Kolbrún Halldórs hættu plís

Ég var að hlusta á spjall við Kolbrúnu á Rás 2 áðan og get ekki annað en minnst á þetta rugl í henni.....Hún segir blákalt að álverið og Kárahnjúkavirkjun hafi ekki haft góð áhrif á atvinnuástand hér ,segir að önnur verkefni hefðu gert það sama......Veit Kolla ekki að því að það er búið að draga þvílíkt úr fiskheimildum þannig að það eru búin að tapast mörg störf við það....

Einnig segir hún að Kárahnjúkavirkjun sé búin að eyðileggja og skemma Náttúruna......Halló..
Ég get viðurkennt það að jú virkjunin sjálf tekur pláss og lónið en að öðru leiti er flest neðanjarðar.....hún talar einnig um að dýralíf hafi skaðast......það er bara rugl.......

Auðvitað varð að fórna einhverju fyrir virkjunina....

Ég er enginn sérstakur virkjunarsinni....en hefði þetta álver ekki komið hingað þá væri Austurland líklega dautt.....það er bara staðreynd....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Kolbrún fór rangt með í öllum atriðum varðandi álver,, á síðustu 30 árum hafa verið 9 sveiflur á álmörkuðum álverð hefur farið niður fyrir það sem nú er, hagnaður þjóðarbússins er um 80 til 82 milljarðar á ári, grein Indriða hefur verið marg hrakin í greinini er farið rangt með í megin atriðum.

Kv. SIgurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 11.3.2009 kl. 18:24

2 Smámynd: Björg Árnadóttir

Ég heyrði ekki þetta viðtal en þetta passar við hennar málflutning almennt. Ég er alveg sammála þér í því að ég er enginn sérlegur virkjunarsinni. En að láta eins og virkjanirnar hafi ekki skilað okkur helling af góðum hlutum er rugl. En líklega er nóg komið í bili.

Björg Árnadóttir, 11.3.2009 kl. 20:07

3 identicon

Heyr heyr!

Best að hún hætti alveg.  Og hennar líkar einnig.

Ólafur Vignir Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 19:03

4 Smámynd: S Kristján Ingimarsson

Ég heyrði óminn af þessu viðtali og þegar hún var spurð hvað hún vildi í staðinn fyrir stóriðnað fór hún að tala um að það væri mikil vinna framundan við grisjun skóga á Íslandi. Það eru ekki allir í takt við raunveruleikann

S Kristján Ingimarsson, 12.3.2009 kl. 19:39

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hún er í verulegri hættu að falla af þingi í næstu kosningum, eftir prófkjörið í Rvk. Farið hefur fé betra

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.3.2009 kl. 00:06

6 identicon

Náttúra er auðvitað  nánast ósnert eftir þetta, jú var sökkt ríflega 60 ferkílómetrum af landi, þar af þó nokkrum ferkílómetrum af friðlýstu landi, m.a helsta burðasvæði hreindýra,  Lagarfljótið verður aldrei samt aftur, landrof margfaldast, Jökla horfin, 50 km af risaháspennumöstrum kljúfa lítt snortið land, vatnasvið Héraðsins raskast verulega er fram líður, sandfok eykst. Hafið þið séð heiðagæs horfa á eftir eggjum sínum hverfa í lónið ? Þetta eru auðvitað bara eðlilegar fórnir sem þarf að færa mammoni til dýrðar. Stundum skammast ég mín fyrir virðingarleysi íslendinga fyrir landinu, ekki síst austfirðinga/Héraðsmanna.

Daus (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 10:13

7 Smámynd: Björg Árnadóttir

æ Daus..... þetta sem þú skrifar hefur ekkert með kollinn á Kollu að gera!

Björg Árnadóttir, 17.3.2009 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Bragi Bragason

Höfundur

Einar Bragi Bragason.
Einar Bragi Bragason.

Hef verið atvinnuhljóðfæraleikari í 100 ár(aðeins ýkt) og er skólastjóri Tónlistarskóla Seyðisfjarðar.

Netf.saxi@centrum.is sími 8974265

Tónlistarspilari

- like pantomime EBB master

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Áramót
  • ...927_6924913
  • picture 4 975462.png
  • picture 4 926643.png
  • ...posturrr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 222150

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband