu öld þá gátu þeir farið að dempa söngstíl sinn frá því sem áður var. Þurftu ekki að þenja sig eins og áður til að í þeim heyrðist. Þannig varð til ný kynslóð raulara. Kynslóð sem notið hefur virðingar og plötur þeirra eru í plötubúðum flokkaðar undir "crooners".
Þetta eru menn eins og Frank Sinatra, Bing Crospy, Tony Bennett, Engilbert Humperdinck.
Ég skal gangast við því að fyrst og fremst karlsöngvarar hafa verið skilgreindir raularar - þó að það sé ekki algild regla. Dægurlagasöngkonur á fyrri hluta síðustu aldar öskruðu ekki. Það þurfti þess vegna ekkert að skilgreina söngstíl þeirra sérstaklega. Tína Turner og Janis Joplin voru fyrstu frægu söngkonurnar til að brúka öskursöngstíl. Held ég.
Af því að þú segist nota orðið raul sem lýsingu á frekar slöppum söng þá hef ég grun um að þú hafir farið rímvillt. Undirmeðvitundin eigi við orðið gaul.
Jens Guð, 14.12.2007 kl. 15:02
Heyrðu Jens ég er bara glaður ef þetta er svona mikil mistúlkun á þessu hjá mér(sem mig grunar nú samt að sé ekki).....en það er þá bara mitt vandamál.
Einar Bragi Bragason., 14.12.2007 kl. 15:51
Einar ertu tilbúinn að færa einhver rök fyrir því að Nína sé gott lag, eða bara finnst þér það. Og hafa þá þeir sem ekki finnst Nína gott lag ekki vit eða smekk fyrir tónlist
Bubbi j. (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 16:48
Lagið hefur allt sem gott lag þarf að hafa ...intro(píanóið)......lagið sjálft byrjar rólega en rís síðan hægt og rólega......A kaflinn er í raun sama stefið sem gengur nokkrum sínnum yfir hljóma(aldrei sama hljóminn) síðan kemur smá power upp í viðlagið sem er vægast sagt mjög grípandi.......fyrir upphækkun kemur svona lítill c kafli sem er í raun síðustu taktarnir úr viðlaginu......lagið dettur síðan aftur niður í lokin niðrí þessa pínu barnalegu píanó línu(þetta er byggt eftir minni...á ekki lagið he he)
Ef við tökum A kalflan aðeins aftur þá sögðu þeir ABBA menn eitt sinn að The winner takes it all væri besta ABBA lagið því að þar væri lítil melódía sem gerði ekkert annð en að færa sig á milli hljóma.....A kaflinn hjá Eyfa er nokkuð svipuð pæling........
Einar Bragi Bragason., 14.12.2007 kl. 17:02
Er það semsagt ekki huglægt mat hvað er gott?? Mér finnst þetta engan veginn standast hjá þér. Þú ert að lýsa hvernig lagið er uppbyggt en það hefur ekkert með það að gera hvort lagið er gott eða ekki. Þér finnst það gott af því að það er svona uppbyggt en öðrum alls ekki, þannig að þetta sannar ekkert..sorry
Bubbi j. (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 21:28
Ég var heldur ekki að reyna að sanna neitt, var bara að benda á afhverju mér finnst þetta gott lag, sem þetta er.....bendi aftur á Stairway to heaven sem mér finnst af einhverjum orsökum frekar leiðinlegt lag......en ég veit að það er gott lag......Mér finnst sjálfum hálf furðlegt að mér finnsist þetta ,,,,,,,en er bara að segja sannleikan,,,,,,,,
En er ekki bara málið að við sem lifum og hrærumst í tónlist alla daga sjáum hlutina pínu öðruvísi....þó að við séum nú samt sem áður ekki alltaf sammála....
Ég meina kona mín er Hársnyrtir hún sér hluti sem ég bara sé ekki í sambandi við það fag.
Einar Bragi Bragason., 14.12.2007 kl. 21:35
Einar það er af því að þú veist ekki hvað rokk er. Þú ert Discó pungur! Það er líka svo lítill lúðraþynur í rokkinu.... Samt skrítið að þú fílir ekki Stairway to heaven með flautu og öllu. Ritskex-ritskex og lagið væri gott.(setan er biluð hjá mér:)
Jón Hilmar (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 22:19
Við komumst ekkert lengra með þetta Saxi minn, og það er bara allt í lagi...góða helgi
Bubbi j. (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 22:22
Sömuleiðis Bubbi minn....þetta er bara búið að vera gaman............Jón ég fíla alla góða tónlist.......
Einar Bragi Bragason., 14.12.2007 kl. 22:58
Gul er eiginlega ekki rétta orðið, mér fannst hún meira svona appelsínugul eins og margt fólk sem maður sér á ferðinni þessi misserin, skil reyndar ekki hvað er eftirsóknarvert við að spreyja sig ónáttúrulega appelsínugulan
Nína er að mínu mati afar vel að titlinum leiðinlegasta lag íslandssögunnar og samkeppnin var ekki mikil, eins er ég himinlifandi með að snilldarlagið Rúdolf með Þey skyldi rústa kosningunni um besta lag íslandssögunnar verðskuldað.
Georg P Sveinbjörnsson, 15.12.2007 kl. 14:44
Birgitta er alltaf flott........og Nína líka...þið eruð bara klikk...nei nei bara smá svefngalsi...en Nína er flott lag
Einar Bragi Bragason., 16.12.2007 kl. 02:07
Nína er eitt flottasta íslenska lag sem hefur verið samið. Það er nú bara þannig
Matti sax, 16.12.2007 kl. 10:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.