19.2.2008 | 11:31
Eru Baunar barbarar norðursins ?????
Eru Baunar barbarar norðursins ??????
Miðað við síðustu fréttir frá Danmörku mætti halda það,fréttir af uppþotum og íkveikjum í skólum einnig bílum út um allt í Baunaveldi ....sem er þá kannski orðið bananalýðveldi.
Er kannski þetta fræga frjálsræði í Danmörku að koma í bakið á þeim....Frjálsræðið sem sum okkar sækjast svo mikið eftir.
Hvað finnst ykkur??????
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Bragi Bragason
Tenglar
Flott og gott
ýmsir góðir og gagnlegir tenglar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- heidathord
- lindalea
- totally
- lehamzdr
- meistarinn
- bjorgarna
- gthg
- martasmarta
- erla1001
- nanna
- estro
- braxi
- eythora
- steingerdur
- stebbifr
- ragnhildur
- gummigisla
- sax
- lindabj
- emilssonw
- vilborgo
- baddahall
- smakokur
- kjarvald
- bbking
- haukurn
- ranka
- herdis
- alla
- 730bolungarvik
- vga
- jonkjartan
- garun
- trukona
- ingvarvalgeirs
- biggibraga
- aslaugh
- jax
- benna
- blekpenni
- snorris
- mafia
- start
- hallibjarna
- jonhalldor
- strakamamman
- isdrottningin
- gbo
- stormadis
- nesirokk
- jakobsmagg
- hjaltig
- gummisteingrims
- evathor
- gudrunfanney1
- lara
- laufeywaage
- ringarinn
- markusth
- storibjor
- hallarut
- gammur
- olinathorv
- sirarnar
- manzana
- eysteinn-thor
- gretaulfs
- fanney
- maggaelin
- arnthorhelgason
- 730
- kalli33
- klaralitla
- mymusic
- esv
- gisliblondal
- hemba
- earlyragtime
- gretarorvars
- sigurlauganna
- gudni-is
- joninaros
- jahernamig
- ellasprella
- gydabjork
- valsarinn
- thorasig
- palmig
- gudjonbergmann
- hognihilm64
- lostintime
- plotubudin
- svala-svala
- judas
- kjarrip
- jara
- gudnim
- dianadv
- arnaeinars
- asgeirpall
- saethorhelgi
- lydurarnason
- steinunnolina
- bryn-dis
- listasumar
- gullihelga
- eddabjo
- raggipalli
- addamaria
- pegre
- chinagirl
- sign
- bjork
- gisligislason
- stormsker
- almaogfreyja
- glamor
- annapanna77
- blues
- sverrir
- rannug
- hugs
- bulgaria
- kolgrima
- th
- alit
- krissa1
- gudnyruth
- kafteinninn
- johannavala
- viddy
- fridrikomar
- ketilas08
- skordalsbrynja
- fjolahrafnkels
- birtabeib
- asdisran
- tru
- ausa
- margretsverris
- bergthora
- vefritid
- ragnargeir
- siggasin
- helgadora
- tobbitenor
- ingabesta
- rosabla
- annriki
- audbergur
- lady
- ynnej
- amotisol
- siggagudna
- kisabella
- steinibriem
- himmalingur
- gellarinn
- nkosi
- agny
- berglindnanna
- gattin
- bestfyrir
- brandarar
- daxarinn
- eddaagn
- gudrunkatrin
- topplistinn
- skytta
- gunnarpalsson
- konniiceman
- skessa
- hreinsamviska
- mrsblues
- little-miss-silly
- irisholm
- jea
- lionsklubbur-seydisfjardar
- mal214
- omarragnarsson
- fjardarheidi
- sifjan
- stjornlagathing
- kristjani
- rocco22
- totad
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér sýnast íslenskir fjölmiðlar hafa þá reglu að slæmar fréttir frá útlöndum (rán, morð, uppþot, hamfarir) eru tíundaðar, en allt sem við getum lært af útlendingum er þagað í hel.
Svona fréttaflutningur stappar stálinu í þjóðir sem eru að drepast úr drambi eða minnimáttarkennd og þarf sífellt að fullvissa sig að hér sé best að búa.
Þessi uppþot í Danmörku eru vissulega leiðinleg en ég held ekki að danska samfélagið rambi á barmi upplausnar vegna þeirra.
Kári Harðarson, 19.2.2008 kl. 11:49
En er ekki eitthvað til í þessu?????
Bogga ég held nú að Danir séu manna frjálsastir í all flestu.......ég hef td oft og mörgum sinnu farið til Danmerkur ...en fór að spá í það í haust þegar að ég var síðast í Köben ......hvað þessi skemmtilega borg er samt í raun orðin subbuleg.
Þessi rök ykkar passa ekki alveg ........nú hafa ekki orðið svona uppþot í hínum Norðurlöndunum.......afhverju?????????
Einar Bragi Bragason., 19.2.2008 kl. 12:38
Nei, Einar. Danmörk er ekki bananalýðveldi, heldur mjög gott land. Yndislegt fólk. Auðvitað er eitthvað að í Danmörku eins og annars staðar (Det er noget galt i Danmark). En sem sagt við getum tekið þá til fyrirmyndar að flestu leyti.
Jón Halldór Guðmundsson, 19.2.2008 kl. 12:47
Hmm Hmm Jón Halldór....ég er ekki alveg sammála þér í því að við getum tekið okkur þá til fyrirmyndar.........en vissulega eru danir ágætir greyin.
Einar Bragi Bragason., 19.2.2008 kl. 12:56
Voru það ekki íslenskir feðgar sem gerðu sér ferð til Danmerkur til að lemja danskan eiginmann fyrrum eiginkonu????? Hleypur ekki hland fyrir hjartað á þér þegar þú lest um það?
Þegar danskir blaðamenn taka það að sér að vera sérstakir fulltrúar málfrelsis og birta skopmyndir aftur gagngert til að storka (þessar myndir særa aðra) þá er kannski ekki að undra að svona gerist. Naistar í Þýskalandi birtu skopmyndir af Gyðingum á 4. áratugnum til að hæða þá og skopa og okkur þykir það ekki smekklegt né fyndið í dag!
Bylgja (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 13:41
Ég veit ekki hvað frjálsræði þýðir ennþá. Danir eru opnir og frjálsir á yfirborðinu en lokaðir undir niðri eins og flestir.
Þegar við bjuggum þar stungu barnfóstrurnar upp á því við mig að ég talaði dönsku við son minn svo aðlögun í danskt samfélag yrði fljótar yfirstaðin. Þeirra hugmynd var að útlendingar ættu að verða að dönum, ekki að danskt samfélag ætti að breytast.
Danir hafa boðið þúsundum útlendinga að búa hjá sér en vilja ekki breyta þjóðfélaginu að neinu marki. Þeir vilja ekki ráða fólk í vinnu sem fór ekki með þeim í sama menntaskóla.
Íslendingar eiga sennilega eftir að lenda í þessu sama vandamáli. Hvenær bauðst þú síðast Taílendingi / Pólverja í kvöldmat?
Ef maður getur ekki fengið mannsæmandi vinnu í sínu eigin heimalandi mun fyrr eða síðar sjóða upp úr. Útlendingar geta ekki alltaf skúrað og flakað.
Kári Harðarson, 19.2.2008 kl. 13:52
ha jú jú Bylgja ég er alveg sammálaþér með þessa feðga......en er alveg ósammála þér að maður eigi ekki að vera undrandi yfir þessari reiði.......ég bara skil ekki ...sorrý stína.......hvernig einhverjar teikningar geti réttlætt svona framkomu.
Við gerum nú heilu bíómyndirnar þar sem við gerum grín af okkur og okkar trú.....
Einar Bragi Bragason., 19.2.2008 kl. 13:52
Þarna eru fínir punktar hjá þér Kári........en afhverju eiga þeir að breyta sér ???????? og á sama tíma eru þeir ekki í vanda vegna þess hversu auðvelt það hefur verið fyrir útlendinga ..að vera útlendingar í Danmörku.......????????
En þetta eru bara vangaveltur
Einar Bragi Bragason., 19.2.2008 kl. 13:56
Ég var ekkert að segja að þú mættir ekki vera undrandi en þú ert frekar að hneykslast í pistlinum og setur þig á háan hest. Allavega skildi ég það þannig. Ef það er ekki rétt- afsakaðu.
Okkar mennig leyfir að skopast sé að eiginlega öllu. Málfrelsi er mikilvægt, til dæmis átt þú fullan rétt á að gaspra svona á veraldarvefnum, hihi, en þú mátt ekki særa aðra með skrifum þínum.
Finnst þér sifjaspellsbrandarar fyndnir? Ekki mér, en megum við ekki gera grín að öllu?
"Aðgát skal höfð í nærveru sálar" eru orð að sönnu
Bylgja (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 14:07
Tja þetta er erfið spurning ....hvort megi gera grín að öllu...........Allavega finnst mér að það megi fara ansi langt í nafni gríns.........Ha nei ég er alls ekki að setja mig á neinn hest uss uss er bara koma af stað umræðu.....um Bauna.
Einar Bragi Bragason., 19.2.2008 kl. 14:52
...af hverju eiga þeir að breyta sér? Góð spurning.
Þeir sem bjóða útlendingunum að búa í landinu þurfa yfirleitt ekki að umgangast þá daglega eða keppa við þá um störfin. Þeir þurfa því litlu að breyta.
Forstjórarnir og ráðherrarnir fá ódýrt vinnuafl og það er engin hætta á að útlendingar fari að stjórna landinu eða fyrirtækjunum.
Þeir sem mest þurfa að breyta sínu lífi eru strætóstjórar og afgreiðslufólk sem hefur engan hag af því og var aldrei seld hugmyndin að fá erlenda samstarfsmenn.
Kári Harðarson, 19.2.2008 kl. 15:13
Grunnurinn að öllu er að læra tungumálið ....ekki satt....og þar held ég td að við Íslendingar séum að gera í buxurnar.......og ætli Danir séu ekki löngu búnir að því.....
Mín skoðun er að það á að vera frítt fyrir útlendinga í íslensku nám og jafnvel inni í starfsstefnu fyrirtækja að hafa hana inni á vinnutíma.
Á móti gæti td verið munnlegt íslenskupróf eftir x langa veru hér á landi.....í framhaldi af því væri ákveðið hvort að viðkomandi fengi að vera hér áfram eða ekki.
Það er nefnilega að gerast að útlendingar eru að loka sig af (líka okkur að kenna) og þar er fyrsta hættu merkið.......
Einar Bragi Bragason., 19.2.2008 kl. 16:22
Ég veit af einstæðri erlendri móður sem er búin að loka sig af, fráskilin og ráðvillt. Eiginmaðurinn er ekki á landinu.
Sonur hennar hefur ekkert tengslanet nema skólafélagana, hann elst mikið upp á götunni. Engir ættingjar í þessari heimsálfu.
Það hlýtur að vera erfitt að vera hann. Vonandi verður eitthvað úr honum.
Kári Harðarson, 19.2.2008 kl. 16:53
Eru þetta nokkuð baunarnir? Eru þetta ekki bara íslendingar sem fara landa á milli til að koma sér í slagsmál eins og síðustu fréttir herma??
Björg Árnadóttir, 19.2.2008 kl. 18:04
Ég held að svona íslenskupróf geti verið hæpin. Við vitum t.d. bæði tvö og Bylgja að einn nágranni okkar síðan í "denn" hefði kolfallið á slíku prófi. Líkast til tengdamamma mín líka.
Hins vegar á íslenskukennsla að vera öllum aðgengileg og eins og Einar segir, á vinnutíma, því útlendingar eru í lang, lang flestum tilvikum í láglaunastörfunum sem við viljum ekki og skila því langri vinnuviku til að eiga í sig og á. Hafa því ekki tíma eða orku til að sitja námskeið á kvöldin.
Björg Árnadóttir, 19.2.2008 kl. 18:11
Innlegg Kára Harðarsonar í þessa umræðu eru meðal þess skynsamlegasta sem ég hef heyrt hingað til í þessari umræðu. Það væri óskandi að fleiri hefðu jafn opinn huga og hann, þá væru þessi vandamál ekki svo erfið.
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.2.2008 kl. 19:28
Björg, þetta er akkúrat það sem ég hef lesið, á bloggsíðu konu sem þekkir til, þó hún giski ekki á Íslendinga, heldur fótboltabullur og óróaseggi, sem leita uppi slagsmál sér til ánægju, og stofna til þeirra ef ekki vill betur til. Um þetta las ég í þessu bloggi. Þarna er að vísu verið að ræða um uppþot í sambandi við niðurrif Ungdómshússins, en ekki nýleg uppþot, en ætli bullurnar hafi ekki nokkuð látið sitt eftir liggja þar heldur?
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.2.2008 kl. 19:33
Ég er á þeirri skoðun að eini aðilinn sem hefur hag af birtingu skopmyndanna sé Danski Þjóðarflokkurinn (Dansk Folkeparti), í formi aukins fylgis.
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.2.2008 kl. 19:37
Æ, tengillinn á DF mistókst hjá mér, hér kemur hann réttur.
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.2.2008 kl. 19:41
Þó ég sé nú komin með mörg komment hér í röð, þá vil ég bæta við að það er víst komið alveg á hreint að þeir sem voru með mest læti í óeirðunum kringum lokun Undómshússins voru gengi og bullur, sem jafnvel höfðu varla stigið fæti inn í það hús, í það minnsta ekki í þeim tilgangi að taka þátt í því sem þar fór fram. Þeim var nokk sama um málstaðinn, en sóttust fyrst og fremst í hasarinn.
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.2.2008 kl. 20:09
Kári ég veit líka um fullt af útlendingum sem búa hérna og ætla sér ekkert að læra íslensku....
Gréta og Björg eru við þá ekki aftur komin að því að hið svokallaða frjálsræði Dana sé að koma þeim um koll.
Björg....þá voru aðrir tímar en ég get ekki skilið afhverju það ætti ekki að vera íslensku próf.
Einar Bragi Bragason., 19.2.2008 kl. 23:47
Einar, af hverju þarf endilega að hafa PRÓF, er ekki nóg að hafa KENNSLU, sem fólk fær svo skrifað upp á að það hafi mætt í? Mér finnst satt að segja að eftir 7 ára dvöl á Íslandi (7 ára búseta er oftast skilyrði fyrir því að fá ríkisborgararétt, nema maður sé fjölskyldutengdur einhverjum ráðherra) hljóti annað að vega þyngra en hvort maður kann íslensku upp á sína tíu fingur, þó sjálfsagt mætti gera einhver skilyrði um lágmarks kunnáttu. Mér finnst þetta hljóma rosalega eitthvað "átókratískt" hjá þér.
"Mín skoðun er að það á að vera frítt fyrir útlendinga í íslensku nám og jafnvel inni í starfsstefnu fyrirtækja að hafa hana inni á vinnutíma."
Ég veit að þetta er stefnan hjá Bónus, veit samt ekki hvort fólk fær frí, en þeir borga fyrir íslenskukennslu fyrir starfsfólk sitt, það sagði mér afgreiðslukona á kassa hjá þeim.
Greta Björg Úlfsdóttir, 20.2.2008 kl. 03:34
Allavega þarf að ath hvort viðkomanadi sé mellufær á Íslensku
Einar Bragi Bragason., 20.2.2008 kl. 10:35
Já, það er náttúrlega frumskilyrði...fyrir mellur líka...verða þær ekki að geta haft lágmarks samskipti við kúnnana...?
Þessi athugasemd er alfarið DJÓK og orðaleikur...plís enginn að móðgast eða taka hana alvarlega...
Greta Björg Úlfsdóttir, 20.2.2008 kl. 16:25
he he
Einar Bragi Bragason., 21.2.2008 kl. 10:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.