Leikhúsprik

Við fjölskyldan fórum í leikhús í kvöld og horfðum að stór skemmtilega sýningu Leikfélags Seyðisfjarðar í Félagsheimilinu Herðubreið.Smile

 Sýningin heitir Kallarðu þetta Leikrit og er eftir Ágúst Torfa Magnússon.

Sýningin fjallar um lítið leikfélag úti á landi sem er að setja upp leikrit..einn bæjarbúinn er að skrifa það á sama tíma og það er byrjað að æfa það.

Ráðinn hefur verið rándýr leikstjóri að sunnanCool.

Nú dömurnar í leikhópnum eru spenntar fyrir honum enda finnst honum ekkert leiðinlegt að daðra við þær og endar þetta allt með ósköpum á frumsýningu.

Alveg bráðskemmtilegt leikrit.....ég vil sem sagt gefa leikfélagi Seyðisfjarðar stórt prik fyrir skemmtilega sýningu og um leið minna fólk á það hversu þessi áhugamannaleikfélög eru nauðsynleg.

Gaman er að sjá hversu góðir leikarar eru til á svona litlum stað....þarna var td heil fjölskylda að leika saman á sviði.

Tónlistin í sýningunni var skemmtileg og var meðal annars notað lag eftir mig í henniGrin ........og var mjög gaman að sjá og heyra Ívar Björnsson sem sló í gegn í sýningunni syngja lag mitt við ljóð Hákonar Aðalsteinsonar Litið um öxl.

Til Hamingju Leikfélag Seyðisfjarðar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hefði mikinn áhuga á að sjá þetta leikrit. Ég segi til hamingju líka - og auðvitað smá plús til þín fyrir verkið þitt í sýningunni, sem er tekin af hinni stórgóðu plötu Skuggar

Bestu kveðjur frá eyri akurs...

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 11:38

2 identicon

besta leikrit sem ég hef séð lengi, enda seyðfirðsk framleiðsla.

Berglind Sigurðard (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Bragi Bragason

Höfundur

Einar Bragi Bragason.
Einar Bragi Bragason.

Hef verið atvinnuhljóðfæraleikari í 100 ár(aðeins ýkt) og er skólastjóri Tónlistarskóla Seyðisfjarðar.

Netf.saxi@centrum.is sími 8974265

Tónlistarspilari

- like pantomime EBB master

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Áramót
  • ...927_6924913
  • picture 4 975462.png
  • picture 4 926643.png
  • ...posturrr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband