Reykjavík er orðin að Ruslavík

Eins og sést hér fyrir neðan(myndin af bílnum hans Jens) þá skrapp ég suður í 2 daga um daginn aðallega var ég nú að stússast í væntanlegri útgáfu af hljómdisknum mínum en einnig var örlítið verslað.

En kæru Reykvíkingar Hvað eruð þið búnir að gera við borgina mína ??????????....Reykjavík þessi fyrrum fallega borg er að verða að einni svínastíu......Veggjakrot hreinlega allsstaðar.........ekkert hverfi virðist sleppa....mikið af húsum í niðurníðslu......jafnvel frekar ungir verslunarkjarnar eins og Eiðistorg eru subbulegir.

Ég legg til að Borgarstjórnarmenn hætti að þrasa um flugvöll og Sundabraut og fari að taka almennilega til í borginni.

Einnig held ég að samfélagsþjónustan sé eitthvað slæm þar sem að miðað við höfðafjölda hef ég ekki rekist á eins marga útigangsmenn og konur á jafn skömmum tíma í nokkurri annarri borg.........

Held að Akureyri sé snyrtilegasti bær landsins........

Segi bara eins og Simon.....Sorry.

PS það jákvæða við þessa ferð var að skoða myndirnar hennar Röggu  sjá http://raudka.blog.is/blog/raudka/ en hún er gera kápumynd á diskinn minn fyrir mig........frábær listamaður þar á ferð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Sexþúsundsjöhundruðfjörutíuogtveir.

Jón Halldór Guðmundsson, 17.4.2008 kl. 00:41

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Nú ertu djúpur Jón

Einar Bragi Bragason., 17.4.2008 kl. 01:00

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ja, ljótt er að heyra!  

Já og Jón djúpur, mar... botnaði einhver í honum?  

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 17.4.2008 kl. 03:03

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

6742....næ þessu Jón  .....þarf ekki bara að blörra miðbæinn eins og yfirmanninn í Reykjavíkurhreppi?  

Haraldur Bjarnason, 17.4.2008 kl. 07:33

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Held það sé varla hægt að kenna nýja borgarstjóranum um hvernig miðbærinn er orðinn, maðurinn er nýbyrjaður í djobbinu.

En það er ekki alltaf hægt að kenna yfirvöldum um fjölda útigangsmanna og róna, það eru til úrræði fyrir þá ef þeir (og þær í einhverjum tilfellum) leggja frá sér flöskuna þó ekki væri nema smástund. Þeir fá líka hjálp við að leggja hana frá sér ef þeir (og þær) kjósa svo - sem þeir (jú og þær) kjósa oft að gera ekki.

Annars þakka ég þér fyrir að koma með þessu annars augljósu sannindi um minn gamla heimabæ, hann er jú bæja fegurstur hér á landi á.

Ingvar Valgeirsson, 17.4.2008 kl. 09:57

6 Smámynd: Guðrún Fanney Einarsdóttir

ég er sammála þér ;) Akureyri ER fallegasti bærinn á landinu.......frábært að keyra hinu megin við eyjafjörð og virða fyrir sér þennan fallega bæ með öllum sínum trjám;)

Guðrún Fanney Einarsdóttir, 17.4.2008 kl. 13:07

7 Smámynd: Signý

Er ekki reykjavík (og nágrenni ef útí það er farið) ekki bara lýsandi fyrir stemninguna sem er í gangi bara í þjóðfélaginu? Allir orðnir einhvernvegin histerískir hugsa bara um rassgatið á sjálfum sér... og bera ekki virðingu fyrir einum né neinu? Mér finnst það allavega einhvernvegin. Breytir því ekki að mér finnst alveg agalega sorglegt hvernig komið er fyrir miðbænum, auð hús, brotnarrúður útum allt veggjakrot og viðbjóður... og draslið! maður verður smá sorgmædd bara...

Og þó það sé kannski ekki endielga hægt að "kenna" borgarstjóranum um, þá er það bara samt hægt, því hvað hefur hann svosem verið að gera annað en að telja atkvæðin sín síðan hann settist í þennan stól sinn? Hann virðist allavega algjörlega ófær um að taka ákvarðnir um bara eitthvað...   

Signý, 17.4.2008 kl. 14:48

8 identicon

Ég bíð spennt eftir að heyra þitt álit á nýja júróvíson myndbandinu.

http://www.nova.is/Pages/forsida.aspx 

Ingibjörg Þórðar (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 15:38

9 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

æææææææ Ingibjörg......Mér fannst þetta fyndið í 1 mínútu af þremur.......Tek það fram að mér fannst lagið það besta af þeim lögum sem áttu raunhæfa möguleika að fara út.......Annars eldist lagið með Ragnheiði Gröndal.....best.....það finnst mér.

Einar Bragi Bragason., 17.4.2008 kl. 15:56

10 identicon

Ehemm... og ég er að fara suður á morgun til að vera yfir helgina ... vona að borgin verði orðin hrein þá!!! Ég átti nú heima þarna í tæp 30 ár (á stórreykjavíkursvæðinu sko).

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 20:39

11 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Maður tekur út fyrir að fara niður í bæ.  Þetta er eins sá vondi sjálfur hafi klambrað þessu saman - og skreytt. 

Engum til sóma en stór munur á Laugaveginum eftir framtakið gegn veggjakrotinu - en má sín lítils samt.

vcd

Bragi Þór Thoroddsen, 17.4.2008 kl. 23:18

12 Smámynd: Steingrímur Helgason

& þig undrar að ég kalli þetta Tjöruborg ?

Steingrímur Helgason, 18.4.2008 kl. 00:49

13 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Á Akureyri skín vorsólin skærast og fegurðin fer úr hverri spjör!

Magnús Geir Guðmundsson, 18.4.2008 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Bragi Bragason

Höfundur

Einar Bragi Bragason.
Einar Bragi Bragason.

Hef verið atvinnuhljóðfæraleikari í 100 ár(aðeins ýkt) og er skólastjóri Tónlistarskóla Seyðisfjarðar.

Netf.saxi@centrum.is sími 8974265

Tónlistarspilari

- like pantomime EBB master

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Áramót
  • ...927_6924913
  • picture 4 975462.png
  • picture 4 926643.png
  • ...posturrr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 222197

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband