15.4.2008 | 22:16
Skammastu þín Jens......
Um bloggið
Einar Bragi Bragason
Tenglar
Flott og gott
ýmsir góðir og gagnlegir tenglar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- heidathord
- lindalea
- totally
- lehamzdr
- meistarinn
- bjorgarna
- gthg
- martasmarta
- erla1001
- nanna
- estro
- braxi
- eythora
- steingerdur
- stebbifr
- ragnhildur
- gummigisla
- sax
- lindabj
- emilssonw
- vilborgo
- baddahall
- smakokur
- kjarvald
- bbking
- haukurn
- ranka
- herdis
- alla
- 730bolungarvik
- vga
- jonkjartan
- garun
- trukona
- ingvarvalgeirs
- biggibraga
- aslaugh
- jax
- benna
- blekpenni
- snorris
- mafia
- start
- hallibjarna
- jonhalldor
- strakamamman
- isdrottningin
- gbo
- stormadis
- nesirokk
- jakobsmagg
- hjaltig
- gummisteingrims
- evathor
- gudrunfanney1
- lara
- laufeywaage
- ringarinn
- markusth
- storibjor
- hallarut
- gammur
- olinathorv
- sirarnar
- manzana
- eysteinn-thor
- gretaulfs
- fanney
- maggaelin
- arnthorhelgason
- 730
- kalli33
- klaralitla
- mymusic
- esv
- gisliblondal
- hemba
- earlyragtime
- gretarorvars
- sigurlauganna
- gudni-is
- joninaros
- jahernamig
- ellasprella
- gydabjork
- valsarinn
- thorasig
- palmig
- gudjonbergmann
- hognihilm64
- lostintime
- plotubudin
- svala-svala
- judas
- kjarrip
- jara
- gudnim
- dianadv
- arnaeinars
- asgeirpall
- saethorhelgi
- lydurarnason
- steinunnolina
- bryn-dis
- listasumar
- gullihelga
- eddabjo
- raggipalli
- addamaria
- pegre
- chinagirl
- sign
- bjork
- gisligislason
- stormsker
- almaogfreyja
- glamor
- annapanna77
- blues
- sverrir
- rannug
- hugs
- bulgaria
- kolgrima
- th
- alit
- krissa1
- gudnyruth
- kafteinninn
- johannavala
- viddy
- fridrikomar
- ketilas08
- skordalsbrynja
- fjolahrafnkels
- birtabeib
- asdisran
- tru
- ausa
- margretsverris
- bergthora
- vefritid
- ragnargeir
- siggasin
- helgadora
- tobbitenor
- ingabesta
- rosabla
- annriki
- audbergur
- lady
- ynnej
- amotisol
- siggagudna
- kisabella
- steinibriem
- himmalingur
- gellarinn
- nkosi
- agny
- berglindnanna
- gattin
- bestfyrir
- brandarar
- daxarinn
- eddaagn
- gudrunkatrin
- topplistinn
- skytta
- gunnarpalsson
- konniiceman
- skessa
- hreinsamviska
- mrsblues
- little-miss-silly
- irisholm
- jea
- lionsklubbur-seydisfjardar
- mal214
- omarragnarsson
- fjardarheidi
- sifjan
- stjornlagathing
- kristjani
- rocco22
- totad
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 222378
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er auðvitað dónaskapur að leggja svona, en, það er alltaf þetta en. Ég skil Jens að því leyti að fólk er stundum alveg ógurlega kærulaust með hurðirnar á bílunum sínum og skellir þeim utan í hvað sem er. Þegar maður á 2005 módelið af fínum BMW langar mann ekki til að einhver bjáni á gömlum station bíl stórskemmi hliðina á Bimmanum með hurðaslætti. Það kostar 25-30 þúsund að sprauta eina hurð - ef maður sleppur vel. Þessi mynd á því að kenna okkur eitt: Tillitssemi á báða bóga.
Markús frá Djúpalæk, 15.4.2008 kl. 22:25
En það kostar jafn mikið að sprauta hurðir á öðrum bíltegundum ekki satt
Einar Bragi Bragason., 15.4.2008 kl. 22:31
Mér sýnist alveg greinilegt að Jens hafi lánað konunni sinni bílinn þennan dag
Heimir Eyvindarson, 15.4.2008 kl. 22:31
Ha ha, þetta var nú einhver fáránlegasta afsökun sem sést hefur lengi. Ef að fólk á svona fína bíla að þá má það leggja svona til þess að koma í veg fyrir að almúginn á ódýru bílunum sínum skemmi þá ekki. Það að maðurinn eigi fínan BMW gefur honum ekki leyfi til þess að leggja eins og hann hafi fengið bílprófið úr cheerios pakka. Það gilda sömu reglur um alla sama hvers lags bíla menn eiga.
Þetta heitir með öðrum orðum ótillitsemi við samborgara sína og það er því miður allt of mikið af fólki sem er þannig.
Pétur Kristinsson, 15.4.2008 kl. 22:31
Ég held að þessi afsökun sé númer eitt í bókinni "hvernig hálfvitar haga sér í umferðinni" sem er reyndar enn óskrifuð en ég er pottþétt að þessi afsökun mun vera þar efst á blaði... En þetta er svosem alveg skiljanlegt... það er hræðilegt fyrir egóið ef einhver á t.d gamalli möstu mundi rekast utan í nýja fína bmwinn manns... menn verða náttúrulega að passa upp þessar elskur sínar
Signý, 15.4.2008 kl. 22:36
...góður......leynilögga!....en þetta er enn eitt dæmið um að þessi einkanúmer borga sig ekki...munið ekki eftir Johnsen greyinu þegar hann tók óvart dótið fyrir þjóðleikhúsið....einkanúmerið ÍSLAND var ekki þægilegt þá aumingja JENS!
Haraldur Bjarnason, 15.4.2008 kl. 22:43
he he he ég varð bara að smella af ....þessir myndasímar eru stundum hentugir
Einar Bragi Bragason., 15.4.2008 kl. 22:45
Ég á gamlan station bíl sem mér þykir vænt um - þoli ekki þegar hurðar á stórum jeppum, sem sumir viðkomandi ökumenn kunna ekki að leggja, skella í hurðina mína og skemma. Kostar álíka mikið í sprautun og bíll eins og Jens er á. Eru algengustu skemmdirnar á mínum úr Smáralind og Kringluþrengslum - þær eru það ofarlega...
Vildi að það væri bara einn Jens, þá væri hægt að hafa eitt stórt stæði fyrir hann - merkt Jens.
vcd
Bragi Þór Thoroddsen, 15.4.2008 kl. 22:59
grey Jens - nappaður þvílkíkt !!!
Sigríður Guðnadóttir, 15.4.2008 kl. 23:00
IKEA......hvað...?!?!?
Hefur hann ekki efni á að versla í búðum sem hæfa betur "klassanum" sem hann velur sér í bílategund??
Næst sést hann eflaust með svipaða takta við "RL markaðinn".
Benedikt V. Warén, 16.4.2008 kl. 08:50
H ah aha haha ... æðisleg nöppun!!! Já, það er gott að eiga góða síma stundum Kærar kveðjur til Jens og vonum að hann skammist sín! Eitt stæði fyrir einn bíl - ekkert múður!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 11:21
Það er náttúrulega þegar menn aka um á 12 milljónkróna bíl sem er að öllum líkindum á 100% lánum þá er nú ekki skrítið þó að hann greyið Jens fari í Ikea... lánin hafa hækkað svo svakalega og svona... þar kemur kannski líka afsökunin hans Markúsar strek inní... Jens á náttúrulega ekki 30þús kall til að láta sprauta hurðina sína... Já ég sé þetta núna... Greyið...
Signý, 16.4.2008 kl. 15:30
Þið verðið bara að fyrirgefa mér, en,,,, ég geri þetta stundum, sérstaklega þegar ég fer í Bónus. Þeir mæla stæðin svo þröngt að það er á engan veginn hátt að koma í veg fyrir að hurðir skellist utan í næsta, þ.e.a.s. hún "snertir" næsta bíl til þess að maður komist út úr bílnum. Skil hann Jens bara mætavel.
Þetta er kannski ekki spurning um peningana þegar fólk sem keyrir um á fínum bílum heldur fyrirhöfnin fyrir að láta laga svona sí og æ, ég fyrir mína parta nenni bara ekki að standa í því.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 18:15
Þarna eru ekki nein þröng stæði.......skammastu þín þá líka Magga
Ég var á bílaleigubílnum hægra megin við hann......
Einar Bragi Bragason., 16.4.2008 kl. 18:26
Ok, það er s.s. út af konum eins og þér að maður lendir oft í brasi með að finna stæði fyrir utan bónus. Mundu að það er til hugtak sem er svona, "Annað fólk".
Pétur Kristinsson, 16.4.2008 kl. 18:29
Ég var nú einu sinni að leita að stæði á Kringlusvæðinu, það var eins og það væri ráðstefna sportbílaeigenda eða hreinlega einhver mótmæli í gangi....... það voru svo margir sem lögðu einmitt svona.
En Heimir Eyvindarson heldur að það hafi kona lagt í stæðið........ hvers vegna? Kann konan hans ekki að leggja?
Ég skrifa þetta í flestum tilfellum á ykkur pungana.
Lilja Kjerúlf, 16.4.2008 kl. 18:39
Hahahaha.... snilld!
Auður Guðfinna Sigurðardóttir, 16.4.2008 kl. 20:25
Já bara stuð að lesa bloggið hér.
Verð að viðurkenna það að ég hef gert þetta, bæði á gömlum bíl sem nýlegum. Mig þykir mjög vænt um bílinn minn, hvort sem hann var gamall eða nýlegur. Ok ég sé það að margir eru á móti þessu, en hvað með "annað fólk" þegar fólk treður sé alveg upp að bílum og skellir hurðunum í aðra bíla? Er það ekki ótillitsemi? Alveg þarf eigandinn sem verðu fyrir þessu oftast borga fyrir viðgerðina og ef það gerir það ekki lækkar verðið á bílnum........Vitið þið um einhvern sem hefur haft upp á eiganda og sagt honum frá því að hann hafi tjónað bílinn hans með því að skella hurð í hann????? Ekki ég.
En það er sjálfsagt að sína tillitsemi, eru margir á bílastæðinu? Er þetta háannatími?
Eitt en varðandi þetta, ég reyni að leggja bílnum mínum sem lengst frá , þar sem lítið sem ekkert er lagt og nóg af er af bílastæðum en það er alveg ótrúlegt hvað fólk þarf alltaf að leggja við hliðina á manni, þó svo að það séu mjög mörg bílastæði laus.
En bílastæðin við IKEA eru mjög rúmgóð
kveðja
Helga Hrönn
Helga , 16.4.2008 kl. 20:41
Það sem er mun alvarlegra er þegar fólk leggur í stæði merkt fötluðum..............endilega smella af ef þið sjáið það
Helga , 16.4.2008 kl. 20:43
Ég nota sömu aðferð og Helga... legg bara eins langt frá og ég get... það er alltaf nóg af stæðum lengst í burtu, enda nenna íslendingar yfir höfuð ekki labba en þeir verða þá bara að díla við svona hluti eins og hurðaískellingar og svona skemmtilegheit.
Það er nú samt bara þannig í dag, að nýjir bílar eru flestir ef ekki allir í kaskó, svo að ef maður lendir í því að fá svona skítadæld á bílhurðina hjá sér, sem er jú algjörlega óþolandi, sérstaklega ef þetta er bíll sem maður er tengdur sterkum tilfinningaböndum (believe me það er hægt... og það þarf að vera tilfinningaleg tengsl á milli bíls og manneskju ef maður ætlar sér að aka um á t.d tja...BMW.. eða bara Range Rover þar sem þetta er alltaf á verkstæðum...en það er önnur saga...) þá er það ekkert sem kaskótryggingin dekkar ekki... svo það er nú ekki eins og maður sé að fara borga einhverja stórfjárhæðir sjálf/ur...
Svo það er ekkert sem réttlætir svona hálfvitalegt parking...
Signý, 16.4.2008 kl. 20:55
Ég legg ekki einu sinni svona þegar ég er á ferðinni á risa stóra Dodge 2500 pikköppnum mínum! Ég leita bara lengi, lengi þangað til ég finn stæði sem er nógu stórt (aðallega langt) til að rúma bílinn. Þoli ekki svona. Ef maður treystir sér ekki til að vera á ferðinni í umferðinni þá á maður bara að sleppa því!
Björg Árnadóttir, 16.4.2008 kl. 20:57
Langar bara að benda á eitt varðandi kaskó. Minnir að lágmarks sjálfsábyrgð sé um 45.000 og það er líka þannig að tryggingarnar hækka um 10% þegar tilkynnt er um fyrsta tjónið.....þ.e.a.s. hækka ekki aftur ef það kemur annað tjón. Þannig að þetta er nú dágóð upphæð.......alla vega munar mig um það veit ekki með aðra?
Og hvernig gengur að finna stæði fyrir risastóra pikkuppinn?
kveðja
Helga , 16.4.2008 kl. 21:14
Ætli Jens viti af þessari umræðu (nú eða konan hans ef þetta var hún)?
Ingvar Valgeirsson, 16.4.2008 kl. 21:17
Það er bara enginn afsökun fyrir því að leggja svona. Maður tekur þá áhættu að leggja á þröngum stæðum að fólk skelli utan í bílinn manns, fúlt þegar að það gerist en maður hefur samt engan rétt á því að taka tvö stæði.
Talandi um stóru pick-up bílana að þá eru margir þeirra flokkaðir sem vörubílar og eru þar af leiðandi ekki leyfilegir á venjulegum bílastæðum.
Pétur Kristinsson, 16.4.2008 kl. 21:39
Þetta sýnir okkur bara það sem vissum reyndar fyrir; karlmenn kunna ekki að leggja bíl þótt plássið standi galopið fyrir framan þá.. hvernig er svo hægt að ætlast til að þessi krútt geti bakkað í stæði?
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 16.4.2008 kl. 22:59
Hvers eigum við að gjalda sem heitum Jens?Ég tel þennan Jens skemma fyrir okkum hinum Jensum,skamm Jens.
Jens (ekki sá sem ritað er um) (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 00:15
Það er ekki gaman að heita Jens í dag., allavega ekki hér. En sáuð þið hvað Einar lagði flott?
Anna Guðný , 17.4.2008 kl. 00:38
he he takk fyrir að taka eftir því Anna
Einar Bragi Bragason., 17.4.2008 kl. 00:59
Hvað er verið að skammast út í Jens. Það er augljóst að línurnar fyrir stæðin eru vitlaust málaðar. Stæðin eiga að vera á ská og alveg augljóst mál að Jens er sá eini sem leggur rétt. Það eru allir hinir sem leggja vitlaust, enda bara utan af landi eins og þessi við hliðina á Jens.
Birgir Þór Bragason, 17.4.2008 kl. 07:57
Er til einhver lagabálkur um það hvernig á að leggja í stæði ?
Halldór (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 09:54
Af hverju má ég ekki leggja bílnum svona, það er fullt af fólki sem gerir það. Mér finnst eins og þetta sé öfund í þeim sem eiga bara druslur. Ég hugsa vel um minn bíl og legg svona til að hann skemmist ekki þegar einhverjir hálfvitar á Toyotu Corollu eða slíkri druslu skella hurðunum á bílinn minn.
Ég fer fram á myndin og færslan verði tekin út, annars áttu á hættu að fá kæru frá mér.
Jens (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 14:18
Að sáfsögðu Jens er þetta rétt hjá þér...uss uss að fólk skuli aka á svona druslum........og þessi færsla og myndin verða strax fjarlægðar..........,,,,,,,,,Nei nei annars ágætis grin hjá þér......og ef þetta er þá Jens ....þá verður þetta að sjálfsögðu ekki fjarlægt....
Einar Bragi Bragason., 17.4.2008 kl. 14:57
Fyrirgefðu Jens minn! Mátti Einar ekki sýna þessa mynd af IKEA skiltinu
En annars í alvöru. Fyrir hvað ætlar þú mögulega að kæra Einar kallinn?
Pétur Kristinsson, 17.4.2008 kl. 19:39
Þetta fullorðna fólk er svo skrítið.
Það er alltaf að skamma mann.
Þó maður geri ekki neitt;
Það er alltaf að skamma mann.
Jens Guð, 17.4.2008 kl. 20:21
He he þetta er snilld.
Einar Bragi Bragason., 18.4.2008 kl. 01:19
Sígildur kveðskapur Hálft í hvoru á sannarlega vel við hérna haha!
En vek athygli á að Birgir Þór er einn helsti ökufrömuður landsins, hann hlýtur því að vita þetta!
Magnús Geir Guðmundsson, 18.4.2008 kl. 09:33
Já en þettaa var nú grín hjá honum
Einar Bragi Bragason., 18.4.2008 kl. 09:42
Ertu nú svo viss um það!?
Magnús Geir Guðmundsson, 18.4.2008 kl. 16:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.