Plötudómar,Laugardagslög,Akureyri,Mývatn,Mótmæli í kirkju ofl........

Eins og fyrr hefur komið fram var skroppið norður í hinn fallega bæ Akureyri um helginaSmile, bæði til að versla og slappa af.

Þetta með að versla er ekki alveg að ganga upp á Akureyri, þar er mikið af fínum verslunum en opnunartími þeirra er eitthvað sem mætti skoða....Þarna eru stór íþróttamót meira og minna allar helgar og mikið af fólki í bænum en verslunareigendur eru ekki alveg að kveikja.Sundlaugin á Akureyri er líka í svipaðri klípu...þar er rekið upp úr kl 18.30 á laugardögum.....hmmmmHalo.

Laugardagslögin ...úfff ætla helst ekki að segja mikið um lögin nema að mér finnst sum þeirra vera eins og brandari sem er bara hægt að segja einu sinni, en það vakti athygli mína þegar ég var kíkja á þessi lög á Tónlist.is að aðeins örfá þeirra eru í löglegri Eurovision lengd...sem er 3 mínútur.

Þetta er svolítið mikið furðulegt því að sum lög bara hreinlega virka ekki þegar að það er búið að stytta þau niður í 3 mín...þetta er svolítið eins og að sýna kjól sem verður allt í einu að pilsiFrown.

Plötudómarar MBL eru náttúrulega menn sem þurfa aðeins að fara spá í hvað þeir eru að skrifa....Var að lesa plötudóm yfir frumraun Hljómsveitarinnar Bermuda og finnst mér hún vægast full harkaleg og þá sérstaklega í ljósi fyrri dóma í því ágæta blaði mbl sem ér er að spá í að fara segja upp áskrift af.Ég meina Sprengjuhöllin 5 stjörnur......Bermuda 2 og hálf.....er ekki í lagiAngry

Heyrði af mótmælafundi í Fríkirkjunni í Reykjavík og verð að segja að það finnst mér ekki passa.......Mótmælum meira og allt það en gerum það einhversstaðar annarsstaðar heldur en í kirkju.

Leirböðin við Mývatn eru snilld og gaman að koma þar við eins og við gerðum þar í dag....mæli með því.

Keypti mér M.Jackson cd 25 ára afmælisútgáfu......eldist vel Smileog svo C.Aguileru Back to Basics live DVD ......vááááá þvílikir tónleikar.Smile

PS....það sem er best við Laugardagslögin er þessi unga söngkona Hrund Ósk Árnadóttir......sú er góð...vááááSmile 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Heppin ég að þú skrifaðir um Akureyrarferðina þína. Þú komst nefninlega með athugasemdir um þjónustu hérna sem mér þætti mjög gaman að fá kannski meiri að heyra um. Málið er að ég hef áður heyrt kvartanir um opnunartíma ja sérstaklega sundlaugarinnar og í eitt skipti fyrir öll, eru sundlaugar almennt á landinu opnar lengur en til 18.30 á kvöldið um helgar? Oft verið að hugsa um það en einfaldlega ekki nennt að leita að upplýsingum um það. Og líka í sambandi við verslanir, eru verslanir almennt opnar lengur en til 18.00 á laugardögum eins og þó er hér með t.d. Hagkaup og Glerártorg.Það eru síðan fjórar matvöruverslanir opnar lengur fram eftir kvöldi og þrjár þeirra allan sólarhringinn. Sérverslanir eru þó opnar styttra.Er þetta eitthvað styttri opnunartími en á öðrum stöðum á landinu? Væri gaman að fá comment á þetta.

Kveðjur á Seyðisfjörð

Anna Guðný , 18.2.2008 kl. 15:40

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Sundlaugar í Reykjavík eru opnar lengur að ég held til kl 22.00.....ég hef oft verið að skjótast í Laugardalslaugina langt fram eftir kvöldi.....

Glerártorg lokar kl 17 á Laugardögum og flestar verslanir í Göngugötunni eitthvað fyrr......Er ekki Kringlan opin til 18 eða 19 á Laugardögum.....Að vísu er bókabúðin Eymundsson alveg frábær með opið langt fram eftir.......Akureyri er Stórverslanakjarni Norður og Austurlands og þarf kannski aðeins að vera meira vakandi yfir því hlutverki......Frábærar verslanir en of oft lokaðar....

Skíðamót....Fótboltamót.....Árshátíðarferðir allt að gerast á Akureyri.

Veitingastaðir virðast aftur á móti vera mjög vakandi yfir þessu því að á Akureyri er urmull fínna veitngastaða.

Einar Bragi Bragason., 18.2.2008 kl. 17:07

3 Smámynd: Guðný Lára

sundlaugin í Þelamörk er opin til 22:00.. ég fer oft þangað þar sem það er ekki nema svona 15 mín akstur frá Akureyri. Reyndar er ég alveg sammála að sundlaugin inn á Akureyrir mætti vera opin lengur ....

Hvað varðar verslanirnar þá eru þær alveg hæfilega opnar! Svo eru nokkrar matvörubúðir opnar allan sólahringin jafnt sem BSO ef eitthvað smotterí vantar. Þó svo að þetta sé stórt svæði.. þá er óþarfi kannski að fara að halda öllu opnu fram ákvöld...  en það er bara mín skoðun svosem

Guðný Lára, 18.2.2008 kl. 17:21

4 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Það sem ég er að meina er að til Akureyrar koma margir um helgar og ætla sér að gera margt.........

Einar Bragi Bragason., 18.2.2008 kl. 17:36

5 Smámynd: Anna Guðný

Ég ákvað nú fyrst ég væri farin að derra mig eitthvað hérna að kíkja á opnunartíma sundlauganna í Rvík. Og sá að þar er opið lengur að vísu í miðri viku til jafnvel 22.00 en oftar styttri opnunartími um helgar. En aftur að laugunum hér.Ég hef einmitt oft farið í Þelamerkulaug eftir kvöldmat. Gerði það þegar ég var með börnin yngri og svo fóru þau beint í náttfötin. Svo er laugin á Hrafnagili líka. Veit ekki hversu lengi hún er opin en það er ca. 15 min. akstur  líka. En það væri nú gaman að skoða þetta og hafa samband við þá hjá Akureyrarbæ. Ég veit að þetta er nokkuð stórt skipulagsatriði hjá þeim. En allt er hægt. Er ekki rétt að Glerártorg loki 18.00 á laugardögum og kl. 17.00 á sunnudögum? Kannski bara Nettó. Man þetta ekki alveg.

Anna Guðný , 18.2.2008 kl. 18:14

6 Smámynd: Björg Árnadóttir

Þetta með plötudómana. Ég er bara þessi venjulega meðal Jóna sem hlusta mest á útvarp við vinnuna og sú músík má ekki vera krefjandi. Mér hefur undanfarið fundist að ef einhver gefur út eitthvað sem er sæmilega létt og aðlaðandi við fyrstu hlustun þá sé hraunað yfir það í dómum. Það eru yfirleitt bara þeir sem eru með útpælda framúrstefnu músík sem fá bestu dómana. Hvers eiga hinir að gjalda? Á ekki hvort tveggja rétt á sér í músíkheimum??? Ég bara spyr?

Björg Árnadóttir, 18.2.2008 kl. 20:17

7 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Góður punktur Björg.

Væri ekki ráð að ráða poppskríbent á blöðin??? Sem dæmir popp og skemmtilega alþýðutónlist???

því hinir eru mest hrifnir af post-Sigurrósar-tónlist. Sem er líka fín en á ekki að stjórna öllum dómum.

Ekki dæmir þetta fólk líka klassíska tónleika... er það?

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 18.2.2008 kl. 22:01

8 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

AMK þarf að taka til í þessari popskríbenta stétt.....

Einar Bragi Bragason., 18.2.2008 kl. 22:35

9 Smámynd: Steingrímur Helgason

Góður púnktur þetta með sundlaugaopnurnartímann.  Þetta er nefnilega jafn vitlaust með opnunartímann á Dalvíkinni líka, sem að þó skartar einhverri flottustu sundlaug hérna 'Norðlendis'.  Þar er alltaf lokað nema á vinnutíma.  Get því alveg tekið undir athugasemdir annara & ánægju mína með Þelamerkurlaugina.  Förum þangað oft með krakkana, enda sundlaugin í raun einn stór 'milliheitur' pottur & sérlega barnvæn.

Með 'poppið', held að ég hafi síðast tekið mark á slíkum skrifum þegar Ásgeir Tómasson & Árni Matt skrifuðu að mér fannst faglega dóma um mússík.

Ég er samt ágætis byrjunar aðdáandi Sigurrósarmúzzíkur, & ég er hrifinn af nokkrum lögum Sprengihallarinnar, en þér sammála um það ofmat músíkskríbenta um að frumburður þeirra standist samanburð við 'Sumar á Sýrlandi´ Stuðmanna, eins & þeir fram héldu.  Ég er líka á því að Mugison & Pétur Ben. séu handgerðir snillíngar, en það er nú bara mín persónulega skoðun.

Gagnrýnendur í dag eru fastir í einhverri aumíngjagóðri meðvirkni við eitthvað sem að þeir gætu mögulega haldið fram síðar að þeir hefðu fyrstir uppgvötað snilldina yfir, ef svo færi að einhver smámennaelíta í landi Engilsaxa tæku upp hjá sér að fíla í fimm vikur frægðar þar.

Lördagsslögin, við dittóum aftur & enn þar.

Jamm, & ég er hrifinn af þessari rödd hjá sprundinni Hrund.

Steingrímur Helgason, 18.2.2008 kl. 23:12

10 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Jamm kannast við þetta á Dalvík....eftir skíðamót.....fengum þá að fara í einhverja sveitalaug sem var fín.

Einar Bragi Bragason., 19.2.2008 kl. 10:11

11 identicon

Blessaður og "og takk fyrir síðast.... glöggt er gests augað, þú hefur mikið til þíns máls varðandi verslanirnar og sundlaugina, svolítið skrítin fræði sem liggja þar að baki, allavegana mundi ég ekki treysta mér til að græða mikið á lokaðri búð og með bæinn fullan af kaupendum...

Plötugagnrýni verður eilíft deilumál en hún snýr eðlilega allt öðruvísi að tónlistarmönnum en okkur hinum, en auðvitað fer stundum um mann þegar maður les bullið sem sumir láta frá sér fara. Það stóð nú einu sinni til hjá mér að taka saman furðulega plötudóma bara til gamans og skrifa grein, og af nógu er að taka...kannski ef ég nenni að hanga uppi á bókasafninu dögum saman.

Bubbi J. (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 16:51

12 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já, hér væri ekki úr vegi að bæta nokkrum orðum við.

Reyndar dálítið hissa á þeim sambæingum mínum sem hafa tjáð sig, félagi bubbi hér síðast, að hvað varðar nær alla verslunarstarfsemi, þá er bara ekki við heimamenn sjálfa að sakast! Þú nefndir Glerártorg sérstaklega Saxi, þar eru einfaldlega ALLAR aðalverslanirnar í eigu aðila sunnan heiða eins og nú er komið, NETTÓ, Penninn/Eymundsson, rúmfatalagerinn, Dressmann o.s.frv.

Þú verður því einfaldlega að snúa þér til höfuðstöðva þessara fyrirtækja fyrir sunnan og spyrja þá vhí þetta sé svona!veit ekkert um sundlaugina og tjái mig því ekkert um hana. Þó snýst þetta um að starfsfólk fáist til að vinna þarna, það kann að spila inn í að það hafi ekki gengið vel eða kannski að grundvöllurinn sé ekki að einvherjum ástæðum fyrir hendi að hafa lengri opnunartíma?

Nú eins og ég hef áður sagt við þig félagi, þeir sem skrifa um músík eru nú örugglega hvorki betri né verri en áður, bara misjafnir og með mismunandi smekk!

Steingrímur nefnir til sögu tvo menn er fengist hafa við slíkar skriftir, frænda minn Árna Matt og svo Ásgeir tómasson nú fréttamann á RÚV. reyndar gaman að rifja það enn einu sinni upp, (veit að Bubbi man vel eftir þessu) að Á var oft ansi hvatur í dómum hér áður og var t.d. lítt hrifin af harðara rokki og fleiru. Smekkur hans mun hins vegar mikið hafa breyst með árunum, rokk og blús orðið honum hugleiknara með aldrinum á kosnað glamúrpoppsins m.a. sem hann vann við að spila á útvarpsstöðvum daginn út og inn í mörg ár!

En hvort hann svo væri betri eða verri "Skríbent" nú skal ég samt ekkert fullyrða um.

Efast um að nema kannski árni Matt hafi skrifað um jafn breytt sviðp og kannski Guðmundur er að spá í, en það er ekkert sem segir að einn maður geti ekki haft svo breiðan smekk að geta ekki til dæmis skrifað um plötuna hans í dag, en t.d. plötu sem mig sjálfan langar í núna þessa dagana, með bláu skuggunum, Blúsdjasssveitinni sem m.a. inniheldur eldri snillingana Jón Pál og Pétur Östlund og svo minnir mig Kristinn Svavars saxabróður þinn, Saxi!(mig misminnir vonandi ekki þarna.)

ég hef svo breiðan smekk semsagt og skrifaði reyndar oft um svo ólíka tónlist!

En hversu vel eða ílla get ég auðvitað ekki dæmt um sjálfur.

Magnús Geir Guðmundsson, 19.2.2008 kl. 17:47

13 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Auðvitað misminnti mig hver saxabróðirin væri, ekki Kristinn heldur Sigurður Flosa!

Magnús Geir Guðmundsson, 19.2.2008 kl. 17:59

14 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

það er einmitt það sem vantar skríbenta sem hafa breiðann smekk og ekki yfir borðið um plötur samstarfsfélaga.

Einar Bragi Bragason., 20.2.2008 kl. 00:10

15 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Æ, Einar minn Bragi góður, nenni ekki að byrja aftur, ef þðu ert að biðja um það haha!

En ertu ekki annars hress?

Magnús Geir Guðmundsson, 20.2.2008 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Bragi Bragason

Höfundur

Einar Bragi Bragason.
Einar Bragi Bragason.

Hef verið atvinnuhljóðfæraleikari í 100 ár(aðeins ýkt) og er skólastjóri Tónlistarskóla Seyðisfjarðar.

Netf.saxi@centrum.is sími 8974265

Tónlistarspilari

- like pantomime EBB master

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Áramót
  • ...927_6924913
  • picture 4 975462.png
  • picture 4 926643.png
  • ...posturrr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 222124

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband